Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 20
Texti: Ulugi Jökulsson Myndir: Gunnar V. Andrésson VtSIR Laugardagur 29. nóvember 1980. nýjungum i þvi skyni,jókst til dæmis tækniefni i blaðinu, komið var á fót kvennasiðu þar sem meðal annars voru myndir af ný- tisku fötum og þess háttar. Þá var fréttaefni aukið og sérstaklega utan af landi, þar naut ég ferða- laganna fyrir Shell. Þetta gekk svo vel að eftir eitt og hálft ár var búiö að borga upp allar skuldir og þá var hægt að fara að efla blaðið fyrir alvöru. Ég fékk leiguhús- næði sem Félagsbókbandið haföi haft viö Ingólfsstræti og kom af- greiðslu blaðsins þar fyrir og þar með skapaðist i fjnfsta sinn sæmi- ieg vinnuaðstaða meö beinu sam- bandi milli ritstjórnar, bókhalds maður i sambandsstjórn ungra sjálfstæðismanna ásamt Bjarna Bene. diktssyni, Jóhanni Hafstein, Birni Snæbjörns syni og fleirum — þetta voru sem sagt min afskipti af stjórnmálum fyrir striö. Með styrjöldinni raskaðist margt...” sjálfir. Þannig byrjuðum við, staöráönir i að vinna upp blaðið og gera það fjölbreyttara og betra”. — Var Visir formlega tengdur Sjálfstæöisflokknum á þessum árum? „Nei. Hann var alveg sjálf- stæöur. Ég fékk reyndar loforð ýmissa ungra sjálfstæöismanna um að skrifa i blaðið en það brást. Þaö voru engin tengsl á milli, formlega séö og Visir tók sina af- stööu óháö Sjálfstæðisflokknum. Kannski er rétt aö ég reki min pólitisku afskipti. Ég haföi verið i Frjálslynda flokknum ásamt Sigurði Eggerz, Jakobi Möller og fleirum, og þegar Frjálslyndi flokkurinn og thaldsflokkurinn sameinuðust árið 1929 fylgdi ég meö inn i Sjálfstæðisflokkinn. Ég hafði þvi aldrei veriö i thalds- flokknum og sætti mig aldrei við ýmis stefnumið hans en thalds- flokkurinn var miklu stærri en Frjálslyndi flokkurinn svo stefna hans réöi meiru i nýja flokknum. Nú, i kosningunum 1934 sendi Jón Þorláksson formaður Sjálf- stæðisflokksins mig i framboö i Strandasýslu en þar þurfti ég að kljást við Tryggva Þórhallsson, Hermann Jónasson og Björn Kristmundsson, sem var kommi. I kosningabarátt unni gerðist sá óvenjulegi atburöur að inn á fjöl- mennan kosningafund á Hólmavik bárust skilaboö frá ólafi Thors, Magnúsi Jónssyni og Magnúsi Guð mundssyni um að sjálfstæðismenn skyldu kjósa Tryggva Þórhallsson. Þetta gerðu þeir til aö reyna að fella Hermann. Ég fór suöur og talaði við Jón Þorláksson og þettn kom mjögflatt uppá hann. Hann sendi skilaboð norður á Strandir þar sem hann mælti gegn þessu bragöi ólafs Thors en endirinn varð sá að ég fékk 244 atkvæði, Tryggvi 246 og Hermann 350. I næstu kosningum, 1937 var ég svo sendur i framboð i Suöur- Múlasýslu þar sem Magnús Gislason hafði mikið fylgi. Arni Pálsson prófessor, hafði verið þarna i framboði þrisvar sinnum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fengiðtalsvertafatkvæöum en ég fékk miklu fleiri en hann hafði nokkru sinni fengiö þó ekki dygði það til að komast á þing. Um þetta leyti var ég lika for- „Stóð í stappi við blaðstjórn ina i tvö ár.. — Segöu mér nú frá Visi ,,Já, eins og ég sagði áðan var ég ákveðinn i að ná blaðinu upp úr lægðinni. Blaðið var stækkaö og reyntaðgera þaðfjöl breyttara en áður og var komiö á ýmsum 9 ,ÞETTA VAR TIMA- EYÐSLA segir Kristján Gudlaugs- son, ritstjóri Visis, 1938 *1952, í Helgarviðtalinu Blaðamaðurinn ræðir við ritstjórann fyrrverandi undir máiverki Sverris Haraldssonar. Hann býr viö Sóleyjargötuna, þar sem sér yfir Vatnsmýrina og flugvöllinn, bauð okkur til stofu. Veggirnir eru þaktir málverkum eftir flesta af fremstu málurum þjóðarinnar, inni i dálitlu bóka- herbergi voru innbundin önd- vegisritin. Viö fengum okkur sæti undir stóru málverki Sverris Haraldssonar. —■■ Kristján, viltu ekki byrja á þvi að segja okkur frá tildrögum þess að þú tókst viö ritstjórn Visis? ,,Jú, það hófst allt með þvi að ég starfaði hjá Shell i gamla daga, á árunum 1932-38. Ég sifellt hrakandi fjárhagslega. Það var reynt aö blása nýju lifi i blaöið meö ýmsu móti og tii dæmis voru þeir Siguröur Bene- diktsson og Einar Asmundsson ráönir blaðamenn á timabili en þeir stóðu stutt við. Björn Ólafs- son bað mig þess vegna að taka að mér ritstjórnina. Ég þekkti vel til blaöaútgáfu þar sem ég hafði veriö ritstjóri ýmissa blaöa á vegum ungra sjálfstæöismanna. Vilja, Heimdallar og Stefnis, og auk þess Stúdentablaösins. Það var hins vegar ekki álitlegt fyrir- tæki aö taka viö svo stórskuldugu blaöi sem Visir var — ég get nefnt aö skuldin viö prentsmiöjuna nam 80 þúsund krónum sem var náttúrlega óskapleg upphæð á þessum árum — en ég gerði það nú samt. Þar réði mestu aö ég var orðinn þreyttur á þessum sifelldu ferðalögum fyrir Shell og vildi breyta til, þó mér likaði starfiö I sjálfu sér ágætlega”. Visir átti sjötíu ára afmæli i gær. Af þvi tilefni þótti ekki nema hæfilegt að taka tali þann mann sem lengst allra hefur gegnt starfi ritstjóra við blaðið en það er Kristján Guðlaugsson. Kristján kom til starfa árið 1938 og stóð við í 14 ár, tók ekki pokann sinn fyrr en 1952. Þessi ár voru örlagatímar i sögu íslensku þjóðarinnar, fyrst kom striðið, siðan herinn og eftir að styrjöldinni lauk tók að mótast heimur- inn eins og hann er nú. Vísir fór ekki varhluta af breyttum þjóðfélagsháttum, hann óx frá því að vera stuttaralegt málgagn ritstjóranna gömlu og til þess að verða stórtog vandað fréttablað. Kristján Guðlaugsson átti þar ekki sístan hlut að máli. Auk ritstjórnar Visis hefur hann lagt hönd sína á margan plóg og nægir að minna á áratuga stjórnarformennsku hans hjá Loftleiðum h.f. og auglýsinga. Reksturinn gekk vel þaö sem eftir var af minni rit- stjórnartlð og á árunum 1940-1952 skilaöi blaöið ætiö hagnaöi,ekki miklum en sæmileeum bó. Þess vegna voru keyptar full- komnari vélar i prentsmiöjuna, fyrst hálfrótasjónpressu og siöan alrótasjón sem einnig braut blaðið. Þessi vélakostur var nokkuð góður á sinni tið.” — Hverjir störfuöu við blaðið meðan þú varst ritstjóri? ,,Ja, ég get til dæmis nefnt Axel Thorsteinsson sem var afburða blaðamaður auk þess að vera mjög þægilegur og ágætur maður. Hann var reyndar ekki lema i hálfu starfi þvi hann sá um útlendar fréttir útvarpsins um leiö. Hersteinn Pálsson, siöar rit- stjóri, var þarna lika, mjög dug- legur og vinnusamur maður. Svo aftir að fjárhagur blaðsins leyfði réöi ég Þorstein Jósepsson sem ijósmyndara en hann gerðist fljótlega blaöamaður lika. Ég stóö I stappi við blaðstjórnina i tvö ár út af ráðningu Þorsteins vegna þess að hún taldi ekki f jár- hagslegan grundvöll fyrir ráðn- ingunni. Ég réði hann samt. Þor- steinn var mjög ágætur maöur og hann starfaði við VIsi til dánar- dægurs. Auk þess get ég nefnt Thorolf Smith, Kristján Jónsson, Einar Ingimundarson og fleiri. Svo voru margir lausamenn stuttan tima I senn.” — Venjulegur dagur á ritstjórn VIsis, hvernig gekk hann fyrir sie? „Aðalfréttatiminn var milli niu og ellefu á morgnana, um ellefu- leytið varð allt efni að vera komið isetningu hjá prenturunum. Leiö- ararnir drógust þó stundum fram yfir ellefu en þeir voru oftast seinasta efnið sem barst. Eftir þaö mátti þó skjóta inn einni og einni klausu ef nauðsynlegt var. Blaöið kom venjulega út um tvö til þrjú á daginn og eftirmið- dagurinn fór i að undirbúa blað næsta dags. Oft og einatt var unn- iö langt fram á kvöld og stundum fram yfir miönætti en menn voru nú ekki að telja vinnustundir i þá daga. Fljótlega eftir aö ég byrjaöi var forsiöan lögð undir fréttir en þar höfðu áður veriö auglýsingar og á striðsárunum voru þar oftast fréttir af vigstöðvunum. Við höfð- um gott samband við Associated Press, I gegnum Axel Thorsteins- son, og fengum fréttaskeyti frá þeim á hverjum morgni. Við ger’ðum hvað eftir annað tilraun tii að fá telex en það strandaði á þvi að siminn vildi að við borguð- um fyrir allt sem kæmi á telexinn en það hentaði okkur auðvitað ekki, eins og þið skiljiö. Það var ekki nema litill hluti sem viö gát- um notaö.” — Hvað kom blaðiö út i stóru upplagi i þinni ritstjóratiö? „Það fór að siðustu upp i 13 þús- und eintök, þegar eitthvað merki- egt var á seyði. Og aldrei undir jO þusundum.” „Eg var settur í flokks bann...’’ — Þú sagöir áðan að Visir hafi ekki veriö formlega tengdur Sjálfstæðisflokknum. Hvernig voru samskipti flokks og blaðs I raun? „Þau voru upp og ofan. Ég tók oft afstöðu sem var i andstööu viö stefnu flokksins, til dæmis tók Visir þá ákvöröun aö styöja utan- þingstjórnina sem var mynduð undir stjórn Björns Þórðarsonar. Sjálfstæðisflokkurinn hafði aö visu lýst þvi yfir að hann styddi stjórnina til allra góðra verka en það þýddi auðvitað beina and- stöðu ... Af þessu leiddi að ég var settur i flokksbann af ólafi Thors og fékk til dæmis ekki aö sitja þingflokksfundi eins og ég hafði gert. Nú, ég skrifaöi þá bara frá eigin brjósti og hafði engin sam- skipti við flokkinn. Og fór minu fram”. — Arni frá Múla, hann skrifaði leiöara i VIsi um tima, er það ekki rétt? ferðaðist umhverfis landið á veg- um fyrirtækisins, hafði eftirlit meö umboðunum.geröi samninga fyrir hönd Hallgrims Túliniusar og siöar Hallgrims Fr. Hall- grimssonar forsljóra Shell. Vana- lega var é- i þessum ferðalögum hálft árið t ða rúmlega þaö og þvi kynntistég landinu ákaflega vel á þessum árum. Aður en lengra er haldið er svo rétt að ég geri grein fyrir stööu Visis á þessum tima. Visir hafði, á árunum fyrir 1934,safnað gifur- legum skuldum við Félagsprent- smiöjuna, þar sem hann var prentaður, og þvi var það aö áriö 1934 var stofnaö hlutafélag um út- gáfu blaðsins og átti prentsmiöj- an verulegan hluta i þvi félagi. Ég haföi setið i varastjórn prent- smiöjunnar og keypti siöar hluta- bréf prentsmiðjunnar I VIsi og var þar með orðinn stærsti hlut- hafi i blaöinu. Jafnframt átti ég sæti i stjórn Blaöaútgáfunnar Visis, h.f., ásamt þeim Jakobi Möller og Birni Ólafssyni. Páll Steingrimsson var ritstjóri blaðsins um þetta leyti en hann var oröinn heilsulitill og VIsi fór „Adkoman var ekki glæsileg...” — Og hvernig var aðkoman? „Hún var ekki glæsileg. Blaðið haföi engar ritstjórnarskrifstofur en vaninn haföi verið sá að rit- stjórarnir skrifuðu blaöiö heima hjá sér og fóru svo með efnið i prentsmiöjuna. Eiginlega átti blaðiö ekki neitt nema nafnið. Ég lét þaö þvi veröa mitt fyrsta verk aö koma blaöinu undir þak og út- vegaði leiguhúsnæöi að Hverfis- götu 12, þar sem Guðmundur prófessor Hannesson hafði haft lækningastofu sina. Þetta voru tvö herbergi, ein litil stofa þar sem blaðamennirnir höföu aöset- ur og önnur stærri þar inn af, þar sem ég hreiðraði um mig. Ég lagði til húsgögn i þaö sjálfur og keypti ódýr borö fyrir blaöa- mennina. Ritvélar lögðum við til „Þetta var áhættufyrir- tæki...” VÍSIR Þegar slðari heimsstyrjöldin hófst voru auglýsingar á forsiðu VIsis. Þessi frétt um upphaf orra- hrlðarinnar kom þvl á siðu 2. vu»» 3 stajrfsmcnn Þjóðviljans teknir höndum, og flutlir af lands burt, og jitgáfa blaöains bönnuð -- Það vakti glfurlega athygii er Bretar handtóku 3 starfsmenn Þjóðviljans og fluttu til Bretlands. Visir tók einarða af- stöðu gegn handtökunni. H ni l* I HMttMt IH tt IHM ÍMttl M M «»Ht -i VÍSIKP tanrásin hafta! i«* aO MÍIiiiiii SI'SII I?t' I. tiI&4&4S** & 'te W. Wic.> ■ < mwMHömíkh waswá . s>rsiwTtSS a. Hin langráða innrás! D-dagur rann upp 6. júnf 1944 og Visir var að venju fyrstur meö fréttirnar og gaf út aukablaö um innrásina. „Jú. Arni haföi úm skeið skrif- aö i Morgunblaðið en aö minu ráði flutti hann sig um set. Ég stakk þvi aö Jakobi Möller að það myndi styrkja Visi ef Arni frá Múla skrifaði i hann og Jakob samþykkti þaö, Einn galli var og félaga, og flutti þá til Bret- lands i fangelsi. Ég náði ekki i Arna frá Múla þegar ég frétti af þessu og heldur ekki Jakob Möller svo ég tók bara afstööu sjálfur og lýsti yfir mikilli andúð á þessum verknaöi. Siðar tók Arni reyndar á leiöaraskrifum Arna j Hann birtist stundum um ellefu- I leytiö og sagöist ekki hafa neitt til : að skrifa um svo þá kom I minn j hlut aö fylla dálkana. Þeir voru I stundum dálitið snöggsoðnir, j þessi leiðarar! En Arni skrifaði ! ágæta leiöara ef hann haföi eitt- hvað að segja. Einna minnisstæöast er mér þegar breski herinn tók þá | kommúnistana, Einar Olgeirsson j frá Múla við og heimsótti þá fé- laga til Bretlands en þá hafði ég mótaö stefnu Visis I málinu.” — Þessi afstaöa ykkar Arna gegn handtökunni var mun á- kveðnari en afstaða Sjáifstæðis- ilokksins i heild, ekki satt? „Jú, en Sjálfstæðisflokkurinn tók svipaða afstöðu og þá Morgunblaðið einnig. Ég tók þá afstöðu sem mér fannst réttust og hélt mér við það. Það var farið að hiiia undir lok 6 ára styrjaldar þegar þessi frétt birtist á forsiðu, 2. mai. 1945. óhætt er að segja aö menn hafi kæst við. 30. mars 1949 lifir enn i sögunni. Ýmsum sögum fer af þvf sem þá gerðist en Visir fór ekki i felur með skoðanir sinar á málinu. Dæmi um aö Visir tæki aöra stefnu en flokkurinn var i forseta- kjörinu 1952. Þá studdi ég Gisla Sveinsson til forseta, hann var gömul sjálfstæðiskempa og mér fannst það i samræmi viö hans baráttu að hann yröi forseti. Þegar svo séra Bjarni Jónsson lýsti yfir framboöi sinu var Visir þegar búinn aö lýsa stuðningi með Gisla svo það eina sem blaðið gat gert var að vera hlut- laust i kosningunum. Ég vildi ekki spilla fyrir séra Bjarna þó ég styddi Gisla. I framhaldi af þessu sagöi ég upp starfi minu sem ritstjóri Visis ■ og fór fyrirvaralaust snemma árs 1953. Þá hafði ýmislegt gengið á sem ekki veröur rakiö hér.” „Skilur ekki mikiö eftir...,, — Hvað tók þá viö? „Ég hafði, jafnframt ritstjóra- starfinu, rekiö málflutningsskrif- stofu allan timann sem ég var á Visi. Þaö má segja að það hafi verið i öryggisskyni, stjórnmálin voru óviss og ég vissi aldrei hve- nær aö þvi kæmi að ég hyrfi úr ritstjórastarfinu. Ekki svo aö skilja að ég hafi vantreyst þeim félögum minum i stjórninni, Jakobi Möller og Birni Ólafssyni, en mér fannst öruggast aö eiga eitthvað i bakhöndinni.” — Svo fórstu fljótlega til Loft- leiöa. „Já, ég haföi verið kosinn i varastjórn Loftleiöa áriö 1952 ásamt Alfreö Eliassyni en 1953 varð Alfreð forstjóri en ég stjórnarformaöur og er það i rauninni ennþá, þótt félagið liggi niöri. — Heldurðu að þaö vakni aftur til lifsins? „Ég fæ ekki séö að þaö væri neitt vit i þvi, sameiningin var það eina sem hægt var að gera. Það er ljóst að smáfélög hafa ekki bolmagn til að halda uppi utan- landsflugi, eins og nú háttar.” — Aö lokum, Kristján. Ef við vikjum aftur aö ritstjóratimanum á Visi: var þetta skemmtilegt timabil? Nú kimir Kristján i barminn. Ekki skal þetta verða venjulegt afmælisviðtal þar sem viðkom- andi timabil er lofaö og prisað. „Ég sá ekki eftir þvi að hætta. Þessi timi skilur eiginlega ekkert eftir og eftir á að hyggja finnst mér þetta hafi veriö timaeyösla, ég heföi getað gert svo margt annað i staöinn. Maöur vann feikna mikið og gerði engar kaupkröfur, ég fékk ekki og baö ekki um kauphækkun allan þenn- an tima og voru þó launin farin að rýrna talsvert mikiö, sérstaklega frá 1941. Ég haföi auövitaö minn lögfræöipraxis en höfuðatriöið var að þetta gengi og þetta gekk. Já, þetta var nánast hugsjón. Ekki þar fyrir, ég kynntist mörgu úrvalsfólki meðal starfs- liös blaðsins, og öðrum er til þess leituöu. Aö lokum vil ég árna blaðinu Visi allra heilla, svo og starfsliöi þess.” —IJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.