Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 59 www .regnboginn.is Það sem þú veist um ótta kemst ekki nálægt þessu. Beint á toppinn í USA! Stranglega bönnuð innan 16 ára! Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stórborgina að finna pabba sinn. Will Ferrell Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 10. B.i. 12. Stórkostleg grínmynd fyrir alla fjölskylduna. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 10 ára. Skonrokk FM909  Kvikmyndir.com  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com OPEN RANGE  DV  HJ MBL  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.15. Frábær grínmynd um strák sem skilinn er eftir heilt sumar hjá tveim snarklikkuðum frændum sínum. Sýnd kl. 4. „ATH! SÝND MEÐ ÍSLEN SKU O G ENSKU TALI“ www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6 og 8. Með íslensku tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Með ensku tali og íslenskum texta. Will Ferrell Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stórborgina að finna pabba sinn. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Kvikmyndir.com Þetta er orðið að ferli semhinir fjölmörgu og for-föllnu unnendur Hringa-dróttinsögu-myndanna eru vel kunnugir. Fyrst er gefinn út mynddiskur með útgáfunni sem sýnd var í bíó og nokkrum mán- uðum síðar, stuttu fyrir frumsýn- ingu næstu myndar, kemur út ennþá veglegri mynddiskur með lengri útgáfu af myndinni. Þetta fyrirkomulag mæltist aldeilis vel fyrir síðast því báðar útgáfur af Föruneyti hringsins hafa mokselst og altalað var af gagnrýnendum að fáir mynddiskar tækju viðhafn- arútgáfunni fram að magni og gæðum. Nú er svo komið að annarri at- rennu. Bíóútgáfan af Tveggja turna tali kom út í sumar og nú í vikunni dúkkar svo upp viðhafn- arútgáfan – fjögurra diska pakki sem margir hafa beðið með öndina í hálsinum. Líkt og síðast er feitasti bitinn náttúrlega sá að myndin sjálf sem útgáfan hefur að geyma er lengri og það talsvert lengri. Heilum 43 mínútum lengri. Og var bíóútgáfan þó engin stuttmynd. Ólíkt löngu útgáfunni af Föruneytinu, þar sem bætt viðbótin var aðallega eitt langt atriði, eru viðbæturnar styttri og fleiri, ýmist heil atriði eða lengingar á öðrum sem fyrir voru. Þannig fær maður að kynn- ast Gollri töluvert betur. Atriðin með Káti og Pípin í skjóli Trjá- skeggs eru og fleiri og lengri. Þá eru bardagasenurnar lengri og ít- arlegri, sumpartinn blóðugri. En viðbótarmínúturnar sem vega kannski þyngst eru þær sem varpa betra og skýrara ljósi á Faramír og samskipti hans við Fróða og Sám en þáttur hans í bíóútgáfunni var heldur rýr og óljós. Þeir, sem fannst bíóútgáfan óþarflega löng, munu örugglega súpa hveljur yfir 43 mínútum í við- bót en þeir eru líka til sem ekki þótti sú útgáfa gera hinni 400 síðna bók næg skil. Þessi nýja ætti að koma til móts við þá því viðbót- arefnið er ekkert afgangsefni eða mislukkaðar upptökur heldur full- gerð atriði sem alltaf var ætlað að enda í lengri útgáfu af myndinni. Myndin fyllir tvo heila diska. Bæði til að tryggja eins vönduð mynd- og hljómgæði og kostur er á – en einnig vegna þess að hægt er að velja fjórar hljóðrásir þar sem hlýða má á lýsingar 40 að- standenda myndarinnar, allt frá leikstjóra til leikara, á öllu því sem fyrir augu ber. Seinni tveir diskarnir eru „hefð- bundnir“ aukaefnisdiskar. Það fyrsta sem athygli vekur er hversu vel skipulagðir diskarnir eru. Efni þeirra er aðgengilegt, afar fróð- legt fyrir bæði leikmenn sem lærða í Hringadróttins-fræðunum en þó fyrst og fremst skemmti- legir áhorfs. Á þriðja diskinum er ítarlega farið út í sjálfa söguna og hug- myndir Tolkiens á bak við hana. Þá skýra handritshöfundar skil- merkilega út hvaða vandamálum þeir stóðu frammi fyrir er þeir reyndu að laga þessa löngu og flóknu sögu að kvikmyndaforminu. Fróðlegast af öllu er þó heimild- armynd um tilurð Gollris en óhætt er að fullyrða að þar hafi verið unnið þrekvirki, sem einstakt er í kvikmyndasögunni. Þar fær hann loksins uppreisn æru breski leik- arinn Andy Serkis, sá er upp- haflega átti einungis að ljá hinum tölvuteiknaða Gollri rödd sína. En Serkis lagði sig svo hart fram og náði svo góðum tengslum við Gollri að á endanum var hann lát- inn leika hlutverkið á móti þeim Sámi og Fróða. En síðar var hann máður út og tölvuteikningunni skeytt yfir eftir kúnstarinnar tæknileiðum sem ítarlega eru skýrðar út í myndinni, á svo að- gengilegan máta að meira að segja blaðamaður hélt þræðinum. Serkis – sem á skilið að vera fyrsti Ósk- arsverðlaunahafinn sem kemur ekki fram í bíómynd – er einkar skemmtilegur náungi og gefur ljóslifandi lýsingu á framlagi sínu. Er t.d. magnað að heyra hann lýsa því hvert hann sótti innblástur er hann mótaði Gollri en röddina seg- ist hann hafa sótt til kattar síns og líkamsburðina til pönkafans Igga Pop! Á fjórða diski er svo farið út í sjálfa kvikmyndagerðina og tökum fylgt mjög nákvæmlega stig frá stigi. Þá er fjallað um tónlistina í myndinni og vekur athygli Íslend- ingsins að Emilíana Torrini fær mikið hól fyrir túlkun sína á Söng Gollris. Höfundurinn Howard Shore fullyrðir þar að hann hefði verið á höttunum eftir íslensku- mælandi söngkonu því hann vildi að lagið yrði sungið með sterkum norrænum hreim. Fullyrðir hann og aðrir að þeir hafi verið mjög heppnir að hafa fundið Emilíönu. Að lokum er vert að geta þess að til fyrirmyndar er að sjá frá- gang íslensku útgefendanna hjá Myndformi á útgáfunni. Allt er þar á vandaðri íslensku, káputext- inn, kvikmyndin sjálf og aukaefn- ið. En hingað til hefur það verið alltof sjaldgæft að aukaefni sé með íslenskum texta. Tveggja turna tal er 43 mínútum lengri í nýrri viðhafnarútgáfu Kafað í miðju Hringsins Gollrir gegnir stóru hlutverki í viðhafnarútgáfunni á Tveggja turna tali. Tveggja turna tal – viðhafn- arútgáfa er komin í verslanir hérlendis. skarpi@mbl.is BANDARÍSKA tímarit- ið Rolling Stone hefur valið plötuna Sgt Pepp- er’s Lonely Hearts Club Band, með Bítlunum bestu rokkplötu allra tíma. Platan kom út árið 1967. Á lista yfir 500 bestu rokkplötur, sem nefnd 273 tónlistarmanna, gagn- rýnenda og sagnfræð- inga hefur tekið saman fyrir tímaritið eiga Bítl- arnir þrjár aðrar plötur meðal þeirra 10 bestu. Bítlaplatan Revolver er í 3. sæti, Rubber Soul er í 5. sæti og Hvíta alb- úmið í því 10. Í öðru sæti er Pet Sounds með Beach Boys, Highway 61 Revisited með Bob Dylan er í 4. sæti og Blonde on Blonde með Dylan er í því 9. Exile on Main Street með The Rolling Stones er í 7. sæti og What’s Going On með Marvin Gaye er í 6. sæti. Karlar einoka efstu sætin á list- anum. Joni Mitchell er efsta kon- an með plötuna Blue í 30. sæti. Bítlarnir bestir segir Rolling Stone
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.