Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 23
Laugardagur 6. desember 1980 23 Islenskir athafnamenn Bragi Einarsson i Eden. Allir þekkja það fræga fyrirtæki en færri manninn, sem stendur að baki athöfnunum. At- hafnaþrá, bjartsýni og dugnaður var eina veganestið og oft hefur Bragi og þau hjón, þurft aö beygja bakið á fyrstu árunum. Erfiðleikarnir létu ekki á sér standa, en ekki var bugast og árangur- inn blasir við. Helgi Eyjölfsson.byggingameistari. Hagsýni og dugnaður eru þungamiðja hans starfssögu. Honum hefur verið sú list lagin að framkvæma hlutina á hag- kvæmari hátt en aðrir og oft hefur hann gert það sem flestir töldu öfært. Má þar m.a. nefna byggingu verksmiðjanna á Djúpuvik og Hjalteyri, sem hann byggði við aðstæður sem vægast sagt voru ekki aölaðandi. En Helgi fann ráð viö öllum vanda og svo hefur verið um allar hans athafnir. Kristmundur Sörlason. Fátækur sveita- strákur af Ströndum. Byrjaði sinar at- hafnir i smáskúr, eftir ýmiskonar svalk á sjó og i landi. Hefur nú ásamt Pétri bróðursinum, komiðá fót umsvifamiklu fyrirtæki, Stálveri h/f, sem hefur fitjað uppá ýmsum nýungum. M.a. smiðað vél sem framleiðir is úr sjó og margt fleira mætti teija sem aðhafst er á þeim bæ. Aþreifanlegt dæmi þess, hverju vilji og dugnaður fær áorkað. Páll Friðbcrtsson forstjóri, Súganda- firöi. Hann er að segja má fæddur inni sitt hlutverk. Faðir hans var forustu- maður um atvinnumál og það hefur fall- ið i hlut Páls að halda uppi merkinu. Oft'' hefur verið þungt fyrir fæti, en nú hefur fyrirtækinu, sem hann hefur stjórnað, tekist að koma á fót einu best búna frystihúsi á iandinu og eignast nýjan skuttogara. Páll hefur átt þvi láni aö fagna að eiga ágæta samstarfsmenn og Súgfirðingar hafa staðið fast saman um sin atvinnumál. Soffanias Cesiisson, hefur nokkra sér- stöðu i þessum hópi. Hann byrjaði for- mennsku og fyrirvinnu heimilis i barn- æsku. Var um árabil afburðafengsæll skipstjóri. En hætta skal hverjum leik þá hæst hann ber. Soffanias rekur nú fiskvinnslufyrirtæki á Grundarfirði. Hefur átt i ýmsum brösum við kerfið, en ekki látiö undan siga. Temur sér ekki vil eða vol. Litrik persóna sem gaman er að kynnast þegar allt er undirlagt af böl- sýni og barlóm. Þorsteinn Matthiasson hefur skráð þessa þætti, af sinni alkunnu háttvisi. Honum er það helst til foráttu fundið að hann leitar fremur eftir því betra I fari sinna viðniælenda. Málshátturinn „Fár bregður þvi betra ef hann veit hið verra” er honum viösfjarri. Hann er ekki i nýtiskulegri ieit að ávirðing- um og hneykslismálum. Það er óhætt að f ullvrða að þessi bók er lærdómsrik og auk þess skemmtilcg og myndum pr>dd- Ægisutgáfan Húsgagnaverslun Guðmundar Smiðjuvegi 2 — Kópavogi Opið í dag til k/. 16.00 Húsgagnasýning á morgun — sunnudag kl. 15-18 800 fermetra sýningasalur með úrvali af húsgögnum á góðu verði með greiðsluskilmcilum, sem flestir ráða við Það er komin ný plata hjá Samhjálp METSÖLUPLATA? Fíladelfíukórinn undir stjóm 'Ama Arínbjarnarsonar, Ágústa Ingimarsdóttir og hljómsveit Allur ágóði af plötunni rennur til hjálparstarfsins Platan fœst í afgreiðslu Samhjálpar, Hverfísgötu 42 — Opið 1-6 Sunnudagskvöldið, þann 7. des. klukkan 20, verður Samhjálparsamkoma í Fíladelfíu, Hátúni 2. Þar syngur kórinn lög af plötunni, og Ágústa Ingimarsdóttir syngur einsöng. Einnig verða ávörp og almennur söngur. Stjómandi samkomunnar verður óli 'Agústsson, og eru allir hjartanlega velkomnir fíunhjálp r NY

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.