Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 57 mér Svarta Pétur og hjálpaðir mér að verða betri í Hornafjarðarmanna. Ég þakka þér fyrir allt og bið Guð að geyma þig. Andri Steinn. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi, bæn frá mínu brjósti, sjáðu. Blíði Jesú, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, svo þú farir aldrei frá mér. Alltaf, Jesú, vertu hjá mér. (Ásmundur Eir.) Elsku besti Skafti langafi. Guð og englarnir geymi þig. Kristín og Berglind. Litbrigði jarðarinnar eru fegurst á haustin. Haustið er líka tími sakn- aðar því þá er dagurinn að styttast og blóm jarðarinnar að fölna og deyja. Ég skrifa þessar línur á fallegum morgni í byrjun vetrar. Frostrósir glitra eins og silfri hafi verið stráð yf- ir jörðina um nóttina. Hugur minn er fullur saknaðar því nú kveðjum við kæran vin okkar, Skafta Pétursson, sem hefur nú lokið lífsgöngu sinni hér á jörð. Það er erfitt að hugsa sér að hann sé horfinn frá okkur því hann var alltaf svo léttur á fæti og fullur lífsorku. Mér finnst það lýsa honum vel að morguninn sem hann veiktist var hann að koma úr sund- lauginni, en hann fór í sund á hverj- um morgni, og hljóp upp hólinn og tröppurnar heim til sín. Hann var að flýta sér til þess að missa ekki af þætti í útvarpinu sem hann ætlaði að hlusta á. Þetta varð síðasta hlaupið hans Skafta og fjórum dögum seinna kvaddi hann þetta líf. Skafti var fæddur á Rannveigar- stöðum í Álftafirði. Hann kvæntist Halldóru Björnsdóttur frá Dilksnesi í Nesjum og þau bjuggu á Höfn í Hornafirði. Þau eignuðust tvö börn á lífi, þau Björn og Hildigerði, en misstu tvö börn skömmu eftir fæð- ingu. Halldóra var glaðlynd og söngelsk og lék á orgel. Heimili þeirra hjóna var orðlagt fyrir gestrisni og mynd- arskap. Lengst af sínum starfstíma vann Skafti í Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga á Höfn í Hornafirði. Það nálgast nú að vera 40 ár síðan ég kynntist Skafta þegar Unnsteinn bróðir minn og Hildigerður, dóttir Skafta og Halldóru, giftu sig. Alltaf síðan hefur verið kært með okkur og fjölskyldum okkar. Eftir að Skafti missti konu sína, árið 1965, bjó hann hjá Gerðu og Unnsteini. Samband þeirra var ein- staklega gott og aldrei heyrði ég að þeim yrði sundurorða. Gleði, hlýja og gestrisni eru aðalsmerki þeirrar fjöl- skyldu. Skafti var glæsilegur maður, ræð- inn og skemmtilegur. Hann var ljúf- menni og einstaklega fágaður í allri framgöngu. Allt sem Skafti gerði var unnið af stakri snyrtimennsku. Hann var listaskrifari og hélt dagbók til síðasta dags. Hann var listelskur og hafði unun af góðri tónlist. Skafti var góður söngmaður og söng meðal annars í Kirkjukór Hafnar í Horna- firði í áratugi. Hann hafði fallega tenórrödd og söng einsöng við ýmis tækifæri. Söngur var alla tíð hans líf og yndi og hans mesta áhugamál. Skafti var góður hestamaður og átti góða hesta áratugum saman. Það var umtalað hversu barngóður Skafti var og hve margt ungt fólk hafði gaman af því að umgangast hann og vinna með honum. Hann var alltaf glaður og góður leiðbeinandi þeim sem yngri voru. Bestu félagar hans voru þó barna- börnin hans þrjú og og barnabarna- börnin hans átta sem elskuðu hann og dáðu enda var það gagnkvæmt því þau voru augasteinarnir hans allt til loka. Sjóður minninganna er dýrmæt eign og gott veganesti fyrir þá sem eftir lifa. Söngvarnir og sögurnar hans Skafta verða áfram með börn- unum hans, barnabörnunum og barnabarnabörnunum. Að leiðarlokum þökkum við Val- borg móðir mín, Jón maðurinn minn, börn okkar og fjölskyldur þeirra, Skafta fyrir ótal liðnar ánægjustund- ir. Elsku Bassi, Gerða, Unnsteinn, og fjölskylda. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Þegar myrkrið lykur jörðina og byrgir okkur sýn þá festir Guð stjörnur um allan himininn til þess að lýsa okkur mönnum. Með hjartans kveðjum frá okkur öllum í fjölskyldunni. Emilía Guðmundsdóttir. Lífið er margbreytilegt og það er mismunandi bjart yfir mannfólkinu sem setur svip sinn á tilveruna. Sum- ir eiga auðveldara með að laða fram góðvild, vináttu og treysta böndin milli ólíkra aðila. Skafti Pétursson var þannig maður. Það var bjart og fjörlegt í kringum hann, lífsgleðin smitaði út frá sér og manni fannst að Skafti yrði aldrei gamall, enda fannst honum það ekki sjálfum þótt hann væri kominn á tíræðisaldurinn þegar hann kvaddi þennan heim. En hafði hann einhverja sérstaka ástæðu til að vera ávallt svona bjart- ur yfirlitum og ánægður með lífið og tilveruna? Já, hann hafði það, en í sjálfu sér ekkert umfram marga aðra. Hann var alinn upp við fátækt í hópi tólf systkina, hann fór tíu ára að heiman til að vinna fyrir sér og sín- um. Í hans huga voru þessar minn- ingar bjartar og fagrar, vinnan var sjálfsögð og æskustöðvarnar á Rannveigarstöðum og í Álftafirði voru honum afar kærar. Leiðin lá síðan í annan fjallahring þar sem náttúrufegurðin birtist við hvert fót- mál. Í Hornafirði tókst honum að þroska með sér það besta sem hann hafði kynnst í íslenskri sveitamenn- ingu í Álftafirði. Hann gerðist vinnu- maður í Hólum og þar kynntist hann eiginkonu sinni, Halldóru Björns- dóttur frá Dilksnesi. Í þessu umhverfi naut Skafti sín vel. Hann var áhugamaður um söng, tónlist, hesta og íslenskar bókmennt- ir og voru þessi menningarheimili honum mikil hvatning. Það var stutt inn að Brekkubæ þar sem Bjarni Bjarnason, söngstjóri og tónlistar- maður, bjó. Söngurinn fylgdi Skafta allt lífið. Rödd hans var hærri en annarra og fór ekki fram hjá neinum í kirkjunni. Hann var söngvari sem hefði getað náð langt ef hann hefði fengið sömu tækifæri og unga fólkið í dag. Úr þessum sama jarðvegi spruttu listamenn, meðal annars þekktir hornfirskir málarar, þeir Jón Þorleifsson og Höskuldur, bróðir Halldóru, eiginkonu Skafta. Segja má að Skafti hafi orðið ríkur maður af umhverfi sínu, náttúrufeg- urðinni og því góða fólki sem hann mótaðist af í uppvexti. Fátæktin kenndi honum nægjusemi og hann fór vel með allt sem hann átti, alltaf vel klæddur, snyrtilegur, hnarreist- ur og tígulegur í fasi. Ég kynntist Skafta strax eftir að fjölskylda mín flutti til Hornafjarðar 1953. Ég var á sjötta ári og man vel eftir honum þegar ég gekk inn í kaupfélagsbúðina í fyrsta sinn. Þar stóð hann innan við búðarborðið og mér fannst strax að faðmurinn kæmi á móti mér. Sjálfsagt hefði verið rétt- ara að reka mig út því erindi mitt var aðeins forvitni, að kynnast hinu nýja og óþekkta. Síðan er liðin hálf öld og í hvert skipti sem ég hef séð hann hef- ur þessi sami faðmur blasað við mér, hvort sem ég hef komið inn í búðina hjá honum, inn á heimili hans og Dóru, eða á förnum vegi, alltaf sama hlýjan. Handtakið var þéttingsfast sem bar vott um einlæga og trygga vináttu. Elín systir minnist þess sérstak- lega að koma heim að Sjónarhóli með matadorspil undir hendinni til að biðja þau að spila við sig. Alltaf höfðu þau tíma til að spila við hana og sinna með öðrum hætti. Það er gott dæmi um viðhorf þeirra til barnanna sem sóttu til þeirra. Framkoman var sú sama við sam- eiginlega vini okkar, hestana. Við fórum oft saman til að gefa þeim, moka undan þeim og þá fann ég vel að enginn ætti að eiga hesta nema að geta hugsað vel um þá sjálfur. Það leyndi sér ekki hlýja hans í garð þeirra og hún var endurgoldin þegar þeim var riðið út um hornfirska grundu. Hún hljómar ekki lengur hreina og bjarta röddin hans Skafta, hest- arnir líta ekki lengur upp þegar hann rennir í hlað á reiðhjólinu sínu og sundlaugin hefur misst kærkominn fastagest. Hvar árdegi líður aldrei að kveldi, er ævin hreyfing með þrotlausum straumi. En sálin á líf, hún syrgir og kætist. Sanntrú á heilagan grun, sem rætist. (Einar Benediktsson.) Maður sem setti sterkan svip á umhverfi sitt er horfinn. Þeir eru margir sem kveðja hann með sökn- uði, hann auðgaði mannlífið og lét alltaf gott af sér leiða. Við Sigurjóna kveðjum tryggan vin og móðir mín, Guðrún, við systkinin öll, kveðjum heimilisvin sem reyndist okkur ávallt traustur vinur og félagi, alltaf tilbúinn að gefa af sér og hjálpa til. Birta og hlýja þeirra Dóru og Skafta mun ávallt lifa með okkur. Guð styrki ástvini Skafta í söknuði þeirra og sorg. Halldór Ásgrímsson. Við fráfall Skafta Péturssonar kveður enn einn borgarinn í okkar litla samfélagi, sem setti sinn svip á það á liðnum árum og áratugum. Skafti var uppalinn í rammís- lenskri sveitamenningu, líklega eins og hún gerðist best. Hann vandist því, ungur maður, að ætlast ekki til endurgjalds fyrir unninn greiða, hvort heldur var fyrir kunningjann eða samfélagið. Þessum hugsunar- hætti var hann trúr allt sitt líf. Ég kynntist Skafta fyrst á árunum 1946–48. Þá bjuggu þau hjónin, hann og Dóra, í Dilksnesi. Hann vann í verslun KASK á Höfn. Þangað hjól- aði hann flesta daga, um fimm km. Ég sé hann enn fyrir mér úr útidyr- unum í Nýjabæ þar sem hann snar- ast af hjólimu við verslunarhúsið og vindur sér inn um dyrnar til að hefja dagsverkið. Síðustu þrjá áratugina höfum við Skafti búið, að segja má, í nábýli hér á Höfn. Eins og títt er í kauptúnum hittast kunningjar oftar en gerist og gengur þar sem fjölmenni er mikið, ellegar langt er á milli bæja í dreif- býli. Ef ekki á götuhorni, þá í heita pottinum, á mannamótum eða í versluninni. Þessu til viðbótar vorum við Skafti saman í kirkjukórnum í nokkur ár. Þá eru ótalin símtöl eða heimsóknir hvors til annars þegar brjóta þurfti til mergjar frásögn úr Knútsbil eða glöggva sig á ættar- tengslum einhvers góðborgara, svo dæmi séu nefnd. Að þessu öllu samanlögðu tel ég mig geta fullyrt að ég hafi þekkt Skafta Pétursson vel, og líklega bet- ur en gerist og gengur með sam- borgara þótt í nábýli séu. Segja má að reiðhjólið og hestur- inn hafi verið Skafta það sem bíllinn er flestum öðrum í nútímaþjóðfélagi. Hann settist aldrei undir stýri á bíl svo ég viti til.Verið getur að það hafi verið hans gæfa. Á ég þar við að hóg- lífið sem því fylgir að víkja sér ekki „spönn frá rassi“ öðruvísi en í bílnum kemur niður á heilsufari og lífaldri. Allavega varð Skafti „allra karla elstur“. Það er ekki hægt að drepa niður penna til að minnast Skafta Péturs- sonar án þess að vekja máls á hans mesta hugðarefni, að ég tel, nefni- lega söng og annarri tónlist. Ætli það hljóti ekki að vera sjaldgæft að ein- staklingur hafi sungið í kirkjukór í meira en 70 ár, eins og tilfellið var með Skafta. Því má bæta við að hann söng tenór allt til hinstu stundar. Einhvern tíma, þegar ég var í stjórn kirkjukórs Hafnarkirkju fyrir um 20 árum, tók ég saman fjölda mætinga hjá kórfélögum á heilu ári. Það kom engum á óvart að Skafti Pétursson hafði vinninginn. Alls var hann skráður 97 sinnum á æfingar eða við athafnir það árið. Einhvern tíma vor- um við Skafti að gantast með það, hve mikill tími hafi farið samanlagt í kórstarf hans um ævina. Lauslega áætlað reyndust það vera um fjögur starfsár, miðað við átta stunda vinnudag. Og nærri allt án endur- gjalds. Skafti hafði ljómandi söngrödd. Hann söng eitt sinn, man ég, nokkur einsöngslög í Ríkisútvarpinu. Hann var kallaður til einsöngs við jarðar- farir í öðrum sóknum að viðbættu fjölbreyttu söngstarfi hér heimafyr- ir. Um leið og ég votta aðstandendum dýpstu samúð mína, skynja ég að í samfélagið hér hefur komið skarð, sem erfitt verður að fylla. Aldrei, aldrei framar mun ég eiga eftir að heyra bjartan tenór öldungs á tíræð- isaldri syngja frammi í sturtuklefa, eftir hressandi sundsprett, stef úr óperu eða þekkt þjóðlag. Söngfuglinn er þagnaður. Heimir Þór Gíslason. Mig langar að kveðja Skafta vin minn með nokkrum orðum nú þegar leiðir skiljast. Ég hef þekkt Skafta allt mitt líf og átt með honum margar ánægju- stundir. Mín fyrstu ár bjuggu þau Dóra og Skafti í Dilksnesi, eins og við fjölskyldan, og þegar þau fluttu út á Höfn eyddum við systkinin ófáum stundunum hjá þeim á Sjónarhóln- um í góðu yfirlæti. Þegar við byrj- uðum að vinna úti á Höfn varð Sjón- arhóll okkar annað heimili og alltaf tóku þau Dóra og Skafti okkur opn- um örmum. Eftir fráfall Dóru fluttist Skafti til Gerðu dóttur sinnar á Fiskhólinn og bjó þar alla tíð síðan. Það hefur alltaf verið mikill samgangur á milli heim- ila okkar Gerðu enda er samband okkar sem systkina. Skafti hafði gaman af að spila og á ég margar góðar minningar frá spilakvöldunum á Fiskhólnum. Hann var klókur spilamaður og við rifjuðum það oft upp þegar ég vísaði til hans í vistinni og hann valdi spaða. Það væri nú ekki í frásögur færandi nema því hann var bara með tvo spaða, tvist- inn og þristinn. Samt tókst honum á ótrúlegan hátt að vinna spilið. Þessu og ýmsu fleiru höfum við oft hlegið að og ég á eftir að sakna Skafta sárt við spilaborðið. Hinn 22. september 2002 hefði Dóra orðið 100 ára hefði henni enst aldur. Þessa dags var minnst með því að aka út að Markúsarseli þar sem Skafti var vinnumaður í eina tíð. Fyrir utan okkur Skafta voru Inga, Gerða, Unnsteinn og Elvar og fjöl- skylda með í för. Að sjálfsögðu voru spilin tekin með og við karlmennirnir fundum okkur fínan stein í stað spila- borðsins góða á Fiskhólnum. Gerða tók með dýrindis veitingar, veðrið lék við okkur og mun þessi dagur seint renna mér úr minni. Skafti var fróður um alla heima og geima og kunni frá mörgu að segja. Hann var alla tíð vel á sig kominn, heilbrigður og hraustur, allt fram á síðasta dag. Enda eru fáir sem hafa notið meiri umhyggju og hlýju en hann fékk frá Gerðu og Unnsteini sem eiga mikla virðingu og hrós skil- ið fyrir. Elsku Gerða mín, Unnsteinn, Bassi, barnabörn og barnabarna- börn. Við sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Kristján Jónsson og fjölskylda. Hugurinn leitar tæpa fjóra áratugi aftur í tímann. Við Heiðrún kona mín vorum að flytja til Hafnar í Horna- firði og hefja störf á skrifstofu hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga. Við höfðum hvorugt komið á staðinn fyrr og þekktum lítið til. Einn af þeim fyrstu sem við kynntumst var Skafti Pétursson, sem átti eftir að vera samstarfsmaður minn í kaupfélaginu næstu 27 ár. Hann hafði þá tiltölu- lega skömmu áður skipt um vinnu- stað hjá félaginu. Vann nú í bókhald- inu en hafði áður starfað í röska tvo áratugi við verslunarstörf. Það var ánægjulegt og lærdóms- ríkt að starfa með Skafta. Hann var afar nákvæmur í störfum sínum og snyrtilegur. Sömuleiðis var hann duglegur við að kynna okkur bæj- arnöfn og staðhætti og fólkið, sem var á bak við nöfn viðskiptamanna kaupfélagsins sem verið var að sýsla með í bókhaldinu í þann tíð. Við kynntumst þannig ótrúlega fljótt fólki og staðháttum í því byggðarlagi sem hefur verið heimkynni okkar síðan. Sumarið 1965, þegar við kynnt- umst Skafta, var hann ásamt Unn- steini tengdasyni sínum að hefja byggingu íbúðarhúss að Fiskhól 9. Það var skemmtilegt að fylgjast með af hve miklum áhuga og elju þeir tengdafeðgar tókust á við það verk- efni. Það átti því miður ekki fyrir Skafta og Halldóru konu hans að liggja að flytja inn í eigin íbúð á Fisk- hól. Halldóra féll frá áður en til þess kom og bjó Skafti þess vegna hjá Hildigerði dóttur sinni og Unnsteini í þeirra íbúð frá því flutt var á Fisk- hólinn. Áhugamál Skafta voru einkum hestamennska og söngur. Hann söng um árabil í Kirkjukór og síðar Sam- kór Hornafjarðar og var þar góður liðsmaður. Hann var umfram allt mikil félagsvera og naut þess að vera með í hópi og taka þátt. Hann var ákaflega trygglyndur og mikill vin- ur. Skafti var heilsuhraustur og þátt- takandi í því sem fram fór í samfélag- inu fram undir það síðasta. Síðast hittumst við á fyrirlestri sem Jón Böðvarsson hélt um Njálu þann 6. nóvember sl. Við Heiðrún minnumst með hlý- hug kynna okkar af Skafta Péturs- syni og sendum aðstandendum hans samúðarkveðjur. Hermann Hansson. Minning Skapta Péturssonar hlýj- ar okkur og yljar. Við áttum því láni að fagna að eiga hann sem góðan og einstakan granna mestan hluta þeirra sextán ára sem við bjuggum á Hornafirði. Skapti var ávallt vin- gjarnlegur í viðmóti, einlægur og uppörvandi – og skipti ekki máli hvort í hlut áttu börn eða fullorðnir. Aldrei fór milli mála að hjartahlýrri maður væri vandfundinn. Skapti var sérdeilis glæsilegur á velli og ekki var að sjá marktækar breytingar á útliti eða framkomu þann tíma sem við nutum kynna af honum. Við minnumst Skapta með þökk og virð- ingu og sendum Gerðu, Unnsteini og fjölskyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur, en jafnframt þakkir fyrir allar góðar stundir. Sturlaugur, Helga, Steinar, Guðrún og Stefán. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.