Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. nóvember 1980. 13 vísm 'Pl1 merkió sem ávallt tryggir vandaóri og betri bækur Líney Jóhannesdóttir Aumingja Jens Saga um misheppnaðan listamann? Saga þriggja kynslóða? Vægðarlaus samtíðarlýsing? Kvenna- saga? Ekkert af þessu og allt í senn - og miklu meira. Þó er ytri ef nisumgerð aðeins líf sex persóna í sömu götunni einn vetrarpart. Þetta er göldrótt og margþætt skáldsaga, rituð af beyglausri til- finningu og mikilli ratvísi. VERÐ KR. 13.710. FÉLAGSVERÐ KR. 11.650. Ólafur Haukur Símonarson Galeiðan Tímabær og vel gerð nútíma skáldsaga um verk- smiðjustúlkur á vinnustað og í einkalífi. Lesandi slæst í hóp stúlkna sem vinna i dósaverksmiðju og llfir með þeim súrt og sætt fáeina daga. í bókinnl birtist glöggt það galeiðumynstur sem líf þelrra er hneppt í, en á þessum dögum gerast einnig atburð- ir sem gætu breytt Iffi þeirra, a.m.k. reynist sam- staða þeirra vonum meiri þegar i odda skerst... VERÐ KR. 15.930. FÉLAGSVERÐ KR. 13.540. Guðlaugur Arason Pelastikk Nýstárteg og skemmtileg skáldsaga sem gerlst á sjónum eitt sHdarsumar á 6. áratugnum. Lifandi lýsing á heimi sjómannsins, séðum með augum átta ára drengs sem fær að fljóta með einn túr og sfðan annan og enn annan. Vel skrifuð bók sem hefur fengið mjög lofsamlega dóma gagnrýnenda. VERÐ KR. 15.930. FÉLAGSVERÐ KR. 13.540. Dee Brown/Magnús Rafhsson Heygðu mitt hjarta við Undað Hné Þessi bók, „Bury My Heart at Wounded Knee“, kom fyrst út í Bandarikjunum árið 1970 og sló öll fyrri sölumet. Þarna var gerbylt viðteknum hugmyndum um margrómað tímabil i bandarfskri sögu, og erfitt var að véfengja þær sagnfræðirannsóknir sem að baki lágu. Auk þess þótti bókin afburða listaverk. Bókin er prýdd fjölda Ijósmynda af helstu indíána- foringjum sem koma við sögu og henni fylgja ræki- leg kort og nafnaskrá. VERÐ KR. 19.760. FÉLAGSVERÐ KR. 16.795. Ernest Hemingway/Stefán Bjarman Hverjum klukkan glymur Frægasta skáldsaga Hemingways, sem gerist á Spáni á tímum borgarastyrjaldarinnar. Andstæður lífs og dauða, ástar og haturs i samþjöppun þriggja daga að baki víglfnu fasistaherjanna. Höfundi hefur þótt takast undra vel að sýna í hnotskurn spænskt þjóðlif og hugsunarhátt á þessum örlaga- riku timum og opna þaðan víðari útsýn. VERÐ KR. 19.760. FELAGSVERÐ KR. 16.795. Marek Hlasko/Þorgeir Þorgeirsson Áttundi dagur vikunnar „Það er gengið hreint til verks f þessarl stuttu skáldsögu. Hvergi slegið úr og í... Hér er hvergi athvarf að finna, hvorki fyrir hugsjónir né vonir né heldur ævintýrið mikla, ástina, sem þau Agnéska og Pietrek setja á allt sltt traust. Llmhverfl og hugar- ástand persónanna verða eitt f þessu magnaða riti kornungs pólsks höfundar sem heldur undarlega vel áhrifamætti sfnum f blaséruðum heimi". Á.B. Þjv. 23/11. VERÐ KR. 9.880. FÉLAGSVERÐ KR. 8.400. William Heinesen/Þorgeir Þorgeirsson Það á að dansa Spánýtt safn eftir hinn aldna færeyska snilling, með nýjum sögum frá Þórshöfn. Bókin kemur út samtfmls á dönsku og fslensku, fjórða bókin f sagnasafni Helnesens f þýðingu Þorgeirs Þorgeirs- sonar. Hér segir frá ástarkvölum Fabfans unga, frá fordæðunni og prestaflennunni Teodóru, frá trúar- fári og ofstopa i sögunni Aðventa og titilsagan segir frá sögulegu brúðkaupi á hinni afskekktu Stapaey, þar sem skuggalegir atburðlr urðu, skip- brot, strandrán, melra að segja brúðarráni Óvið- jafnanleg bók sem gefur fyrri verkum Heinesens ekkert eftir. VERÐ KR. 15.930. FÉLAGSVERÐ KR. 13.540. Einar Olgeirsson/Jón Guðnason fsland í skugga heimsvaldastefhunnar Þessi bók rekur örlagarfkustu atburði fslands- sögunnar á þessari öld og gefur innsýn f það sem gerðist á bak við tjöldin. Dregnar eru upp persónu- legar svipmyndir af ýmsum stjórnmálaleiðtogum sem komu við sögu og mun þar margt koma á óvart. Frásagnamaður er einn mikilhæfasti og harðskeyttasti stjórnmálamaður þessa tfmabils og einn fremsti sagnfræðingur okkar færði í letur. VERÐ KR. 19.885. FÉLAGSVERÐ KR. 16.900. Guðbergur Bergsson Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans Bráðskemmtileg skáldsaga i stil prakkarasagna um athafnamanninn Ara Fróðason og ferð hans gegnum þjóðfélaglð, sem hefst á leikveili og lýkur í eftirminnilegri laxveiðiferð. Með þessari bók sýnir Guðbergur Bergsson enn á sér nýja hlið og spurn- Ing er hvort skáldgáfa hans nýtur sfn ekki einmitt best i þeim ærsla- og fjarstæðustil sem hér er að finna. VERÐ KR. 14.820. FÉLAGSVERÐ KR. 12.600. Jakobína Sigurðardóttir Snaran önnur útgáfa þessarar klassísku framtíðar-hroll- vekju. „Sú mynd sem höfundur dregur upp af „venjulegum fslenskum alþýðumanni" kemur ekki á óvænt, en um leið er hún það sterk að hún hlýtur f senn að vekja eftirtekt og ugg. Og þungi þeirrar vlðvörunar sem Jakobina ber fram f framtfðarlýs- ingu sinni vex af því að hún spálr atburðum sem eru svo fskyggilega nátengdir því sem þegar hefur gerst". Þjv. 17/12 1968. VERÐ KR. 9.880. FÉLAGSVERÐ KR. 8.400. Mál H og menning

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.