Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 24
AKUREYRI 24 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt í einkasölu á góðum útsýnis- stað 143,1 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 20 fm innbyggðum bílskúr. 3-4 svefnherbergi, rúmgóð stofa og borðstofa, fallegt eldhús með fallegri sérsmíðaðri innrétt- ingu. Ca 40 fm geymslurými undir súð. Góður garður í rækt og snýr hann á móti suðri. Stutt í alla þjón- ustu. Möguleiki á skiptum á stærri eign í hverfinu. Verð 21,9 m. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15-17 Vættaborgir 100 - Grafarvogi 533 4300 564 6655 Salómon Jónsson - löggiltur fasteignasali Kristinn sölumaður verður á staðnum. GSM 848 9992 EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Greif- inn hefur keypt húseignir í Hafnar- stræti 87–89 og Hafnarstræti 83–85 af Kaldbaki hf. Þetta eru fasteignir sem Hótel KEA á Akureyri hefur verið með rekstur í. Fasteignafélagið Stoðir bauð í eignirnar en Eignarhaldsfélagið Greifinn hafði forkaupsrétt að þeim. Baugur Group á 49,6% í Stoðum, sem er stærsta fasteignafélag á Íslandi. Greifinn hóf veitingarekstur sem undirverktaki hjá Fosshótel KEA, sem þá leigði eignirnar og rak hótelið, 1. janúar 1998. Greifinn tók svo við hótelrekstrinum með öllu sem honum tilheyrir vorið 2000. Samið var um það á sínum tíma að Greifamenn hefðu forkaupsrétt að eignunum ef ákveðið yrði að selja húsið og þá fýsti að kaupa. „Við vissum af því að eign- irnar voru til sölu, Kaldbakur hefur haft áhuga á að losa sig við þær um nokkurt skeið. Fyrir nokkru barst til- boð í eignirnar, en það var okkar mat að nýta forkaupsréttinn núna, það var mat manna að betra væri að eiga eignirnar sjálfir en vera í stöðu leigu- liða áfram,“ sagði Ívar Sigmundsson, einn eigenda Greifans. Áætlaður bókfærður söluhagnaður Kaldbaks af sölunni er rúmlega 30 milljónir króna. Um er að ræða alla húseignina í Hafnarstræti 83–85, þar sem á sínum tíma var rekið Hótel Harpa og 61,5% hlut í húseigninni Hafnarstræti 87–89, húsnæði Hótels KEA. Greifinn kaupir fasteignir af Kaldbaki Fasteignafélagið Stoðir vildi kaupa en Greifinn nýtti sér forkaupsrétt Morgunblaðið/Kristján Hótel KEA: Stoðir vildu eignast húsið en Greifinn nýtti forkaupsrétt. BRÆLUBLÚS kalla sjómennirnir í hljómsveitinni Roðlaust og bein- laust nýja diskinn sinn en hann er að koma út um þessar mundir. Hljómsveitin er að mestu skipuð sjómönnum á Kleifabergi ÓF-2 frá Ólafsfirði en þeir gáfu líka út disk árið 2001 og átti eitt vinsælasta jólalagið á síðasta ári, Í friði og ró. „Það eru þrjú ár síðan við byrj- uðum á þessu, nokkrir karlar á Kleifaberginu,“ sagði Björn Valur Gíslason, stýrimaður á Kleifabergi, en hann er höfundur margra laga og texta á plötunni. „Þetta byrjaði smátt, við höfum sjálfsagt verið að spila og syngja í einhverri veislu og svo fórum við að semja texta um at- burði í kringum vinnuna,“ sagði hann en lög og textar hafa svo verið að safnast upp og nægt efni til á disk sem ákveðið var að gefa út. „Við höfum allir gaman af því að syngja,“ sagði stýrimaðurinn um áhöfnina, en allt að 18 manns mynda bandið þegar best lætur. Áhöfnin er að mestu skipuð sömu körlum ár eftir ár, samheldinn og góður hópur sem á þetta skemmti- lega áhugamál.“ Á disknum eru 14 lög, flest fjalla um eitt og annað sem viðkemur sjó- mennsku og sjósókn. „Það má finna þarna hreinræktaða karlrembu- söngva,“ sagði Björn Valur, en dró svo í land, þó svo eitt laganna heiti Harðsoðinn hátekjumaður. „Við er- um auðvitað mest að gera grín að sjálfum okkur með þessu.“ Björn Valur sagði að mikil vinna hefði verið lögð í að gera allt sem best úr garði og vel vandað til verka. Öll vinna við diskinn, upp- tökur og útgáfu hans fór fram hjá Mogomusic í Ólafsfirði undir stjórn Magnúsar Ólafssonar. Menningar- og listafélagið Beinlaus biti í Ólafs- firði gefur diskinn út. „Við reynum að vinna allt í heimabyggð, Ólafs- firði, sem hægt er og það tókst bara alveg ágætlega,“ sagði Björn Val- ur. Björgunarsveitum um landið býðst að selja diskinn til að fjár- magna starfsemi sína. Strákarnir á Kleifaberginu ætla að efna til útgáfutónleika á Glaumbæ í Ólafsfirði í kvöld, laug- ardagskvöld, 22. nóvember, kl. 21 og leika þá fyrir gesti og gangandi lög af nýja disknum. Brælublús að hætti Ólafsfirðinga Áhöfnin á Kleifa- bergi myndar hljómsveitina Roð- laust og beinlaust Björn Valur og félagar: Hljómsveit strákanna á Kleifabergi, Roðlaust og beinlaust, leggur lokahönd á upptöku á nýja diskinum, Brælublús. Slapp án meiðsla | Betur fór en á horfðist þegar ekið var á undan dreng sem hljóp yfir Borgarbraut á móts við Tryggvabraut í vikunni á móti rauðu ljósi. Bíll sem ekið var vestur Tryggvabraut lenti á drengn- um, en hann slapp án meiðsla. „Hér hefði getað farið verr og sýnir nauð- syn þess að farið sé eftir umferð- arreglunum,“ segir lögreglan í dag- bók sinni. Fólkið slapp, bílarnir ekki | Engin meiðsl urðu á fólki þegar tvær bif- reiðir skullu saman á Eyjafjarð- arbraut vestri á móts við Brunná. Nokkurt tjón varð á bílunum. Atvik- ið átti sér stað með þeim hætti að annarri bifreiðinni var beygt til vinstri í sama mund og bifreið sem ekið var á eftir henni ætlaði fram úr. HÓPUR lögreglumanna frá Ak- ureyri, tveir tollverðir og starfs- maður Flugmálastjórnar, heimsóttu kollega sína í Danmörku í vikunni. Flogið var með þotu Grænlands- flugs beint frá Akureyri til Kaup- mannahafnar og kom hópurinn aft- ur heim sl. fimmtudag. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér vopna- leit á Kastrup-flugvelli í Kaup- mannahöfn og m.a. farið yfir vopna- leit í handfarangri, á farþegum og í lestarfarangri. Að sögn Guðmundar Svanlaugssonar, lögreglumanns á rannsóknardeild lögreglunnar á Ak- ureyri, var vel tekið á móti hópnum ytra og var ferðin mjög gagnleg. Hlutirnir eru heldur stærri í snið- um á Kastrup-flugvelli en Akureyr- arflugvelli og sagði Guðmundur að það hefði verið hreint ótrúlegt að skoða færibandakerfið ytra, sem vafalaust er margir kílómetrar að lengd, á meðan kerfið hleypur á nokkrum metrum á Akureyr- arflugvelli. Flugmálastjórn stóð fyrir vopna- leitarnámskeiði fyrir lögreglu og tollverði á Akureyri sl. vor, áður en beina flugið milli Akureyrar og Kaupmannahafnar hófst og þá komu starfsmenn af Keflavík- urflugvelli og miðluðu af reynslu sinni og þekkingu. Eins og fram hefur komið hefur Grænlandsflug ákveðið að hætta beinu flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar og verður síðasta ferðin á milli stað- anna farin mánudaginn 1. desem- ber. Það er því ekki útlit fyrir að mikið verði um millilandaflug frá Akureyri á næstunni. Tollverðir og lögreglumenn á Akureyri í aftari röð, með danska kollega sína fyrir framan sig. Kynntu sér vopnaleit á Kastrup SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norð- urlands heldur tónleika á morgun, sunnudaginn 23. nóvember, og hefj- ast þeir kl. 16. Þetta eru fjölskyldutónleikar, en nú í haust hefur hljómsveitin haldið um 30 tónleika í grunnskólum Ak- ureyrar og í nágrenninu, Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu. Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA veitti hljómsveitinni styrk til skóla- tónleikahaldsins og einnig Barna- menningarsjóður, en þeir gerðu hljómsveitinni kleift að heimsækja nágrannabyggðarlögin. Á tónleikunum verða flutt verk sem hljómsveitin hefur leikið á skólatónleikunum auk fleiri verka en efnisskráin er fjölbreytt. Meðal þess sem flutt verður er lag úr James Bond, syrpa úr Hringadróttinsögu, íslensk rímnalög, Nautabanasöngur og lag úr Toy Story. Hljómsveitina skipa að þessu sinni 14 hljóðfæra- leikarar en stjórnandi er Guð- mundur Óli Gunnarsson. Fjölskyldutónleikar Jólaljósin hurfu | Um 200 perur voru skrúfaðar af þremur jólatrjám við verslunarmiðstöðina Glerártorg. Lögreglan á Akureyri beinir þeim vinsamlegu tilmælum til fólks að það láti jólaljósin í friði, enda séu þau ætluð til að lífga upp á tilveruna í mesta skammdeginu.          Sýning í 02 | Áslaug Thorlacius opnar sýningu í 02 Gallery á Ak- ureyri í dag kl. 16. Á sýningunni sýn- ir hún verk unnin með blandaðri tækni. Meginuppistöðuna í sýning- unni vann Áslaug á keramik- námskeiðum sem hún sótti síðastlið- inn vetur en einnig er þar að finna afrakstur námskeiðs í íkonamálun sem hún sótti árið 2000. 02 Gallery er til húsa á 2. hæð í Amaro-húsinu, Hafnarstræti 101. Sýningin stendur til 13. desember og er opin frá þriðjudegi til laugardags milli kl. 14 og 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.