Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Laugardagur 29. nóvember 1980. utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davlö Guðmundsson. Ritstjórar: ölafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfl Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristfn Þor- steinsdóttir, Páll AAagnússon, Sveinn Guðjónsson, Særr.undur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Glsli Sigurgelrsson. Iþróttir: Kjarfan L. Pálsson, Sigmundur Ö. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. útlitsteiknun: Gurmár, Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. '* Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúta-tí slmar 8661 log 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500,- á mánuöi innanlands og verð I lausasölu 300 krónurt takiö. Vlsirer prentaður I Blaðaprenti h.f. Slöumúla 14. ':*i Alþýdusambandsþingið Þingi Alþýðusambands íslands lauk í gær. Þær fréttir sem bor- ist hafa af þessu þingi eru f lestar samhljóða um það, að baktjalda- makk og hvíslingar hafi verið aðalmál þingsins. Meðan minni spámenn fluttu ræður úr pontu, sem enginn heyrði fyrir skvaldri, sátu verka- lýðsrekendur í skúmaskotum og skákuðu atkvæðum fram og aft- ur í nafni flokka og valdahópa. Hagsmunamál launþega voru aukaatriði, valdastaða stjórn- málaflokkanna aðalatriði. Efna-k hagsmálum var vísað til nefndar og í útvarpsþætti í gærmorgun, voru óbreyttir þingfulItrúar sammála um að fulltrúi fatlaðra hefði flutt eftirminnilegustu ræðuna. Hann var gestur á sam- komunni. úrslit kosninga voru ráðin á hótelherbergjum flokksþræla, og talning atkvæða var formsatriði eitt. Fjögur hundruð og fimmtíu þingfulltrúar létu sig hafa það að mæta til þings og taka að sér hlutverk strengjabrúðanna. Þeir voru hafðir til uppfyllingar og handauppréttinga og lögðu það jaf nvel á sig að vaka heila nótt ti! að taka þátt í kosningum sem þegar voru ráðnar. Yfirlýsing Ásmundar Stefáns- sonar fyrir þingið þess efnis, að framboð hans væri ópólitískt er Þing Alþýðusambands tslands vakti eftirtekt en olli vonbrigðum. Þinghaldib einkennd- ist af baktjaidamakki i stafi hagsmunabaráttu. Þingfulltrúar voru strengjabrúður en ekki virkir þátttakendur. Verkaiýðshreyfingin er pólitísk en ekki fagleg. sennilega glæsilegustu öfugmæli ársins. Annars er margt gott um Ásmund Stefánsson að segja. Hann er vel menntaður, skynug- ur maður, sem hefur vit á tölum. Það er meira heldur en hægt er að segja um marga verkalýðs- rekendur sem gegnt hafa ábyrgðarstörf um á undanförn- um árum. Með vali Ásmundar og Björns Þórhallssonar er komin til valda ný kynslóð, ný tegund verkalýðsforystu. Þeir eru báðir háskólagengnir hvitf libbamenn sem hafa gerst atvinnumenn i verkalýðsforystu án þess að dýf a hendi í kalt vatn. Það er timanna tákn fyrir verkalýðshreyf inguna og nokkuð furðuleg staðreynd. Það merkir ekki endilega að hreyfingin gjaldi þess. Athyglisvert er að nú í fyrsta skipti er flokksbundinn alþýðu- bandalagsmaður kosinn formað- ur ASf. Það er að nokkru leyti hnekkir fyrir lýðræðisöf lin, sem þó hafa ótvíræðan meirihluta á ASí þingi. En hér sem oft áður í pólitíkinni hafa þau ekki borið gæfu til að standa saman. Enn athyglisverðara er þó, að sjálfstæðismaður sé kominn til æðstu metorða hjá verkalýðs- hreyfingunni með kjöri Börns. Það hefði einhverntímann þótt saga til næsta bæjar að fulltrúi ,,íhaldsins og auðvaldsins", gegndi varaforsetaembætti hjá Alþýðusambandinu. Ekki er ólík- legt að Björn Þórhallsson njóti þar persónu sinnar jafnt sem skoðana. Engu að síður geta sjálfstæðismenn vel við unað, ef á annað borð er verið að mæla forystu ASÍ eftir flokkspólitísk- um línum. Ósigur Alþýðuf lokksmanna er mestur. Sá flokkur hefur lengsl af haft mikil áhrif í miðstjórn ASl, og raunar var Alþýðusam- bandið og Alþýðuf lokkur eitt og hið sama hér á árum áður. Nú sitja þrír jafnaðarmenn í mið- stjórn. Þeir geta þó sjálfum sér um kennt. Það reynfst aldrei f ar- sæltað bera kápuna á báðum öxl- um. Þegar upp er staðið frá þessu þingi, hlýtur verkalýðshreyfing- in að taka til endurskoðunar sína eigin innviði. Hvar er sú laun- þegahreyfing á vegi stödd, sem stýrt er frá flokkskrifstofum? Hvar er sjálfstæðið, faglega baráttan og áhrif hins óbreytta launamanns? Hvar er komið hagsmunabaráttunni, þegar óða- verðbólga og kaupmáttarrýrnun hverf ur í skugga hrossakaupa og refskákar um völd og stöður? Þetta eru spurningar sem verka- lýðshreyfingin ein getur svarað. [ H V AÐ E R STÓ RT OG ! HVAÐERSMÁTT? Undrar þig aldrei hve mat okkar á gildum lifsins breytist oft og hratt á þeirri göngu sem við erum á? Ég man mig strák- inn stara i þögulli lotning til rlkis hans er gullið átti. I brjósti mér bjó sú vissan, aö hann væri sælastur allra, þyrfti ekki annað Ien rétta út hönd eftir þvi er hann girntist, átti gjald, að þvi er virtist, fyrir þvi öllu. Og i huga mér, drengsins, sá ég ham- ingjudisir á þanspretti með gjafir sínar til hans. Svo nokkru lengra fram á brautinni minni hitti ég hann á ný, og þá kvikn- aði mér ekki lengur lotningin i brjósti, heldur kvalsár með- aumkun er ég sá skelfdan vesa- ling standa i rúst þess sem eitt sinn var. Hann var að hampa framan i lifið gullum sem það hafði ekki lengur nokkurn áhuga á, ekki fremur en borgar- barnið nú hefir á legg eða skel. Og hann stóð þarna einn, meðan mölur og ryð og timans tönn settu mark sitt á gullin hans. Skelfdur og sár reyndi hann að skilja, hvað hafði skeð, lét hringla I guliinu, eins og Egill Skaiiagrimsson foröum, en enginn sýndi hinn minnsta helgarspjall áhuga. Mótið við hann vakti mér þá spyrn, hvort það hafi aöeins verið barnaskapur minn sem gerði hann áöur svo stóran i huga mér. Enn man ég mig ungan. úti i henni veröld sá ég mikinn mann, sem birta valdsins ljóm- aði um, lýðir ekki aðeins lutu heldur skriðu fyrir, og fagnandi sælir gengu þeir i dauðann fyrir hann. Lofsyngjandiskarinn lyfti honum hærra og hærra, og i huga mér laust þeirri vissu, að þarna væri loks maður á för inni hamingjulundinn. Svo liðu árin, og þá sá ég hann skelfdan vesa- ling fálmandi eftir sinustrái i hrapi sinu úr veldisstóli. I möl- brotinni rúst sinnar eigin hallar leitaði hann skjóls fyrir mönnum, sem hann áður taldi vini, en skynjaði nú sem svarna fjandmenn, er sæktust eftir lifi hans. Hvað var það i huga mér fyrrum.sem blekkti mig til þess að trúa þvi, að lif þessa manns stefndi i ljósheima gæfunnar? Ég grip bók, og hún manar hug minn til átaka við gátur lifsins, manar hann til klifs upp móti þroskans tindi. Meitluð orðsnilld færir mér hugsanir þroskaðrar sálar. Hver er hann sá er slikar gjafir réttir fram? Ég horfi aftur og sé tötrum- búinn bónda, kotkarl, sem af samtið sinni var með skussum talinn. Hann kunni ekki að búa. Þegar aðrir breyttu stundum ■ daganna i eitthvað raunhæft, breyttu þeim i hús eða klæði, þá sat hann, skussinn, og fitlaði við að skrá hug sinn á blað, reyndi að fella það lif i myndir, sem hann skynjaði i eigin sálu. Siðan eru ár og aldir, — húsin eru hrunin, klæðin eru löngu, löngu slitin,og allar bankabækur stór- mennanna orðnartómar. Gjafir skussans einar eftir. Hvað veldur? Erum við virkilega svona glámskyggn? Er verð- mætamat okkar rangt eftir allt saman? Getur það verið að hið sanna manngildi sé ekki fólgið i auði og völdum einum saman, heldur i allt, allt öðru, einhverju sem við metum ekki mikils nú? Fyrir um 2000 árum kom sá er hélt þvi fram að auður manns- ins væri gróður sálar hans, hitt allt væru leikföng, sem honum væru léð. Okkur leiddist þetta raus, og við deyddum þessa veru, negldum hana á spýtu. Þegar sá grunur læddist að sumum, að við hefðum ekki farið fallega að ráöi okkar, þá klindum við ósómanum á skap- arann, sögðum þetta hans náð- ugan vilja. En gæti ekki verið að eitthvað sé til i þvi er hann sagöi? Enn hrynja hús, enn eyðir ti'mans tönn gjaldmiðlum. Hvaða gildismati krjúpum viö? Spurðu sjálfa(n) þig. Hjá þér er svarið um þær gjafir sem framtiðin mun krefjast af okkur. Hræddur er ég um, að mölurogryð verði búin að duft- bryöja sumt af þvi, sem við i dag ætlum okkur aö rétta fram, duftbryöja svo að það verði ekki greint frá ryki slóöarinnar, sem framtiöin á leiö um. Þrátt fyrir þessa nöturlegu staðreynd, hve glámskyggn við erum á verðmæti lifsins, þá haggast ekki það lögmál, að framvinda þess hér á jörðu er gildismati okkar háð. Þvi er spurningin þessi: Hvort er það lifinu eða dauðanum vigt? Sig. Haukur Sira Sigurður Haukur Guö- jónsson skrifar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.