Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 9
Valdatafl og vegtyllur /»Ég hljóður spyr þig Hver er leikur þinn Þú hrokafulli róttæklingur minn? A þessa lund yrkir Gunnar Dal i ljóöi sem birtist i Lesbók Morgunblaðsins um siöustu helgi. Þessa sömu helgi hélt Alþýðubandalagið flokksþing sitt og vist er um það að svörin sem skáldið gefur sér I fram- haldi ljóðsins eru ólikt beittari en þær ályktanir sem samþykktar voru á þinginu. Alyktunum þeirra alþýðu- bandalagsmanna er best lýst með orðum skáldsins: „Um fólksins vald hér hæst nú hrópar sá — sem hyggst þar sjálfur yf- irráðum ná”. Ekki vantar að flokksþing Alþýöubandalagsins hrópi hátt um vald fólksins, þótt þau hróp hafi holan hljóm og falskan tón. örlög Alþýðubandalagsins eru þau að bera blak af rikisstjórn og stjórnarathöfnum sem eru i viðáttufjarlægð frá þeim sósialisma sem Alþýðubanda- lagið prisar á tyllidögum. Sam- ráðin við launþegasamtökin eru fólgin i orðagjálfri i kökuboðum, 5% kaupmáttarrýrnun og yfir- lýsingum Tómasar um skerð- ingu verðbóta. 1 þann mund sem umbjóðendur alþýðunnar koma saman til ASI þings pakkar forsætisráðherra efnahagsaðgerðum ofan i ferða- tösku og heldur til útlanda og Alþýðubandalagið semur stefnuyfirlýsingu um aö verð- bólgan sé á niðurleið! Það er sú stefnuyfirlýsing, sem Ásmund- ur Stefánsson og Guðmundur J. Guðmundsson samþykkja á flokksþingi og hafa i veganesti á alþýðusambandsþing. Tviskinnungurinn er siðan fullkomnaöur þegar sá hinn sami Asmundur heldur skammarræöu yfir stjórnmála- mönnum, sem eru svefngenglar i hans augum þegar kemur að viðnámi gegn verðbólgu. Ekki er. þó annað upplýst en að stefnuyfirlýsing Alþýðubanda- lagsins hafi verið samþykkt samhljóða! Rödd alþýöunnar Stefnuyfirlýsingar stjórn- málaflokkanna eru alla jafna ekki merkileg plögg, almennt orðaðar klysjur, oröskrúö og fagurgali. Alyktanir flokks- þingsins voru þessu marki brenndar. Þó hefði mátt ætla aö flokkur verkalýðs og sósialisma hefði haft kjark til að tala skýrt og skorinort i brýnustu hags- munamálum launþega. Þvi fer fjarri. Ekki orð um hina sjálfvirku visitöluskrúfu, sem gerir kaup- hækkanir að engu, ekki orö um spá Þjóðhagsstofnunar um 70% verðbólgu, ekki stakt orö um fyrirsjáanlega kaupmáttar- rýrnun. Sjálfsagt finnst þeim sem þessá ályktun semja að hún þjóni best hagsmunum launa- fólks, þótt erfitt sé að finna þvi stað. Slfkar loðmullur verða til þegar flokkur þarf að tala flátt og halda öllum dyrum opnum. Það er einkenni valdaflokka, sem sækjast eftir fjöldafylgi, að tala sem mest, en segja sem minnst. Ljósasta dæmið var þegar fulltrúar stjórnmála- flokkanna kynntu stefnu flokka sinna i sjónvarpsþætti nýlega. Þá sást I hnotskurn hvers vegna stjórnmálaflokkarnir fjarlægj- ast stöðugt fólkið i landinu, i hvert skipti sem þeir reyna að nálgast það. Alþýðubandalagið hefur alla flokka ákafast talið sig vera rödd alþýðunnar, slegið eignar- haldi sinu á skoöanir hennar. Alþýðubandalagið hrópar hæst um vald fólksins, en telur sig geta talaö fyrir þess hönd. Fólk- ið það er ég. I sjálfu sér er þýðingarlaust að eltast við innihaldslausar yf- irlýsingar þessa flokksþings. Þær eru samdar af sauðtrygg- um flokksmönnum. Hitt verður að vona, að senn fari islensk alþýða, mennta- menn og annað velviljað fólk að skilja að stjórnmálabarátta Aiþýðubandalagsins er byggö á hræsni og niðurrifi, sjálfstæðis- tal þess stafar af þjóðernis- hroka, stefna þess felur i sér ihaldssemi og þröngsýni. Hlýðni viö valdaklíku Nýr formaður var kosinn i Alþýðubandalaginu án sjáan- legra átaka. Svavar Gestsson er óvanalega ungur maður i" svo áhrifamikilli stöðu og segir það mikið um álit flokksmanna á honum. Það er enda ljóst, að Svavar hefur margt til brunns að bera, þótt ekki sé það allt vel þokkað hjá andstæðingum hans. Auðvitað hljóta að vera mis- munandi skoðanir uppi i Alþýöubandalaginu, hverjir gegna skuli forystuhlutverkum. Þar er enginn sjálfkjörinn frek- ar en annars staöar. Hinsvegar hefur alþýðubandalagsmönnum tekist I þetta skiptið að ráöa ráöum sinum án opinskárra eða opinberra umræðna. Það verður að teljast vel af sér vikið, miðað við þær eldglæringar sem slfk- um formannskosningum fylgja i ýmsum öðrum flokkum. En þá er lfka á það að líta, að agi virðist meiri i Alþýðubanda- laginu en viðast hvar annars staðar, flokksþjónkun og hlýðni við valdaklikuna hverju sinni er auðsveipari. Menn verða svo að meta hvort það telst flokks- starfi til lofs eða lasts. ritstjórnar pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar óþarfa taugaveiklun Engum blandast hugur um, að innbyrðis deilur i flokkum eru ekki til góös, þegar þær ger- ast illvígar. Atök i Sjálfstæðis- flokki og Alþýöuflokki hafa ekki aukið traust manna á þeim flokkum. „Valdatafl I Valhöll” er skólabók um það hvernig valda- fikn og titlatog getur spillt fyrir og grafið um sig, flokki til tjóns og einstaklingum til álits- hnekkis. Menn geturgreintá um, hvort sú bók sé nákvæm eða hlutlaus, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að sú mynd sem þar er dregin upp segir sögu, sem ekki er úr lausu lofti gripin. Það er hinsvegar óþarfa taugaveikl- un aö telja hana launráð tiltek- inna manna, eða spegilmynd af Sjálfstæðisflokknum. Ahrif Sjálfstæðisflokksins eru skráð á spjöldum Islandssögunnar en ekki I jólabók. Bókin um valdatafliö er ein- faldlega afsprengi þeirra at- burða sem geröust vegna siðustu stjórnarmyndunar og eru vissulega i frásögur færandi. Enginn þarf aö undrast þótt sú frásögn sé gagnrýnd, svo umdeildir sem umræddir viðburðir eru á liðandi stundu. Hinsvegar er það I meira lagi vafasamt að Rikisútvarpiö dragi höfuðpersónur þessarar bókar til yfirheyrslu i fréttatim- um, hvað þá þegar sagnfræð- ingur að nafni Guömundur Magnússon fær inni i útvarps- þætti til að niða niður höfunda bókarinnar með ósmekklegum hætti. Söguskoðun kommúnista er ávallt söm við sig og fellur i sömu gryfju og sagnfræðingur- inn sakar bókarhöfunda um. Víða pottur brotinn 1 tengslum við þaö valdatafl, sem háö hefur veriö i Sjálf- stæöisflokknum er fróölegt aö lesa minningabækur alþingis- mannanna Bernharös Stefánssonar og Stefáns Jóh. Stefánssonæ um sambæril^ átök i Framsóknarflokki og Alþýðuflokki á árum áður. Ekki hefur hamagangurinn og heiftin veriö minni þar. Erfitt er að draga aðra álykt- un en þá, að átök um völd og metorð séu óhjákvæmilegur fylgifiskur stjórnmálanna, svo geðslegt sem það er. Alþýðu- bandalagið er þar ekki undan- skilið eins og sagan sannar og raunar má sjá þess viöar merki. I Verkamannaflokknum breska logar nú allt I illindum og i þessari viku dvaldi hér á landi formaöur danska alþýðu- sambandsins, Thomas Nielsen, sem jafnframt er mikill áhrifa- maður I danska Jafnaöar- mannaflokknum. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann „hati Anker Jörgensen”, for- ■ ■■!■■■■! manninn i flökki sinum og for- sætisráðherra Dana. Það er viða pottur brotinn, þótt illt sé undir þvi aö sitja fyrir þaö fólk sem styöur stjórnmálaflokka af einlægni og heilindum. Obreyttir flokksmenn, sem standa utan við slik átök hafa fyrirlitningu á sliku valdabrölti sem nú riður húsum. Með opinni umræöu og hreinskilnum frásögnum eru likur til þess, aö stjórnmálamönnum liðist ekki lengur að brugga launráö i skúmaskotum og fólk eigi auöveldara með aö greina sauöina frá höfrunum. Refskák En valdatöfl eru leikin viðar en i stjórnmálaflokkum. Þessa vikuna hefur staöið yfir Alþýðu- sambandsþing, og varla hafa aörar fréttir borist af þvi þingi, en baktjaldamakk verkalýðs- rekendanna um vegtyllur og valdastóla á þeim vettvangi. Þar semja menn og svikja af kappi, og enda þótt þingið hafi setið yfir fjögur hundruö manns gátu örfáir menn ráöskast með atkvæði fjöldans að vild. 011 snýst sú refskák um valda- jafnvægi milli stjórnmála- flokka. Og svo eru menn að tala um að verkalýösyreyfingin sé fagleg samtök! „Um fólksins vald hér hæst nú hróparsá sem hyggst þar sjálfur yfir- ráðum ná”. Vald fólksins Mannkynssagan sýnir að valdatafl er ekki nýtt af nálinni. Valdið hefur löngum þótt eftir- sóknarvert, jafnt I stóru sem smáu og verður seint umflúið. Það felst I fjármagni jafnt sem mannaforráöum.Blöö hafa völd, persónuleiki hefur vald. Jafnvel trúin er vald. Vandinn er fólginn i þvi að velja til valda þá menn, sem láta ekki valdið spilla sér, eöa spillingu fylgja valdinu. Það val verður seint fullkomnað, hvað sem liður þekkingu, tækni og öðrum framförum. Þar ræður öllu maöurinn sjálfur, dómgreind hans og mannvit. Þaö er fögur hugsjón sem fel- ur i sér þann draum, að fólkiö sjálft fái völdin. En jafnvel þar, sem menn hafa gert byltingar I nafni fjöldans hefur alræðið orðið að einræði og valdatafl aö mannvigum. Menn og flokkar geta hrópað hátt um valdniðslu og órétti, um vald til fólksins og alræöi öreiganna, en þegar allt kemur til alls, þá hafa þeir aðeins eitt i huga: fáiö mér sjálfum völdin. 1 dag sem endranær gildir það sem Gunnar Dal segir i ljóöinu: „Um fólksins vald hér hæst nú hrópar sá sem hyggst þar sjálfur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.