Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.11.2003, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Karólína K. Sig-urpálsdóttir fæddist í Klömbur í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu 15. september 1917. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga á Húsavík 12. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorgerð- ur Björnsdóttir frá Akureyri og Sigur- páll Jónsson frá Klömbur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Bróðir; Jón Arinbjörn, f. 15. október 1922, d. 15. apríl 2002, maki Sigurbjörg Böðvarsdóttir, f. 3. maí 1923. Karólína giftist 28. október 1950 Þorvaldi Árnasyni framkvæmda- stjóra, Húsavík, f. 26. júní 1908, d. 24. febrúar 1975. Foreldrar hans voru hjónin Árni Hemmert Sörens- son og Björg Sigurpálsdóttir frá Kvíslarhóli á Tjörnesi. Börn Karól- ember 1979, c) Níels, f. 6. septem- ber 1983, og d) Ágúst, f. 10. maí 1985. 4) Soffía Björg, f. 30. mars 1951, maki Gísli Guðbjörnsson, f. 15. apríl 1951. Dóttir Soffíu er Vala Karen Guðmundsdóttir, f. 27. apríl 1973, maki Þór Jónsson, f. 18. september 1969, dóttir Vaka Rún, f. 21. janúar 1997. 5) Magnús, f. 30. október 1953, maki Helga Krist- jánsdóttir, f. 24. mars 1955. Börn þeirra eru: Kristján Þór, f. 12. febrúar 1979, og Berglind Rut, f. 9. júní 1982. 6) Ásdís, f. 25. apríl 1960, maki Snorri Már Egilsson, f. 25. maí 1960. Börn þeirra eru: Árný Nanna, f. 28. nóvember 1986, og Egill Már, f. 1. maí 1989. Stjúp- synir Karólínu, synir Þorvaldar og fyrri konu hans Þóru Sigurbjörns- dóttur, f. 16. maí 1906, d. 30. sept- ember 1940, eru: Árni Björn, f. 8. febrúar 1937, d. 16. janúar 1986, og Ingvar, f. 3. nóvember 1938. Karólína ólst upp í Klömbur til sex ára aldurs þegar fjölskyldan fluttist til Akureyrar, hún var til heimilis á Akureyri þar til hún fluttist til Húsavíkur árið 1946 og bjó lengst af í Laugarbrekku 15. Útför Karólínu verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ínu og Þorvaldar eru: 1) Þorgeir Páll, f. 5. desember 1946, maki Bryndís Jóhannsdótt- ir, f. 17. september 1947. Börn þeirra eru: Auður, f. 18. mars 1975, og Ómar, f. 7. júní 1980. 2) Hilmar, f. 20. maí 1948, maki Ásta Lóa Eggertsdótt- ir, f. 16. maí 1942. Börn þeirra eru: a) Eggert, f. 27. febrúar 1972, dóttir Ásta Lóa, f. 26. september 1998, b) Karl Heiðar, f. 28. mars 1975, og c) Haukur, f. 29. október 1982. 3) Þóra, f. 6. júní 1949, maki Guð- mundur Níelsson, f. 30. desember 1947. Börn þeirra eru: a) Þorvald- ur Már, f. 12. mars 1975, maki Agnes Björg Arngrímsdóttir, f. 10. maí 1974, synir þeirra Atli Freyr, f. 4. ágúst 1995, Arnar Þór, f. 13. júlí 2000, og Garðar Ingi, f. 15. jan- úar 2003, b) Rannveig, f. 11. des- Elsku amma Lína, þín mun verða sárt saknað en þú lifir ávallt í hjarta okkar og huga. Þegar við hugsum um þig koma upp margar góðar minningar. Í kringum þig var ætíð hlýja og gleði. Við hlökkuðum alltaf mikið til að koma til Húsavíkur að hitta þig og munum minnast þess með kærleika. Þú sofnað hefur síðsta blund í sælli von um endurfund, nú englar Drottins undurhljótt þér yfir vaki – sofðu rótt. (Aðalbjörg Magnúsdóttir.) Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt sam- an. Sofðu rótt elsku amma Lína, Árný Nanna og Egill Már. Þegar við systkinin vorum yngri var það æði oft að við kölluðum til for- eldra okkar að við ætluðum upp til ömmu. Amma Lína bjó nefnilega á efri hæðinni í húsinu okkar í Laug- arbrekkunni og þar af leiðandi köll- uðum við ömmu Línu oft „ömmu uppi“. Rökrétt ályktun ungra kríla sem einhvern veginn þurftu að gera greinarmun á ömmunum tveimur; „ömmu uppi“ og „ömmu í sveitinni“. Við erum svo heppin systkinin að eiga margar og fallegar minningar um hana ömmu uppi. Sérstaklega var í uppáhaldi hjá okkur að sitja í eldhús- inu hjá henni og hlusta á hana segja alls kyns sögur, spila við hana á spil og föndra. Svo var amma líka besti bakari í heimi og aldrei var neinn svikinn af kaffitímunum hjá henni. Gómsætar kökur, kleinur, dellur og alls kyns krásir voru daglegt brauð, allavega fyrir smáfólk sem kunni svo sannarlega að meta umhyggjuna sem þeim var ávallt sýnd. Okkur þótti líka spennandi og skemmtilegt að fá að hlusta á lesnu sögurnar sem amma hlustaði á eftir að sjóninni hennar fór að hraka og hún hætti að geta lesið sjálf. Þá fengum við stundum að hlusta á barnasögur sem fylgdu með í kassanum sem var sendur til hennar frá bókasafninu. Það er nú samt svo að það var ekki fyrr en við urðum eldri að við fórum að gera okkur almennilega grein fyrir því hversu yndislegt það var, og mikil forréttindi, að fá að búa með ömmu hjá okkur. Mikilvægi þess fyrir okkur sem börn að hafa ömmu svo nærri verður seint metið til fjár. Ef eitthvað bjátaði á var alltaf hægt að trítla til „ömmu uppi“ og fá allra meina bót. Hvort sem það fólst í hlýju faðmlagi, kossi á kinn nú eða heitum kakóbolla. Nú er hins vegar komið að því að leiðir okkar skilur í bili. Elsku amma, þú veist að við hugsum til þín og að minning þín verður ætíð geymd í hjarta okkar. Það er okkur huggun að vita af afa sem tekur vel á móti þér uppi … Með þessum orðum kveðjum við þig elsku amma okkar með þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Þín ömmubörn Kristján Þór og Berglind Rut. Amma Lína. Elsku besta amma. Sárt var að kveðja þig og upp í hugann streyma allar góðu minningarnar sem við eig- um og munum ætíð geyma í hjarta okkar. Öll eigum við dýrmætar minning- ar um þig úr Laugarbrekkunni og þegar þú bjóst hjá okkur um tíma. Alltaf var gaman að koma til þín í Laugarbrekkuna og nær undartekn- ingarlaust var eitthvað nýbakað í bláa pottinum þínum inni í skáp. Okkur krökkunum fannst nú ekki amalegt að fá okkur rabarbara og sykur hjá þér og hvað þá heldur kringlurnar sem maður fékk að dýfa í kaffið. Til þín var alltaf svo gott að koma jafnvel eftir skóla til að læra eða bara spjalla um allt stórt og smátt. Þú gafst okkur svo mikla ást og hlýju sem skein í gegnum fallega brosið og faðmlagið er við komum eða kvöddumst. Minningarnar um þig kveikja bros og munu ylja okkur um ókomna tíð. Þorvaldur Már, Rannveig, Níels og Ágúst. Mér hefur alltaf fundist að örlögin hafi ráðið því að við Karólína skyldum hittast. Það var á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri fyrir rúmum 10. ár- um. Þá strax sá ég hversu hlý kona hún var þegar hún tók á móti dóttur sinni og barnabörnum og hve vænt henni þótti um að þau skyldu koma frá Húsavík. Aðeins 3 vikum seinna hitti ég dótturson hennar í Þingeyjarsýsl- unni og þá varð ekki aftur snúið, ég var orðin ein af fjölskyldunni, þessari sömu sem ég sá á Akureyri. Amma Lína, eins og ég fékk fljótt að kalla hana, var ein sú hlýjasta og blíðasta kona sem ég hef kynnst. Hún gaf mér margt þótt tíminn okkar saman hefði verið stuttur. Hún sýndi okkur skötuhjúunum mikinn skilning á okk- ar fyrstu skrefum og var jafnkát og við er við sýndum henni hringana að- eins nokkrum mánuðum eftir okkar fyrstu kynni. Ég mat það mikils og líka það að- hún leyfði okkur að búa í risinu í Laugarbrekkunni, þar fengum við að hafa allt hennar og það var nú ekki slæmt. Ég man svo vel er ég sá hana halda á syni okkar, hlýjan og ástúðin komu berlega í ljós, bros hennar náði svo vel til augnanna. Elsku amma Lína, ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér því þú kenndir mér svo margt. Börnum og öðrum aðstandendum sendi ég mína dýpstu samúð. Agnes Björg. Mæruögn í munni mildur lófi um vanga lundin ljúf og fríð. Löng var lífsins ganga leiðarendi fundinn minning – björt og blíð. (Ingi Steinar Gunnlaugsson.) Haustið 1978 kom ég til kennslu á Húsavík og með mér í för var 7 ára dóttir mín Sandra. Við fengum leigt í Laugarbrekku 15, hjá yndislegri konu, Karólínu Sigurpálsdóttur. Hún tók svo vel á móti okkur að við fundum okkur strax heima. Ég hafði hugsað mér að fá pössun fyrir þá stuttu en hún tók það ekki í mál sagðist sko al- veg geta „sjótt egg“. En hún þurfti þess ekki, því nánast alltaf fór hún til Karólínu eftir skóla og lék þar við Völu Karen, barnabarn Karólínu, sem þá var þar í pössun. Það þurfti ekkert að banka því Karólína stóð oftast á stigapallinum og sagði „ertu komin elskan?“ Oft voru blautir vettlingar og snjóbuxur settar á ofn og haldið inn í hlýjuna í heitt kakó og kleinur, og þegar svo móðirin kom heim úr vinnunni til að vitja um barnið sitt var hún oftar en ekki dregin inn í kaffi og „meðþí“, en það var sko ekkert venju- legt, þrjár til fjórar sortir að minnsta kosti. „Æi, elskan þetta er nú bara svona hversdagsbrauð,“ sagði hún, þar á meðal var hennar frábæra steikt-brauð sem ég hafði ekki séð áð- ur. Þarna sátum við oft síðdegis, hlóg- um og mösuðum og sagði hún mér margt um Húsavík og Húsvíkinga sem kom sér vel fyrir mig, ókunnuga á staðnum. Hún hafði einstakt lag á því að láta öllum líða vel í kringum sig, mild og ljúf, líka svo kát og skemmti- leg og stundum svolítið prakkaralega stríðin. Kom stundum upp til mín, og mikið gat hún hlegið að krækiberja- sultunni minni sem var ekki góð svo vægt sé til orða tekið, enda stúlkan að sunnan ekki vön aðalbláberjum og kunni lítið til sultugerðar. Karólína kom oft færandi hendi á loftið og gaukaði ýmsu góðgæti að okkur. Árið eftir fluttum við yfir götuna á númer tuttugu og tvö í kjallarann hjá sr. Birni og Ástu, en héldum áfram að vera heimagangar hjá Karólínu og vorum alltaf svo innilega velkomnar. Svo fluttum við aftur heim á Akranes eftir góða veru á Húsavík og mörgum vinum ríkari. Árlega fórum við norður og alltaf var komið við í Laugarbrekk- unni. Árin liðu og Sandra mín eign- aðist dóttur, hún var skírð Karólína eftir ömmu minni. Í skírnarveislunni sagði Sandra frá því að nafnið væri líka til heiðurs góðri konu á Húsavík sem hefði reynst henni sem besta amma þegar hún bjó þar. Þessar tvær heiðurskonur sem stelpan okkar var skírð eftir áttu það sameiginlegt að vera gjafmildar og góðar og hugsuðu fyrst um aðra áður en þær hugsuðu um sig. Ég kom svo með Karólínu í heimsókn og hún fékk sömu blíðu móttökurnar og við mæðgur forðum. Nú síðast komum við í ágúst í heim- sókn, hún orðin nánast blind og heils- unni hafði hrakað mikið. „Ó, ertu kom- in elskan,“ sagði hún, þekkti málróminn þótt ár væri síðan síðast. Við spjölluðum eins og venjulega en nú fann ég að henni fannst komið nóg, orðin þreytt, og þegar við kvöddumst vissum við báðar að þetta var í síðasta sinn. Elsku Karólína mín, þakka þér fyr- ir alla elsku í minn garð og stelpn- anna minna. Þú varst einstök kona sem ekki gleymist er kynntust. Guð geymi þig og blessi minningu þína. Fjölskyldu Karólínu og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Hrönn Eggertsdóttir, Sandra og Karólína Hrönn. KARÓLÍNA K. SIGURPÁLSDÓTTIR Elsku Abba. Nú ertu farin og við söknum þín. Líf þitt var löng ferð en skemmtileg eins og þú orðaðir það sjálf. Við vit- um að nú ert þú hamingjusöm hjá Michael langafa sem þú saknaðir svo mikið. Við munum hvernig þú „dúss- aðir“ stóru myndina af honum á hverju kvöldi áður en þú fórst að sofa, og það gerðum við líka þegar við gistum hjá þér sem var ósjaldan. Eiginlega má segja að heimili þitt hafi verið okkar annað heimili. Við skemmtum okkur alltaf konunglega heima hjá þér því þar var sko ekkert bannað og við gátum alltaf fundið okkur eitthvað til dundurs. Við fengum alltaf að leika okkur með fínasta dótið þitt og ef það brotnaði var það bara límt saman aftur. Við minnumst ótal nótta sem við sváfum hjá þér öll þrjú systkinin og þá var nú oft þröng á þingi. Þá voru dregnir fram eldhússtólar og sólstóll- GUÐBJÖRG HASSING ✝ Guðbjörg Hass-ing fæddist á Bakka í Geiradal í A- Barðastrandarsýslu 31. ágúst 1905. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 13. nóvember síðastlið- inn og var útför henn- ar gerð frá Háteigs- kirkju 21. nóvember. inn góði og búið til rúm, og svo var auðvitað rifist um blómateppið fræga þangað til þú þóttist fara að gráta og þá urðum við að sættast. Svo sagðir þú okkur sögur fram á nótt. Það voru engin takmörk fyrir því hversu margar sögur þú gast spunnið upp jafnóðum. En þegar þú varst orðin þreytt þá enduðu þær skyndilega á; „og þau lifðu ham- ingjusöm til æviloka“, og þá var kominn tími til að sofa. Daginn eftir feng- um við svo morgunmat á bakka í rúm- ið, uppáhaldið okkar, ristuð pylsubrauð með smjöri og te. Við minnumst sérstaklega hjarta- hlýju þinnar og umburðarlyndis því all- ir voru velkomnir á þitt heimili. Allir vinir okkar voru tíðir gestir þar líka, því fleiri því betra og enginn fór sko svangur þaðan, heldur pakksaddur og með fulla vasa af nammi í nesti. Við gætum rifjað upp endalaust af skemmtilegum minningum og stað- reyndin er sú að þú átt stóran þátt í öll- um okkar bernskuminningum. Við kveðjum þig með söknuði en sátt og er- um ríkari af því að hafa þekkt þig og átt þig að. Vertu sæl, elsku besta Abba, og góða ferð inn í eilífðina. Eva, Jóhanna og Jón. Þegar Ágúst Auð- unsson lézt á Hrafn- istu 23. fyrra mánaðar, þá fullra 94 ára, átti hann að baki langan starfsaldur, bæði til sjós og lands. Hann ólst upp í stórum systkinahópi að Svín- haga á Rangárvöllum, en fór ungur til sjós og var með mér undirrit- uðum á gömlu togurunum, þar á meðal vorum við á Karlsefni I og Tryggva gamla. Ágúst var þar há- seti og bátsmaður í mörg ár, en ég kyndari og vélstjóri. Hann sigldi öll stríðsárin með fisk til sölu á erlend- um mörkuðum. ÁGÚST AUÐUNSSON ✝ Ágúst Auðuns-son fæddist á bænum Svínhaga í Rangárvallahreppi 2. ágúst 1909. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 3. nóv- ember . Eftir að hann hætti á sjónum vann hann rúm 20 ár í Áburðar- verksmiðjunni í Gufu- nesi og var þar á vökt- um með mér, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þar var sannarlega góður maður að störfum, mjög gott að vinna með honum, þar var traustur maður, áreið- anlegur og reglusam- ur. Ég óska honum og hans fólki alls góðs. Jens Hinriksson. Ágúst Auðunsson var einn margra fyrirtaksmanna sem ég kynntist við sumarstörf mín við vél- gæzlu í Áburðarverksmiðjunni, en þar störfuðu gjarnan rosknir menn, reyndir og sagnfróðir. Góður andi sveif yfir vötnum, en samveru- stundir stopular hjá þeim sem unnu á einangraðri vaktpóstum eins og í vetnisverksmiðjunni, enda sá af- skekktari þar kallaður Síbería. Ágúst var á viðgerðarvakt, þekkti til aðstæðna í öllum verk- smiðjunum og var laginn við að koma hlutum í lag þegar eitthvað fór úrskeiðis. Þó var hitt meira um vert að hann var aufúsugestur þeg- ar hann kom við hjá manni í einver- unni á löngum vöktum, enda ákaf- lega þægilegur, hýr í bragði og vinsamlegur mér og mínum alla tíð. Áttum við margar góðar spjall- stundirnar, og alla tíð hefur mér verið hlýtt til hans. Hann var meðal gagnheilustu manna, svo fullur vel- vildar að ég man ekki að hafa heyrt hann hallmæla öðrum. Síðar á árum bar leiðum okkar helzt saman í Sundlaug Vesturbæj- ar, sem hann stundaði vel, unz hann fluttist af Víðimelnum á Hrafnistu. Þar hitti ég hann nokkrum sinnum úti við og dáðist að því hve hress og ern hann var, virtist vart nema um sjötugt þegar hann átti ekki nema sex-sjö ár í aldarafmælið. Það hefur heldur ekki verið neinn aukvisi sem kom ungur ofan úr sveit og vann sig upp í að verða vaktformaður á togara fyrir miðja öldina þegar lífs- baráttan var mun harðari en nú. Góður maður og gegn hefur kvatt þennan heim. Honum og fólkinu hans öllu bið ég Guðs blessunar. Jón Valur Jensson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.