Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í DAG á ég von á að fá samræmda- prófseinkunn dóttur minnar og ég hef verið að velta því fyrir mér hvað þetta próf eigi eiginlega að mæla. Það eru ýmsir gallar á þessu fyr- irkomulagi sem ég set athugasemdir við. Fyrir það fyrsta eru ekki tekin próf í skóla dóttur minnar fyrr en í 5. bekk. Þannig að einu „prófin“ sem hún hefur tekið hafa verið einblöð- ungar sem hún fyllir út í venjulegri kennslustund. Hún gerir sér því enga grein fyrir því að það sé henni fyrir bestu að leysa þetta verkefni eftir bestu getu. Nú veit ég ekki hvort að það sé bara dóttir mín, en hún hefur enn ekki þá eirð í sér að sitja í lengri tíma með sama verkefnið fyrir fram- an sig og vanda sig meðan á því stendur. Hún vill klára efnið á eins stuttum tíma og henni er framast mögulegt. Hvernig það kemur út, er svo í hennar huga, annarra vanda- mál. Hún gerði það sem til var ætl- ast af henni. Þegar við gerðum okk- ur grein fyrir því að þetta próf stæði fyrir dyrum, fórum við foreldrarnir að athuga hvernig hún stæði í stærð- fræði. Það kom okkur mikið á óvart, hve illa undirbúin hún var. Þannig að í allt haust sátum við mæðgurnar og fórum yfir grunnatriði stærð- fræðinnar. Hún kunni reyndar að leggja saman og draga frá, en hún átti í vandræðum með að muna að geyma þar sem það þurfti og svo þegar það var komið á hreint, þá mundi hún ekki eftir að taka með það sem hún geymdi. Þannig að hana vantaði töluverða þjálfun í þessum aðferðum. Bekkurinn henn- ar hafði ekki farið lengra en að 6- sinnum margföldunartöflunni svo að við sátum og lærðum alla töfluna ut- an að vikurnar fyrir próf. Eflaust er ekki ætlast til þess skv. þessu nýja námsefni, en það var eina leiðin til að fá hana til að skilja þetta á þessum stutta tíma. Nú er þetta yngsta barnið mitt og því það eina sem hefur verið með þessar nýju stærðfræðibækur frá upphafi. Ég get fullyrt að hin börnin Hvað mæla sam- ræmd próf í 4. bekk? Frá Önnu Maríu Þorkelsdóttur: MÉR þykir vænt um íslenskuna og vil þess vegna leggja fáein orð í belg. Það stingur oft í eyru að heyra þegar þulir og þáttastjórnendur á hinum ýmsu útvarpsstöðvum láta út úr sér ambögur og vitleysur, og hafa tvenns konar málvillur einkum vakið athygli mína að undanförnu. Hef ég kosið að gefa þessum fyr- irbærum nöfn, til þess að skilgreina þau betur og benda á hvaða vitleys- ur hér eru á ferðinni. Nefnifallssýki mætti kalla það þegar forðast er að fallbeygja nafn- orð, einkum heiti fyrirtækja, hljóm- sveita o.fl. Heyrist þá gjarnan sagt „hann vinnur hjá Tölvukaup“ í stað „hjá Tölvukaupum“, „tónleikaferða- lag Írafár er hafið“ í stað „tónleika- ferðalag Írafárs“, „þátturinn var í boði Brimborg“ í stað „í boði Brim- borgar“, og svo mætti lengi telja. Ekki veit ég hvers vegna fólk sem þannig talar óttast svo mjög að fall- beygja orðin og nota tilheyrandi endingar, en mér finnst ástæða til að benda á að fallbeygingar og end- ingar þeim tengdar eru einmitt eitt af höfuðeinkennum íslenskunnar, og í slíkum hlutum er sérstaða og fegurð tungumálsins fólgin. Eintölufælni snýst um þá áráttu sumra að nota fleirtölu um það sem er í raun í eintölu. Þegar nafnorð og heiti í eintölu standa fyrir hóp eða fjölda, virðast sumir álíta að þá sé rétt að með fylgi sagnorð í fleirtölu. Eintöluorð eru þannig meðhöndluð sem væru þau fleirtöluorð, og eru slíkar vitleysur oft áberandi í út- varpi þegar rætt er um hljómsveitir og viðburði þeim tengda. Nokkur dæmi: Sálin hans Jóns míns leika í kvöld ..., Írafár taka lagið ..., Brimkló spila í Stapanum ..., Skíta- mórall leika á Selfossi um helgina ... Í öllum tilfellum væri hér rétt að nota sagnorð í eintölu, en kjósi menn að hafa sagnorðið í fleirtölu væri hægur vandi að segja bara „strákarnir í Sálinni leika í kvöld ...“, „krakkarnir í Írafári taka lagið ...“ o.s.frv. Það er líka eintölufælni að tala um frábær verð, góð verð og lág verð, því verð er eintöluorð í ís- lensku og ætti samkvæmt því að vera annaðhvort frábært, gott eða lágt. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Þulir í útvarpi og sjónvarpi eru í lykilhlutverki hvað varðar meðferð talaðs máls, þeir eru öðrum ómeðvituð fyrirmynd og málfar þeirra hefur áhrif á málfar æskunn- ar. Það skiptir því miklu fyrir fram- tíð íslenskunnar að til slíkra starfa veljist fólk sem er meðvitað um þessi áhrif sín – og er vandanum vaxið. Á degi íslenskrar tungu 2003. INGI GUNNAR JÓHANNSSON, Rauðalæk 34, 105 Reykjavík. Nefnifallssýki og eintölufælni Frá Inga Gunnari Jóhannssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.