Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 6
6 'CS' KíSífí Laugardagur 29. nóvember 1980 ííiéttaljósinu Hið mikla fylgi sem Ásmundur Stefánsson ný- kjörinn forseti Alþýðusambands Islands átti á ASÍ- þingi vakti óneitanlega mikla athygli. Ásmundur var kjörinn með 63.94% greiddra atkvæða en sá mótframbjóðandi/ sem komst næst honum að at- kvæðamagni var Karvel Pálmason. Hann fékk ekki nema rétt rúmlega 30% atkvæða. Voru margir á einu máli um úr hvaða röðum Ásmundur fengi fylgi sitt/ frá alþýðubandalagsmönnum/ framsóknar- mönnum og stórum hluta fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Aðrir töldu flokkspólitík ekki ráða ferð- inni að öllu leyti í þessum kosningum. Ásmundur er mættur i Fréttaljós Visis í dag og var hann fyrst spurðun hvort það mikla atkvæða- magn sem hann fékk hefði komið honum á óvart: ,,Fylgið er meira en ég bjóst við i upphafi. Ég hafði að visu ekki gert mér ljósa hugmynd um hversu mikið fylgi ég myndi fá i þessum kosningum, en ég verð að segja að þessi yfirgnæf- andi meirihluti, sem féll bæði mér og Birni i skaut i þessari kosningu, sýnir mér að okkur hefur báðum tekist að ná þvert á ólikustu sjónarm'ð og fá fylgi úr öllum hornum, ef ég má orða það þannig. Ég tel að einmitt þaö skipti miklu máli þegar litið samskipti okkar Karvels Pálmasonar hafa alltaf verið góð. Við höfum aldrei átt i nein- um persónulegum útistöðum eða meiri háttar deilum, þótt okkur hafi oft greint á um ýmis málefni. Það hefur ekkert farið á milli okkar i aðdraganda þess- ara kosninga sem gefur tilefni til þess að ætla aö kosningaúr- slitin dragi dilk á eftir sér i þvi efni.Þess vegna treysti ég þvi fullkomlega að með okkur verði gott samstarf i miöstjórninni”. Asmundur Stefánsson nýkjörinn forseti ASt. verulega gerist. En þaö er auövitaö augljóst, að hér hafa ýmsir hópar tekiö sig saman meira og minna á flokkspólitiskum forsendum og samskipti þeirra á milli um mörg þessi mál hafa verið mik- il”. //Nú er von á aðgerðum í efnahagsmálum af hendi ríkisstjórnarinnar. Munið þið/ ef til kemur/ sætta ykkur við skerðingu á vísitölu/ í einhverju formi"? ,,Við höfum reynt að fá svör við þvi hjá forsætisráðherra,við spurningum um slikar aðgerðir. Þar hefur komið fram, að enn hafi ekki verið mótuö afstaða til þess sem kunni að verða gert, af hálfu rikisstjórnarinnar. Við i verkalýössamtökunum hljótum að meta allar þær til- lögur sem koma frá rikisstjórn, eða öðrum aðilum, út frá þvi sjónarmiði, hvaða áhrif þær til- lögur hafi á afkomu okkar fólks. Ég held, að útilokað sé að segja mikið meira um þetta atriði, áöur en séð verður um hvað er raunverulega að ræða. En ég vil leggja áherslu á að i nýsam- þykktri tillögu hér er gert ráð fyrir að á vegum miðstjórnar verði skipuö nefnd sem vinni að undirbúningi tillögugerðar samtakanna i efnahagsmálum. Ég bind miklar vonir við að á þvi sviði verði unnið af alvöru, ekki sist til að meta og hafa áhrif á þá tillögugerð sem kann að koma frá stjórnvöldum og öðrum aðilum”. Ásmundur Stefánsson nýkjörinn forseti Alþýöusambands Islands: Vid munum ekki taka því þeajandi ad kiör okkar veröi rvrd 99 er til framtiðarinnar, þar sem ljóst er aö það er mjög brýnt að það takist að fylkja félagsmönn- um samtakanna saman, bæöi varðandi samskiptin viö stjórn- völd og gagnvart atvinnurek- endum. Styrkur samtakanna er og verður undir þvi kominn hversu vel tekst aö halda þeim saman og hversu mikill einhugur rikir þar innan raða. Ég tel að þessi einhlita niðurstaða gefi okkur góðar vonir um aö svo megi veröa”. //Svo þú telur, aö hiö mikla fylgi sem þiö feng- uð endurspegli fyrst og fremst samstööu innan samtakanna"? ,,Ég tel að svo sé og þaö sé jafnframt ótvirætt merki þess, aö viö getum treyst þvi aö eiga gott samstarf við alla hópa. Ég hef mikið verið spuröur, hvort ég óttist það ekki aö viö komum til meö aö mæta harðri andstöðu ýmissa alþýðuflokksmanna sem hafa að meirihluta til kosið Kar- vel Pálmason og Jón Helgason. Ég held aö mér sé óhætt að full- yröa miöað viö þá reynslu sem ég hef af samstarfi viö alþýöu- flokksmenn á undanförnum ár- um, aö ég treysti þvi fullkom- lega að ekki veröi um neinn slik- an ágreining að ræða. Ég get tekið það fram, að „Munt þú marka ein- hverja nýja stefnu/ sem forseti ASÍ"? ,,Þaö er augljóst mál, að allir hafa sin form i vinnubrögðum. Vafalaust verður ýmsu i minu starfi hagað öðru visi, heldur en var hjá Birni, Snorra og öörum þeim forsetum, sem áður hafa haft þann starfa með höndum. En ég held að ég sé ekki i aö- stöðu til að dæma um það hverra umskipta megi vænta varðandi starf forseta ASt. Ég hef unniö mjög náið með tveim siðustu forsetum sambandsins, bæöi sem persónulegur ráðu- nautur þeirra i ýmsum málum og sem aðstoöarmaður þeirra til þeirra verka sem þar hafa verið á verkefnaskrá. Það samstarf hefur að sjálf- sögðu mótað mig. Af þessum tveim mönnum, Birni og Snorra hef ég lært meira en af nokkrum öðrum og ég vil leggja áherslu á, að ég tel aö ég búi þar aö mjög mikilvægri reynslu, sem ég mun leitast viö aö nýta mér i starfi. Varöandi beinu starfsemina er ljóst að i þeirri fjárhags- áætlun sem veriö er aö lesa yfir okkur núna (á ASl þingi, þar sem viötalið var tekiö) eru til- lögur um aö veitt verði fjár- magn til þess aö efla erind- rekstur á vegum samtakanna og þar með samskiptin milli heildarsamtakanriá og aðildar- félaganna og þar með einstakra félagsmanna. Ég tel að það skipti miklu aö forystumenn samtakanna gefi sér tima og leggi það á sig, að taka þátt i sliku starfi. Jóhanna S. Sig- þórsdóttir blafiamaður ,/ Nú koma nýkjörinn forseti og varaforseti sambandsins báðir úr röðum verslunarmanna. Þýðir þetta að allt fyrra tal um faglega samstöðu sé ekkert annað en orðin tóm"? „Það er ekki nýtt að báöir þessir aðilar komi úr sömu samtökunum. Þeir hafa aö visu ekki fyrr komiö báðir úr sam- tökum verslunarmanna. Raun- ar hafa forseti eöa varaforseti ekki veriö kjörnir úr þeirra röð- um áöur, þrátt fyrir stærð sam- bandsins. En ég vil minna á að Björn og Hannibal, Hannibal og Eövarö komu báöir úr sama sambandi. Ég tel að þegar menn eru valdir til þessara starfa, fari það val eftir fagleg- um sjónarmiðum i breiðari skilningi en þeim að einungis sé litiö á það hvaða landssambandi þeir tilheyra. Það væri að minu viti afar óraunhæft mat, þvi for- seta er ætlað að lita til heildar- innar og hann getur ekki haft hagsmuni sins sambands eða félags að leiðarljósi”. „Menn hafa rætt um að litíll vinnufriður gæfist á þessu þingi vegna valda- streitu hinna ýmsu st jórnmálaf lokka og „makks" þar um. Er ekki ástæða til að beita sér fyrir breytingum á þessu, þannig að fulltrúar fái starfsfrið"? ,,Ég er e.t.v. ekki fyllilega dómbær um, hversu mikið slikt makk, eins og þú kallar það hefurtruflaöstörfhérá þinginu. Hér eiga sér stað ýmis persónu- leg samskipti, einkasamtöl o.s.frv. manna á milli. Það er ekki endilega af þessum ástæðum. Hér eru menn úr öll- um landshlutum samankomnir og hafa sitthvaö aö bera sig saman um. Eins er hér unnið að stefnumótun i ýmsum mála- flokkum, sem leiðir til þess að við erum bundnir heilu dagana við að leysa slik verkefni. Ég held, aö sú mynd sem fjölmiðlar búa til af þvi sem hér fer fram sé e.t.v. mótuð meira hugmynd- um um æsifréttir en að fyrst og fremst sé litið á það sem raun- ,/Hver myndu viðbrögð forystu ASÍ verða ef kynnu að felast einhverj- ar kjaraskerðingar í um- ræddum efnahags- ráðstöfunum"? „Það hljótum við að meta, þegar við sjáum hvers eölis þær veröa. Ég ætla ekki að gera neina tilraun til þess, núna, til að meta hver viðbrögö verða af okkar hálfu undir slikum kring- umstæðum. En þaö er augljóst mál eins og kemur fram i kjara- málaályktun þingsins að það er ekki okkar ætlan aö taka þvi þegjandi að afkoma okkar verði rýrð”. „Nú hefur þú gegnt starfi framkvæmda- stjóra ASi, en hefur siðan verið kjörinn forseti sam- bandsins. Munt þú gegna þessu hvorutveggja í framtiðinni"? „Ég hef ekki hugleitt það enda innan við sólarhringur, siðan ég var kjörinn forseti sambandsins. Ég verð að játa, að þeim tima hefur verið varið til ýmislegs annars, en að hugsa fyrir þeim hliðum málsins. Ég get þvi ekki sagt fyrir um skipan þessara mála á þessari stundu”. —JSS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.