Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. nóvember 1980 vísm Halldór Sigur&sson og 'Haukur Bjarnason bera saman bækur slnar I deild 1. sem fæst viö rannsóknir á dau&sföllum, lfkamsmei&ingum o.fl. en Þorir Oddsson veitir þeirri deild forstöðu. Deildirnar þrjár •1. deild nefnist deild sú sem Þdrir Oddson hefur forstöðu fyrir. Deild þessi fær til umfjöllunar mál er varða manndrap, váleg dauðsföll, likamsmeiðingar/ýmis hegningarlagabrot og vinnuslys. Við náðum tali af Hauki Bjarnasyni fulltrúa i deildinni og inntum hann eftir málafjölda i deildinni. Haukur kvaðst ekki hafa handbært yfirlit um mála- fjöldann en hinsvegar væri ljóst að þau mál sem þar væru til um- fjöliunar, væru heldur færri, en gerðist i öðrum deildum. Málin eru þess eðlis að afla þarf við- tækrar vitneskju varðandi þau, og komi upp alvarlegt tilfelli, þurfa allir 5 starfsmenn deildar- innar að ganga i það mál, þvi fyrstu aðgerðir á vettvangi, geta haft úrslitaáhrif á frekari fram- vindu málsin. Við inntum Hauk eftir þld hvort algengt væri að menn látist, án þess að tekið sé eftir þvi fyrr en nokkrum dögum eftir and- látið. „Það kemur þó nokkuð oft fyrir að 1-2 dagar liða frá dauöa og þar til hinn látni finnst. En þetta þarf ekki að vera neitt óeðli- legt ef aðstandendur búa fjarri, eða heimsækja viðkomandi með nokkurra daga millibili.” sagði Haukur. Lengsti timi sem hann mundi eftir að hafi liðið frá þvi maður lést og þar til hann fannst i ibúð sinni, voru 28 dagar. Starf rannsóknarlögreglu- manns er enginn dans á rósum. Það kemur oft i hans hlut að til- kynna um dauðsfall ættingja auk þess sem það kemur i hans hlut að afla vitneskju um persónu sem látist hefur i heimahúsi. Hann þarf að leita svara varðandi dánarorsök, sem oft getur reynst aðstandendum þungt að skilja og hvert vanhugsaö orð hans getur greypst i huga þeirra, án þess að verða nokkurn tima afmáð. II. deild er undir forsæti Erlu Jónsdóttur Sú deild fæst við rann- sóknir á auðgunar- og fjármuna- brotum. Og þar vantar ekki verk- efni, fremur en á öðrum stöðum. 15. október voru hér yfir 500 mál á borðum 13 starfsmanna, en þá eru ekki talin með smærri mál, sagði Erla Jónsdóttir, Væri jöfn skipting þessara mála, þýddi þetta að meðaltali 38 mál á borð hvers starfsmanns, svo ekki þarf miklar vangaveltur til þess að sjá, að líklega þarf einhver mála- bunkinn að biða betri tima, til vinnslu. „Málamagn hér hefur alltaf verið i' aukningu og á siðasta ári reyndist vera um að ræða gifur- lega aukningu i fjársvikamálum” sagði Erla. 1 ár hefur tekist að ljúka mörgum mjög umfangsmiklum málum og er þvi von á að eitthvað megi grynna á skjalabunkanum ef hann heldur þá ekki áfram að endurnýjast og margfaldast, eins og þróunin virðist stefna i. III. deild veitir Arnar Guð- mundsson forstöðu. Deild þessi fæst við að athuga skirlifis- og sif- skaparbrot, spellvirki, brennur og flest þau mál sem ekki falla undir I og II. deild. Það hefur þvi komiði' verkahring III. deildar að fjalla um mál bakara i striðinu um visitölubrauðin,en nú er verið að safna þeim kærum saman. 1 deild þessari eru 7 starfs- menn. Að sögn Arnars eru alvarleg- ustu mál sem deildin fær til meðferðar, nauðgunarkærur, og skirlifisbrot en einnig getur oft reynst erfitt um vik i brunamál- um, en allir brunar eru rannsak- aðir, með það fyrir augum, hvort um sakamál geti verið að ræða. Ferðin sem rannsóknarlögreglu- mennirnir fóru um morguninn var þvi i slikum tilgangi, þótt i Ijós hafi komið við athugun að þar var ekkert sakamál á ferðinni. Arnar sagði að töluvert væri um mál er vörðuðu unglinga undir sakhæfisaldri eða á mörkum hans. Yfirleitt væri hér ekki um mikil sakamál að ræða, en úrvinnsla gæti þó haft alvar- legar afleiðingar ef ekki væri reynt að finna farsæla lausn slikra mála. Við forvitnuðumst um það hjá Arnari hvað mikill hluti þeirra nauðgunarkæra sem kæmi inn væri byggður á traustúm forsend- um. Hann sagði að nokkuð væri um það að þegar frekar væri reynt að ganga eftir skýringu kæranda, væri kæra dregin til baka, en eftir stæðu þó mál þar sem óvéfengjanlega væri um nauðgun að ræða. Til dæmis um viðfeðmi þessar- ar deildar má nefna til dæmis að þar eru tollamál rannsökuö, að svo miklu leyti sem rannsókn fer ekki fram hjá tollgæslustjóra. Þrátt fyrir mikið vinnuálag er ljóst að Rannsóknarlögregla rlkisins hefur komið þvi til leiðar, að lögreglurannsókn er nú I rikari mæli grundvöllur ákæruvalds og dómsmeðferðar, en áður var. Með þeim breytingum á réttar- farslögum, sem urðu 1. júli 1977, er RLR tóktil starfa, var kveðið á i 3. mgr. 32. gr. laga nr. 74 frá 1974 aðmarkmið frumrannsóknar eða lögreglurannsóknar i opinberum málum væri að afla allra nauð- synlegra gagna til þess að hand- hafa ákæruvalds sé fært að ákveða að henni lokinni hvort opinbert mál skuli höfðað, og afla gagna til' undirbúnings dóms- meðferðar. Fjölþætt reynsla kemur aö góöu gagni í starfinu 5 '1 Starfsmenn Rannsóknarlög- reglu rlkisins eru um 50 talsins. 38 rannsóknarlögreglumenn starfa þar, og 5 lögfræöingar, auk starfsfólks viö skráningu, vélrit- un, sfmavörslu og fleira. Rann- sóknarlögreglustjóri er Hall- varður Einvarösson, fyrrum vararfkissaksóknari. Varamaöur hans er Þórir Oddsson. Rann- sóknarlögreglan er til húsa I rúmgóöu og hentugu húsnæ&i aö Auöbrekku 61, I Kópavogi. Deildaskipting. I Rannsóknarlögreglunni er Iskipt niöur i 3 deildir, eftir eöli I þeirra mála sem um skal fjalla. I Til hliðar við deildirnar starfar j siðan tæknideildin, sem veitir, J eins og nafnið gefur til kynna, þá tæknilegu þjónustu sem þarf til lausnar á hinum margvislegustu I J málum. J Það er i verkahring Rann- J sóknarlögreglustjóra að útdeila I þeim málum er berast. Þótt I starfsmenn hinna ýmsu deilda Ihafi yfir ákveðinni sérþekkingu I að ráða þurfa þeir allir að geta I fengist víð mál er tilheyra öðrum | deildum. A þetta við þegar starfs- | menn taka á sig vaktir utan j venjulegs starfstima. Þá verða j þeir að vera undir það búnir að | hlaupa íhin margvislegustu verk, | ekki aðeins úr þeirra deild. • Þannig getur rannsóknarlög- j reglumaður sem að mestu fæst ! við fjársvikamál, þurft að hlaupa ! i brunarústir til þess að gera J vettvangskönnun, er svo ber j undir. J t stuttu spjalli við Hallvarð J Einvarðsson, rannsóknarlög- I reglustjóra kom fram að hann Italdi það mikinn kost að þeir I menn sem starfa við rannsóknar- Hallvaröur Einvarösson, rann- sóknariögreglustjóri. störf hjá stofnuninni, hafa nær undantekningarlaúst starfað við almenn lögreglustörf, auk þess að eiga margir hverjir mjög fjöl- breyttan starfsferil að baki. Eðli starfsins hlýtur aö vera slikt, aö margvisleg reynsla nýtist vel. Njörður Snæhólm yfirlögreglu- þjónn skaut þvi inn i að htfr væru menn starfandi úr fjöldamörgum starfstéttum, ognefnamættiiþvi tilefni byggingameistara, eld- smið, bifvélavirkja, kennara, flugmann, lögfræöing, búfræöing og mublusmið svo eitthvað væri nefnt. Sérþekking á þessum svið- um daglegs lifs hefur margsann- að gildi sitt. Þá mun samstarf viö sérfræðinga og sérhæfðar stofnanir vera mjög gott hjá RLR.. Stóraukin verkefni. Vegna starfsmannafæðar hafa ýmis mál óhjákvæmilega orðið að sitja á hakanum, sem aftur hefur I I skapað gagnrýni þeirra á stofn-j unina, sem ekki þekkja hið gifur-J lega álag sem er á hvern starfs-J mann. 1 þessu tilefni benti Hali-I varöur á að nýir málaflokkar hafil verið að bætast við verkjssviðl RLR. siðan hún var stofnuð. aukl verulegrar aukningar á hinum| ýmsu málum sem stofnunin hefur j til rannsóknar. j Sem dæmi um nýja málal'lokka j RLR, má nefna brot á verðlags-j lÖggjöf, en eins og komið hefurj fram i fjölmiðlum, er það nú ij verkahring Rannsóknariögregl- j unnar að athuga þær kæfur sem j borist hafa aö undanförnu vegna j verðlagningar fjölda bakára á • visitölubrauðin svonefndu. Þá J eru komnir inn ,nýir þættir er J varða gjaldþrotamál, skattsvik, J hlutafélagaiög og nú um ára- J mótin tekur gildi ný löggjöf er J varðar öryggisráðstafanir á I vinnustööum, en rannsóknir ál vinnuslysum, eru i verkahring I RLR I Samt sem áður hefur ekki veriö ! gert ráð fyrir aukningu starfs-j manna, en i þvi tilefni hefurj Rannsóknarlögreglustjóri, sentj fjárveitinganefnd Alþingis bréf.j þar sem sjónarmið stofnunar-j innar eru skýrð. | Enn eitt ber aðnefna þegar rætt j er um hin mörgu verkefni, sem j fáir menn eiga að ieysa:! Samkvæmt upplýsingum Njaröar J Snæhólm yfirlögregluþjóns voru 3 J þúsund vinnutimar unnir á veg- J um RLR úti á landsbyggðinni frá J l. janúar til l. júii siðast liöinn. • Þetta gæti þýtt ársvinnu tveggja I starfsmanna, sé miöað við sama I álag út árið. Þá ber þess að gæta, | aö inni í þessari tölu eru ekki þau | byggðarlög sem eru i grennd við j eiginlegt rannsóknarsvæöi RLR.j t.d. Hveragerði og Selfoss. j Námskeidahald: Staðgóð þekking er undirstaða góðs starfs Einn merkra þátta f starfi RLR er tvimælalaust námskeiðahald fyrir starfsmenn. Námskeiö hafa verið fastur þáttur I starfi RLR frá stofnun. „Við byrjuðum með þessi nám- skeið haustiö 1977 og siðan hafa tvö námskeið verið haldin á hverju ári” sagði Kristmundur J. Sigurðsson, aöstoðaryfirlögreglu- þjónn, sem hefur umsjón með ýmsu er varðar námskeiöin. Kristmundur er búinn að starfa i tæp 36 ár i rannsóknarlögregl- unni, svo reynslu hans efast eng- inn um. Nú vinnur hann viö rann- sóknir á fjársvikamálum, auk ýmissa þátta varðandi námskeið- in. „Þessinámskeið erutil þess að afla starfsmönnum staðgóðrar þekkingar á þáttum er tengjast störfum ok.kar hér. Námskeið byrjar i október og stendur yfir á annan mánuð, en seinna nám- skeiðið er siðan haldið i janúar og stendur yfirleitt lengur, eða i um þrjá mánuði”, sagði Kristmund- ur. Námskeiö þessi hafa yfirleitt verið haldin 2-3 i viku, á meðan þau standa yfir. Þau hefjast snemma á morgnana og standa yfir I um klukkustund. Efni þess- ara námskeiða er mjög viðtækt en tengist þó alit starfi rann- sóknariögregiumannsins, og miö- ar að þvi að gera hann hæfari i staríi. Sem örlitið brot af þvi sem sérfróöir fyririesarar flytja á þessum námskeiðum má nefna þætti úr refsirétti, opinberu réttarfari, sáiarfræði, afbrota- fræði, ýmis læknisfræðileg mál- efni, skipulagsmál, ýmis lög- fræöileg málefni önnur, trygg- ingamál, og islensku. Auk þess- ara gagniegu námskeiða sem ætl- uð eru öllu starfsfólki stofnunar- Kristmundur J. Siguröson, aö- sto&aryfirlögregluþjónn hefur starfaö I tæp 36 ár viö rann- sóknarlögreglustörf. innar, hafa 24 starfsmenn farið utan á sérnámskeiö, siðan RLR var stofnuð. Flestir þessara starfsmanna hafa farið til Noregs, Sviþjóðar og Danmerkur en einnig hafa 2 verið sendir til Bandarikjanna og einn til Englands. Námskeið þessi standa yfirleitt yfir i 3 vikur. Nú stendur fyrir dyrum sérstök námsdvöl i V-Þýskalandi skipu- lögð af þarlendum rann- sóknaryfirvöldum, sem mun standa yfir i um 2 mánuði. Tæknideildin: Sex þúsund afbrotamenn á skrá „Hér inni er geymd flokkuð og aögengileg skrá yfir alla afbrota- menn sem hafa komist í kast viö lögin,” sagði Ragnar Vignir yfir- ma&ur tæknideiidar er viö litum inn til hans . í skrá þessari er ljósinyndum og fingraförum af- hrotamanna safnaö saman frá öllum lögregluumdæmum á land- inu. Tæknideild hefur viðað að sér hentugum búnaöi og tækjum til •þess að fara meö á vettvang til öfiunar sönnunargagna. Þá eru ljósmyndavélar með i förinni. Ragnar benti okkur á nokkur þeirra tækja sem notuö eru við hin ýmsu tilfelli. Þar mátti meðal annars sjá tæki til þess að efna- greina, t.d. hvort að ákveðinn dropi reyndist vera blóðdropi eða eitthvað annað. I sambandi við nauðgunarmál voru tæki til þess að gera fyrstu leit að ummerkj- um. Þá mátti sjá tæki sem setur af stað viss efnasambönd við ákveðna straumtfðini, svo sjá má númer á tækjum og vélum, sem reynt hefur veriö aö sverfa af. Einnig má nefna efni til athug- unar á þvi hvort tiltekinn blettur hafi i sér blóö. Efnagreiningin er svo nákvæm að blóðmagnið þarf ekki að vera nema 1/300.000 hluti blettsins til þess að út komi rétt svörun. öll voru tæki þessi i hent- ugum töskum, þannig að auðvelt var að koma þeim á vettvang. Fjórir starfsmenn viilna við deildina og eftir siðust helgi lágu 8mál,sem þörfnuðust athugunar. Eins og áður hefur komið fram, faramenn frá tæknideild yfirleitt með öðrum rannsóknarlögreglu- manni á staðinn, sem að sjálf- sögðu þýöir að á meðan verður litið unnið við - rannsóknarstörf inni á deildinni. Allir starfsmenn deildarinnar hafa fengið þjálfun erlendis, aö sögn Ragnars. 4000 afbrotamenn af Reykja- vikursvæðinu fuliorðnir og ung- lingar eru á skrám RLR en að sögn Ragnars eru auk þessa um .2000 utan af landi. Ragnar Vignir yfirmaöur tæknideildar stcndur hér viö samanburöarsmásjá. en meö þcssu fullkomna tæki má bera saman hinu ýmsu hluti er varpaö geta Ijósi á viökomandi mál, t.d. með hvernig ritvél skjal hefur veriö unniö, hvernig klæöisbútar passi saman, og margt fleira. 1 tæknideild er fullkomin aöstaöa til Ijósmyndunar og vinnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.