Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 69
Sævarhöfða 2a · sími 525 9000 · www.bilheimar.is ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 300 ÞÚS. AUKALEGA! Við vorum að fá nokkra sérbúna Opel Vectra Elegance beint frá verksmiðjunum í Russelsheim. Notaðu tækifærið og verðlaunaðu þig með lúxusbíl þar sem ekkert er til sparað í þægindum, tækni og öryggi. Við tökum vel á móti þér. Tölvustýrð miðstöð Hraðastillir (Cruise Control) Aksturstölva Útvarp, segulband og geislaspilari með fjarstýringu og 4ja diska magasín Samlitir hurðarhúnar Krómaðir rúðulistar Þokuljós í framstuðara 16" álfelgur Elegance innrétting Leðurklætt stýri Krómaðir listar í sílsafalsi Lesljós að framan og aftan Ljós í speglum Hiti í framsætum Rafdrifnar rúður að aftan OPEL VECTRA ELEGANCE V E R Ð L A U N A Ð U S J Á L FA N Þ I G F í t o n F I 0 0 8 3 1 6 MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 69 æskulýðsfulltrúi og leiðtogarnir. BRAUTARHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í kirkjunni sunnudag kl. 11 f.h. Foreldrar velkomnir með. Gunnar Krist- jánsson, sóknarprestur. MOSFELLSKIRKJA: Tai-ze -Guðsþjónusta kl. 20.30. Einsöngur: Bergþór Pálsson. Fiðluleikur: Hjörleifur Valsson. Kirkjukór Lágfellssóknar. Organisti: Jónas Þórir. Rútuferð frá safnaðarheimilinu kl. 20. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 13. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Þemaguð- sþjónusta kl. 11. Þema: Hjónabandið og fjölskyldan. Prestur sr. Þórhallur Heim- isson. Organisti Antonia Hevesi. Kór kirkjunnar leiðir söng. kynning á „12 leið- um til að lifa lífinu lifandi“ eftir guðsþjón- ustuna. Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu og Hvaleyr- arskóla. Krakkar, munið kirkjurútuna. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Kristín Þórunn Tóm- asdóttir. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. www.vid- istadakirkja.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Góð og uppbyggileg stund fyrir alla fjölskylduna. Umsjón hafa Sigríður Kristín, Hera, Örn og Skarphéð- inn. ÁSTJARNARKIRKJA Samkomusal Hauka í Ásvöllum, Hafnarfirði. Barnaguðsþjón- usta kl. 11–12 á sunnudögum. Kaffi, djús og kex, söng- og leikjastund eftir helgihaldið. Ponzý kl. 20–22 á mánudög- um. Unglingar árg. 1990 og eldri vel- komnir. Söngstundir kl. 18:30–19:15 á miðvikudögum. Allir eru velkomnir, eng- inn kostnaður, engar skyldur og engar kröfur gerðar um söngkunnáttu. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru-Vogaskóla á laugardögum 11:15. VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11.00. á síðasta sunnudegi kirkjuársins. Kirkju- kórinn leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar, organista. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Sunnudaga- skólinn, yngri og eldri hópur, mætir á sama tíma. Kvenfélag Garðabæjar ann- ast léttar veitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni í boði sóknarnefndar. Höldum gleði okkar við tímaskiptin í kirkjuárinu! Allir velkomnir. Prestarnir. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl. 11.00 í sal Álftanesskóla. Kristjana og Ásgeir Páll leiða frábært starf fyrir börn- in. Foreldrarnir velkomnir með. Prest- arnir. NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta sunnudaginn 23. nóvember kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Gísla Magnasonar organista. Með- hjálpari Kristjana Gísladóttir. Börn úr sunnudagaskólanum í Ytri-Njarðvík- urkirkju koma í heimsókn. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli sunnudaginn 23. nóvember kl. 11. Umsjón Ástríður Helga Sigurðardóttir og Ingibjörg Erlendsdóttir. Farið verður í heimsókn í Njarðvíkurkirkju. KIRKJUVOGSKIRKJA (Höfnum): Sunnu- dagaskóli sunnudaginn 23. nóvember kl. 13. Umsjón hafa sr. Baldur Rafn Sig- urðsson og Einar Guðmundsson sem leikur á gítar. Sr. Baldur Rafn Sigurðs- son. KEFLAVÍKURKIRKJA: Aldursskiptur sunnudagaskóli kl. 11 árd. Elín Njáls- dóttir umsjónarmaður eldri barna, Mar- grét H. Halldórsdóttir umsjónarmaður yngri barna. Aðrir starfsmenn sunnu- dagaskólans eru: Arnhildur H. Arnbjörns- dóttir, Einar Guðmundsson og Sigríður Helga Karlsdóttir. Guðsþjónusta á HSS kl. 13. Messa (altarisganga) kl. 14. B 1. Kon. 17. 8–16, Post. 20. 32–35, Mk. 12. 41–44. Prestur: Ólafur Oddur Jóns- son. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Org- anisti: Hákon Leifsson. Meðhjálpari: Laufey Kristjánsdóttir. Sóknarnefnd býð- ur til kaffidrykkju eftir messu. Sjá nánar í Vefriti Keflavíkurkirkju: keflavik- urkirkja.is HJARÐARHOLTSKIRKJA í Dölum: Sveifluguðsþjónusta sunnudaginn 23. nóvember kl. 14. Félagar úr lúðrasveit Tónlistarskóla Dalasýslu leika undir stjórn Halldórs Þ. Þórðarsonar. Almenn- ur safnaðarsöngur. Prestur sr. Óskar Ingi Ingason. HNÍFSDALSKAPELLA: Messa og alt- arisganga kl. 11. Kvennakórinn syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Prestur er sr. Magnús Erlingsson. Sunnudaga- skóli kl. 13. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 14. Messuheimsókn. Kirkjukór Dalvíkur kemur í heimsókn og syngur ásamt kór Ólafsfjarðar. Sr. Elínborg og sr. Magnús leiða helgihaldið. Sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor og verkefnastjóri helgisiða og kirkjutónlistar mun prédika. Eftir messu verður hann með fræðslu fyrir starfsfólk kirknanna. Barnastarf alla sunnudaga kl. 11. Sr. Elínborg Gísladótt- ir. LAUGALANDSPRESTAKALL: Sunnudag- inn 23. nóvember er 150 ára afmæli Hólakirkju. Messað verður í Hólakirkju þann dag kl. 13.30. Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup, prédikar. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. ÆFAK kl. 20. Æðruleysismessa kl. 20.30. Sr. Elínborg Gísladóttir. Um tónlistina sjá Arna Valsdóttir, Eiríkur Bóasson og Stefán Ingólfsson. Kaffi í safnaðarheimili eftir messu. Allir vel- komnir. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera í kirkj- unni kl. 11. Tvískipt starf fyrir eldri og yngri börn. Messa í Lögmannshlíð- arkirkju kl. 14. Ath. tímann. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Félagar í kór Glerárkirkju syngja. Fermingarbörn ásamt foreldrum hvött til að koma. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 11 sunnudagaskóli. Kl. 16.30 bænastund. Kl. 17 almenn samkoma. Majórarnir Anne Marie og Haröld Reinholdtsen stjórna og tala. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Vakn- ingasamkoma sunnudag kl. 16.30. Dögg Harðardóttir prédikar. Mikill söng- ur, lífleg þátttaka og frábært guðsorð. Allir velkomnir. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 23. nóvember kl. 11.00. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Munið barnastarfið á sama tíma í Safnaðarheimilinu. Foreldrar, afar og ömmur, hvött til þess að koma með börn sín. Léttur hádegisverður eftir at- höfnina í safnaðarsalnum. Morgunbænir þriðjudaga til föstudaga kl. 10. Kaffisopi á eftir. Foreldrasamvera (mömmu- eða pabbamorgnar) miðvikudaga kl. 11. Kirkjuskóli verður í Vallaskóla í útistofu nr. 6 fimmtudag kl. 14–14.50. Æsku- lýðsfélag Selfosskirkju heldur með sér fund miðvikudaginn 26. nóvember kl. 20 í safnaðarheimilinu. Ath. þriðjudaginn 25. nóvember og fimmtudaginn 27. nóv- ember kl. 20 verða haldnir fundir með foreldrum fermingarbarna. Foreldrar geta sótt hvorn fundinn sem er. Kaffi- sopi á eftir. Sr. Gunnar Björnsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Gunnar Björnsson. Sókn- arprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Foreldramorgnar eru alla þriðju- dagsmorgna kl. 10 í safnaðarheimili Hveragerðiskirkju. Jón Ragnarsson. Kvöldguðsþjónusta í Mosfellskirkju NK. SUNNUDAGSKVÖLD verður Tai-ze guðsþjónusta í Mosfells- kirkju þar sem áhersla verður lögð á kyrrð og íhugun. Þetta er síðasta kvöldguðsþjónustan fyrir jól og að þessu sinni verður hún í Mosfellskirkju. Að vanda munum við fá lands- þekkta listamenn í heimsókn til að fegra stundina. Bergþór Pálsson barítón mun syngja og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safn- aðarsöng. Organisti er Jónas Þór- ir. Til að auðvelda fólki messuferð í Mosfellsdalinn fer rúta frá safn- aðarheimilinu, Þverholti 3, kl. 20.00 og til baka að stundinni lok- inni. Tai-ze guðsþjónusturnar hafa verið afar vinsælar og vel sóttar næstliðin ár og ástæða til að hvetja fólk til þátttöku. Þá er líka ástæða til að minna á sunnudaga- skólann sem er í safnaðarheim- ilinu alla sunnudaga kl. 13.00. Þar eru umsjónarmenn Hreiðar Örn Stefánsson og Jónas Þórir og þar er alltaf mikil gleði og gaman og sungið af hjartans lyst. Sóknarprestur, sóknarnefnd. Kvöldsveifla í Seljakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 23. nóv- ember kl. 20 verður guðsþjónusta í Seljakirkju. Sr. Valgeir Ástráðs- son prédikar. Þorvaldur Þorvalds- son mun leiða söfnuðinn í syngj- andi sveiflu. Kirkjukór Seljakirkju syngur undir stjórn Jóns Bjarna- sonar. Altarisganga. Verið vel- komin. Gluggi himinsins Á NÆSTA sunnudagsfundi í Hall- grímskirkju mun sr. Ragnar Fjal- ar Lárusson sýna íkona og skýra táknmál þeirra. Íkonar eru helgimyndir, sem eru málaðar samkvæmt ákveðnum reglum og fyrirmyndum. Í Austur- kirkjunni hafa íkonar um aldir verið notaðir í kirkjum og heima- húsum. Þessi helgimyndahefð hef- ur haft áhrif á Vesturlöndum. Margir hafa hrifist af merking- ardýpt þessara mynda, enda er það hlutverk íkona að vera mönn- um sem gluggi til himins. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson á fjölda íkona. Hann mun sýna þá á sunnudagsfundinum og skýra til- gang þeirra og gerð. Sunnudags- fundurinn 23. nóvember er hinn síðasti á þessu ári, hefst kl. 12.30 og er öllum heimill aðgangur. Þemaguðsþjónusta um hjónabandið Á MORGUN, sunnudag, verður haldin þemaguðsþjónusta í Hafn- arfjarðarkirkju, en slíkar þema- guðsþjónustur hafa farið fram einu sinni í mánuðu undanfarið ár. Hefst guðsþjónustan kl.11.00. Að þessu sinni er þemað „Hjóna- bandið og fjölskyldan“. Fjallað verður um stöðu hjónabandsins og fjölskyldunnar á íslandi í dag og áherslu kirkju og kristinnar trúar á heilbrigt fjölskyldulíf. Tónlist þemaguðsþjónustunnar verður á rómantískum nótum. Antonia Hev- esi leikur þekkt lög sem hún sjálf hefur útsett, og kór kirkjunnar leiðir söng. Fluttur verða sálm- urinn Hún er ljósið sem skín eftir Eirík Pálsson við lag Páls Þor- leifssonar. Prestur er sr. Þórhall- ur Heimisson. Eftir guðsþjónustuna verður kynning á hjónakvöldi sem boðið verður upp á í Hafnarfjarð- arkirkju á nýju ári. Yfirskrift þess er „12 leiðir til að lifa lífinu lif- andi“. Messur og íkonar í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 23. nóvember verður messa og barnastarf kl. 11.00. Prestarnir Jón Dalbú Hró- bjartsson og Sigurður Árni Þórð- arson annast þjónustuna ásamt Magneu Sverrisdóttur sem stýrir barnastarfinu og Birni Steinari Sólbergssyni sem leikur á orgelið. Barna- og unglingakór Hallgríms- kirkju syngur undir stjórn Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur. Ferm- ingarbörn aðstoða m.a. við lestur ritningarorða og bæna. Á sunnudagsfundi sem hefst fljótlega eftir messu eða kl. 12.30 mun sr. Ragnar Fjalar Lárusson fjalla um og sýna íkona, erindið heitir Gluggi himinsins. Kl. 14.00 verður ensk messa í umsjá sr. Bjarna Þ. Bjarnasonar. Gospelkór og Guðrún Ásmunds- dóttir í Léttmessu SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 23. nóv- ember kl. 20:00 stendur mikið til í Léttmessu í Árbæjarkirkju því gospelkór kirkjunnar hefur verið að æfa skemmtilega dagskrá und- ir styrkri stjórn Krisztina Kalló Szklenár. Kórinn, sem hefur sung- ið sig inní hug og hjörtu kirkju- gesta, mun syngja hressileg gosp- ellög eins og „Fylltu heimilin af gleði“ , „Down by the Riverside“, „Gleði, gleði“ og fleiri gosp- elperlur. Hjalti Gunnlaugsson gít- arleikari eykur á ánægjuna eins og honum einum er lagið í nokkr- um lögum. Þór Hauksson þjónar fyrir alt- ari og leikkonan geðþekka Guð- rún Ásmundsdóttir flytur hug- vekju. Börn úr TTT-starfi kirkjunnar lesa ritningarlestra og flytja bænir. Eftir messu verður boðið uppá kaffi, djús og kex í safnaðarheimilinu. Allir hjart- anlega velkomnir. Ekki vanrækja andlegu hliðina, láttu sjá þig í léttmessu í Árbæj- arkirkju. Morgunblaðið/Kristinn Mosfellskirkja. KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.