Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 13
Van Morrison — Common One Warner Brothers BSK 3462 Van Morrison er einn þeirra listamanna sem eiga sér ákveðinn hóp stuðningsmanna og þó sá hópur sé ekki mjög stór, þá fer hann ört vaxandi. Hverri nýrri plötu frá þessum merka tra er fagnað af aðdá- endum hans enda bregst hann sjaldnast vonum þeirra. Það er blúsinn, soulið og jazzinn sem ráða ferðinni á þessari plötu enda er það sú tónlist sem Morrison ólst upp við. Tilfinningin er mjög rik i lögunum 6 en best þykja mér lögin „VVhen Heart is Open og „Satisfied”. Blásararnir Mark Isham (trompet, flugelhorn) og Pee Wee Ellis (sax, flauta) gefa lögum þessum mikla dýpt,sér- lega þó When Heart is Open sem er annað 15 minútna lagið á plötunni. Einnig er einfaldur orgelleikur John Allair í Satis- fied mjög áleitinn. Van Morrison er góður söngvari með sérstæða rödd sem hefur haft áhrif á margan tónlistarmanninn og i heild er Common One mjög góð plata sem vinnur vel á. Það sem mér finnst draga úr gildi hennar er notkun strengja- sveitar sem vel hefði mátt missa sig og reyndar er ég þeirrar skoðunar að strengir eigi yfir höfuð ekkert erindi inn á plötu sem þessa, þar sem tilfinningin og einfaldleikinn ráða ferðinni. J.G. John Lennon og Yoko Ono — Double Fantasy Geffen Records GHS 2001 Hver hefur sinn kross að bera. Við aðdáendur Lennons verðum að láta okkur það lynda að hann er samlimdur kerlu sinni sem meðal annars kemur fram i þvi að skipta þessari plötu bróðurlega á milli sin og koma sjö lög i hlut hvors. Bót er i máli að þau hjónin semja ekki lögin saman. Lennon hefur siðastliðin sex ár helgað sig fjölskyldunni og haft litil afskipti af tónlist. Hvorutveggja kemur glöggt fram á plötunni. John er einlægurog heiðarlcgur i sinni tónlist og slær hér á fina strengi sem fyrr, einkum i laginu „Watching The Wheels”, — og reyndar einnig i „Women” Og þegar litið er á hans skerf i heild til þessarar plötu trúi ég ekki að nokkur unnandi hans geti verið óánæfjur. Yoko kemur á óvart. Hún hefiír augljóslega iekið miö af þróun rokktónlistarinnar, t.a.m. eru greinileg Lenu Lovich áhrif i „Give Me Something”. Hún er aftur á móti enginn jafningi Lennons á tónlistarsviðinu en textar hennar eru glúrnir og hug- myndir ekki galnar. En röddin eins og i breima ketti. —Gsal Split Enz — True Colours A & M AMLH 64822 Nýsjálenska hljómsveitin Split Enz var i fyrstu 8 manna band sem starfaði i Ástraliu og vakti athygli þegar Phil Manzanera úr Iloxy Music stjórnaði upptökunum á fyrstu plötu þeirra. Þegar tveir aðal- menn Split Enz, Phil Judd og. Jonathan Chunn hættu árið 1978 lá viö upplausn hljóm- sveitarinnar en meðlimirnir yfirgáfu Bretland þar sem þeir höfðu starfað um skeið og héldu til Astraliu og hófu að skapa nýjan farveg fyrir tón- list sina. Forsprakkinn og gitar- leikarinn Neil Finn semur nokkur laganna á True Colours en bróðir hans söngvarinn Tim Finn semur flest hinna laganna. Þetta eru hress og létt popplög með hæfilega miklum húmor til að maður tekur eftir þeim. TLag- linurnar eru gripandi og stundum er engu likara en maður hafi heyrt lögin áður án þess þó að hægt sé að rekja þau beint til annarra laga- smiða nema ef vera skyldi lagið What’s the Matter With You. Þetta lag gæti allt eins verið úr tónsmiðju Lennons og McCartneys og einnig koma fyrir stef á fleiri stöðum sem niinna á Bitlana. Bestu lög plötunnar eru Shark Attack, What's The Matter With You og Nobody Takes Me Seriously. True Colours er ágætis poppplata frá einni vinsælustu hljómsveit andfætiinga okkar. —JG 8.0 7.0 Laugardagur 6. desember 1980 Vinsœlar hljómplötur UTGAFAN Sími 96-22111, P.O. Box 263, Akureyri 13 , Fjölskyldu- skemmtun með Gosa -í hádeginu alla sunnudaga Enn fer Gosi á kreik í VeitíngabúSinni. Hann er farinn að hlakka til jólanna þótt hann reyni að vera rólegur. Nú kemur kór Flataskóla í heimsókn og syngur jólalög undir stjórn Guðfinnu Dóm. Kristín Guðmundsdóttir leiðbeinir um gerð jólaföndurs. Loks býður Gosi öllum í bíó og sýnir eldvarnarmynd auk gamanmyndanna. inaiseoiii. Rósenkálssúpa kr. 750 Lambakótilettur með blómkáli kr. 4.300 Djúpsteikt ýsuflök með remoulaðisósu kr. 3.200 Rjómaís með perum kr. 1.050. Verið velkomin Barnarúm Stærð: 60x120 cm. Stærð: 70x140 cm. Þingholts- stræti 6 Sími 29488

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.