Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 28
SUÐURNES 28 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ HÚS - Víðimelur 42 kjallari í dag og á morgun frá kl. 13-15 Góð 3ja herb. íbúð 60 fm í kjallara öll nýuppgerð. Endurnýjuð eldhúsinn- rétting. Nýtt á baði. Nýtt gler og gluggar. Nýtt parket og flísar á gólf- um. Laus við kaupsamning. Verð kr. 10,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, frá kl. 13-15. Verið velkomin. Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fastsali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 Keflavík | „Ef hægt er að tala um annað líf, þá hef ég eignast það í gegnum sönginn,“ seg- ir Steinn Erlingsson, einsöngvari og formaður Karlakórs Keflavíkur. Kórinn á fimmtíu ára starfsafmæli um þessar mundir og heldur upp á það með stórtónleikum í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í dag og útgáfu hljómplötu. Steinn sem er bariton segist hafa sungið síðan hann hætti á sjónum en það var um miðjan áttunda áratuginn. „Ég var vélstjóri á bátum í tuttugu ár. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á að hlusta á óperusöng. Og einhvern leyndan áhuga hafði ég á því að syngja sjálf- ur. Ég byrjaði að syngja með Karlakór Kefla- víkur á árinu 1976 og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Steinn. Á öðru ári með kórnum var hann farinn að syngja einsöng og söng einnig með öðrum kórum. Fljótlega hóf hann söngnám í Tónlistar- skóla Keflavíkur, fyrst hjá Sigurði Demets Franssyni og síðan hjá Snæbjörgu Snæbjarn- ardóttur. Útskrifaðist Steinn síðan sem ein- söngvari frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Seinna var hann einn vetur í Tucson í Arisona í Bandaríkjunum að læra söngtækni. „Söngurinn hefur gefið mér gríðarlega mik- ið. Ef hægt er að tala um annað líf, þá hef ég eignast það í gegnum sönginn. Ef ég hef haft þörf fyrir einhverja sáluhjálp í lífinu, hef ég áreiðanlega fengið hana í söngnum,“ segir Steinn. Hann gaf út eigin hljómplötu fyrir nokkrum árum. Hann hefur verið tæpa tvo áratugi með Karlakór Keflavíkur, þar af samfleytt frá því um 1990. Þetta er annað árið hans í embætti formanns. Söngurinn er líf mitt og yndi Mikið mæðir á formanni Karlakórs Kefla- víkur þessa dagana vegna undirbúnings af- mælistónleikanna og kynningu á þeim. Steinn situr á skrifstofu sinni hjá Hitaveitu Suð- urnesja og heldur í alla þræði. Á meðan á samtalinu stendur kemur storm- andi inn á skrifstofuna Þórólfur Sæmundsson, 89 ára gamall kórfélagi, til að gera formann- inum grein fyrir erindum sem hann var að reka fyrir kórinn, meðal annars að hengja upp auglýsingar um tónleikana. Þórólfur er elsti kórfélaginn í Keflavík og sá elsti á landinu, eftir því sem næst verður komist. Hann hefur sungið með Karlakórnum samfleytt í 35 ár. Þórólfur segist einnig syngja í kór eldri borgara og svo með ungu stúlkunum. Vísar hann þar til þess að Karlakórinn og Kvenna- kór Suðurnesja syngja saman á aðventu- tónleikum. Áður en hann flutti til Keflavíkur var Þórólfur í kórum á Ólafsfirði. Steinn segir að Þórólfur haldi saman öðrum bassa í Karla- kórnum og Þórólfur tekur fram að hann geti einnig sungið tenór. Þórólfur heldur sér í góðu líkamlegu formi með því að gera Mullersæfingar á hverjum degi. „Það sem hefur haldið mér andlega uppi er mitt góða skap og söngurinn, hann er mitt líf og yndi,“ segir Þórólfur. Einn af elstu kórum landsins Karlakór Keflavíkur var stofnaður 1. des- ember 1953 og fagnar því hálfrar aldrar af- mæli sínu um þessar mundir. Hann hefur starfað óslitið frá fyrsta ári og er einn af elstu starfandi kórum landsins. Stjórnandi nú er Vilberg Viggósson og undirleikari Ester Ólafsdóttir. Afmælistónleikarnir verða í Íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut og hefjast klukkan 17 í dag. Karlakórinn Fóstbræður og Karla- kórinn Þrestir heiðra bræðrakór sinn með því að taka þátt í tónleikunum og syngja nokkur lög. Í lokin munu kórarnir syngja saman, alls 150 karlar. Stórtónleikar Karlakórs Keflavíkur haldnir í dag í tilefni af hálfrar aldar starfsafmæli kórsins „Hef eignast annað líf í söngnum“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Söngurinn er lífið: Kórfélagarnir Þórólfur og Steinn taka lagið á skrifstofum Hitaveitunnar. Keflavík | „Já, ég ætla allavega að reyna það,“ sagði Sandra Þorsteinsdóttir þegar hún var spurð að því hvort hún ætlaði að verða söngkona. Sandra sigraði í Hljóðnemanum, söngkeppni Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Keppnin fór fram í félagsheimilinu Stapa í fyrrakvöld og var fullt úr úr dyrum. Um fimmtán nemendur tóku þátt og var samkeppnin mikil, að sögn Söndru. Hún söng til sigurs lagið Komdu við mig úr söngleiknum Rocky Horror. Hún lagði áherslu á að ná upp stemmningunni úr söng- leiknum og voru leikarar með henni á sviðinu. Í öðru sæti varð Gígja Eyjólfsdóttir og Ásta Björk Eiríksdóttir í því þriðja. Sandra hefur aðeins lagt fyrir sig söngnám en var hætt því. En áhuginn er mikill. Hún tók þátt í Idol stjörnuleitinni en datt út á öðru stigi. Og hún segir að það sé hvatning fyrir sig að sigra í söng- keppninni. Ætla að reyna að verða söngkona Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Garður | „Það eru allir feimnir fyrst en svo jafnast það,“ segir Vigdís Eygló Einarsdóttir, nemandi í Heið- arskóla í Keflavík, en hún tók þátt í ungmennanámskeiði SamSuð í Samkomuhúsinu í Garði í gær. Um 45 ungmenni, stjórnir nemendaráða grunnskólanna og unglingaráðanna á Suðurnesjum, tóku þátt. Markmið námskeiðanna er að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa Sandgerð- isbæjar, að gera krakkana betur í stakk búna til að starfa í nem- endaráðunum og einnig að auka fé- lagsfærni þeirra sem einstaklinga. Getur Ólafur Þór þess að þau vinni saman í hópum þar sem blandað er saman ungmennum frá öllum stöð- unum og þannig hristist hópurinn vel saman. Þetta er annað árið í röð sem Samtök félagsmiðstöðvanna halda námskeið af þessu tagi. Þegar blaðamaður leit við í Sam- komuhúsinu í Garði beið einn hóp- urinn framan við „skrifstofu sýslu- manns“, eins og þau orðuðu það. Nilsína Larsen Einarsdóttir tóm- stundaleiðbeindandi var í hlutverki sýslumannsins sem þau höfðu pant- að viðtal hjá, og fóru krakkarnir á hennar fund, einn og einn í einu. Til- gangurinn var að tala fyrir því að fá útivistartíma lengdan og þurftu krakkarnir að vanda sig við að flytja erindi sitt. Einn líkti því við að fara í atvinnuviðtal. Kom í ljós að ým- islegt hafði farið úrskeiðis í viðtöl- unum. „Ég talaði einum of hratt,“ sagði einn úr hópnum, annar við- urkenndi að hann hefði ekki sagt fullt nafn, sá þriðji sagðist hafa gleymst að heilsa sýslumanni með handabandi og einhverjir bættu því við að þeir hefðu gleymt að horfast í augu við sýslumann. Greinilegt var að þau höfðu gam- an af þessu og ekki ótrúlegt að þessi tækni verði notuð síðar, til dæmis við að fá einhverju framgengt við stjórnendur skólans eða sveitarfé- lagsins. „Það er mjög gott að fá að gera þetta,“ sagði Jóhann Ingimar Hannesson úr Holtaskóla í Keflavík. Auk Vigdísar og Jóhanns voru á biðstofu sýslumanns þau Lejon Þór Patterson úr Grunnskóla Grindavík- ur, Ragnar Veigar Helgason úr Grunnskóla Sandgerðis og Helgi Sigurjón Ólafsson úr Gerðaskóla í Garði. „Ég talaði einum of hratt“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hrist saman á ungmennanámskeiði: Flaggað var fánum allra sveitarfélaganna þegar Jóhann Ingimar, Helgi Sig- urjón, Lejon Þór, Vigdís Eygló, Nilsína og Ragnar Veigar tóku þátt í námskeiði SamSuð í Samkomuhúsinu í Garði. Garður | Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur ákveðið að endurskoða leigu- gjald vegna íbúða í eigu hreppsins. Markmið endurskoðunarinnar er að gjaldið verði í samræmi við raunkostnað sveitarfélagsins vegna íbúðanna, þannig að það standi undir rekstrarkostnaði og viðhaldi. Fulltrúar I-listans í hreppsnefnd fluttu þessa tillögu á síðasta fundi nefndarinnar og var hún samþykkt samhljóða. Fram kemur sú skoðun flutningsmanna að ef niðurgreiða þurfi húsaleigu sé eðlilegt að það sé gert í gegnum félagsþjónustu hreppsins með félagslegri aðstoð.    Samþykkt að endur- skoða leiguna Illa merkt hola| Umferðaróhapp varð á Hringbraut í Keflavík sl. mið- vikudagskvöld. Búið var að skera holu í malbikið vegna viðgerða. Öku- maður bifreiðar sem þarna var á ferð sá ekki stikur sem settar höfðu verið ofan í holuna og skemmdist bíll hans lítilsháttar þegar hann lenti á einni stikunni og ofan í holunni. Lög- reglan hafði samband við vakt Þjón- ustumiðstövar Reykjanesbæjar og voru merkingarnar lagaðar.    Stanz | Lögreglan í Keflavík tekur þátt í umferðarátaki lögregluliðanna á Suðvesturlandi þar sem sér- staklega er fylgst með að stöðv- unarskylda sé virt. Einnig er fylgst með umferð um ljósastýrð gatnamót og hvort ökumenn noti stefnumerki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.