Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 44
Á undanförnum misserum hafa orðið miklar sviptingar á fjármálamarkaði og í efna- hagslífi á Íslandi. Eignar- hald stærstu fyrirtækja í landinu er allt á floti og menn vita ekki að morgni hjá hverjum þeir munu vinna að kvöldi. Eignarhald færist á sífellt færri hendur og þróunin víða hin sama á vel- flestum sviðum viðskiptalífsins; sam- þjöppun, fákeppni og hagnaðarspreng- ing. Í bankaheiminum birtist þessi þróun með mjög skýrum hætti, en nýlega birtu bankarnir níu mánaða uppgjör sitt. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam hagnað- ur þeirra eftir skatta 11,7 milljörðum króna; 5 milljörðum hjá Kaupþingi Bún- aðarbanka, 4,1 milljarði hjá Íslandsbanka og 2,6 hjá Landsbanka. Þessu til viðbótar voru hátt í 8 milljarðar gjaldfærðir á af- skriftareikning útlána hjá bönkunum þremur á fyrstu níu mánuðum ársins og nemur því hagnaður viðskiptabankanna fyrir framlag á afskriftareikning 20 millj- örðum króna. Ef svo heldur fram sem horfir verður hagnaður þeirra samtals um 25 milljarðar á þessu ári. Mistókst einkavæðingin? Yfirlýst markmið stjórnvalda með sameiningu og einkavæðingu bankanna var að ná fram aukinni hagræðingu sem átti m.a. að skila sér í vasa neytenda. Samkeppni einkafyrirtækja á markaði átti hér eins og oft í munni hinna sann- færðu að bæta allt; lækka vexti og stuðla að heilbrigðara fjármálalífi. Þetta hefur hins vegar ekki gengið eftir. Á meðan hagnaður bankanna hefur stóraukist hafa þjónustugjöld ekki lækk- að heldur hækkað! Neytendasamtökin hafa bent á að þjónustugjöld íslenskra banka séu þau hæstu á Norðurlöndum. Nettóvextir og þjónustugjöld sem hlutfall af heildareignum bankanna eru skv. upp- lýsingum Neytendasamtakanna að jafn- aði helmingi hærri hér á landi en í Dan- mörku og Svíþjóð og um 60 prósentum hærri en í Noregi og Finnlandi. Og hafa reyndar hækkað úr 4,1% á síðasta ári í 4,5% á árinu 2003. Formaður Samtaka fjárfesta, Vilhjálm- ur Bjarnason, hefur einnig gagnrýnt há þjónustugjöld og fákeppni í bönkunum. Í Morgunblaðinu ekki sjá betur e banki! Þetta er eink enda og fjárf bankanna: Það ustugjöldum, ú þessara svoköll markaði. Einka ur hagnaður hvorki skilað n minni vaxtamun um. Venjuleg ba stunda innlán o muninum, – er 25 milljarðar á ei Eftir Álfheiði Ingadóttur 44 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á sama tíma og Aþenubúar vænd- ishúsavæðast sem aldrei fyrr, til að mæta aukinni eftirspurn eftir kynlífs- þjónustu í tengslum við Ólympíuleikana næsta sumar, hefur frumvarp til laga, sem lýtur að breytingu á vændisákvæði almennra hegningarlaga, verið lagt fram á Alþingi. Þetta er í fimmta sinn á rúmum þremur árum sem frumvarp þessa efnis er lagt fram, en þau hafa fram til þessa öll dagað uppi. Í þetta sinn standa fjórtán þingkonur að frumvarpinu og samkvæmt því, eins og hinum fyrri, er m.a. gert ráð fyrir að ekki verði lengur refsivert að stunda vændi í framfærsluskyni, en aftur á móti verði lagðar refsingar við því að kaupa kynlífsþjónustu. Samkvæmt íslenskum lögum er refsivert að stunda vændi í framfærsluskyni og er Ísland eina ríkið á Norðurlöndum þar sem slík háttsemi er refsiverð. Sambærilegt ákvæði var í dönsku hegningarlögunum en var afnumið árið 1999. Íslenska ákvæðið er því úr takti við réttarþróun í nágrannaríkjunum. Með því að afnema refsingu við stundan vændis er ekki verið að lögleiða vændi sem viðurkennda starfsgrein, heldur er það ekki lengur refsivert. Á Norðurlöndunum, að Íslandi meðtöldu, er lögð refsing við því að kaupa vændi af börnum yngri en 18 ára. Þá er jafnframt alls staðar lagt bann við því að stuðla að vændi eða hagnýta sér það. Alvarlegum aug- um er litið á brot vændismiðlara og geta þungar refs- ingar legið við þeim. Sjálfsagt er að berjast áfram a fullum þunga gegn vændismiðlurum sem hafa ör- væntingu og örbirgð annarra að féþúfu. Sama gildi um bann við kaupum á kynlífsþjónustu barna. Ástæðulaust er að sýna nokkurt umburðarlyndi gagnvart brotum sem beinast að börnum. Samþyk þeirra til kynlífsathafna gegn greiðslu ber að líta á sem marklaust í ljósi ungs aldurs þeirra og reynslu leysis. Hvergi á Norðurlöndunum er lögð refsing við kau um á vændisþjónustu fullorðinna, að Svíþjóð undan- skilinni. Árið 1998 voru sett sérstök lög þar í landi se banna kaup á kynlífsþjónustu (Lag om förbud mot k av sexuella tjänster) og var lögfesting þeirra hluti af umfangsmiklu átaki til að bæta stöðu kvenna í sam- félaginu. Lögin gengu í gildi 1. janúar 1999 og eru að eins ein grein. Samkvæmt henni er refsivert að kaup kynlífsþjónustu og nægir eitt einstakt tilvik til refsi- ábyrgðar. Viðurlögin eru sektir eða fangelsi í allt að mánuði. Í frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi e farið að dæmi Svía og lagt til að refsing verði lögð vi kaupum á kynlífsþjónustu. Ákvæðið hljóðar svo: „H sem greiðir fyrir kynlífsþjónustu af nokkru tagi ska sæta fangelsi allt að 2 árum.“ Athyglisvert er að í greinargerð með frumvarpin kemur fram að fyrirmynd refsinga fyrir kaup á kyn lífsþjónustu sé „sænska leiðin“. Þegar frumvarpið skoðað nánar kemur þó í ljós mikill munur á sænsk leiðinni og þeirri íslensku sem ekki er skýrður. Í Stundan vændis – K Eftir Svölu Ólafsdóttur Á undanförnum árum hefur húsnæðisverð rokið upp úr öllu valdi. Þannig vó hús- næði í vísitölu neysluverðs í mars árið 1997 17,3% af útgjöldum heimilanna, sem var svipað og matarútgjöldin, en í september 2003 höfðu hlutföllin breyst þannig að matur vó 14,9% en húsnæði 21,1%. Stærsti hluti þessarar hækkunar er tilkominn vegna hækkandi húsnæðisverðs í Reykjavík. Hækkunin á húsnæði í Reykjavík hefur orðið hlutfallslega mest á litlum íbúðum og hefur leiguverð á tveggja herbergja íbúðum í Reykjavík hækkað um hvorki meira né minna en 100% á síðustu þremur árum. Íbúðarverð hefur á síðustu fimm árum hækkað um 70%. Þessi þróun hefur komið illa við stóran hluta borgarbúa en sérstaklega hefur hún bitnað hart á námsmönnum, lág- launafólki, atvinnulausu fólki og ör- yrkjum. Leiguverð í Reykjavík er orðið alltof hátt hlutfall af launum láglaunafólks og það sér það hver maður að í borg þar sem fjöldi fólks er með um 100.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði gengur ekki upp að leiguverð á litlum íbúðum sé 60–80 þúsund kr. Þessi mikla hækk- un setur námsmenn einnig í mjög erfiða aðstöðu þar sem leiguverð á litlum íbúðum á almennum markaði er orðið nánast jafnhátt og námslánin og sömu sögu er að segja um einstaklinga og fjölskyldur sem verða að lifa af atvinnu- leysisbótum eða örorkubótum. Ekki tekur betra við þegar fólk hyggst kaupa sína fyrstu íbúð litlum íbúðum e kr. Það þarf því að stór hluti bo ur efni á að leig Reykjavík. End eru um 1.100 R 110.000 íbúum, lagslegu leiguh við þessa tölu s fleira fólk þar s anda er fólk me Enginn endir verðþróun á hú ar var t.d. mes iskostnaðar á m 2000. R-listinn ráðþrota gagnv neitar algjörleg stefna þeirra í 100% hækkun á húsa Eftir Margréti Einarsdóttur ÞJÓÐARUPPREISN Sjaldgæft er að ein ákvörðun íviðskiptalífinu veki önnur einsviðbrögð með þjóðinni og ákvörðun stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka, sem tilkynnt var í fyrradag, um kauprétt stjórnarfor- manns og forstjóra bankans á hluta- bréfum. Almenningi ofbjóða þær upphæðir, sem um er að tefla, þar sem sterkar líkur eru á að viðkom- andi einstaklingar fái í raun hundr- aða milljóna króna launauppbót á næstu árum. Samningar um kjör eins og þessi eru ósköp einfaldlega í hróp- legu ósamræmi við allt, sem til þessa hefur talizt sanngjarnt og eðlilegt í íslenzku samfélagi. Viðbrögð almennings létu ekki á sér standa. Um fátt annað var rætt á vinnustöðum og á mannamótum í gær. Viðbrögð flestra voru á sama veg; þeim var misboðið. Verulegur hópur viðskiptavina Kaupþings Bún- aðarbanka sagði upp viðskiptum við bankann, bæði hefðbundnum inn- lánsviðskiptum og lífeyrissparnaði, og leitaði til annarra fjármálastofn- ana. Þá lækkaði gengi bréfa félagsins í Kauphöll Íslands í gær, þrátt fyrir að bankinn keypti sjálfur mest af þeim bréfum, sem boðin voru til sölu. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér óvenjuharðorða ályktun, þar sem segir að um sé að ræða „fáheyrt sið- leysi, dómgreindarleysi og græðgi þeirra einstaklinga sem hlut eiga að máli“. Ríkisstjórnin tók málið upp á fundi sínum í gærmorgun og samþykkti að fela starfandi viðskiptaráðherra að leita allra leiða til að koma í veg fyrir slíka samninga. Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra gagnrýndu ákvörðunina harðlega og sjálfur tók forsætisráðherra inneign sína út úr Kaupþingi Búnaðarbanka og lokaði reikningnum. Það er ekki of djúpt í árinni tekið að segja að þjóðin hafi risið upp gegn ákvörðun stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka, allt frá hinum al- menna reikningseiganda eða hlut- hafa í bankanum til æðstu valda- manna þjóðarinnar. Þegar stjórnendur bankans horfð- ust í augu við það tjón, sem ákvörðun þeirra hafði þá þegar valdið orðstír bankans og þá fjárhagslegu hags- muni, sem í húfi voru, áttu þeir auð- vitað engan annan kost en þann, sem þeir tóku síðdegis í gær; að stjórn- endurnir tveir féllu frá samningnum um kaup á hlutabréfum í bankanum. Í yfirlýsingunni, sem þeir sendu frá sér um málið í gær, er þó ekkert að finna sem bendir til að þeir sjái nokk- uð óeðlilegt við að þiggja þau ofur- kjör, sem þeim hafa verið boðin af hálfu stjórnar bankans. Það er vissu- lega umhugsunar vert. Í samtölum við fjölmiðla í gær brást Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður Kaupþings Búnaðarbanka, þvert á móti hart við þeim viðbrögð- um, sem þá höfðu komið fram við fréttum um kaupréttarsamninga þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar. Mátti skilja á Sigurði að viðbrögð samfélagsins hefðu komið stjórnend- um bankans á óvart. Sú reiðibylgja, sem fór um þjóðlífið í fyrrakvöld og gærdag, var hins vegar svo fullkom- lega fyrirsjáanleg, að ærin ástæða er til að efast um dómgreind þeirra, sem ekki sáu hana fyrir. Það er sömuleiðis misráðið hjá stjórnarformanni Kaupþings Búnað- arbanka að ráðast að stjórnmála- mönnum og kenna þeim um þann skaða, sem bankanum hefur verið unninn. Þótt forsætisráðherra og við- skiptaráðherra hefðu látið ákvörðun stjórnenda bankans óátalda, hefðu viðbrögð almennings, viðskiptavina bankans, engu að síður orðið með þeim hætti að fyrirtækið hefði beðið skaða af. Stjórnendur Kaupþings Búnaðarbanka verða að horfast í augu við þá óþægilegu en bláköldu staðreynd, að skaðinn er skeður og þeir geta nákvæmlega engum kennt um nema sjálfum sér. Hvað þau ummæli Sigurðar Ein- arssonar varðar, að óeðlilegt sé að stjórnmálamenn skipti sér af ákvörð- unum í einkafyrirtækjum, er hins vegar það að segja að ef þjóðkjörnir fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi og í ríkisstjórn endurómuðu ekki geysi- sterk viðbrögð almennings, eins og þau sem alls staðar mátti merkja í gær, væri eitthvað mikið að lýðræð- inu í landinu. Stjórnendur Kaupþings Búnaðar- banka kunna að hafa valdið fleirum en sjálfum sér og hluthöfum bankans tjóni með ákvörðunum sínum. Bank- inn á til dæmis aðild að heildarsam- tökum atvinnurekenda og af við- brögðum verkalýðshreyfingarinnar í gær mátti ráða að fréttirnar um hina himinháu kaupréttarsamninga greiddu ekki fyrir því að talsmenn launþega yrðu fúsir til að semja um þær hóflegu launahækkanir, sem for- svarsmenn atvinnurekenda hamra á að launþegar verði að sætta sig við í komandi samningum. Skynsamlegir og hóflegir kjarasamningar eru mik- ið hagsmunamál allra fyrirtækja í landinu, en þau eru mörg hver við- skiptavinir Kaupþings Búnaðar- banka. Allt er rétt, sem sagt er um að ís- lenzk fyrirtæki eigi í vaxandi mæli í alþjóðlegri samkeppni og verði að laga sig að henni. En stjórnendur þessara fyrirtækja mega ekki gleyma því að þau eru sprottin úr íslenzkum jarðvegi og eiga gífurlega mikið und- ir velvilja og áliti íslenzks almenn- ings. Forystumenn í íslenzku við- skiptalífi verða að átta sig á að þeir eru um flest háðir því trausti, sem þarf að ríkja á milli fyrirtækjanna og þess samfélags, sem þau starfa í. Með ákvörðuninni um kaupréttar- samninga æðstu stjórnenda Kaup- þings Búnaðarbanka var því trausti augljóslega misboðið. Þótt Íslending- ar hafi alla tíð talið sjálfsagt að þeir, sem leggja hart að sér, njóti ávaxta erfiðis síns, hefur sá tiltölulega mikli jöfnuður, sem hér hefur ríkt, jafn- framt verið einn helzti styrkleiki okkar litla samfélags. Íslenzkur al- menningur mun ekki líða að hér verði til ný yfirstétt, sem sjálf skammtar sér tuga og hundraða milljóna króna laun og kaupauka á sama tíma og fulltrúar stórfyrirtækjanna í landinu segja við almenning að hann verði að sætta sig við hóflegar kjarabætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.