Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 14
14 VISIR Laugardagur 29. nóvember 1980. Höfundar bókarinnar svara: ,,Sannleikanum verður hver sárreiðastur” Ráðherrastaðan. „Þeir segja að ég hafi haldið þvi fram að einhver Guðlaugur Bergmann, sem ég hef aldrei talað við, hafi boöið mér ráð- herradóm, og mér er hulin ráð- gáta hvaðan slikt kemur. Og þetta hefðu ungu mennirnir getað fengið upplýst hjá mér og kross- spurt, en það gerðu þeir aldrei, þótt ég hefði óskað eftir þvi að það, sem kæmi frá mér sem bein tilvitnun, væri borið undir mig áður. Hitt er annað mál og ég get leitt vitni að þvi, sem ekki verður véfengt, að mér var boðinn ráð- herradómur, sagði Sverrir. — Hver bauð þér ráðherra- stöðu? „Ég ætla ekki aö rekja þá sögu yjr „Einhver Guðlaugur Bergmann, sem ég hef aldrei talað viö. Sverrir. Sverrir Hermannsson: „Allt, sem ég fékk að vita, gerði ég jafnharðan heyrinkunnugt hjá formanni flokksins...” Hreinn Loftsson: „Á flokksráðs- fundinum sló Sverrir um sig með glósum á ýmsa þingmenn Fram- sóknarflokksins en nú á hann i erfiöleikum með að horfast í augu við þessa menn.” heimildamönnum bar ekki saman um gang þessara mála? „Það er furðulegt af Sverri Hermannssyni að halda að nafn Guðlaugs Bergmanns, skuli koma hér við sögu án ummæla Sverris sjálfs. Sverrir fullyrti þetta að okkur báðum viðstödd- um, okkur er óskiljanlegt hvers vegna. Við þurftum að kanna þetta atriði rækilega i viðtölum við nokkra menn og þegar stað- festist að þetta væri alrangt hjá Sverri var ljóst aö hann virtist viljandi vera að leiða okkur á villigötur. Okkur þótti rétt að fólk fengi að vita af þvi. Ég vil itreka að hér er ekki um að ræða mis- skilning af okkar hálfu heldur Sverris sjálfs, og er gott til þess að vita að þetta leiðréttist' þótt seint sé,” sagði Hreinn Loftsson. „Ég get leitt vitni að þvf að mér var boöinn ráðherradómur I stjórn Gunnars Thoroddsen,” — Sverrir. okkur Tómas Árnason að fylgjast með þvi, ef að einhverntima skapaðist grundvöllur fyrir við- ræður og samræður þessara tveggja flokka um stjórn, sem aldrei myndaðist”, sagði Sverrir. Vfsir hafði samband við Hrein Loftsson, annan þeirra sem unnu aðgagnasöfnun f bókina og spurði hann hvort vlst væri að upp- lýsingar þeirra um að Tómas Árnason hefði verið sá sem gaf Sverri upplýsingar um leynilegar stjórnarmyndunarviðræður Gunnars Thoroddsen, væru rétt- ar. „Það er ljóst að Sverrir er i erf- iðri aðstöðu vegna þess sem fram kemur i bókinni, varðandi stjórnarmyndun i febrúar. En þetta er aðstaöa sem hann sjálfur hefur komið sér i' með kokhreysti sinni og sannleikanum verður hver sárreiðastur”. „Á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins i febrúar, sló hann þannig um sig með glósum og háðsyrðum á ýmsa þingmenn Framsóknarflokksins, en nú þegar hann sér þessi sömu um- mæli svart á hvitu i bók, rennur af honum móöurinn og hann á i erfiðleikum meðað horfast i augu við þessa menn. Þá bregst Sverrir við með þvi að segja okkur höfunda bókarinnar ljúga. A bls. 221 i bókinni er nákvæm- lega skýrt frá þvi hvað Sverrir sagði um vini sina i Framsóknar- flokknum, þó hann nefni þá ekki meðnöfnum en hann getur aðeins hreinsað vini sina Tómas Arna- son og Stefán Valgeirsson af þess- um áburði með þvi að tilgreina nánar við hvern hann átti með þessum orðum”. nú” — „Þeir nota sinn uppspuna og tilbúning til þess að reyna að gera mig að ósannindamanni. Við verðum alltaf að muna að menn geta rriisskilið og þetta getur verið fljótfærni, en eitt er ekki afsakanlegt, ef þeir hafa tekið svo eftir aðéghafinaft þetta aðsegja um hlutina, að þegar kemur i ljós aðhér sé ekki fariðmeð rétt mál, hvers vegna spurðu þeir mig þá ekki aftur til þess að fá fram hið sanna i málinu?” sagði Sverrir Hermannsson. Visir spurði Hrein Loftsson, hvort að ekki gæti verið um að ræða misskilning, þegar höfundar fullyrða að Sverrir hafi sagt að Guðlaugur Bergmann kaup- maður hafi borið Sverri tilboð um ráðherrastöðu, frá Gunnari Thoroddsen. Jafnframt var hann spurður að þvi hvort ekki hefði verið eðlilegra aðhafa aftur sam- band við Sverri þegar ljóst var að Hver lét Sverri vita af gangi viðræðna? „Þaö sem þeir segja að sé eftir mér haft er hreinn uppspuni, eins og sjá má á blaösiðu 202 i bókinni. Ég hef aldrei sagt að Tómas Arnason hafi gefið mér upplýs- ingar um gang mála frú upphafi. Ég sagði þaðsem allir máttu vita, að formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Framsóknarflokks- ins komu sér saman um að biðja Bókin Valdatafl i Valhöll, hefur vakið mikla at- hygli fyrir opinskáar lýsingar á innanflokksmál- um Sjálfstæðisfiokksins. Ýmsir aðilar fá þar orð i eyra_fyrir gerðir sinar og gagnrýni er óvægin, en eins og fram hefur komið hafa höfundarnir Anders Hansen og Hreinn Loftsson rætt við nærri sjö tugi manna og reynt þannig, að eigin sögn, að fá heimildir um efni bókarinnar frá fleiri en ein- um aðila. Höfundarnir ræddu við Sverri Hermannsson alþingismann sem tengdist mjög hinum róstu- sömu timum er Gunnar Thoroddsen var i stjórnarmyndunartilraunum. Það sem einkennir hins vegar umfjöllun höfunda um þátt Sverris er, að það sem þeir bera að hann hafi sagt þeim reynist rangt að meginhluta, þegar rætt er við aðra aðila, sem fram koma i bókinni. Það dylst þvi engum að Sverrir Hermannsson fær slæma útreið i bókinni Valdatafl i Valhöll. Visir náði tali af Sverri Hermannssyni og innti hann eftir umsögn um þau ummæli sem höfð eru eftir honum i bókinni. Þá var annar höfundur bókarinnar einnig spurður nánar um ýmsa þætti er varða umfjöllun um Sverri Hermannsson i bókinni. tAR^ |[ Bilnumera happdrættid Tíu glæsilegir vinningar ad verd- mæti 44 milljónir. Skattfrjálsir vinn- ingar. Dregid á Þorláksmessu. Veröur þú einn hinna heppnu? i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.