Vísir - 06.12.1980, Síða 2

Vísir - 06.12.1980, Síða 2
2 Laugardagur 6. desember 1980 vtsm Leikstjóri The Deer Hunter fékk frjálsar hendur: Nýjasta kvikmynd Michael Ciminos óskapleg mistök! Michael Cimino heitir einn frægasti kvikmyndaleikstjóri Bandarikjanna en hann komst rækilega i sviösljósiö eftir aö hann geröi þá umdeildu mynd The Deer Hunter. Forráöamenn kvikmyndafyrirtækisins United Artists uröu svo hrifnir af vel- gengni þeirrar myndar aö þeir buöu Cimino upp á kostakjör sem alla leikstjóra dreymir um: hann mátti ráöa næstu mynd sinni aö öllu leyti sjálfur, án nokkurra af- skipta fyrirtækisins, sem sæi fyrir ótakmörkuöu fjármagni. Arangurinn varö lýöum ljós fyrir stuttu siöan, þá var mynd Ciminos, Heaven’s Gate, frum- sýnd i New York. Skemmst frá aö segja, var myndin algert „flopp” og sýningum var hætt eftir eina viku. Cimino og United Artists sitja nú eftir meö sárt enniö. Kostadi 18 milljaröa Heaven’s Gate er vestri og stór i sniöum. t stuttu máli fjallar hún um striö milli fátækra landnema og vondra nautgripakónga og aöalhlutverkin eru leikin af Kris Kristofferson, Christopher Walk- en og frönsku leikkonunni Isa- belle Huppert. Cimino lét reisa heilu landnemaþorpin, byggja 19 aldar eimreiöar og tók upphaf myndarinnar i Oxford á Englandi en niöurlag hennar á lystisnekkju i Karabiska hafinu. United Art- ists haföi upphaflega útvegaö 12 milljónir dollara til aö gera myndina en fljótlega varö ljóst aö hún myndi kosta miklu meira en þaö. Háttsettur stjórnarmaöur i fyrirtækinu fór á fund Ciminos þar sem hann var aö taka mynd- ina úti á sléttunum en fékk slæm- ar móttökur. Eftir aö hafa þurft að hima i klukkustund fyrir utan hjólhýsi Ciminos gafst hann upp og fór. ,,UA viröist hafa misst stjórn á fjármálunum þegar i upphafi,” hefur annar háttsettur stjórnarmaöur látiö hafa eftir sér. Ekki laust viö þaö, þegar upp var staðiö var samanlagöur kostnaöur orðinn 36 milljónir dollara eöa einhvers staðar i grennd við 18 milljaröa Islenskra króna. Kölski kominn aö innheimta skuldina brátt fyrir þessi ósköp vildu stjórnendur fyrirtækisins ekki gefa Cimino upp á bátinn,annars vegar vegna loforösins sem hann haföi fengiö og hins vegar vegna þess aö fyrirtækið hefur löngum lagt stolt sitt i aö gefa leikstjórum sinum frjálsar hendur. Ef Cimino heföi veriö rekinn heföi fyrirtækiö misst þann orðstir og þar meö marga unga og upprennandi leik- stjóra. Fjármálin voru ekki eina vandamáliö. Cimino reyndist i meira lagi ósamvinnuþýöur og hann neitaöi aö hafa forsýningar á myndinni og reyndi af alefli að koma i veg fyrir aö stjórnendur UA sæju myndina fullgeröa. Þeir sáu ekki myndina I endanlegri þriggja og hálfs klukkutima gerö sinni fyrr en myndin var sýnd blaðamönnnum i New York ný- lega. Bæði stjórnendum UA og gagnrýnendum blaðanna blöskr- aði þaö sem þeir sáu og dómar- arnir voru haröir. Vincent Canby sagöi til dæmis i New York Times. ,, Þaö mætti ætla að Cimino hefði selt Djöflinum sál sina viö gerð The Deer Hunter og nú sé kölski kominn til að inn- heimta skuldina.” Cimino reyndf aö krafsa i bakkann og tilkynnti að honum heföi ekki gefist nógur timi að finpússa myndina en ÚA var þá búið aö fá nóg. Hætt vai viö sýningar i Los Angeles og sýn ingum i New York hætt eftir eins viku. Stjórnendur fyrirtækis ins létu hafa eftir sér að fremu: myndu þeir loka kvikmyndahús um sinum en sýna þessa mynd • þeim. Meó armbindi að sjá myndina Samstarfsmenn Ciminos' flykktust til New York til að sjá myndina áöur en hún yröi tekin af markaðinum og var til þess tekið að þeir báru svört armbönd. Litt hrifnir áhorfendur geröu hróp að þeim: „Meira, meira, tvo klukku- tima i viðbót!” Aðeins einn virtist sæmilega ánægöur, það var menntamaður frá Paris sem sagöi að myndin væri áhrifamikill áróöur gegn ýmsum þáttum i amerisku þjóölifi. Hann viöurkenndi þó aö hann heföi' varla skiliö eitt einasta orð i myndinni. Sem er ekki skrýtið ef tekið er miö af söguþræðinum. Eitt mjög langt atriöi sýnir kvenhetjunni nauðgaö af hópi óþokka en siðan eru nauðgararnir drepnir á ýms- an hátt. Þá ferðast kvenhetjan i hestvagni gegnum heilt strið, læt- ureyöileggja fyrir sér vagninn og komst loks berbakt til brunarústa heimilis sins þar sem orrusta geisar. Astmaöur hennar liggur úti fyrir dyrum i blóði sinu og heldur á bréfi þar sem hann skýr- ir frá þvi aö hann sé dauður. Sem hún krýpur við lik hans birtist aöalkarlhetjan og segir: „Erallti lagi með þig, elskan?” Þó United Artists hafi komist að þeirri niöurstöðu að myndin geti aldrei náð inn þeim pening- um sem eyttvari hana, erCimino nú tekinn til við að reyna að bjarga þvi sem bjargað verður. Hann hyggst stytta myndina um a.m.k. einn og hálfan klukkutima og hin nýja gerð Heaven’s Gate ættí aö vera tilbúin til sýninga i upphafi næsta árs. Ýmsir eru ef- ins um að þaö breyti nokkru og segja sem svo að gagnrýnendur hafi alls ekki ráðist aö myndinni fyrir aö vera of löng: myndin hafi bara ekki gengið upp á neinn hdtt. Svo þaðverðurliklegabiðá þvi að Cimino fái frjálsar hendur hjá United Artists á næstunni. ,, Djei Ar ” fyrir forseta! — Í Bandaríkjunum blandast heimur raunveruleikans og hvita tjaldsins með einkennilegum hætti Tvær spurningar hafa einkum sótt á hugi manna hérna vestra siðustu sex mánuöina, hver verður forseti Bandarikjanna — og hver skaut „Djei Ar”. manna á hann fremja hvert fólskuverkið af ööru á sjónvarps- skerminum. Hann er maöurinn sem öll Amerlka og hálf Evrópa elska að hata. Nú vita allir að Ronald Reagan er næsti forseti Bandarikjanna og allir Bandarikjamenn og stór hluti Evrópubúa aö Christine skaut „Djei Ar”. En hver er þessi „Djei Ar” eða J.R. Ewing eins og hann heitir réttu nafni? Hann er vellauðugur Texasbúi frá Dallas — einn af „bölvuöu kapitalistunu sem hafa þénaö ógrynni á oliu. t viku hverri horfa tugir ef ekki hundruö milljóna Hreint út sagt þá er hér á feröinni persóna úr banda- riska framhaldsmyndaflokknum „Dallas”. Sá flokkur nýtur nú um stundir meiri vinsælda s]ón- varpsáhorfenda en sögur fara af, a.m.k. hér I Bandarikjunum. Beðið fyrir J.R. tmarseða april s.l. var málum svo komiö i „Dallas” aö allir virt- ust hata J.R., enda maðurinn með afbrigöum vondur, svo helst má likja við hugmyndir miðalda- manna um hinn svarta sjálfan. gerðist þaö að J.R. var skotinn, en til þess verknaðar Larry Hagman I hlutverki J.R. Ewing virtust margir hafa ástæður. Svarið við spurningunni hver skaut hann lét hins vegar á sér Halldór Rcynisson skrifar frá Indiana standa, þvi raunveruleikinn greip i taumana. Leikarar fóru nefni- lega i verkfall skömmu eftir að gerö þáttarins lauk, þar sem J.R. var skotinn. Og það var fyrst núna undir lok nóvember, þegar þátturinn hóf aftur göngu sina, að spurningunni var svaraö. Á meöan beiö Ameríka meö öndina i hálsinum... Ahuginn fyrir J.R haföi verið mikill fyrir, en nú tók steininn úr. Jafnvel forsetakosningarnar féllu I skugga J.R., úrþvættisins meö .baröastóra kúrekahattinn. Svo rammt kvaö aö þessu aö i litilli kirkju suöur i Nashville, Tennessee, baö gömul kona þess aö J.R. mætti hverfa frá villu sins vegar. Annars staðar hófu séöir fjársýslumenn að framleiða J.R. bjór, J.R. skyrtur, J.R. þetta og J.R. hitt. J.R. fyrir forseta... Kannski sýnir fyrirbærið J.R. fyrst og fremst hversu gifurlega áhrifamikiö sjónvarpið er hér i Bandarikjunum. Jafnvel svo, aö veruleikinn er helst sá, er séöur veröur af skerminum. Ekki "hog meö aö beöiö væri fyrir J.R., eöa drukkinn væri J.R. bjór, heldur vildu fjölmargir aö J.R., eöa öllu heldur leikarinn Larry Hagman, gæti kost á sér sem forseti Banda- rikjanna. Þá var sjálfum J.R. nóg boðið. ...og leikari sem forseti Það er þó engin fjarstæða að leikari verði forseti, eins og alþjóð veit. Ronald Reagan, verðandi forseti áhrifamestu þjóðar heimsins, lék á sinum tima i fjölmörgum myndum, þ.á m. á móti sjimpansanum Ponsó i nokkrum þeirra. Nú kemur hann hins vegar til með aöleika á móti Bresnjef, Khomeini eöa hvað þeir heita hinir i dýragaröinum... Sumir hér vestra telja að kjör Reagans veröi til að ryöja brautina þyrnum stráðutil valda, fyrir aörar stjörnur af skjánum. Vikuritiö Time vék nýlega aö þvi að leikararnir Robert Redford og Warren Beatty hyggðust komasti sviösljós stjórnmálanna . Heimildarmaöurinn var enginn annar en Dustin Hoffman. Þetta var Könunum likt! Við vesalingarnir sem trúum Ronald Rea- gan I hlut- verki forseta þvl, að lýöræöi megi ástunda án þess að hugir manna brjálist af áhrifamætti fjölmiðla, verðum liklega að horfast i augu við veru- leikann. Og veruleikinn virðist vera að færast úr heimi hlutanna yfir á hvita tjaldið eða skjáinn. A það hefur verið bent i fjölmiðlarann- sóknum hér i Bandarikjunum, að fólk viröist trúa þeim fjölmiðli betur,sem þaðbæði sérogheyrir, en þeim sem það les. Þar með verður jafnvel leikurinn að veru- leika og leikarinn að forseta. Eða eins og vitur kona að norðan skrifaði syni sinum hér vestra i bréfi: „Þetta var nú likt ,. , Banda 'v' rikja- % mönnum % t, — aö

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.