Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 29. nóvember 1980. tíf og Ust Hnefaleikarinn Jake La Motta: Tuddi í hringnum en svin utan hans Martin Scorsese hefur gert mynd um ævi hans ,,0g nú, þegar ég ligg vakandi á nóttunni og hugsa til baka, finnst mér stundum aö ég sé að horfa á svart-hvita kvikmynd um sjáifan mig. Ég veit ekki af hverju hún er svart-hvit en á þvi er enginn vafi. Þetta er ekki góö mynd, hún er brokkgeng og ýinislegt vantar, hún er eins og samsuli af illa lýst- um atriöum sem sum hafa enga byrjun og önnur engan endi... Næstum öll gerast þau aö nóttu til eins og ég hafi bara lifaö á nótt- unni.” Ofangreindur kafli er tekinn úr sjálfsævisögu bandariska hnefa- leikamannsins Jake La Motta sem gefin var út árið 1970 og heit- ir Raging Bull en það var hnefa- leikaheiti La Motta meöan hann var og hét. Þessi organdi tuddi frá Bronx I New York City braut sér leið til heimsmeistaratitilsins i millivigt áriö 1949, keppti svo oft viö Sugar Ray Robinson ,,að ég var kominn meö ofnæmi”, liföi hátt meöan honum entist kraftur og orka. Einu ári eftir að hann dró sig i hlé hafði hann þyngst úr 80 kilóum i 105 og var dreginn fyrir dómstóla ákæröur fyrir siögæöis- brot meö 14 ára gamalli vændis- konu. Hann reyndi að ná aftur i sviösljósið sem sýningarmaður en gekk litiö. Jake La Motta var dýr — I hringnum var hann tuddi og utan hringsins va,* hann svin. Og nú hefur Martin Scorsese gert kvikmynd um ævi þessa ofsa- fengna hnefaleikara og fengið Robert de Niro til að bregöa sér i gervi tuddans frá Bronx. Dýragarður helvítis Scorsese og De Niro hafa oft unniö saman áður og samvinna þeirra hefur skapað ýmsar af magnaöri kvikmyndum siöari tima: Mean Streets, Taxi Driver og auk þess New York, New York. Og þessi nýja mynd, Raging Bull, þykir ekki siöur mögnuö og ógur- leg þó ýmsir gagnrýnendur hafi sitthvaö viö hana aö athuga. Hefnaleikaatriöi myndarinnar, sem raunar standa aöeins i rúm- ar 10 minútur alls af tveimur klukkustundum, eru hápunktur myndarinnar, þar nær Scorsese mestu valdi á tjáningarmiðli sin- Robert De Niro lagöi á sig margra mánaöa hnefaleikaþjálf- un og ógurlegt át til aö geta ieik- iö... um. Stunur, öskur og org viröast koma beina leið úr dýragaröi hel- vitis og myndavélin er alls staðar i senn, fyrir ofan svitnandi más- andi dýrin sem takast á i hringn- um, fyrir neöan og innan i þeim sjálfum. Reykur, sviti, hold og blóð renna saman i eitt allsherjar húllumhæ og varpa jafngreini- legu ljósi á blóöþorsta kvik- myndaiönaðarins sem hnefaleik- anna. ógnin sem ætíö var nálæg I veröld leigubilstjórans er einasti vinur en um leið mesti óvinur hnefaleikarans Jake La Motta. FjölskyIdullf hnefaleikara La Motta lifir og hrærist I hringnum vegna þess aö þaö er eini staðurinn sem er honum ekki fyrirfram tapaöur, hann stendur þar jafnfætis öörum mönnum og hnefaafliö sker úr um allt sem skera þarf úr um. í hringnum sá La Motta loks tilgang í lifinu, þaö var þegar hann varð heimsmeist- ari og átrúnaðargoð hans, Joe Louis, faömaöi hann aö sér i hrifningu. Það var lika i hringn- um sem Jake La Motta missti þennan tilgang sinn, þaö var þeg- ar hann tapaði titlinum til Sugar Ray Robinson, hinnar nýju stjörnu, áriö 1951. Hann tapaöi öllu, öllu nema stolti sinu sem lét hann hrópa til Robinson úr horni sinu eftir bardagann: ,,Þú slóst mig aldrei niður, Ray!” Fjölskyldan varö mjög fyrir baröinu á ofsa La Motta og hatri hans á veröldinni sem hann botn- aði ekki i utan hringsins. Hann lék konu sina og bróður hryllilega og sömuleiöis vin sinn, þann eina sem hann átti i raun. Sá hét Pete Petrella og stóð viö hlið La Motta gegnum súrt og sætt og aðstoöaöi hann að lokum við aö skrifa sjálfsævisögu sina. 1 mynd Scor- sese er persóna Petes sameinuð persónu bróöurins Joey sem var umboösmaöur Jakes. Joey ein- angrar bróöur sinn sem veröur til þess aö hann snýst af enn meiri hörku gegn eiginkonunni, Vickie, og Joey sjálfum. Jake er raun- verulega ekki ástfanginn af Vickie, hann er með hana á heilanum. Hún tilheyrir þeim hópi fólks sem hann getur aldrei gert sér vonir um að komast I og eftir að hann nær i hana er hann stöbugt á varðbergi. Hvers vegna var hún aö brosa til þessa manns? Jake La Motta, sem hér sést i viö- ureign sinni viö Sugar Ray Robin- son áriö 1951. Hann tapaði og heimur hans hrundi. Þaö veröur aö refsa henni. Og Joey lika. Snilldarleikur De Niros Þeir félagar Martin Scorsese og Robert De Niro þykja báöir standa sig með afbrigðum vel. Scorsese byggir upp myndina á meistaralegan hátt, dundar viö hvert smáatriði uns hann nær þvi úr mynd og hljóðum sem hann ætlaöi sér i upphafi en hins vegar þykir stöku gagnrýnendum sem myndin, eða réttara sagt, handrit hennar og persónusköpun sé ekki sérlega frumleg. Aöalpersónan Jake sé einfarinn ofsafengni, Joey veiklundaöur en tryggur og Vickie dularfull og loftkennd. Gagnrýnandi bandariska tima- ritsins TIME, Richard Corliss, segir aö eftir þvi sem á myndina liöi og hnignun La Motta verði meiri, sé meiri hætta á aö mönn- um finnist kvikmyndin ámóta rugluðog endurtekningargjörn og hnefaleikakappinn sem hún er að lýsa. Sami gagnrýnandi segir svo aftur á móti aö það sé ljóst aö töluverður hluti myndarinnar byggist eingöngu á leikhæfileik- um Roberts De Niro og þar komi menn ekki að tómum kofunum. De Niro stundaði hnefaleika I marga mánuði áöur en hann hóf leik i myndinni (undir stjórn ekki minni manns en Jake La Motta sem nú er orðinn 59 ára gamall) og til aö geta leikið i sföasta hluta myndarinnar, þegar Jake er far- inn að eldast og er oröinn feitur og pattaralegur, varö De Niro að boröa og borða og borða, þyngjast um 25 kiló. Hvort sem hann er aö túlka Jake áriö 1941, þegar Jake er ungur og á leiö á toppinn, eöa áriö 1964, þegar hann er runninn á rassinn, gerir hann það af sama ótrúlega kraftinum sem hrifur aöra litt kunna leikara meö sér. Þótt persóna La Motta sé ekki sérlega heilsteypt þykir leikur De Niros með þvi heilsteyptara sem sést hefur á margnefndu hvita tjaldinu. Áöurnefndur gagnrýn- andi spyr hvort þaö, ásamt magnaðri leikstjórn Scorsese, sé ekki meira en nóg fyrir eina mynd. Hvaö vilja menn svo sem meira? Dickens hjargaöi S hakespeare R.S.C. FÆR EINRÓMA LOF FYRIR SÝNSNGU Á NSCHOLAS NICKLEBY The Royal Shakespeare Com- pany var aö fara á hausinn. Verö- bólgan, atvinnuleysi og þess háttar fylgifiskar bágborins efna- hagsástands voru að riða þvi aö fullu. Eitthvaö varö að gera. Og þá sagöi einhver: „Hvaö um aö leita til Dickens?” Dickens var það, heillin. Leikstjórinn Trevor Nunn haföi um langt skeiö haft mikinn áhuga á aö færa upp á sviö einhverja skáldsögu Dickens og tilefnið fékk hann þegar peningaleysið ógnaöi leikhúsinu. Fyrir valinu varð sú mikla skáldsaga Nicholas Nickleby — 800 blaösiöna epik meö 157 persónur innanborös. Nunn fékk ungan og upprennandi leikritahöfund, David Edgar, til aövinna að leikgerðinni og næstu vikur og mánuöi var mikið aþ gera. Edgar miöaöi hægt en örugglega en þegar aðeins fimm vikur voru til frumsýningar var hann ekki nema hálfnaður meö seinni hlutann. Nunn sat ekki auöum höndum á meðan. Hann fór jafnóðum yfir allt það sem frá Edgar kom og byrjaði aö velta fyrir sér upp- setningunni um leiö og hann bað leikarana sina 43 að lesa skáld- söguna rækilega, setja á blað skoöanir sinar á henni og velja þær persónur sem þeir vildu leika. Roger Rees fékk hlutverk Nicklebys sjálfs og David Threl- fall lék munaðarleysingjann Smike en hinir leikararnir leika aö meöaltali sex rullur hver! — tvö meiri háttar hlutverk og nokkur smærri. Búningateiknar- inn John Napier tók skyndimynd- ir af hverri einustu persónu i bún- ingi sinum og þegar hann fór aö telja myndirnar reyndust þær vera orðnar 271. Til viöbótar viö persónurnar 157 komu ótal ónefnd aukahlutverk. Frumsýningin nálgaðist óðum. A generalprufunni var tónskáld leiksins, Stephen Oliver, enn að æfa sina menn og þeir Edgar 'og Nunn enn aö velta fyrir sér ýmsum þáttum þessa mjög svo flókna leikrits. Sigur! Það var mikið i húfi og menn voru logandi hræddir um aö leik- ritiö myndi falla, þá væri R.S.C. endanlega fyrir bi. En svo fór nú aldeilis ekki. Ahorfendur voru aö-visu ögn undrandi til aö byrja meö en þegar tjaldiö féll voru þær raddir- háværari en aörar sem sögöu R.S.C. vera besta og mesta leikfélag i heimi, Nicholas Nickleby meöal bestu og mestu leiksýninga i heimi. Og þaö þótt sýningin tæki hvorki meira né minna en átta og hálfa klukku stund! Royal Shakespeare Com- pany reyndist ekki i minnstu erf- iöleikum með aö valda þvi, og áhorfendur voru meö á nótunum. Menn eru sammála um að annar eins kraftur og sé I þessari Dickens-sýningu sé sjaldséöur i leikhúsi nútimans. Jafnframt aö sýningin sanni svo ekki verði um villst aö enn i dag hafi leikhúsiö nokkru hlutverki að gegna i ver- öldinni, hún hefur sem sé greini- legar skirskotanir til kannski ekki þjóöfélagsins en altént umheims- ins auk þess aö vera hreint og beint stórskemmtileg. Nicholas Nickleby er harla týpiskur skapnaöur Dickens: hann er stöðuglyndur og vin- gjarnlegur ungur maöur sem reynir að tryggja systur sinni og ekkjunni móöur sinni mannsæm- andi lif en að sækja ýmsir slæmir menn, fégráðugir frændur, ill- gjarnir aðalsmenn og spilltir stjórnmálamenn. Nickleby dund- ar viö ýmsan starfa, þar á meðal leikur hann Rómeó i dreifbýlis- leikhúsi um tima, en alltaf verður eitthvaö til þess aö hann truflast á framabrautinni. R.S.C. tekur verkið eins og þaö liggur beinast við, býr til kröftuga og gersam- lega óvæmna sýningu sem fylgir texta Dickens mjög nákvæmlegá meö aöeins einni undantekningu sem segir þó sitt. Nickleby reynir af öllum mætti að liðsinna munaðarleysingjanum Smike og i leikgeröinni veröa þær tilraunir þungamiöja verksins. I stað hins notalega endis Dickens þar sem allar flækjur leysast settu þeir Edgar og Nunn beina ögrun við áhorfandann, ögrun ,,til að fá hann annaðhvort til aö hlæja eöa gráta”. Royal Sha kespeare' Company. Nicholas Nickleby varð sem sagt einn meiri háttar „súkksess” og Royal Shake- speare Company varð bjargað i bili. 1 bili, vegna þess að þetta fræga leikfélag hefur aldrei óttast áhættuna en gefur sér þann rétt — og raunar þá listrænu nauösyn — að „floppa” rækilega öðru hvoru. Þó leikfélagið sé i röö virtustu og óumdeilanlega bestu leikfélaga Engiands og jafnvei heimsins hefur það aldrei falliö i þá gryfju að hætta tilraunastarfsemi en lifa þess i stað á fornri frægö. Um þessar mundir er veriö aö sýna sex leikrit og töluvert nýja- brum að þeim öllum þó gömul séu. R.S.C. rekur tvö leikhús, annað i London en hitt i Strat- ford-upon-Avon. 1 London er, auk Nickleby,verið að sýna gullfall- ega sýningu á leikritinu Juno and the Paycock en Judi Dench hefur vakið feiknaathygli fyrir túlkun sina á aðalhlutverki þess verks. Aukinheldur er verið að sýna uppfærslu Trevors Nunn á Þremur systrum Tékofs sem þykir hvort tveggja mjög áhrifa- mikil og nýstárleg á ýmsan máta. t Stratford er m.a. verið að sýna tilraunauppfærslu á Rómeó og Júliu. Rómeó sprangar þar um i bússum og leðurjakka en Júlia flytur hina frægu svalaræðu sina af einhverju sem litur út fyrir aö vera abstraktmálverk. Ron Dani- els er leikstjóri en Anton Lesser og Judy Buxton leika þau frægu skötuhjú. Þarna upp frá er einnig verið að sýna Rikarö númer tvö og Rikarö númer þrjú og leikur Alan Howard þá báöa. Uppfærslan á Rikka þriöja þykir hin undarlegasta en hefur fengið ágæta dóma og þykjast menn þar greina sönnun fyrir þeirri virö- ingu sem R.S.C. nýtur. Makbeö- sýning Bryan Forbes i Old Vic sem er ekki ósvipaðs eðlis hefur sem sé fengiö aldeilis hroöalega dóma og Peter O’Toole verið rakkaöur niöur fyrir ámóta takta og Alan Howard beitir i Rikarði þriöja. Það ku vera erfitt aö vera leik- ari hjá R.S.C. Kaupið er lágt og æfingarnar erfiöar, leikararnir verða alla tiö aö vera i sinu besta ástandi á öllum sviöum. Þeir eru sitt misseriö hvort i London I Stratford og utanhússvinna er ekki nema miblungi vel séð. Engu aö siður keppast leikarar viö aö komast að R.S.C. enda þykir þaö einhver besti skóli sem finnst i veröldinni. Þeir eru þvi meira en til i ab leggja eitthvaö á sig... Úr sýningu R.S.C. á Nicholas Nickleby. Nikki reynir hér fyrir sér sem leikari og leggur stund á Rómeó.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.