Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Skafti Péturssonfæddist á Rann- veigarstöðum í Álfta- firði 12. apríl 1912. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans 16. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ragn- hildur Eiríksdóttir, f. 7. desember 1877, d. 12. mars 1964, og Pétur Helgi Péturs- son, f. 29. mars 1868, d. 19. júlí 1961. Systkini Skafta eru: Guðný Magnea, hálf- systir, samfeðra, f. 1893, d. 1978, og alsystkinin Ragnar Pétur Ei- ríkur, f. 1901, d. 1994, Einar Louis, f. 1902, d. 1960, Kristinn Berg, f. 1905, d. 1993, Ragnhildur, f. 1907, Unnur, f. 1908, d. 1994, Garðar, f. 1910, d. 1996, Margrét, f. 1914, d. 1983, Pétur Helgi, f. 1912, d. 1944, Gunnlaugur, f. 1918, d 1981, Kristín, f. 1924. Kona Skafta var Halldóra Sig- ríður Björnsdóttir frá Dilksnesi, f. 22. september 1902, d. 11. sept- ember 1965. Foreldrar hennar voru Lovísa Eymundsdóttir, f. 19. mars 1874, d. 17. september 1965, og Björn Jónsson, f. 27. apríl 1873, d. 15. júní 1946. Systkini Halldóru eru Eymund- ur, f. 1898, d 1996, Jón, f. 1900, d 1991, Halldóra Guðrún, f. 1906, d 1995, Höskuldur, f. 1907, d 1963, Kristín, f. 1909, d 1972. Skafti og Halldóra eignuðust fjögur börn. Þau eru: Björn, f. 27. apríl 1937, búsettur í Reykjavík, ókvænt- ur. Hildigerður, f. 10. júlí 1944. Skafti og Halldóra misstu tvö börn, fyrst dreng sem var tvíburi og seinna misstu þau annan dreng. Hildigerður er bú- sett á Höfn, gift Unn- steini Guðmundssyni, f. 5. maí 1945, börn þeirra eru þrjú: 1) Elv- ar Örn, f. 12. ágúst 1964, kvæntur Elínborgu Ólafsdóttur, f. 10. jan- úar 1964 og eru börn þeirra Ágúst, f. 21. júlí 1984, Sindri Örn, f. 26. febrúar 1992, og Anna Birna, f. 3. maí 1997. 2) Íris Dóra, f. 26. mars 1966, gift Hilmari Stef- ánssyni, f. 8. september 1967, og eru börn þeirra Hildur, f. 1. júlí 1991, Andri Steinn, f. 13. júlí 1993, og Freyja Rún, f. 8. mars 2000. 3) Selma, f. 24. september 1971, gift Pétri Magnússyni, f. 9. mars 1968, og eru börn þeirra Kristín, f. 18. apríl 1997, og Berglind, f. 27. ágúst 1999. Útför Skafta verður gerð frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verð- ur í Bjarnaneskirkjugarði. Elsku afi minn. Þá er komið að því að kveðja, svo ótrúlegt sem það nú er. Þú sem varst svo hress fyrir örfá- um dögum, spjallaðir við okkur á þinn notalega hátt, glaðlegur og áhugasamur um það sem var að ger- ast hjá stelpunum. Kristín að missa tönn og þú að segja frá því þegar þú á sama aldri stakkst þinni tönn inn í moldarvegginn. Nú er öldin önnur ... tannálfur og tannfé! Mínar fyrstu minningar eru ein- mitt í kringum þennan tannlausa tíma og ansi margar tengdar þér. Hlýtt var að skríða upp í holuna til þín, fá klór á bakið og sögu eða jafn- vel söng. Margt var oft spjallað á labbinu til og frá hesthúsinu, og svo stundum ekki endilega spjallað mik- ið heldur bara gott að vera saman. Ég vildi gera allt eins og þú, reyndi t.d. að skola stígvélin í tjörn- inni á leiðinni frá hesthúsinu svona flott og ákveðið eins og þú og ganga svona skakkt yfir götuna. Þú kenndir mér svo margt, svo ótal margt situr eftir, t.d. Selma mín, ef þú hefur ekk- ert gott að segja um einhvern, þá skaltu ekki segja neitt sem er eitt- hvað sem ég hef reynt að tileinka mér. Í gegnum tíðina hafa tengslin allt- af verið til staðar og gaman að sjá vinskap ykkar Péturs þróast í þá átt sem hann gerði, sannan og góðan. Stelpurnar okkar nutu þess að vera í kringum þig eins og reyndar flestir þeir sem kynntust þér. Ég man þegar þú komst síðast í heimsókn til okkar nú í ágúst og í einu af mörgum heimboðunum sem við fengum (vegna þín – allir vildu hitta þig) þá dáðist ég að þér þar sem þú sast teinréttur og glæsilegur eins og alltaf, og skeggræddir málefni líð- andi stundar, svo skýr í hugsun, vel upplýstur og málefnalegur. Ekki síð- ur stolt af þér þá en þegar þú skol- aðir svo flott stígvélin þarna forðum daga eftir hesthúsatúrana. Það er tómlegra í tilverunni án þín en minningarnar eigum við og þær eru margar og góðar. Elsku afi, Guð veri með þér. Takk fyrir allt og allt. Selma og Pétur. Mætur maður er fallinn frá, maður sem hafði alla þá kosti að bera sem prýða góðan mann. Sposkur svipur, gamansemi og hlátur er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar horft er til baka. Glaðværð afa og notaleg nærvera var einstök og munu ljúfar minningar um hann ylja um ókomna tíð. Ég kveð kærleiksríkan afa með söknuði en er jafnframt þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hann og læt að leiðarlokum fylgja eina af bænunum okkar: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þig taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Dóra. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Skafti föðurbróðir minn og vinur er allur. Þessi aldni heiðursmaður kvaddi okkur er eftir lifum í þeim anda sem honum var svo eðlilegur. Hann virtist hress og kátur er við hjónin heimsóttum hann fyrir rúmri viku á Landspítalann og bryddandi upp á ýmsum málum er nálæg voru í tíma. Hæst bar að þessu sinni ættarmót niðja foreldra þeirra systkina frá Rannveigarstöðum. En nú er Skafti genginn til feðra sinna. Skafta frænda mínum kynntist ég seint sem og fleiri föðursystkinum mínum, enda aldursmunur töluverður á okk- ur. Það var reyndar ekki fyrr en upp- úr 1994 sem fundum okkar Skafta bar saman og kynntumst vel en þá vorum við hjónin á förum til Dan- merkur til ársdvalar og komum við á Höfn. Síðan höfum við frændi minn átt margar góðar stundir saman. Eg ætla að snemma hafi Skafti fundið sinn eigin lífsstíl. Ekki kannski þann lífsstíl sem allir eru að keppa að í dag heldur og miklu frek- ar ákveðið jákvætt lífsviðhorf til manna og málleysingja. Lífsviðhorf, sem honum var svo eiginlegt og féll svo vel að hans manngerð. Að rækta og styrkja hið góða og jákvæða sem í hverjum manni býr og láta einskis ófreistað til að koma því til skila. Aldrei man eg eftir að eg heyrði frænda minn lasta nokkurn mann. Hinir jákvæðu eiginleikar viðkom- andi voru ætíð ofaná. Ekki er ósennilegt að söngurinn hafi átt sinn þátt í að móta svo sterk- lega þetta viðhorf Skafta en hann var afburða söngmaður. Hann hafði fal- lega og hreina tenórrödd og hafði notið leiðsagnar á því sviði fyrst hjá Þórði Kristleifssyni á námsárum sín- um á Laugarvatni sem hann vitnaði svo oft í og síðar hjá vini sínum Guð- mundi Jónssyni. Mér er tjáð að söngur sé styrkj- andi fyrir sál og líkama. Annars má segja að sönggyðjan hafi verið fylgikona þeirra mörgu systkina frá Rannveigarstöðum. „Á Rannveigarstöðum kynntist ég fyrst músik,“ sagði aldinn Kópa- vogsbúi og tónlistaraðdáandi í út- varpsviðtali, og fyrrverandi sam- sveitungi þeirra úr Álftarfirðinum. „Þar ómaði allt af söng og allir syngj- andi, krakkar sem fullorðnir.“ Skafti var mikill gleðimaður í já- kvæðri merkingu þess orðs og vina- margur og frændrækinn mjög. Það var notalegt að hafa Skafta frænda minn nálægt sér. Eins og svo margir af hans kyn- slóð mátti hann ekki vamm sitt vita í neinu, reglumaður og snyrtimenni svo að af bar. Hann synti daglega allt fram til hins síðasta, var beinn í baki og létt- ur í hreyfingum og bar með sér höfð- inglegt yfirbragð. Blessuð sé minning Skafta, föður- bróður míns og vinar. Við Svanfríður biðjum algóðan guð að styrkja Björn son hans, Hildi- gerði dóttur hans, Unnstein og fjöl- skyldu þeirra á Fiskhóli. Helgi Gretar Kristinsson. Elsku langafi. Nú verður ein- manalegt að fara í sund á Höfn því þú ert farinn. Ég man svo vel eftir því þegar þú hjólaðir bara í sundið eins og ekkert væri. Og ég gleymi aldrei staðnum í Lóninu þar sem þú fékkst þér hádegisblund á góðum sumar- dögum, og það gerðir þú einmitt þessa viku í sumar, sem ég kom til ömmu, afa og þín. Þú varst svo góður við allt og alla enda áttirðu marga vini. En núna ertu kominn til allra hestanna þinna og Busku. Takk fyrir allt, elsku langafi og Guð geymi þig. Hildur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Kveðja. Freyja Rún. Elsku langafi, mig langar til að segja þér að ef þú hefðir ekki verið til veit ég ekki hvernig líf mitt væri. Þú kenndir mér að tefla og þú kenndir SKAFTI PÉTURSSON Elskuleg systir okkar og frænka, GUNNHILDUR ANNÝ AÐALSTEINSDÓTTIR frá Flögu, Skarðshlíð 12e, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri sunnu- daginn 16. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Systkini og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORBJÖRN ÁRNASON, Kársnesbraut 111, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Lands- samtök hjartasjúklinga. Birna Sigurðardóttir, Árni Þór Þorbjörnsson, Hólmfríður Ólafsdóttir, Helga Hrönn Þorbjörnsdóttir, Arnar Már Baldvinsson, Atli Björn Þorbjörnsson, Hulda Árnadóttir, Sigurður Þór Sæmundsson, Kolbrún Sigurjónsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU BENEDIKTSDÓTTUR, Miðengi, Grímsnesi. Halldóra Kristinsdóttir, Guðbrandur Kristjánsson, Valgerður Kristinsdóttir, Gústav A. Guðnason, Þórunn Kristinsdóttir, Eiríkur Helgason, Katrín Kristinsdóttir, Árni Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, KJARTAN HALLDÓR RAFNSSON, lést í Svíþjóð mánudaginn 27. október. Jarðarförin hefur farið fram í Svíþjóð. Minningarathöfn verður haldin í Bústaðakirkju mánudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Sóldís K. Russell, Rafn Sigurðsson og aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar SIGURVEIGAR PÉTURSDÓTTUR frá Vakurstöðum, Vopnafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sundabúðar fyrir umönnun og alúð. Guðrún Pétursdóttir, Sigríður Pétursdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ARNHEIÐUR RANNVEIG SIGURÐARDÓTTIR (Ranný), lést á Benidorm á Spáni fimmtudaginn 13. nóvember sl. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi, mánudaginn 24. nóvember kl. 15.00. Þór Ingólfsson, Karl Rúnar Þórsson, Þórunn Erla Ómarsdóttir, Dagrún Birta Karlsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.