Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Til stendur að stofna leshring í Fé- lagsmiðstöðinni í dag kl. 13. Áhugafólk um bókmenntir velkomið. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíð- ar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–16 bókband. Kl. 14 Hrafn- istukórinn úr Hafn- arfirði syngur, söngur og dans, kl. 16 les Úlfar Þormóðsson úr bók sinni Hrapandi jörð. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 postulín, kl. 13 handavinna. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 handa- vinna, smíðar og út- skurður, kl. 13, línudans og kl. 14 sag- an. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 bað og glerskurður, kl. 10–11 leikfimi, kl. 13.30 sönghópurinn, kl. 15.15 dans. Jón Kr. Ólafsson, söngvari frá Bíldudal, syngur kl. 14. Bakað laufabrauð eftir hádeg- ið á morgun, föstudag, panta tíma í s. 568 3132 fyrir kl. 10 þann dag. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Bingó kl. 15. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.45 gler- list, kl. 12. ThaiChie, kl. 13 málun, kl. 13.15 bútasaumur og leikfimi karla, kl. 14. biblíu- fræðsla í Garðabergi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Opnað kl. 9 videókrók- urinn opinn, pútt kl. 10–11.30, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.20, glerlist kl 13, bingó kl. 13.30, kóræfing hjá Gaflarakórnum kl. 17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Brids kl. 13, framsögn kl. 16.15, félagsvist kl. 20. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellssveit. Opið kl. 13–16, bókband, kl. 13 tréskurður, kl. 13.30 lesklúbbur, kl. 17 starf kórs eldri borgara. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi vinnustofur og spilasal- ur opin. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist og ker- amik, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 13 gler- og postulín, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna, brids kl. 13. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl. 13.30–16 félagsvist. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun kl. 9.30 sundleikfimi í Graf- arvogslaug. Norðurbrún 1. kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 sam- verustund og leir. Vesturgata. Kl. 9.15– 15.30, handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15– 11.45 enska, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing, kl. 10.30 fyr- irbænastund. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður, perlusaumur og morgunstund, kl. 10 boccia, kl. 13 hand- mennt og bridge. Hana-nú Kópavogi „Mánudagur til mæðu“ verður 24. nóvember. Farið verður á veit- ingahúsið Viktor í Hafnarstræti. Lagt af stað frá Gullsmára kl. 18 og Gjábakka kl. 18.10. Uppl. í s. 554 3400 og 564 5260. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK. Brids í Gullsmára 13 í dag. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Kiwanishúsinu í Mosfellsbæ. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Bæna- og vitn- isburðarstund kl. 17. Breiðfirðingafélagið, hagyrðingakvöld fé- lagsins er á morgun kl. 20 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Skaftfellingafélagið í Reykjavík. Mynda- kvöld í kvöld kl. 20.30 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Ný dögun, fræðslu- fundur í kvöld kl. 20– 22, umfjöllunarefni: Makamissir. Í dag er fimmtudagur 20. nóv- ember, 324. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En ég bið til þín, Drottinn, á stund náðar þinnar. Svara mér, Guð, í trúfesti hjálp- ræðis þíns sakir mikillar mis- kunnar þinnar. (Sl.. 69, 14.)   Haukur Þór Haukssonber saman kon- ungdæmi og forsetaemb- ætti á frelsi.is.   Haukur segir: „Áðurfyrr var það „al- mennt viðurkennt að kon- ungar sóttu vald sitt til æðri máttarvalda. Í því sérstaka umboði réðu þeir ríkjum, háðu stríð og giftust hentugum val- kostum í valdatafli kon- ungsfjölskyldna.   Þótt ýmsir hafi kunnaðað trúa því fyrr á öld- um að konungs- fjölskyldur hefðu guðlegt vald þá er því ekki þannig farið í dag. Konungs- fjölskyldur eru venjulegt fólk rétt eins og hver ann- ar.   Því vekur það furðu aðenn þann dag í dag fæðist fólk í ýmsum lýð- ræðisríkjum inn í kon- unglegan auð og völd! Völdin eru reyndar nán- ast engin orðin en auð- urinn umtalsverður.   Hvenær voru KarlBretaprins eða Mar- grét Danadrottning kosin til starfans? Hvaðan sækja þau umboð sitt?   Það er frekar hjákát-legt að fylgjast með þjóðum sem telja sig miklar lýðræðisþjóðir verja tilvist konungsfjöl- skyldna. Í varnartilraun- um sínum segja sumir að kostnaður við forseta- embætti yrði ekkert minni en við konungs- dæmi.   Þó ég sé á þeirri skoðunað Íslendingar ættu að leggja niður forseta- embættið þá er samt al- ger grundvallar munur á forsetaembætti og kon- ungstign. Forseti er kos- inn en ekki konungur.   Konungsfjölskyldur í lýð- ræðisríkjum eru tíma- skekkja. Hlutverk þeirra virðist helst vera að skemmta fólki á síðum glanstímarita. Tilveran virðist grundvallast á spurningum líkt og „verð- ur prinsessan í gulum eða bleikum kjól?“, „er prins- inn skotinn í Britney Spears?“, „hvernig var matseðillinn í síðasta kvöldverði?“, „verður næsta drottning Dan- merkur áströlsk?“.   Þjóðir vesturheims hafa sem betur fer tekið upp lýðræði þar sem lands- menn kjósa sér stjórn hins opinbera í frjálsum kosningum. Kon- ungdæmið er þar með fallið úr gildi. Af hverju ekki að viðurkenna þá staðreynd?   Spurningin er ekki hvort heldur hvenær komandi kynslóðir munu fletta í gömlum slúðurblöðum og hugsa með sér, hvað var liðið að pæla?“ STAKSTEINAR Konungsveldi Víkverji skrifar... Þegar talið berst að offitu barnavirðist vera tilhneiging til allt að því kjánalegrar fortíðarhyggju að mati Víkverja. Hann er hreint ekki hrifinn af öfgafullum málflutningi sem helgast af þröngsýnum sam- anburði á börnum í dag og segjum fyrir 40 árum. Stundum er dregin upp sú mynd að börn hafi verið miklu frískari hér áður fyrr en nú séu þau kjagandi hnoðrar sem eru keyrð út um allt og mæðist við minnstu áreynslu. Hangi fyrir framan tölvur og hreyfi sig ekki neitt. Það er rétt að börn eru keyrð meira í dag en áður, en Reykjavík er líka orðin stórborg og það er ekki jafnsjálfsagt að fara allra sinna ferða fótgangandi og áður. Og hvers vegna er stundum látið að því liggja að vandamálið sé barnanna? Það er ekki þeim að kenna að meðalþyngd þeirra hafi aukist jafnt og þétt undanfarna áratugi heldur foreldranna, því þeir ráða, eða eiga að ráða, fæðuvali. Og svo eiga stjórnvöld að taka í lurginn á þeim sem okra með hollustuvörur. Þetta snýst ekki bara um að hreyfa sig. Mataræðið skiptir auðvitað miklu máli og sömuleiðis efnaskipti og heilsufar. x x x En að íþróttum. Þótt íþróttakenn-ari, sem oft hefur talað um lík- amlegt ástand barna fyrr og nú, merki sjáanlega hnignun hjá 1. bekk- ingum í leikfimi ár frá ári, verður ekki framhjá því litið að íþróttastarf barna í landinu almennt er margfalt öflugra en fyrir 40 árum. Því ætti þrek og at- gervi þeirra ekki að vera svo sláandi ólíkt því sem áður var, áður en tölvur og skutl tóku völdin. Og hvað er ann- ars málið með skutlið? Víkverji sér á hverjum morgni börn á leið í skólann – fótgangandi. Hjólabretti eru í tísku og allir vilja frekar fara í fótbolta en sitja inni í frímínútum. Og skíða- brettaæðið, gleymum því ekki. Börn- in rjóð í kinnum í Bláfjöllum, sum þau eldri reykjandi að vísu og borðandi franskar kartöflur í nesti. Víkverji er samt ekki á því að heimur fari versnandi í þessum efn- um. Börn elska að hreyfa sig og gera mjög mikið af því. En svo er spurning hvort PlayStation steli tíma af þeim sem annars hefði farið í fótbolta eða hvað annað sem er. Það er hins vegar þessi öfgakennda sykurneysla barna og reyndar fullorðinna, sem fær Vík- verja til að gapa. Þykir það til dæmis eðlilegt að kaupa sex tveggja lítra kókflöskur í kippu til heimilisins reglulega? Ekki að furða þótt syk- ursýki 2 leggist á æ yngra fólk eins og kona nokkur benti á í aðsendri grein í Morgunblaðinu í vikunni. Morgunblaðið/Steinunn Börn elska hreyfinguna. Hér er verið að liðka sig svolítið á æfingu. Um einelti MIKIL og þörf umræða hefur verið í þjóðfélaginu um einelti í skólum og ein- elti á vinnustöðum. Það er hið besta mál. Mig langar bara til þess að benda á annað form ein- eltis, en það er almennings- einelti – eða mætti kalla samfélagseinelti. Ég veit ekki hvað það er eða hvers vegna, en eitt dæmi um þess konar einelti sem ég hef í huga er það sem hún Leoncie, indverska söng- prinsessan okkar, verður fyrir. Er leyfilegt að gera grín að þeim sem eru ekki „kúl“ eða „flottir“ sam- kvæmt tískuviðmiðum meirihlutans? Og mega þá allir búa til brandara, senda ljósmyndir á Netinu og glotta þegar ein manneskja sker sig úr fyrir að vera ekki hógvær og hlédræg þegar öðrum finnst hún ekki nægilega sæt og stjörnuleg til að komast í okkar litlu ó-heimsfrægu elítu? Þetta er eitt af því sem minnir mig á að Reykjavík er bara lítið sjávarpláss með minnimáttarkennd sem brýst út í andhverfu sinni. Kosturinn við alvöru stórborgir er sá að þar fær fólk að vera nákvæmlega eins og það vill í friði svo lengi sem það brýtur ekki á öðrum. Leyfum menningarflór- unni að blómstra…fílum fjölbreytnina, setjum okk- ur í spor annarra áður en við dæmum og hættum ein- eltinu. María. Slævir taugaenda NÝLEGA var í útvarpi eða sjónvarpi verið að ræða ýmislegt sem hrjáir mann- inn í veikindum og daglegu amstri. Ég var staddur í húsi úti í bæ ásamt fleira fólki og heyrði því ekki allt sem fram fór en eitt hjó ég þó í þegar sagt var að til væru töflur sem slæva taugaenda. Málið er að ég fékk ristil í andlitið fyrir tveimur og hálfu ári sem lætur mig ekki í friði einn einasta dag. Ef einhver, eða sá sem mælti þessi orð, sér þetta þá vinsamlega hafið sam- band við Sverri í síma 568 7996 eða 894 0163. Góð þjónusta ÉG hef búið í Fellahverfi í nokkur ár og skipt við Bón- usvideó hér. Ég vil senda Gunnari og Heiðu kærar þakkir fyrir frábæra þjón- usta og góða móttöku. Þetta er ódýrasta videó- leiga bæjarins. Ingibjörg Gréta Kristínardóttir, Yrsufelli 15. Tapað/fundið Gallajakki týndist NÝR herragallajakki, dökkblár með kínakraga, týndist fyrir rúmri viku. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 581 1915. Dýrahald Snúlla er týnd SNÚLLA hvarf frá heimili sínu Heiðarás í Árbæ 1. október sl. Hún er þrílit, grá, brún og hvít, loðin og mjög falleg. Ef einhver hef- ur orðið var við hana þá vin- samlega hafið samband í síma 567 4707. Kettlingur týndist frá Barónsstíg SVARTUR kettlingur 6 mánaða týndist frá Baróns- stíg sl. laugardag. Hann er ólarlaus og ómerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 845 8202. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís LÁRÉTT 1 haldin sjúkdómi, 8 hamingja, 9 nauts, 10 veiðarfæri, 11 gljái, 13 framkvæmir, 15 um- stang, 18 kempu, 21 guð, 22 kurf, 23 megnar, 24 fengsamur. LÓÐRÉTT 2 semja, 3 klaufdýrsins, 4 lét, 5 morkin, 6 hjarta- áfall, 7 óhreinindi, 12 tangi, 14 spil, 15 árás, 16 raka, 17 vínglas, 18 helgi- tákn, 19 saltlög, 20 siga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 sækja, 4 blússa, 7 rústa, 8 tepra, 9 Rán, 11 kunn, 13 grun, 14 ýtuna, 15 fætt, 17 fold, 20 aða, 22 ætt- in, 23 guldu, 24 illur, 25 syfja. Lóðrétt: 1 spræk, 2 kusan, 3 apar, 4 botn, 5 sópur, 6 as- ann, 10 áburð, 12 nýt, 13 gaf, 15 fræði, 16 titil, 18 oflof, 19 dauða, 20 anar, 21 agns. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.