Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 29
Laugardagur 29. nóvenibér' 1980'
'C
vísm
r-----------
I SŒndkassinn
GIsli Sigur-
geirsson,
blaöamaður
Vísis á Akur-
eyri, skrifar.
Heil og sæl!
• „Þingmól Sjálf-
stæðisf lokksins",
segir Birgir Isleifur i
Mogganum. Þetta
minnti mig á kunningja
minn, sem spurði
óbreyttann f lokksbróður
sinn i hjartans einlægni:
„Veistu ekki um einhver
góð mál, sem ég get f lutt
á þingi"?
• „ Brennivinsf laskan
verður ekki sett í bil-
belti",
segir Mogginn. Nei, það
er rétt, enda skynsam-
legra að koma henni
fyrir á öruggari stað.
• Þið hafið heyrt um
sveitamanninn, sem var
í sinni fyrstu sjóferð.
Hann var aðframkom-
inn af sjóveiki þegar
læknirinn sagði hug-
hreystandi við hann:
„Þetta líður hjá, þú
deyrð ekki úr þessu".
„Dey ég ekki", sagði
sveitamaðurinn von-
svikinn, „það er nú það
eina sem hefur haldið í
mér lífinu, að ég hélt ég
væri að deyja".
• „Menn geta bara
hrópað út í tómið",
segir Mogginn. Ég segi
það nú líka, Vilmundur
öskraðu bara hærra.
• „Fólk hættir að
koma út",
mátti lesa í blöðunum
um helgina. Já, það er
oft kalt á íslandi yfir
vetrarmánuðina. Við
hérna „fólkið" fyrir
norðan hættum samt
ekki að fara út. Við
klæðum okkur bara bet-
ur.
# „Beðið eftir sunnu-
degi",
segir í sunnudagsblaði
Þjóðviljans. Ekki að
undra þótt Þjóðviljinn
bíði, því sunnudagsblað-
ið er unnið á mánudegi,
þriðjudegi, miðvikudegi
og fimmtudegi, prentað
á föstudegi og kemur út
á laugardegi.
# „Guðmundur, viltu
koma undan rúminu",
sagði eiginkonan við
kúgaðan eiginmanninn,
sem hafði lagt á flótta
og skriðið undir rúm.
„Nei, ég kem ekki >{<ona
góð, ég er húsbóndi á
mínu heimili", svaraði
eiginmaðurinn.
# Ég sagði ykkur frá
Eymundi Veigasyni um
daginn, en hann gróf
„tækin" sín í jörð af ótta
við verði laganna. Ég
gerði þetta í mesta sak-
leysi og átti ekki við
neinn sérstakan „Ey-
mund". Svo gerðist það
um daginn, að maður
vék sér að mér úti á götu
og sagði: „Hvern sjálf-
ann þremilinn meinar
þú með að segja frá
„tækjunum" mínum,
veistu ekki að þau eru
ólögleg. Nú gætu þeir
komið og þá get ég ekki
grafið „tækin aftur, því
jörðin er gaddfreðin".
Ég róaði þennan
óvænta „Eymund" nið-
ur, lofaði að láta þetta
ekki fara lengra, gegn
því að ég fengi prósent-
ur af framleiðslunni.
# „Hvaðá ég að gera?
— ölið varð alveg óvart
of sterkt",
spyr lesandi í Dagblað-
inu. Talaðu við Eymund.
# „Friðjón ráðherra
farinn til útlanda",
segir í Dagblaðinu. Var
það ekki gervisonurinn
sem átti að fara?
# „Fimm nefndir í
forsetaslaginn",
segir Dagblaðið. Ekki er
að spyrja að þessu ■
nef ndarfargani.
# Þið heyrðuð um all-.
ar skuldir Þjóðviljans, I
sem sagt var frá í blöð- a
unum um daginn. Það
skeði ekki alls fyrir
löngu, að auglýst var I
eftir verðmætum hundi í |
Þjóðviljanum og heitið
stórri peningafúlgu í
fundarlaun. Eigandinn
kom síðan á afgreiðslu
blaðsins, en þá var hún |
lokuð. Á hurðina hafði
verið festur miði. Á hon-
um stóð: Lokað um
stund, fórum öll að leita I
að hundinum. |
# „Glæpir Rússa í
Kabul aukast", |
segir Mogginn. Þarna á
við máltækið, verst
fyrst, svo smá versnar
það.
# Þið hafið heyrt um
Bretann, sem mætti
Skota á förnum vegi.
Skotinn haltraði áfram
á einum skó. „Hefur þú I
týnt skónum þínum vin- |
ur minn", spurði Bret-
inn. „Nei, nei, ég var að
finna þennan", svaraði
Skotinn. i
# Þið hafið eflaust I
líka heyrt um Húsvík- |
inginn, sem aldrei þorir ■
út með konunni sinni.
Móðir hans hefur nefni-
lega bannað honum að |
láta sjá sig á almanna-
færi með giftri konu.
# Sagt er að bölsýnis-
manninum líði illa þegar
honum líður vel, af ein-
tómum ótta við að hon- |
um kunni að geta liðið
verr, þegar honum liður
betur.
# Svo að lokum ein létt
spurning. Vitið þið í
hvaða landi eru flestir
dvergar? Svar: Skot-
landi.
Ævinlegamargblessuð-
og-sæl-og góða helgi.
'"‘29
Eyrnaskjóliri
komin aftur
Tvær gerðir, margir litir
Verð kr.: 5.500.- og 6.500.-
Útilíf
GLÆSIBÆ
SlMI: 82922 - 4 línur
, Fjölskyldu-
skemmtunmeð
Gosa
-í hádeginu alla sunnudaga
Gosi fer á kreik enn á ný í Veitíngabúð Hótels Loftleiða.
Skemmtír sér og krökkunum. öngtemplarar koma í heimsókn,
kynna starfsemi sína og verða með fræðslu- og skemmtidagskrá.
Barnakór Mýrarhúsaskóla syngur nokkur lög undir stjórn Hlínar
Torfadóttur.
Matseðill:
Spergilsúpa kr. 700
Kálfasneiðar með Zingarasósu kr. 4.300
Steikt fiskflök með Bemaisesósu kr. 3.450
Rjómaís með súkkulaðisósu kr. 1.050
Fyrir bömin:
1/2 skammtur af rétti dagsins 6—12 ára,
frítt fyrir böm yngri en 6 ára.
Auk þess: Gosaborgari m/frönskum kartöflum kr. 1.200
Nórasamloka m/frönskum kartöflum kr. 850
Verið velkomin