Vísir - 06.12.1980, Side 8
8
VtSIR
Laugardagur 6. ,de,s.e.niþei:-1980
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Davfó Guómundsson.
Ritstjórar:
ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snadand Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frótta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Amrhendrup, Arni Sig-
fússon, Frlða Astvaldsdóttir. Gylfl Kristjónsson. Illugi Jökulsson. Kristfn Þor-
steinsdóttir. Páll Magnússon, Svelnn Guðjónsson. Særr.undur Guðvinsson. Þórunn
Gestsdóttlr. Blaðamaður á Akureyri: Gfsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L.
Pálsson. Sigmundúr ð. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elfn Ell-
.ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson. Kristján Ari Efnarsson. Útlitsteiknun: Gunnar
Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifinaarstiöri: SiourAur R. Féturuofl.
Ritstjóm: Slðumúli 14, slmiðóóll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Sfðumúla 8,
slmarSóóll og82240. Afgreiðsla: Stakkholti2—4, sfmi Sóóll.
Askriftargjald kr. 7.000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 350 krónur eintak-.
ið. Visir er prentaður i Blaðaprenti hf.,Siðumúla 14.
Góö vísa um meginverkefni
Sérfræðingar OECD hafa sent frá sér nýja skýrslu um efnahagsmál á tslandi og telja
meginverkefnið að stöðva visitöluskrúfuna. Hætt er þó við að þeir þurfi að kveða þá
visu alllengi enn áður en ráðist verður i slikt.
Stofnun er nefnd Efnahags- og
þróunarstofnunin, OECD. Hún
sendir reglulega frá sér skýrslur
um efnahagsástand í aðildarrikj-
um sínum og horfur í þeim efn-
um. Þar á meðal eru gefnar út
slíkar sérfræðingaúttektir um ís-
land, og var sú nýjasta send f jöl-
miðlum, í vikunni.
Fátt er þar um patentlausnir á
efnahagsvanda okkar en sér-
f ræðingarnir virðast aftur á móti
enn halda fram sama gamla
aðalatriðinu varðandi vandann í
efnahagsmálum og segja:
,,Meginverkefnið á sviði hag-
stjórnar hlýtur að vera að koma í
veg fyrir óheftan víxlgang verð-
lags og launa, sem ella kynni að
færast í aukana í kjölfar ný-
gerðra kjarasamninga. Með til-
liti til hinna öru verðlagshækk-
ana, sem nú hafa orðið, virðist
Ijóst að öflugra aðgerða er þörf.
Viðnám gegn verðbólgu kallar á
ákveðnar aðgerðir bæði á sviði
verðlags og launamála".
Sérfræðingar OECD eru sýni-
lega þeirrar skoðunar að góð vísa
sé aldrei of oft kveðin, en hætt er
við að þeir verði að endurtaka
þessa vísu í nokkrum næstu ef na-
hagsskýrslum sínum fyrir ís-
land, áður en nokkrar líkur eru á
að farið verði eftir henni hér.
Þótt hver stjórnmálamaðurinn
eftir annan lýsi yfir að berjast
þurfi gegn verðbólgunni og rjúfa
þurfi víxlverkun kaupgjalds og
verðlags geta menn ekki komið
sér saman um hvernig skuli gera
þetta og á því strandar. Sú ríkis-
stjórn sem nú situr að völdum er
aðgerðalítil. Hún þykist hafa
verið að athuga og undirbúa
feiknamiklar ef nahagsaðgerðir
allt frá því að hún settist í stól-
ana, en ekkert gerist. Alls konar
ráðherranef ndir og efnahags-
málasérf ræðinganef ndir eru
settar á stofn og talað er drýg-
indalega í f jölmiðlum og þingsöl-
um, en allt kemur fyrir ekki.
Engar efnahagsaðgerðir eru
gerðar.
Vissir ráðherrar lýsa yfir því
fyrir upphaf hvers nýs vísitölu-
tímabils, að þeir horf i með hryll-
ingi til þeirrar holskeflu hækk-
ana, sem fylgja muni í kjölfar
vísitöluhækkananna, — en á þeim
þrem mánuðum, sem líða milli
þeirra fer úr þeim hrollurinn og
lítið heyrist frá þeim um sinn,
eða þar til næst er komið að
hækkanabylgju samkvæmt
almanakinu.
Það sér aftur á móti hver heil-
vita maður, að vísitölubæturnar,
sem reiknaðar eru út á þriggja
mánaða fresti, eru til komnar
vegna þeirra hækkana sem orðið
hafa á vörum og þjónustu í land-
inu mánuðina á undan og þær síð-
an tilkomnar að hluta til vegna
vísitöluhækkananna, sem á-
kveðnar voru þar á undan. Það
þýðir því ekkert að vakna upp
með andfælum á þriggja mánaða
fresti og sofa svo á verðinum á
milli. Það leysirengan vanda, og
þaðættuþeir, sem í ráðherrastól-
unum sitja að vita jafnvel og
efnahagssérfræðingar bæði í
Reykjavík og París.
„Meginverkefnið á sviði hag-
stjórnar hlýtur að vera að koma í
veg fyrir óheftan víxlgang verð-
lags og launa" sögðu þeir OECD
sérf ræðingarnir, sem til var vitn-
að hér á undan, en spurningin er,
hvenær ráðamenn þori að takast
á við þetta verkef ni, og hvort þeir
hafi dug í sér til að Ijúka því,
jafnvel þótt móti blási, frá þeim
aðilum, sem ekki virðast skilja,
að verðbólgan veldur launafólki
meira tjóni, en nokkrum öðrum
og étur upp kaupmátt sífelldra
krónutöluhækkana.
71
á förnutn vegi
AF MISSKILNINGI
Varöar mest til allra orda
undirstadan sé réttlig fundin
Varðar mest til allra orða
undirstaðan sé réttlig fundin,
I segir i frægri visu i frægu kvæði
| eftir frægan munk. Mestu skipt-
I ir að grundvöllur allra orða sé
5 réttur, skildu menn þetta lengi
I vel. Allt, sem menn segðu,
| skyldi á traustum grunni reist,
_ en ekki byggt á eintómum mis-
I skilningi. Nú hafa menn komist
I að þeirri niðurstöðu að þetta sé
misskilningur. Orðið undirstaöa
I i Lilju muni merkja skilningur,
| en ekki grundvöllur, og Ey-
steinn segi þvi: Það skiptir
mestu um allt, sem sagt er, að
■ það skiljist rétt. Hann reyndi að
forðast ofnotkun „hulinna forn-
| yrða”, af þvi að hann hélt að
■ hún kynni að „dvelja skilning”
manna, valda misskilningi. Og
svo hafa menn um aldir misskil-
ið hvað snillingurinn var að
segja til þess að forðast mis-
skilning!
Misskilningur hefur enda haft
hinar verstu afleiöingar. Mér er
■ kennt að menn bafi jafnvel háð
styrjaldir vegna misskilnings,
I en hitt er lika vist, að of mikið
| kann að vera gert úr nauösyn
þess aö menn skilji hvor annan
I til fullnustu, að minnsta kosti i
■ orði, á förnum vegi mannlegra
samskipta.
Grandvar og glöggur mál-
■ flutningsmaður varði pólskan
sjómann i barnsfaðernismáli.
■ tslensk stúlka kenndi honum
krakka, en hann neitaði. Vörn
sina byggði lögmaðurinn á þvi
meginatriði, að óhugsandi væri
að stúlkan og sjómaðurinn
hefðu skilið mál hvort annars.
Af þeirri ástæðu einni gæti ekki
komið til álita að samband
þeirra hefði orðið svo náið, að
leitt hefði til getnaðar nýs lifs.
Verjandi Pólverjans gerði
ekki mikið úr þessu. Hann sagði
sem svo að stúlkan og sjó-
maðurinn myndu í þetta sinn
hafa talað það alþjóðamál sem
dygði til fullkomins skilnings,
þegar til slikra samskipta kæmi
sem þarna hefðu valdið mála-
ferlum.
Sækjandanum fipaðist nú
mjög og varð svo miður sin, að
hann kallaði til með leynd
nokkra þá, sem hann treysti vel,
og spurði, hvort það gæti virki-
lega verið, að alþjóðamál, slikt
sem andmælandi hans hefði
nefnt, væri i raun og veru til.
Ráðgjafar hans töldu ekki ör-
vænt um það. Hinn grandvari
lögfræðingur gafst upp og sagði
vörn sina fyrir hönd hins er-
lenda sjómanns hafa byggst á
misskilningi, og stúlkan fékk
sér að sjálfsögðu tildæmdan all-
an rétt i þessu barnsfaðernis-
máli.
Misskilningur er, sem betur
fer, ekki alltaf svona örlagarik-
ur. Stundum getur hann jafnvel
skemmt okkur litið eitt. Ég skil
Bil-æti!
nú vel orðið bað, en ég veit ekki
hvað þetta mull er, sagði maður
nokkursem var að velta þvi fyr-
ir sér hvernig orðið baðmull
væri til komið. Fyrir öðrum
þvældist lengi orðið bilæti sem
sjá má i gömlum islenskum
bókum i merkingunni mynd, t.d.
þar sem lýst er aðförum sið-
skiptamanna hér á landi á 16.
öld. Maðurinn rýndi, i langvar-
andi skilningsleysi, á þetta
skringilega orð, en svo gerðist
undrið. Dyr skilningsins lukust
upp á gátt, hann sá orðið i nýju
ljósi, bil-æti, og sagði sigri hrós-
andi: Auðvitað er þetta bensin!
Stundum kann misheyrn að
valda misskilningi. Nokkrum
sinnum hef ég séð skrifað að
koma eins og skrattinn úr
sauðalæknum, og sungið hefur
verið:
Æ, breið þú blessun þina
á barnaskóna mina.
Þegar ég heyrði i æsku minni I
ekki betur en svo:
Brosir veröld viða,
veður lagsins bliða,
þá hélt ég að fólkið væri að I
syngja um sönginn sjálfan og
fann hvernig bliða lagsins kom ,
vaðandi til min. Og ekki gat ég I
betur heyrt en sungið væri:
Fleygir burt gullhörpu
fossbúinn grár, I
fellir nú skóggyðja
iðjagræntár, I
og ég fór að skæla lika, þangað I
til ég las á bók, að þetta átti að ■
vera: Fellir nú skóggyðjan iðja- 1
grænthár. Þá hætti ég að skæla. |
Gyðja meðgrænt hár mátti fella i
hvað sem var án þess að ég '
viknaði framar.
Hitt verður kannski ekki beint ,
flokkað undir misskilning, lik- ■
lega fremur misminni og nú- I
timalegt lifsviðhorf, þegar ung-
lingur i skóla hjá vini minum I
endursagði kunna heilræðavisu |
eftir Hallgrim Pétursson með
þessum eftirminnilega hætti: |
Hafðu hvorki hár né sport,
hugsa um ræðu mina.
Elskaðu guð og hafðu það ■
gott
viijirðu gott barn heita.
2.12.’80