Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 6
' Lkugardágilr 6.f deSéAiVér-1 '1080 6 ílréttaljósinu óhætt er aö fullyrða/ að sjaldan hefur ein leiksýning á Islandi verið jafn úthrópuð af gagnrýnendum, og síðasta uppsetning Þjóðleikhúss- ins/ Nótt og dagur. Ekki hafa allir gagnrýnendur látið þar við sitja/ heldur hafa sumir lagt Þjóðleikhúsið sem slikt á kné sér og látið höggin ríða. Leikhúsinu hefur verið fundið flest til foráttu — það geri litlar kröfur til sjálfs sin, hafi á að skipa lélegum starfskröftum, sé illa stjórnað og þar Sveinn Einarsson fram eftir götunum. Jafnvel hefur verið gengið svo langt, að leggja til að leikhúsið verði lagt niður. Sveinn Einarsson, þjóðleikhússtjóri, er í Fréttaljósi Vísis i dag og svarar nokkrum spurningum um málefni stofnunarinnar. Ætlunin var að hafa jafnframt viðtal við Jón Viðar Jónsson, leik- húsf ræðing, sem hvað þungorðastur hefur verið í garð leikhússins, en hann léði ekki máls á slíku, — taldi sig ekki þurfa aó skýra frekar það sem hann hafði sagt i útvarpsþætti fyrr i vikunni. Þjóðleikhússtjóri: ,,ÞAÐ ER TISKA SUMRA AÐ VILJA AÐ STOFNANIR STAÐNI Sveinn Einarsson: „Oldugangur er óhjákvæmilegur i leikhúsrekstri”. Sagt hefur verið að list- ræn stjórn Þjóðleikhús- sins sé i molum, bæði varðandi verkefnaval og leikstjórn. Hverju svararðu slíkri gagnrýni? „Auðvitað er ekki hægt aö draga slika ályktun af einni eða tveimur leiksýningum. Ef litiö er til dæmis til verkefnavals undanfarinna þriggja ára, er þar fjöldi mjög ólfkra sýninga, sem bæði hafa hlotið nær ein- róma lof gagnrýnenda sem og áhuga áhorfenda, jafnt val sem meðferð. Á þessu timabili er til dæmis það nýtt islenskt leikrit, sem hlotið hefur mest brautar- gengi og sýningarfjölda i þrjátiu ára sögu Þjóðleikhússins. Einnig það barnaleikrit is- lenskt, sem sömu sögu má segja um. Inn á milli hafa auðvitað komið sýningar., sem ekki hafa tekist eins vel, en þær eru ekki fleiri en við er búast”. Gagnrýnisraddir hafa verið háværari undan- farna mánuði en oftast áður. Hafa þær kröfur, sem Þjóðleikhúsið gerir til sjálfs sin , ef til vill minnkað á einhvern hátt? „Gagnrýnendur hafa i skrif- um sinum ólika viðmiðun, eftir þvi hvort verið er að fjalla um sýningu i Þjóðleikhúsinu eða til dæmis Nemendaleikhúsinu. Þetta er ekki óeölilegt, en hins vegar getur almenningur orðið æði ráðvilltur við listrænt mat, þegar svo virðist sem um sömu viðmiðun sé aö ræða, og lýs- ingarorð hafa ekki formerki. Við erum auðvitað ekki að beiðast undan málefnalegri gagnrýni, og stundum tekst sumum gagnrýnendum þaö lika, en ég Vil minna á, að þroskaöir listamenn þurfa ekki siður á hvatningu og jákvæðum skilningi að halda, en byrjendur og áhugafólk. En fræösla um þaö, að einhver leikari sé ólögu- legur á sviöi, nær til dæmis harla skammt. Þeir gagnrýnendur eru já- kvæðir, þegar af skrifum þeirra skin ást á leiklistinni sem slikri — löngun til þess að vel takist, án þess að dómgreindin blundi. Ég vildi mega kalla það meðskapandi hrifnæmi. Lökust er sú gagnrýni, ef menn kenna þess tóns, sem hlakki i þeim ef viðkomandi gagnrýnandi er ekki ánægður. Hvað kröfurnar snertir, hygg ég að hvorki ég, né samstarfs- menn mlnir um leikritaval, hafi breytt sjónlinum sinum, og visa ég i minu tilfelli til sautján ára ferils mins sem leikhússmanns, og ég vona að listafólkið I húsinu geri ekki minni kröfur til sin en áður. En að sjálfsögöu ber okkur að gera úttekt á hlut- unum, ef i ljós kemur að sýn- ingar ná ekki tilgangi sinum. Það hefur áður verið gert og þvi verður haldið áfram, kannski með breyttum aðferðum”. Getur það form, sem er á ráðningum leikara hjá Þjóöleikhúsinu, átt þátt í þeirri stöðnun, sem sumir þykjast merkja á starf- semi þess? Að spurningin sé frekar orðin um at- vinnumál leikara heldur en list? „Ég vil benda á fjölda sýn- inga undanfarin ár, sem ekki verða með neinni sanngirni kallaðar stöðnunarmerki. Til dæmis var fitjað upp á sýn- ingum i skólum og annars staðar utan leikhússins, sem öörum er nú mest hampað fyrir. Það er tiska sumra, að vilja að stofnanir staðni, en ég held að við höfum þvert á móti gert okkur far um fitja upp á ýmsum nýjum hugmyndum, annars- konar hlutum en reyndir hafa verið áður, einmitt til þess að vinna á móti slikum tilhneiging- um. Hvað ráðningar snertir hef ég oft áður lýst þeirri skoöun minni, að leikhúsi sé nauðsyn- legt að hafa ákveðið inn- ogút- streymi, einnig til þess að vinna gegn stöðnun, og mér virðist sú skoðun min eiga stöðugt meira fylgi að fagna”. Þú ert sem sé ekki ánægður með þetta form eins og það er núna? „Ég er ekki ánægður með það, og núna liggur fyrir ósk samstarfsnefndar milli leik- hússins og Leikarafélagsins um breytt form, sem gengur miklu lengra i átt viö minar hug- myndir um inn- og útstreymi en gamla fyrirkomulagið”. En gefur Þjóðleikhúsið ungu fólki nægilega mörg tækifæri;sumir kvarta yf ir því, að sjá sömu and- litin á sviðinu árum og áratugum saman? „1 vetur kemur fram i Þjóð- leikhúsinu á annan tug leikara af yngstu kynslóðinni. óskum um sérstaka samninga fyrir fólk, sem er að útskrifast úr skóla, hefur hins vegar ekki verið sinnt. Hvað snertir gamalkunnu andlitin: vilja menn varpa fyrir róða ýmsum fremstu lista- mönnum landsins, eins og Ró- bert Arnfinnssyni, Rúrik Haraldssyni, Herdisi Þorvalds- dóttur, Gunnari Eyjólfssyni, Kristbjörgu Kjeld, Helgu Bach- mann, Bessa Bjarnasyni, Guð- björgu Þorbjarnardóttur, Þóru Friðriksdóttur, Margréti Guð- mundsdóttur, Arna Tryggva- syni, Briet Héðinsdóttur, Er- lingi Gislasyni, Guðrúnu Stephensen, Sigriði Þorvalds- dóttur, Bryndisi Pétursdóttur, Baldvin Halldórssyni og Helga Skúlasyni, svo nokkur nöfn séu nefnd af þessum árgöngum, vegna þess að þau hafa oft sést áður? Ættum við ekki frekar að vera stolt af sliku mannvali og láta þau stöku sinnum finna til þakk- lætis okkar”? Hverju svararðu þeirri nær samhljóma fordæm- ingu, sem höfð er uppi um siðustu sýningu Þjóðleik- hússins, Nótt og dagur? „Samkvæmt reglugerð ber hver ieikstjóri listræna ábyrgð á þeirri leiksýningu sem hann tekur að sér. Ég svara þvi þess- ari gagnrýni, sem reyndar hefur öll ekki birst enn og er heldur ekki allskostar sam- hljóma, á nákvæmlega sama hátt og með aðrar sýningar hússins: Það er ekki i minum verkahring að koma á framfæri opinberlega einkunnagjöf til samstarfsmanna minna”. En ert þú persónulega ánægður með þessa upp- setningu? „Auðvitað hef ég mitt mat á öllum sýningum hússins, og það fer ekki endilega saman við mat allra gagnrýnenda, sem oft eru lika innbyrðis ósammála. Kannski fæ ég siðar tækifæri til að lýsa minum viðhorfum, en vil ekki gera það opinberlega nú”. Þú hefur talað um of- stæki einstakra gagnrýn- enda, en er ekki stað- reyndin samt sú, að ykkur er sýnt meira um- burðarlyndi, og það er farið um ykkur mýkri höndum, en tíðkast í leik- húsum erlendis? „Leikhúsmenn eiga erfiðara en flestir listamenn með að bera hönd fyrir höfuð sér og komið hefur fyrir, ef þeir hafa borið við að svara fyrir sig, að þeir hafa bókstaflega verið lagðir i einelti. Ég hygg að leikhúsgagnrýni hér sé á seinni árum orðin of óvægin, þannig að hún verði stundum beinlinis að atlögu að þvi sambandi, sem getur mynd- ast milli áhorfenda og flytjenda i leikhúsi. En ég vil lika taka það fram, að við erum ekki að biðja um neitt stöðugt blið- skaparveður, það má mikið á milli vera. Svo tekið sé dæmi, þá er mjög mikill munur á fram- setningu einstakra gagnrýn- enda á viðhorfum þeirra gagn- vart Nótt og degi. Nú, að þvi er ég þekki til gagnrýni erlendis, þá er hún að minnsta kosti viða sett fram af meiri fagþekkingu en við eigum að venjast hérna, og hafa leik- húsmenn oft á þetta bent”. Er hugsanlegt aö is- lenskri leiklist væri betur borgið ef Þjóðleikhúsið sem slíkt væri lagt niður, og f jármununum, sem til þess renna varið á annan hátt? „Ég hygg að fáir Islendingar muni i raun styðja þá tillögu, og flestir telja hana skref aftur á bak. öldugangur, sem óhjá- kvæmilegur er i leikhúsrekstri, breytir þar engu til eða frá. Að- sókn almennings i þetta leikhús, tii dæmis undanfarinn áratug, tekur þar af öll tvimæli”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.