Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 41
Elsku langamma. Hugur minn er hjá þér. Ég man þegar ég og amma Mumma fórum í sjoppuna sem var rétt hjá þér og keyptum lakkrísís fyrir þig og þú varst svo glöð. Síðan sagðir þú okkur svo góðar og skemmtilegar sög- ur, þú varst svo góð í að segja sögur. Ég veit að þú varst orðin gömul og veik og Guð kallaði á þig og þér líður örugglega betur í himnaríki. Þitt barnabarnabarn Helena Friðjónsdóttir. Elsku Olga langamma. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Ég vil vera alveg eins og þú þegar ég verð langamma. En nú ertu engill og horfir á okkur og þú passar hann litla Victor Pál. Þín Ásthildur Gunnlaugsdóttir. Elsku langamma. Ég vissi að það kæmi að því HINSTA KVEÐJA að þú myndir deyja,því þú varst svo lasin og þreytt. En ég á margar góðar minningar um þig. Um síðustu jól þegar þú komst til okkar og borðaðir kjúkling, þú varst svo ánægð og lagðir þig í sófann eftir matinn. Það var líka gaman í 90 ára af- mælinu þínu í sumar og þegar ég kom til þín síðast á Grund með aðra hendina í gipsi og þú sagðir að ég yrði að vera dug- legur að láta brotið gróa saman. Nú veit ég að þér líður vel á himnum. Þinn langömmustrákur Daði Freyr. Elsku besta langamma mín. Mér finnst skrýtið að hugsa um að þú ert ekki lengur hjá okkur. Núna ertu komin til Guðs þar sem þú hittir langafa og Victor Pál langömmubarnið þitt, og þar á þér eftir að líða vel. Ég á margar minningar um þig, t.d. á 90 ára afmælinu þínu varstu svo fín en þegar ég kom til þín á spítalann varstu orðin rosalega veik. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þitt langömmubarn Díana Dögg. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 41 Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þín barnabörn og barnabarna- börn, Kristján, Valgerður, Alex- andra, Jakob og Óliver Adam. Jæja elskan mín, loksins ertu komin í faðm langafa. Amma, þú varst og verður alltaf fyrir mér kraftaverkakona. Ég var farin að halda að þú værir ódauð- leg, sama hversu veik þú gast orð- ið, alltaf náðirðu þér aftur. Þess vegna var ég viss um að þú næðir þér núna og ég gæti knúsað þig og kysst þegar ég kæmi heim um jól- in og fengið að sjá einu sinni enn ánægjusvipinn á þér þegar ég kom í heimsókn. Elsku besta langamma mín, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur gefið mér og kennt mér. Fyrir allar sögurnar af barnæsku þinni, handverkin þín, húmorinn, gleði þína og sorg, jákvæðni og nei- kvæðni, hreinskilnina sem ég kunni ekki alltaf að meta, öll sam- tölin okkar um lífið og tilveruna, hlýju þína og kærleik þinn til Guðs. Takk fyrir allt, allt, allt. Ég geymi þig í hjarta mínu yndislega langamma mín, ekki bara sem langömmu heldur sem vinkonu sem var gott að spjalla við og fá ráð hjá. Mér finnst það segja svo mikið um þig að þú lést nóttina fyrir jarðarför Victors Páls. Þú vildir fylgja einum af englunum þínum til Guðs. Ég elska þig. Þín Guðmunda María. Elsku amma, drottningin mín. Það er sorglegt að þú skyldir fara á þennan hátt, en gott að hugsa til þess að þú sért núna hjá Afa og Victor Páli. Ég á margar góðar minningar af þér þar sem ég heimsótti þig á Grund, því þú bauðst mér alltaf nýtt eða gamalt nammi, vasapening og góðan koss á kinn. Þín síðustu ár þá komst þú sífellt á óvart, með skemmtilegum húmor og alltaf komstu með nýj- ustu fréttirnar úr Leiðarljósi. Elsku amma mín, ég veit að þú ert á besta stað í himnaríki. Elsku móðir, Fríða, Mumma og fjölskyldur, við vottum ykkur innstu samúðarkveðjur. Þitt yngsta barnabarn, Gunnlaugur og Katrín. Kæra langamma. Hugur minn er hjá þér. Ég man hvað þú brostir alltaf fallega til mín og blikkaðir í leiðinni og þú varst alltaf svo afslöppuð. Mér leið alltaf svo vel hjá þér eins og ekk- ert gæti verið betra. Þú varst allt- af svo föst á þínu og þú lést engan breyta því, það var ein af ástæð- unum fyrir því að ég kunni svo vel við þig. Mér fannst alltaf svo gam- an að heyra þig tala um þegar þú varst ung, þá ímyndaði ég mér allt sem þú sagðir. Mér fannst þú allt- af svo falleg og fín með þig að maður var bara pínu öfundsjúkur. Þú söngst eins og engill og ert örugglega farin að syngja fyrir alla englana í himnaríki. Ég veit að þú munt vaka yfir mér og fjöl- skyldunni minni. Ég bið að heilsa langafa og Victori Páli. Ég mun ávallt elska þig. Þitt barnabarnabarn Sara Rut Friðjónsdóttir. Elsku langamma mín. Þá ertu farin frá okkur. En þó við séum leið og sorgmædd þá eru aðrir uppi hjá Guði sem eru ánægðir að sjá þig eins og Gulli langafi og Victor Páll langömmu- barnið þitt sem var jarðaður sama dag og þú lést. Ég á margar góðar minningar um þig alltaf svo fína og mikið varstu hrifin þegar ég var með hárið mitt í fléttum. Í sumar þegar ég mamma og Daði hjóluðum til þín og fórum með þig í hjólastól út í búð og keyptum ís sem við borð- uðum svo í garðinum á Grund. Þetta var einn fallegasti dagur sumarsins og við sátum lengi og spjölluðum saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Elsku langamma, ég kveð þig nú en veit að þú vakir yfir mér og ég get talað við þig þegar ég vil. Þitt langömmubarn Erna Dís. Á kveðjustundu er margs að minnast um hana Olgu frænku, sem hefur verið svo stór þáttur í mínu lífi. Bernskuminningarnar tengjast Ysta húsinu í Hnífsdal, þessu litla húsi sem rúmaði svo marga og finna mátti svo mikla umhyggju og öryggi. Þar var alltaf hægt að bæta einum við eins og varð í mínu tilfelli. Eftir andlát Elísabetar ömmu 1930 önnuðust Olga og Sigga syst- ir hennar heimilið undir sterkri stjórn langömmu Þóru og afa. Heimilið var mannmargt og það hlýtur að hafa verið mikið starf fyrir ungar stúlkur, en mínar minningar frá þessum tíma eru bara gleði og gaman. Það var mikil sorg í Ysta húsinu þegar Sigga dó tæplega 28 ára gömul. En lífið hélt áfram og ljúfmennið Gunnlaugur kom inn í líf Olgu frænku og okkar allra. Þau bjuggu fyrst í Ysta hús- inu en eignuðust fljótlega sitt eigið heimili. Hvort sem heimili þeirra var í Hnífsdal, Siglufirði eða Reykjavík voru mín tengsl við þau mikil. Þau voru voru einstaklega samrýmd hjón, frændrækin, vina- mörg og gestkvæmt var alla tíð hjá þeim. Olga var sterkur persónuleiki og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún setti þær oft fram á gamansaman hátt því frá- sagnargáfa hennar var mikil og ýmis orðatiltæki hennar geymast. Hún var mjög hæfileikarík, hafði góða söngrödd, söng í kirkjukórum í marga áratugi, var frábær upp- SJÁ SÍÐU 42 Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, SKAFTI PÉTURSSON, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardag- inn 22. nóvember kl. 13.00. Hildigerður Skaftadóttir, Unnsteinn Guðmundsson, Björn Skaftason, Elvar Örn Unnsteinsson, Elínborg Ólafsdóttir, Íris Dóra Unnsteinsdóttir, Hilmar Stefánsson, Selma Unnsteinsdóttir, Pétur Magnússon og langafabörn. Elskulegi maðurinn minn og faðir okkar, HALLDÓR AXEL HALLDÓRSSON, Krókabyggð 11, Mosfellsbæ, lést af slysförum föstudaginn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Guðbjörg Sumarliðadóttir, dætur og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA K. SIGURPÁLSDÓTTIR, Laugarbrekku 15, Húsavík, sem lést miðvikudaginn 12. nóvember, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 22. nóvember kl. 14.00. Þorgeir Páll Þorvaldsson, Bryndís Jóhannsdóttir, Hilmar Þorvaldsson, Ásta Lóa Eggertsdóttir, Þóra Þorvaldsdóttir, Guðmundur Níelsson, Soffía Björg Þorvaldsdóttir, Gísli Guðbjörnsson, Magnús Þorvaldsson, Helga Kristjánsdóttir, Ásdís Þorvaldsdóttir, Snorri Már Egilsson, Ingvar Þorvaldsson, Árdís Björnsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN H. PETERSEN, Hátúni 15, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 21. nóvember kl. 15.00. Willy Petersen, Ragnheiður Arnkelsdóttir, Pétur Henry Petersen, Klara Björg Jakobsdóttir, Guðrún Nína Petersen, Arnkell Jónas Petersen. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, UNNUR ÓLAFSDÓTTIR, lést á heimili sínu þriðjudaginn 18. nóvember. Ásgeir S. Olsen, Ásbjörn Ægir Ásgeirsson, Sjöfn Geirdal, Stefán Ásgeirsson, Kristjana Þ. Jónsdóttir, Elín Ásdís Ásgeirsdóttir, Árni Sigurðsson, Guðlaugur Þór Ásgeirsson, Inga Mjöll Harðardóttir, Ragnheiður Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.