Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 15
Laugardagur 29. nóvember 1980 Cf' VtSlR Gerði þetta strax heyrin- kunnugt hjá formanni flokksins”. — t bökinni er leitt að þvi get- sökum að stjórn hafi hugsanlega verið mynduð, vegna vonar um þina aðild: „Þetta var byggt á þvi að ég hafði verið með harðar yfirlýs- ingar um það eftir kosningar að það þyrfti að skipta um stjórn i Sjálfstæðisflokknum, en allir vissu að ég var harðasti andstæð- ingur þess, innan Sjálfstæðis- flokksins, að vinna með Alþýöu- bandalaginu og þegar, af þeirri ástæðu, hefði það engan átt aö trufla og gerði ekki” sagði Sverrir. — En höfundar bókarinnar benda á að þar sem þú hafir vitað um stjórnarmyndunarþreifingar en ekki gert það opinskátt, þá hafir þú átt þinn óbeina þátt f þvi aðnúverandi stjórn var mynduð: „Allt sem ég fékk að vita gerði ég heyrin kunnugt jafnharðan hjá formanni flokksins og minum nánustu vinum’, svaraði Sverrir. Við spurðum Hrein Loftsson, hvernig á þvi stæði að i bókinni virtist gengið út frá þvi að Sverrir hafi um ti'ma legið á upplýsingum sinum um stjórnarmyndunartil- raunir Gunnars Thoroddsens: „Annað varö ekki séð af ræðum manna á nefndum flokksráðs- fundi. í ræðu Geirs Hallgrims- sonar kom fram, að hann hafi til dæmis ekki vitað um viðræður Gunnars frá upphafi. Ef Sverrir ætlar nú að fara að halda öðru fram hlýtur það að vera andstætt ræðu formannsins á flokksráðs- „Hann getur aðeins hreinsað vin sinn Tómas Arnason af þessum áburði með þvi aö tilgreina nánar við hvern hann átti með orðum sfnum.” — Hreinn. r fundinum um þessi mál”, sagði Hreinn. „Bannaði aðgang að f lokks ráðsr æðunni’ ’. — Mótmæltir þú þvi á miðstjórnarfundi, eftir að bókin kom út, að hluti ræðu þinnar á umræddum flokksráðsfundi hafi verið birtur i bókinni? „Ég spurði hvernig þetta mætti vera. Það var frá þvi gengið að aðgangur að þessum gögnum var bannaður, og það sem þeir taka og birta upp úr ræðu minni á flokksráðstefnunni, taka ungu mennirnir ófrjálsri hendi. Þeir báðu mig um það og ég neitaði þeim” sagði Sverrir Hermanns- son. — Við inntum að lokum Hrein Loftsson eftir þvi hvers vegna þeir höfundar bókarinnar hafi birt kafla úr ræðu Sverris, þrátt fyrir synjun hans um það. „Við báðum Sverri Hermanns- son aldrei um leyti til að birta brot úr ræðu hans á flokksráðs- fundinum og þess vegna gafst honum aldrei færi á að neita okkur um slikt. Ég var sjálfur á nefndum flokksráðsfundi og „nóteraði” niður ýmislegt úr ræðum manna, og það er at- hyglisvert að ræðan virðist nú vera eitthvert einkamál Sverris Hermannssonar.” AS/PM. 4 Aðventukmnsar aðyentu-og # jólaskreytwgar f Nú er aðventan að hefjast. Margir halda þeim gamla, góða sið að skreyta hjá sér af þvi tilefni. Komið við í Blómavali við Sigtún. Skoðið hið stórkostlega úrval okkar af aðventukrönsum og skreytingum, smáum sem stórum. Eigum jafnframt fyrirliggjandi allt efni til aðventu- og jólaskreytinga. Allskonar jólaskraut, jólaskreytingar og efni til slíks. Fallegt úrval af blómstrandi jólastjörnum rauðum og hvítum. Gróðurhúsinu við Sigtún: Símar36770-86340 I I I i i ■ i i HERERBOKIN! Ásgeir Jakobsson: GRÍMS SAGA TROLLARASKÁLDS LOKSINS SJÓMANNABÓK, SEM SELTUBRAGÐ ER AF. Hér er það’ hásetinn, hinn óbreytti liðsmaður um borð í togara, sem segir sögu sína. Sú saga er saga skáldsins, dárans og hausarans, þessara þriggja ólíku persóna, sem í Grími bjuggu. En saga Gríms trollaraskálds er einnig saga stríðstogaranna okkar, sem voru of gamlir, eins og „Kynbomban", of hlaðnir, eins og „Dauðinn á hnjánum“, of valtir, eins og „Tunnu-Jarpur“, • saga um atvinnuhórur, hjáverkahórur og stríðsdrykkinn tunnuromm, • saga um einangraðan heim á hafi úti, framandi jafnvel eigin þjóð, • saga horfinna manna, togarajaxlanna gömlu, manngerðar, sem aldrei framar verður til á þessum hnetti, • saga horfinna skipa, tuttugu og tveggja kolakyntra ryðkláfa, sem aldrei framar sjást á sjó. Það skrifar enginn íslenzkur höfundur um sjómenn, skip eða hafið eins og Ásgeir Jakobsson, og Gríms saga trollaraskálds er engri annarri bók lík. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OL/VERS STEINS SE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.