Vísir - 06.12.1980, Side 26

Vísir - 06.12.1980, Side 26
26 VÍSLR Laugardagur 6. desember 1980 Við mæltum okkur mót á fullveldisdaginn, Bubbi og ég. Bubbi Morthens er rétt að segja einhver frægasti maður landsins, hann hefur verið sjálft vorið i is- lenskri rokktónlist og hlotið slíkt lof að þess munu vart finnast dæmi hliðstæð. Sjálfur segist hann stundum þurfa á ö11- um sinum styrk að halda til þess að halda sig á jörð- inni. „Ég er ekki alveg sáttur við það hól og þann meðbyr sem við höfum fengið", segir hann. „ Auðvitað er ég ánægður með að fá góða dóma, en sá sem ailtaf hækkar flug- ið hlýtur einhvern tima að hrapa. Við ætlum að reyna að fara til útlanda eftir áramót, byrja á botninum aftur og berjast fyrir til- veru okkar. Þannig getum við haldið áfram að þrosk- ast". Nýlega kom önnur breiðskifa á markaðinn. Um svipað leyti i fyrra var hann algerlega óþekktur. Hvar var hann þá og hvað hafði hapn fyrir stafni? ,,Langaói aó taka rokkið fyrir*’ „Fyrir akkúrat ári siðan var ég nýhættur i loðnubræðslu niöri Orfirisey, hætti um miðjan nóvember. bá tók ég þessa ákvöröun að skella mér i rokkið. Ég var búinn að gæla við hug- myndina lengi, spekúlera mikið < ogvarlengi að gera upp við mig, hvort ég ætti að reyna við rokkið eða ekki. Ég var búinn að spila lengi á kassagitar, en mig langaði alltaf að taka rokkið fyrir. í janúar var ég staðráðinn i að gera plötu, hafði slegið vixillán í'bönk- um og þá hitti ég Mike og t)anny (Pollock, gitarleikara Utangarðs- manna) og bað þá að hjálpa mér. Upphaflega átti platan að vera eitthvað i stil við Hörð Torfa, svona akústikk þjóðlagafilingur. En þetta breyttist þegar inni stúdióið kom. Það tók mig fjöru- tiu tima að fatta hvað það er i raun og veru, og einföldustu hluti, eins og til dæmis hvernig á að syngja i mikrófón, varð ég að læra. Maður vissi ekki neitt. Við tókum upp æðislegan helling af efni, ýmsir vinir og kunningjar komu og kiktu við til þess að spila og spjalla, það endaði með þvi að þetta varð eitt stórt partý og æðislega gaman”. ,,Er ekki dýrt að halda partý i stúdiói?” „Jú, en ég slapp vel frá þvi. í dag gæti ég gert plötu eins og ts- bjarnarblúsinn á fjörutiu timum. Sú plata varð að öllu leyti til i stúdióinu ef undan eru skilin akústikk lögin og timarnir fóru aðeins yfir hundraðið. Stórt cgó Utangarðsfnenn spiluðu fyrst opinberlega 29. mars og siðan höfum við spilað um niutiu skipti. Ég legg miklu meira uppúr þvi að spila fyrir fólk en gera plötur. Ég er þannig týpa, ég hef stórt egó og nýt min þvi best á sviði. Ég fæ útrás fyrir ákveðnar tilfinningar, sem ég flika kannski ekki dags- daglega. Þetta er auövitað lika dálitill leikur og það koma skringileg atvik upp.sérstaklega milli min og Mikka. Við fáum góðar undirtektir i bænum, en þegar við erum komnir tiu kilómetra út fyrir bæjarmörkin er þetta orðinn bar- dagi, bardagi um að fá fólkið til að hlusta eða hreinn og klár bar- dagi þar sem slegist er með hnú- um og hnefum. Margir eru auð- vitað meö á nótunum en aðrir kvarta undan miklum hávaöa, ofsalegri keyrslu og þvi að það nái ekki aö dansa við lögin”. ,,Sá sem alltaf hækkar flugiö hlýtur einhvern* tima aö hrapa ’ Gunnar Salvarsson ræöir viö Bubba Morthens Fyrsta plata Bubba kom út snemmsumars, hét Isbjarnarblús og var Bubbi einn skrifaður fyrir henni. Fyrsta plata Utangarðs- manna kom út á dögunum, Geislavirkir að nafni, en i milli- tiðinni hafði fjögurra laga plata með Utangarðsmönnum komið út. Ég bað Bubba að lýsa þeim tónlistarlega mun sem væri á stóru plötunum tveimur. „ísbjarnarblúsinn var mjög akústikk plata, áberandi þjóð- lagafilingur og ýmsir gamaldags taktar. Þær ægir raunar öllum andskotanum saman vegna þess að ég hef tekið fyrir allra hand- anna tónlistarstefnur. Þegar ég byrjaði að hlusta á tónlist spilaði ég ekkert nema djass. Svo kom Dylan og Donovan, — og þetta var minn fyrsti skóli i tónlist. Svo gerðist ég algert djassfrik, en fékk um siðir algert ógeð á djassi, nema þeim gamla góða fyrir siö- ari heimstyrjöldina. Svo kom rokktimabilið, þá var ég allur á kafi i „heavy metal” hljómsveit- unum, Zeppelin, Purple og fleiri góðum grúppum uns þar kom, að ég heyrði plötu með Chuck Berry. Þá heyrði ég fyrst þá tónlist sem mig langaði til að gera. Utangarðsmenn eru einnig undir mjög sterkum áhrifum frá nýbylgjutónlistinni og þar er hlutur bræðranna, Mike og Danny, mjög mikill. Þeir eru að mörgu leyti vitaminið hvað spilierið snertir. Þeir eru mjög meðvitaðir um það hvað þ.eir vilja spila, tónlistin er i blóðinu, fæddir rokkarar i Bandarikjunum og hafa hlustað á allar stóru stjörnur rokksins á hljómleikum. Auk þess eru þeir útpældir blúsarar og hafa heyrti mörgum snjöllustu blúsur- um sögunnar. Hér heima er maður aftur á móti einangraður og plötur gefa bara ákveðin áhrif sem gefa ekki það sama og sjá viðkomandi artista á sviði. f einu lagi á nýju plötunni, „Barnið sefur” má heyra greinilega Clash-áhrif, enda samið viku eftir Clash hljómleikana. Annað er rokktónlist með einhvers konar reggaefiling, sem við höldum að sé reggae. Gamlir slagarar meö nýju energii Ein ástæðan fyrir þvi að við höfum verið að spila svona mikið er sú, að við viljum ryðja braut- ina fyrir aðrar hljómsveitir svo þær geti komið fram með frum- samda tónlist, gera hljómsveitum það kleift að spila sina eigin tón- list, hvort sem dansa má eftir henni eða ekki. 011 rokktónlist er þess eðlis að það ,má hreyfa sig eftir henni hafi menn tilfinning- una. Viðerum að vona að með þvi að spila og spila og spila þá muni fólk fyrr en seinna gera sér grein fyrir þvi að þetta er ekki loftbóla — við getum verið loftbóla enn — þvi rokkið lifir! Svo eru sumir að tala um að við séum pönkarar! (Hann hlær). Það var meðal ann- ars farið þess sérstaklega á leit af hálfu starfsfólks Óðals eftir blaðamannafundinn um daginn, að við pönkararnir yfirgæfum staðinn! Sjálfum er mér hins veg- ar persónulega alveg sama hvort ég er kallaður pönkari eða ekki. Við erum samt miklu frekar rokkarar, við spilum gamla slag- ara með nýju energii. Mikil og hástemmd umræða um gildi texta Bubba Morthens hefur farið fram að undanförnu, eink- um á siðum Þjóðviljans. Hvaö finnst Bubba sjálfum um þá um- ræðu? Skammdegis- þunglyndi i menningar* vitunum „Ég segi nú bara eins og merkur rithöfundur, Oscar Wilde, sagði eitt sinn: „Það er allt i lagi, svo fremi þeir bara tali um mig”. — Ég er búinn aö brosa mikið að þessu. Hins vegar finnst mér þetta merkilegt að þvi leyti að þetta er i fyrsta sinn, sem is- lenskur dægurlagahöfundur er tekinn og skilgreindur sem skáld. Og mér finnst merkilegt að rokk- hljómsveit eins og við, sem kemur saman og spilar sér til ánægju, skuli fá slika umfjöllun. Við höfum að visu einhvern boð- skap fram að færa, en gefum okkur ekki út fyrir að vera skáld og viðurkennum að við skrifum ekki lýtalausa islensku. Ég hef aldrei ætlað mér að skrifa full- kominn texta vegna þess að mér er nákvæmlega sama hvernig textinn er samsettur meöan eitt- hvað úr honum kemst til skila. Þessi umræða i Þjóðviljanum ber lika vott um einhverskonar skammdegisþunglyndi i menn- ingarvitunum.þeir hafa þörf fyrir að fá einhverja útrás. Arni Björnsson hefur enda viðurkennt að hafa fundið upp á þessu til þess að ögra okkur. Þar mistókst hon- um að visu ætlunarverkið, hins vegar tók margt gott fólk upp hanskann fyrir okkur,sem er virðingarvert. Gagnrýnin á texta Bubba hefur einkum beinst aö umgjörö þeirra, Við viljum ekki hafa neitt á hreinu — annað en það að spila rokk” — Bubbi Morthens gúanórokkari heima hjá sér. Visismynd: BG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.