Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helgi Hallssonfæddist í Reykja- vík 6. september 1926. Hann lést á Landakotspítala 11. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Hallur Helga- son vélstjóri, f. á Ak- ureyri 1. ágúst 1900, d. 1. febrúar 1956, og Sigurlín Bjarnadótt- ir, f. í Vestmannaeyj- um 22. desember. 1904, d. 16. júlí 1991. Systkini Helga eru: Sigurður Vilhelm, f. 18. desember 1930, maki Hrafn- hildur Eyjólfsdóttur, f. 22. nóvem- ber 1935, Signa Hallberg, f. 4. ágúst 1933, maki Gunnlaugur Búi Sveinsson, f. 24. febrúar 1932, Anna María, f. 18. júlí 1936, maki Baldur Ágústsson, f. 13. febrúar 1933, og fóstursystir Olga, f. 24. júní 1920, d. 1997, maki Harry Anderson, látinn. Helgi kvæntist Rósu Karlsdótt- Fyrir hjónaband eignaðist Helgi tvo syni, þeir eru: 1) Þórir, f. 26. okt 1945, maki Sigrún M. Gísla- dóttir, f. 30. september 1943. Börn þeirra: a) Halldór Már, f. 29. júní 1964, maki Vilborg Árnadóttir, þau eiga fjögur börn og tvö fóst- urbörn. b) Grétar Hallur, f. 6. des- ember 1966, maki Ólöf Anna Gísla- dóttir, þau eiga fjögur börn og eitt fósturbarn. c) Helga Björk, f. 13. nóvember 1972, maki Ágúst Guð- mundsson, þau eiga eitt barn. 2) Hallur, f. 1. janúar 1950, maki Sæ- unn Klemensdóttir, f. 8. október 1956, synir þeirra eru Reynir Logi, f. 9. desember 1978 og Hallur, f. 30. apríl 1980. Helgi ólst upp hjá foreldrum sín- um bæði á Akureyri og í Reykja- vík. Eftir gagnfræðipróf fór hann til Skotlands í verslunarskólanám. Tók loftskeyta- og símvirkjapróf 1948. Vann ýmis störf til 1950, loft- skeytamaður á sjó, verslunar- og hótelstörf á Akureyri. Hann starf- aði hjá Símanum frá 1950, síðast sem deildarstjóri á radíótækni- deild Símans í Reykjavík. Hann var virkur meðlimur í Oddfellow- reglunni í Reykjavík. Útför Helga verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ur, f. í Bolungarvík 3. nóvember 1934, dótt- ur hjónanna Gunnjónu V. Jónsdóttur og Jóns Karls Eyjólfssonar. Börn Helga og Rósu eru: 1) Jón Karl, f. 3. febrúar 1955, maki Marta Matthíasardótt- ir, f. 25. júlí 1958, skil- in. Börn þeirra eru Kristín Helga, f. 2. júní 1981, og Matthías Karl, f. 15. maí 1993. 2) Ragnheiður Signý, f. 4. janúar 1958, maki Friðrik Guðmunds- son, f. 4. apríl 1955. Börn þeirra eru a) Örvar Geir, f. 18.júlí 1976, b) Svanhildur Rósa, f. 19. júlí 1978, maki Eyjólfur Þór Jónasson, f. 13. febrúar 1973, c) Helgi, f. 21. nóv- ember 1982, og d) Signý, f. 6. ágúst 1987. 3) Helgi, f. 6. október 1963, maki Guðrún Elín Jónsdóttir, f. 24. mars 1964. Dætur þeirra eru Guðný, f. 8. október 1987, og Arna Björk, f. 29. nóv 1997. Hinn 11. nóvember sl. lést elsku hjartans pabbi minn. Síðustu æviár hans voru mjög erf- ið. Hann fór á Landakot í júlí 2002 og dvaldi lengst af á deild L-4. Starfs- fólkinu þar á ég mikið að þakka, einn- ig sendi ég þakklæti til starfsfólksins á K-2. Pabbi átti mjög góða æsku og for- eldar hans Hallur og Sigurlín héldu einstaklega vel utan um börnin sín, Sigurð Vilhelm, Signu og Önnu Mar- íu. Olga frænka þeirra fór í fóstur til þeirra hjóna ung að árum. Við okkur systkinin, var hann ein- staklega ljúfur. Þótt hann væri ekki skaplaus maður, skammaði hann okkur aldrei. Hann sagðist ekki hafa þurft þess, betra væri að tala rólega til barna en að skamma þau. Margar sögur eru í minningu minni um umhyggju pabba gagnvart mér. Ég var ung þegar ég átti mitt fyrsta barn, ég átti mjög stutt eftir í fæðingu þegar hjúkrunarkonan kom inn á fæðingarstofuna og sagði að pabbi minn hafi komið við og hún hafi þurft að taka við matarbakka frá hon- um. Pabbi kom með bakka fullan af hangikjöti með öllu tilheyrandi, sem mamma hafði verið að matbúa heima. Hann gaf þær skýringar að dóttir hans yrði að fá það allra besta. Við börnin mín var hann eins, ekkert var of gott fyrir þau. Mér var oft um og ó hvað hann pabbi minn lét mikið með mig, ég þurfti oft að biðja hann að vera ekki að hæla mér og hrósa við aðra. Á mannamótum var pabbi hrókur alls fagnaðar, hann átti mjög gott með að umgangast fólk. Hann var mikill útivistarmaður, fór á skíði, í göngutúra og í sund á hverjum degi. Hann var léttur á fæti og hafði góða líkamsbyggingu. Pabbi var mjög listfengur og mál- aði frábærar myndir. Ég er svo hepp- in að eiga margar myndir eftir hann. Rithönd pabba var einnig mjög fal- leg. Árið 1989 fór pabbi í stóra hjarta- aðgerð sem gekk vel, átti hann nokk- ur góð ár eftir það en síðan fór að halla undan fæti hjá honum. Mikið vildi ég hafa getað gert meira fyrir pabba minn þegar heilabilunin fór að gera vart við sig fyrir nokkrum árum. Ástarkveðjur til þín, elsku pabbi minn, ég óska þess að þér líði vel. Ég hefði ekki getað eignast betri pabba. Þín dóttir Signý Elsku afi minn. Dýpra en veruleikinn er minningin um þig og allar þær stundir sem við áttum saman. Mér er minnistæðast þegar ég leitaði ráða hjá þér og þau voru svo sannarlega ekki dýr. Allar þær stundir sem þú hjálpaðir mér í gegnum æskunnar erfiðustu stundir, heimalærdóminn og studdir mig í öllu því er ég vildi gera. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Þú varst ekki bara besti afi sem ég hef nokkurn tímann átt heldur einnig góður vinur sem hlustaðir á mín vandamál auk þess sem þú hjálpaðir mér eftir fremsta megni án þess að skeyta neinu um hvað það myndi kosta þig. Til að mynda þegar þú fórnaðir fríinu með fjölskyldunni í Flórída til þess að fara fyrr heim með mér, hugsa um mig og styðja við mig stíga mín fyrstu skref í framhaldsskólanum. Ég get ekki ímyndað mér mann af slíkri góð- mennsku, með eins stórt hjarta, eins og þig, enda var ég öfundaður af öðr- um sem ekki voru svo heppnir að eiga þig að sem afa sinn. Það var mikið miður hvað við fjarlægðumst hvor annan síðustu ár og þótt við hittumst lítið þá varstu alltaf í huga mínum þar sem þú ert fyrirmynd þeirrar mann- eskju sem ég vil líkjast þegar ég verð eldri. Ég þakka þér listsköpunina sem þú aldir í mér í öll þau ár sem þú safnaðir verkum mínum, hátterni og framkomu mína sem þú mótaðir með góðvild þinni og brosmildi, bjartsýn- ina sem þú skapaðir með þínum stuðningi og ánægju mína sem þú gafst mér að hafa átt þig að. Ég minn- ist orða þinna þegar þú sagðir við mig að úr öllum slæmu rætast ávallt góðir hlutir á endanum. Þessi orð þín og mörg önnur hafa leitt mig í gegnum margar af lífsins erfiðustu þrautum. Þú ert gull af manni gerður, afi minn kæri, og ég mun ávallt sakna þín. Þitt barnabarn og vinur, Örvar Geir Friðriksson. Elsku hjartans afi minn, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Mig langar til að minnast þín í nokkrum orðum þegar leiðir okkar skilja. Ég geymi í hjarta mínu góðar minningar um samverustundir okkar. Ég var svo heppin að alast upp að nokkru leyti hjá þér og ömmu á Hjarðarhaganum. Að eiga svona góðan afa og hafa hann við hlið sér eru forréttindi sem ég mun búa að alla tíð. Ást þín og umhyggja var aðdáð- unarverð og endurspeglaði hún hegð- un þína gagnvart þínum nánustu, hagur okkar var alltaf í fyrirrúmi hjá þér. Þegar ég var yngri svæfðir þú mig með söng og skemmtilegum æv- intýrum, yndislegt var að sofna við „Sofðu unga ástin mín“. Þegar ég lærði fyrir próf fannst mér svo gam- an að biðja þig að hlýða mér yfir námsefnið. Þú hrósaðir mér fyrir hvað ég kunni þetta vel og það hvatti mig áfram til frekari menntunar. Ég hef einnig fetað í fótspor þín, afi, og í dag starfa ég hjá Símanum rétt eins og þú gerðir. Það eru fjölmargar broslegar minningar sem ég á um þig, elsku afi minn. Sú minning sem kemur fyrst upp í huga mér er þegar þú vildir allt- af merkja nýjar flíkur. Inn í alla skó og úlpur var búið að rita upphafsstaf- ina mína með stórum stöfum. Minni þitt var ákaflega gott og þú áttir gagnabanka af bröndurum og skemmtisögum. Þegar ég kom fyrst með Eyfa minn í heimsókn þá sagðir þú hverja skemmtisöguna á fætur annarri. Uppáhaldsbrandarinn minn er, ,,Hvað heitir stysta bók í heimi?“ Jú, svarið við því var Norsk humor I tusind år. Þú varst alltaf brosandi og kátur. Þegar ég var á sundæfingu, komst þú iðulega skokkandi með bros á vör og syntir 400 metra áður en þú skelltir þér í pottinn. Afi minn, þú varst svo duglegur að taka kvikmyndir af okkur, við eigum þér að þakka hversu lifandi minning- ar okkar eru í dag. Það er yndislegt að geta skoðað gamlar myndir og upplifað góðar stundir. Undanfarin ár fannst mér erfitt að sjá hvað þér leið illa. Við skildum ekki alveg hvað var að eiga sér stað hjá þér, heilabilun sést ekki svo auðveld- lega í fyrstu. Á Landakoti varstu í góðum höndum og einnig var mamma hjá þér daglega. Það var gott að geta verið við hlið þér í veikindastríðinu. Ég veit þú fannst fyrir nærveru minni þegar þú kreistir hönd mína og reyndir að opna augun í síðustu viku. Vonandi fannst þér tónlistin falleg sem ég spilaði fyrir þig kvöldið sem þú andaðist. Það er ekki hægt að hugsa sér betri afa en þig. Þú gafst mér svo mikið og þú átt góðan samastað í hjarta mínu. Ég sakna þín og hugsa til þín á hverjum degi. Gangi þér vel, elsku afi minn, og við munum hittast aftur seinna. Ég veit að þú fylgist með mér og styður mig eins og þú hefur ávallt gert. Rósa yngri Friðriksdóttir. Elsku afi minn. Fáir fá jafngott tækifæri að kynn- ast afa sínum jafnvel og ég gerði. Við HELGI HALLSSON ✝ Þórður Sigfús-son fæddist á Geirlandi á Síðu 30. nóvember 1937. Hann lést á heimili sínu 7. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sigfús H. Vigfússon, raf- virki og bóndi á Geirlandi, f. 1902, d. 1991, og Rósa Páls- dóttir kona hans, f. 1912, d. 1988. Systur Þórðar eru Dísa, f. 1939, og Inga Jóna, f. 1946. Sambýliskona Þórðar var Guð- björg Benediktsdóttir frá, f. 1934, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Örlygur, f. 1965, d. 2000, og Gylfi, f. 1968, maki Kar- ítas Margrét Jónsdóttir, f. 1969. Börn þeirra eru Benedikt Gísli, f. 1997, og Kristján Birgir, f. 1999. Barn Gylfa með Aðalheiði Daní- elsdóttur, f. 1964, er Gústaf Reynir, f. 1988. Fyrir átti Guðbjörg Benedikt Inga, f. 1961, d. 2000. Þórður lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum í Skóg- um og síðan stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959. Þórður starfaði að- allega við mælinga- störf, m.a. hjá Ís- lenskum aðalverktökum, Miðfelli og Landsvirkjun. Síðustu árin starfaði Þórður mikið með Bridgesambandi Ís- lands, við spil og fræðistörf sem áttu hug hans allan. Útför Þórðar fer fram frá Ábæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Mig langar að kveðja þig, kæri vin- ur, með örfáum orðum. Ekki grunaði mig þegar ég talaði við þig síðast að það yrði í síðasta sinn. Þegar ég byrj- aði að spila aftur eftir nokkurra ára hlé þá spiluðum við saman heilan vet- ur á mánudögum og oft á föstudögum. Þú fórst vel með spilin þín. Þó svo að ég gæti skammað þig fyrir að melda ekki á spilin þín, gat maður gengið að því vísu að ef þú fórst í geim á hætt- unni og yrði það doblað, væri óhætt að redobla. Þú varst svo kurteis og prúður við borðið. Skemmtilegast þótti mér að horfa á þig þegar and- stæðingarnir fóru t.d. 2-3 niður á hættunni, sagðir þú glottandi: „Þetta var kannski ekki alveg rétti samning- urinn.“ Svo hlóst þú innra með þér og áttir erfitt með að hlæja ekki upphátt. Mér er líka minnisstætt þegar við spiluðum saman á Loftleiðamótinu (sem við gerðum nokkrum sinnum) og lentum á einhverjum Evrópu- meisturum. Andstæðingur mér til hægri handar opnaði á 1 grandi, ég sagði 2 lauf (sem ég meinti sem lauf) og þú tókst það sem háliti. Ég meld- aði lauf fram að jólum og fékk það svo doblað. Þú ætlaðir ekki að geta hætt að hlæja en svo stóð ég spilið og eftir á spurðir þú mig: „Veist þú hverjir þetta voru?“ á þinn hógværa hátt. Þú sást að ég hafði ekki hugmynd um það, þeir gátu allt eins verið frá Möðrudal mín vegna. Ég veit að þú hafðir mjög gaman af því sl. febr. Á Bridgehátíð Flugleiða lentum við í að spila heilan leik við Zia Mahmood sem allir bridgespilarar þekkja. Við feng- um 15 IMPA inn á einu spili og nánast gerðum jafntefli við þá, þá var nú gaman hjá okkur. Þú varst mjög vel gefinn og einstaklega fróður maður. Ég man þegar ég var að keyra þig heim að við gátum talað um alla skap- aða hluti. Þá hugsaði ég oft um það hvað þú vissir mikið um marga hluti og það var virkilega gaman að hlusta á þig segja frá. Þú komst oft með miða til mín með spili á sem ég átti að leysa og hafðir þú gaman af, sérstak- lega þegar maður gat engan veginn leyst þrautina á staðnum. Margar voru nú bækurnar sem þú ráðlagðir mér að lesa, sérstaklega man ég eftir einni bókinni ,,Ferðalag Forquet“ sem þú á þinn sannfærandi hátt sagð- ir mér að lesa, bók sem þið Guðmund- ur Páll gáfuð út og þú þýddir. Nú ert þú, Þórður minn, farinn í ferðalag sjálfur. Ég þakka þér fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar við spilaborðið. Blessuð sé minning þín. María Haraldsdóttir. Skyndilega er fallinn í valinn vinur minn gegnum æviárin, Þórður Sigfús- son. Það var snemma á menntaskólaár- unum í MR að ég sá ungan pilt í skól- anum, sem ég hafði ekki áður séð í Reykjavík. Hann var sérstakur að einhverju leyti og ólíkur okkur Reykjavíkurstrákunum. Enda frétti ég brátt, að pilturinn var kominn til náms frá æskustöðvum sínum á Síðu í Skaftafellssýslu. Brátt stofnaðist til góðra kynna okkar í milli, þar sem í ljós kom, að báðir höfðum við mikinn áhuga á skák. Þórður hafði þá þegar aflað sér mikillar þekkingar á skáklistinni og hafði lesið sér mikið til um það áhuga- mál sitt, bæði um sögu skáklistarinn- ar og líka um fræðileg atriði. Við tefldum mikið á þessum árum okkur til mikillar ánægju, og ég minnist til dæmis blindskákanna í menntaskólaselinu. Þá tefldum við blindskákir þegar aðrir voru að búa sig undir dansinn og héldum svo áfram til morguns eftir að balli lauk. Síðar tókum við til að spila bridds og þar nutu hæfileikar Þórðar sín engu síður. Hann var frábær spilari og rök- festan naut sín eins og í skákinni. Þórður var skarpgreindur maður. Hann starfaði lengi sem mælinga- maður við verklegar framkvæmdir, einkum við virkjanir. Það hef ég heyrt frá hans samstarfsmönnum, að hæf- ari starfsmanni á því sviði hafi þeir ekki kynnst. Enda hafði Þórður frá- bæra hæfileika í stærðfræði, og hefði án nokkurs vafa náð langt á því sviði, hefði hann snúið sér óskiptur að þeirri fræðigrein. Þórður var sérstakur og sérvitur. Í skóla neitaði hann á tímabili að læra íslensku og frönsku, en það olli honum smáerfiðleikum í mennta- skólanáminu. Það var ekki af því að hann gæti ekki lært þessar náms- greinar eins og hinar, því hann var afburðanámsmaður á öllum sviðum. Hann komst til dæmis vel inn í ítölsku á síðari árum og hefur þýtt ýmsar greinar um bridds úr ítölsku. Þórður fór sínar eigin leiðir í lífinu og tók ekki þátt í lífsgæðakapphlaup- inu eins og margir streitast við, en lifði fyrir hvern dag í senn. En mest ber mér að þakka vináttu okkar, sem aldrei bar skugga á, að minnsta kosti af hans hálfu. Ég votta hans aðstandendum sam- úð mína og konu minnar Soffíu Önnu og þeirra barna okkar, sem Þórði kynntust best. Bragi Björnsson. Nú hefur bridshreyfingin misst góðan liðsmann, var mín fyrsta hugs- un þegar ég fregnaði lát Þórðar Sig- fússonar. Og ég góðan vin og sam- verkamann. Þórður var ástríðufullur bridsmaður og fagurkeri á spil. Hann tók upp á því fyrir allnokkrum árum að læra ítölsku af orðabókum og hljóðsnældum, fyrst og fremst til að geta lesið ítalska bridsblaðið! Það reyndist honum létt verk, því tungu- mál lágu opin fyrir honum. Langtím- um saman sat hann og þýddi greinar úr ítalska blaðinu og handskrifaði með fagurri og traustri rithönd. Sló svo umslagi utanum og sendi mér í pósti, sem fulltrúa hins íslenska bridsblaðs – „mætti kannski nota eitt- hvað af þessu?“ Þannig hófust kynni okkar og samstarf. Þórður var hæglætismaður sem lít- ið fór fyrir dags daglega. Hann setti ljós sitt því miður allt of mikið undir mæliker og hæfileikar hans voru fáum kunnir. Bridshreyfingin fékk þó að njóta krafta hans síðustu árin. Bridssambandsstjórn réð hann til að safna rituðum heimildum um brids á Íslandi frá upphafi og á þeim vett- vangi vann Þórður mikið starf. Ýmsar þýðingar hans á greinum Ítalans Pietro Forquets hafa birst á prenti í Bridsblaðinu og árið 1999 kom út bók með þýðingum Þórðar á greinum Forquets. Þórður var í eðli sínu fræði- maður og grúskari, enda var hann allt í senn: nákvæmur, vandvirkur og skipulegur í vinnubrögðum sínum. Nú þegar Þórður er allur er mér ljóst að ég þekkti manninn harla lítið. Ég veit að ekkert þótti honum feg- urra en „tvöföld kastþröng í áföng- um“ (sem honum fannst reyndar vond þýðing á „non-simultaneous ÞÓRÐUR SIGFÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.