Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 1
Tveggja turna tal Viðhafnarútgáfan er 43 mínútum lengri en bíóútgáfan | Fólk 59 Löngun til að ljósmynda Minnisvarði um störf ljósmyndarans Magnúsar Ólafssonar | Listir 30 Lettar komu á óvart Rússar, Hollendingar, Spánverjar og Króatar einnig á EM | Íþróttir 54 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist ekki úti- loka að til greina komi að sett verði lög til að hindra frekari samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Þá segist forsætisráðherra telja að bankar séu komnir út á hála braut með afskiptum sínum og inngripum í ís- lenskt atvinnulíf. Þetta kom fram í svari forsætis- ráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, vara- þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs, um þróunina á fjölmiðlamarkaði í umræðum á Alþingi í gær um eignarhald á fjölmiðlum. Í svari forsætisráðherra kom fram að jafnvel mætti færa fyrir því rök að í því fælist tómlæti af hálfu þingsins við núverandi aðstæður að láta a.m.k. ekki til athugunar koma lagasetningu til að hindra samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og tryggja betur en nú að fjölmiðlar séu sjálfstæðir og óháðir. „Nú standa mál þannig til að mynda í dag að það veit enginn hver á Stöð 2. Það veit enginn hver á Stöð 2 – aðra og einu frjálsu sjónvarpsstöðina í landinu svo við notum orðið frjálsa án þess að halla nokkuð á rík- isútvarpið – ég tel ekki að það eigi að gera það. En stundum er látið í veðri vaka að Kaupþing Bún- aðarbanki eigi þessa stöð. En það er einnig látið í veðri vaka að tiltekinn nafngreindur einstaklingur í kaupsýslu eigi nú þegar orðið þessa stöð. Og þetta er auðvitað algjörlega óboðlegt að slík aðstaða sé uppi,“ sagði forsætisráðherra. Viðskiptabrellur Þá sagði forsætisráðherra það ekki boðlegt held- ur að einn af stærstu bönkum þjóðarinnar tæki þátt í „viðskiptabrellum“ af þessu tagi og hefði ekki sína hluti á tæru gagnvart almenningi í þessum efnum. „Og reyndar er maður mjög hugsandi orðinn yfir því, svo maður komi því nú að hér, með hvaða hætti íslensku bankarnir, allir stærstu bankarnir, eru farnir að haga sér með afskiptum sínum og inn- gripum í íslenskt atvinnulíf. Þar eru menn komnir út á mjög hála braut að mínu viti,“ sagði forsætisráð- herra. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaup- þings Búnaðarbanka, sagðist spurður um ummæli forsætisráðherra ekki telja ástæðu til að breyta gildandi reglum varðandi fjármálastofnanir og banka og að líta ætti á jákvæðar hliðar þess að bank- ar stunduðu fjárfestingar í fyrirtækjum. Hann sagði jafnframt ótímabært að ræða eignarhald á Norður- ljósum þar sem viðræður stæðu yfir við fjölmarga aðila um kaup á félaginu og að Kaupþing Búnaðar- banki hefði einöngu reynt að tryggja að kröfur bankans í Norðurljósum fengjust endurgreiddar. Ekkert leyndarmál hverjir eiga Norðurljós Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir eignarhald á Norðuljósum ekkert leyndarmál, félög í hans eigu og Kaupþing Búnaðarbanki hafi gengið frá samningum við Jón Ólafsson um kaup á hlut hans í félaginu. „Það hefur alltaf komið fram þegar við höfum tjáð okkur um málið, að það værum við í samvinnu við Kaupþing,“ sagði Jón Ásgeir. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir bankann starfa innan ramma þeirra reglna sem bönkum séu settar. Alþekkt sé að innan banka sé rekin bæði viðskiptabankastarfsemi og fjárfest- ingabankastarfsemi og það sé mikilvægt að þessi starfsemi fari saman hér á landi í ljósi smæðar bank- anna. Áhyggjurnar eru umhugsunarefni Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir að bankinn hafi farið afar varlega hvað snerti eignarhald á fyrirtækjum í tengslum við umbreyt- ingar. Að sögn Bjarna er það hins vegar umhugs- unarefni þegar forsætisráðherra lýsir áhyggjum sínum á þennan hátt, „og eðlilegt að doka við, leggja mat á hvort hætta sé á tortryggni við núverandi skipulag og hvort ástæða sé til þess að bregðast við.“ Forsætisráðherra útilokar ekki lög vegna samþjöppunar á fjölmiðlamarkaði Telur bankana vera komna út á hála braut  Ekki tímabært að ræða eignarhald á Norður- ljósum, segir stjórnar- formaður Kaupþings Búnaðarbanka  Við og bankinn eigum Norðurljós, segir forstjóri Baugs GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti skoraði í gær, á fyrsta heila degi umdeildrar heimsóknar sinnar til Bretlands, á lýðræðisþjóðir heims að hætta að umbera harðstjóra og slást í lið með Bandaríkjamönnum í að út- breiða fagnaðarboðskap frelsis um víða veröld. Í ræðu sem Bush flutti varði hann þá ákvörðun sína að fara með hern- aði gegn Írak Saddams Husseins. Sagði hann valdbeitingu vera nauð- synlegan valkost „til að halda aftur af ofbeldisfullum mönnum“. Bush sat hátíðarkvöldverð með gestgjafa sínum, Elísabetu II Breta- drottningu, í Buckingham-höll í gær- kvöldi. Reuters Bush ver Íraks- stefnuna Lundúnum. AP, AFP.  Yfirveguð/16 POPPSTJARNAN Michael Jackson sætir „margfaldri“ ákæru um kyn- ferðislegt ofbeldi gegn börnum, að því er saksókn- arar í Santa Barb- ara í Kaliforníu greindu frá í gær. Sögðu þeir að samningavið- ræður stæðu yfir um að Jackson gæfi sig fram við lögreglu, en hann kvað hafa verið staddur í Las Vegas. Talsmaður Jacksons lýsti yfir því að ásakanirnar ættu ekki við rök að styðjast. „Michael myndi aldrei vinna barni mein,“ sagði hann. Sætir marg- faldri ákæru Michael Jackson DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagðist í um- ræðum á Alþingi í gær hafa verið stoltur af stuðningi sínum við einkavæðingu bankanna en sagðist jafnframt telja að „það eigi að reyna að halda þessum bönkum að sínum verkefnum og að þeir séu komnir langt út fyrir þau mörk sem þeir eiga að sinna og skyldum gagnvart almenn- ingi í þeim efnum.“ Komnir út fyrir mörk þess sem þeir eiga að sinna  Alþingi/10  Viðbrögð/12 Morgunblaðið/Þorkell STOFNAÐ 1913 315. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ♦ ♦ ♦ JAPANSKIR vísindamenn segjast hafa uppgötvað áður ógreinda hvalategund. Þykir þetta miklum tíðindum sæta, enda mjög fátítt orðið að nýjar tegundir spendýra finnist á jörðinni. Hinn 12 metra langi skíðis- hvalur hefur fengið latneska nafnið Balaenoptera omurai, til heiðurs Hideo Omura, sem var í fremstu röð Japana sem stunduðu rannsóknir á hvölum á sjöunda og áttunda áratugnum. Í nýjasta hefti vísindatímarits- ins Nature segja Shiro Wada og samstarfsmenn hans við Fisk- veiðirannsóknastofnunina í Yoko- hama söguna á bak við uppgötv- unina. Í lok áttunda áratugarins hafi japönsk hafrannsóknaskip sem voru að störfum suður í höf- um, á mörkum Kyrrahafs og Ind- landshafs, náð átta sýnishornum af skíðishval sem erfitt reyndist að tegundargreina. Árið 1998 rak svipaðan hval á fjöru á japönsku eynni Tsunoshima. Með tilkomu DNA-rannsókna gátu vísinda- mennirnir borið sýni úr hinum torkennilega hval saman við sýni úr þekktum tegundum og komust þá að því að arfgerð hans er alveg sér á báti. Ný hvalategund uppgötvuð París. AFP. Santa Barbara. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.