Vísir - 06.12.1980, Qupperneq 9

Vísir - 06.12.1980, Qupperneq 9
tátigáí-dsfgifr' '6. deádmb'éfr1 1980 VtSIR I Förusveinninn, setuliðid, togarafíotinn og kerfið Þegar litið er yfir tiðindi vik- unnar verður vist ekki hjá þvi komist að nefna atburði þá, sem tengdust máli förusveinsins franska, Gervasonis. Einhverj- ir, sem erfitt hafa átt með að tjá hug sinn með orðum tóku það til bragðs að brjóta rúður i skrif- stofum dómsmálaráðuneytisins og vildu með þvi sýna, að þeir sættu sig ekki við ákvörðun lög- legra yfirvalda dómsmála landsins. Þau höfðu ákveðið að senda úr landi þennan franska mann, sem formlega hafði verið neitað um landvist hérlendis, en komist hafði siðar inn i landið undir fölsku nafni og á fölsuðum skilrikjum. Hópur ungmenna, sem um tima töldust hafa farandverka- mann einn að leiðtoga sinum, sýndi i verki andúð sina á ákvörðun dómsmálaráðherra, og lagði undir sig anddyri og biðstofur dómsmálaráðuneytis- ins með miklum yfirlýsingum um það, að þar myndi hópurinn sitja þangað til orðið yrði við kröfum hans um að Gervasoni yrði veitt landvist hér. Áttu menn nú von á mikilli og langri setu og var meðal annars skýrt frá þvi i útvarpinu, eftir að setu- liðið hafði dvalist i ráðuneyti dómsmála i rúman sólarhring, að menn væru undir allt búnir og væru þegar farnir að gera ráðstafanir til þess að útvega sér jólatré ef þeir þyrftu að hreiðra um sig á þessum stað yfir jólahátiðina. Uppgjöf og ruglingur. Ungmennin voru látin af- skipalaus og var svo að skilja, að það væri hið versta sem hægt væri að gera hópnum, þar sem hann hefði helst viljað láta henda éSr út með lögregluvaldi f von um að næla sér i píslar- vættisstimpil. En irinanbúðar- menn i dómsmálaráðuneytinu eru ekki vanir að æsa sig upp eða flana að neinu. Þeir létu mannskapinn bara sitja. Og ekki leið á löngu þar til setuliðið gast upp, enda ráðu- neytisgólf ekki þægilegust gólfa og lítil von urn árangur. Þegar svo var komið, að stuðningsskeytin, sem dóms- málaráðherra höfðu borist voru orðin mun fleiri en baráttu- kveðjumar, sem sendar höfðu verið til fólksins. á gólfinu, sá það sér þann kost vænstan að standa upp, taka föggur sinar og yfirgefa ráðuneytið. Aður en það fór afhenti það fréttamönn- um yfirlýsingu þar sem sagði, aðaðgerðum væri hætt, þar sem hópurinn teldi að þær hefðu bor- iðþann árangur, sem hægt hefði verið að búast við. En hver var hann? Jú, ,,að knýja fram við- brögð og skýrari afstöðu i mál- inu” sagði f yfirlýsingunni. En ef eitthvað hefur skýrst þá er bað ákvörðun dómsmálaráð- herra, sem stendur óhögguð, og sömuleiðis afstaða alls almenn- ings, sem ekki virðist vera setu- liðinu i hag. Eftir tveggja sólarhringa setu var það lfka farið að ruglast i þvi hverju það var að mótmæla, enda sami hópur orðinn æfðari i að mótmæla öðru en ákvörðun- um einstakra ráðherra. Um það vitnaði söngtexti sá, sem hljóm- aði um sali ráðuneytisins, er blaðamenn komu þar á vett- vang að morgni fimmtudags: „Island úr NATO...” Ef eitthvaðer, þá litur helst út fyrir að þessir vinir og velunn- arar Gervasoriis hafi skaðað þann málstað, sem þeir hugðust styðja með aðgerðum sinum, og þjappað stuðningsmönnum dómsmálaráðherra saman. Stækkun flotans Eitt þeirra málá sem allveru- lega hefur verið fjallað um á siðum Visis að undanförnu er stærð fiskiskipaflotans og ekki sist stöðug stækkun hans. Þar hefur Vísir nú siðast beint athyglilesenda sinna að nýjasta afreki sjávarútvegsráðherra, samþykkt á kaupum skuttogara erlendis frá handa Þórshafnar- og Raufarhafnarbáum. Þessi skuttogarakaup hafa ekki sist vakið furðu vegna þess að sjávarútvegsráðherra hefur marglýst yfir af hálfu rikis- stjórnarinnar að til þess að koma í veg fyrir stækkun fiski- skipaflotans verði eitt gamalt skipað fara úr landi fyrir hvert nýtt, sem i hann komi. Slikt hef- ur ekki komið til álita i þessu sambandi. Augljóst ætti aftur á móti að vera að hvert nýtt veiði- skip sem bætist við flotann tak- markar einungis afla annarra skipa þegar sama aflamagn er til skiptanna. Flotann, sem nú er haldið frá þorskveiðum nærri ritstjórnar pistill Ólafur Ragnarsson ritstjóri skrifar svo til þess að Steingrimur Her- mannsson, sem tók við ráð- herrastól hans, kom á öldur ljósvakans i fyrrakvöld og taldi sig þurfa að svara ýmsu, sem Kjartan hefði sagt. Megintema Steingrims var að Kjartan hefði ekkert veriðbetri en hann sjálf- ur, vegna þess að Kjartan hefði leyft smiði á þremur skuttogur- um i sinni tið, eða jafnmörgum og Steingrimur þaðsem af væri hans eigin ferli. Svo kom hann með gömlu góðu klissjuna um það að hann væri sammála þvi að flotinn væri of stór, en erfitt væri aftur á móti að draga úr stærð hans. Já, það er svo sannarlega erfitt, þegar alltaf þarf að gera undartekningar frá reglunni, þar ráða mestu at- kvæðasjónarmiðin, sem opin- berlega eru nefnd byggöarsjón- armið. Kristján Ragnarsson, og undir það skal tekið hér. Sami leikurinn aftur. 1 ræðunni minnti Kristján á, að fyrir tveimur árum hefði hann gert að umtalsefni útgerð togarans Fonts frá Þórshöfn. Það, sem þá hefði verið sagt hefði farið eftir og menn hefðu gefist upp á útgerðinni, en hún hefði valdið þorpsbúum ómæld- um búsifjum. Tilurð þess skips hefði verið rakin til fyrir- greiðslupólitikur alþingis- manna og kommissara i valda- stofnunum f Reykjavik. Nú væri verið að hefja sama leikinn á .ný, keyptur hefði verið erlendur togari og ekki verið fylgt gild- andi reglum rikisstjórnar varð- andi fjármögnun þeirra kaupa, fimm mánuði á ári, verður þvi að binda lengur. í kyrrþey gegnum kerfið Fjármagnsfyrirgreiðslan vegna þessara umræddu skipa- kaupa er kapituli út af fyrir sig, þótt það mál verði ekki i' smá- atriðum rifjað upp hér. Pukrið i sambandi við útvegun ríkis- ábyrgðar fyrir meginhluta kaupverðs togarans , nær 3000 milljónum króna^sýnir að sigla hefurátt málinu i gegnum kerf- ið i kyrrþey og samtrygging allra pólitisku flokkanna kom togaramálinu i höfn. Varðandi það, hve mál verða misjafnlega stór eftir þvi, hvort einhver pólitisku flokkanna tel- ur sig hafa hag af þvi að blása þau upp, bentum við mönnum i leiðara hér i Visi á að bera sam- an mál Þórshafnartogarans og Flugleiðamálið. Eins og menn minnast eyddu rikisstjórnin og þingmenn hennar, einkum þeir rauðustu, óratima i að skoða fjárhagsstöðu Flugleiða á dög- unum, þegar ákveða skyldi, hvort veita ætti þvi fyrirtæki rikisábyrgð fyrir lánum upp á 6 milljarða króna. Aftur á móti var rikisábyrgð fyrir um þriggja milljarða láni vegna togarakaupa fyrir kjósendur á norðausturhorni landsins af- greidd með einu pennastrikl Ekki þurfti að bera það undir þingnefndir, biðja um skýrslur, bókhaldsgögn eða kveðja til yfirheyrslna þá aðila, sem ætla sér að gera út þennan togara, — eins og samviskusamlega var gert i Flugleiðamálinu. Ýmsir fjölmiðlar þöglir Og hve mikið rúm hefur þetta mál fengið i fjölmiðlum? Ekki hefur Ölafur nafni minn Grims- son breitt úr sér á sjónvarps- skjánum vegna þess, né heldur hinir áhugasömu rikisábyrgða- menn á fréttastofu útvarpsins ymprað á málinu til þessa. Mál- gögn allra stjórnmálaflokkanna hafa þagað um það þunnu hljóði og sömuleiðis hið frjálsa og óháða Dagblað. Fréttastofa Sjónvarpsins fjallaði aftur á móti um málið, en fyrst og fremst frá byggðar- sjónarmiði og var helst að skilja á talsmanni Framkvæmda- stofnunar i þeirri umfjöllun, að ef þessi kaup hefðu ekki komið til hefði orðið að flytja allt fólk norðausturhorninu til höfuð- borgarsvæðisins og ibúðir fyrir mannskapinn þar hefðu orðið miklu dýrari en togarinn... Þótt fréttastofa útvarpsins hafi ekki nefnt þetta togaramál var það þó á dagskrá i útvarp- inu nánar tiltekið i þætti Sig- mars B. Haukssonar ,,A vett- vangi” meðal annars með við- tölum við heimamenn, sem ekki voru sérlega hrifnir af þessari sendingu. Þá kom þar fram fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, Kjartan Jóhannsson, og taldi fráleitt að ráðast i þessi togarakaup, i stað þess að efla aðra atvinnustarfsemi á Þórs- höfn, þar sem væri slaki i afla tvo til þrjá mánuði á ári, eins og hann orðaði það. Skuttogarar og bátar Ýmis ummæli Kjartans urðu En það er heldur ódýrt hjá sjávarútvegsráðherra, að rétt- læta viðbótarkaup á skuttogur- um með þvi að bátaflotinn sé orðinn gamall og úr s_ér geng- inn. Þetta er hliðstætt þvi að landsmenn keyþlu hvern stóran vöruflutningabilinn eftir annan af þvi að litlir sendibi'lar væru að ganga úr sér. Útgerð slikra atvinnutækja byggist á gjörólik- um forsendum og afkastagetan er auðvitað ekkert svipuð. Fjölgun og hömlur Ekki er hægt að skilja svo við þessi mál, að ekki sé minnst á skelegga ræðu Kristjáns Ragnarssonar, formanns Landssambands islenskra út- vegsmanna á aðalfundi sam- bandsins, sem hófst i Reykjavfk um miðja vikuna. Þar fjallaði hann meðal annars um sifellda fjölgun fiskiskipa á sama tima og óbærilegar hömlur væru lagðar á rekstur þeirra skipa, sem landsmenn ættu fyrir. Þegar þeir sex togarar, sem nú væru i smiðum innanlands kæmusti gagnið, sagði Kristján að veiðibannsdögum myndi fjölga um 16 hjá þeim skipum, sem fyrir væru. Formaður LIU sagði að það væri ekki i' þágu sjávarútvegs- ins að þessi skip væru smiðuð og ljóst væri, að reksturinn myndi ekki standa undir greiðslu- skuldbindingum þeirra. Ætla yrði.aðgert væri ráð fyrir fjár- magniúr öðrum stað til greiðslu á þeim. „Fyrir útgerðina i land- inuer þessum skipum best kom- ið fyrir hér inni á Sundum eða annars staðar i góðu vari” sagði eða að skip skuli fara úr landi i þess stað. „Fyrirsjáanlegt er”, sagði Kristján að útgerð þessa skips getur aldrei gengið og á það eft- ir að valda ibúum þessa byggðarlags svo óbærilegum skaða, að erfitt er aðsjá hvernig þeir geta undir risið.” Þetta er mat forystumanns islenskra út- gerðarmanna. Hann hlýtur að vera manna fróðastur um tog- araútgerð i landinu. Ýmsir aðilar hafa látið i ljósi hliðstæðar skoðanir við okkur hérá Visi eftir að blaðið hóf um- fjöllun um togaraævintýri rikis- stjórnarinnar og kerfiskarla hennar, þar á meðal eru nokkrir Þórshafnarog Raufarhafnarbú- ar, sem smeykir eru um að við- bótarafli togara á þessum stöð- um verði til þess, að frystihúsin þar muni ekki iengur getað ann- að vinnslu á afla smábátanna sem þaðan eru gerðir út og sú útgerð muni þvi' leggjasí niður. Þeir, sem stóðu að kaupum nýja togarans, eöa eru fylgjandi þeim hafa verið iðnir við hring- ingartil okkar og ósparir á stór- yrðin jafnt á nóttu sem degi fyrirumfjöllunum þetta mál og kalla sliktofsóknir gegn þessum byggðarlögum og ibúum þeirra. Ef marka má orð Kristjáns Ragnarssonar væri nú réttara að tala um umhyggju en ofsókn- ir i þessu sambandi. Hvað sem þvi liður, er hætt við að þegar upp verður staðið muni þeir heimamenn, sem nú eru harð- orðastir i garð Visis fyrir að þegja ekki um málið, og aðrir, geta orðið sammála um að það orð, sem við notuðum i leiðara á dögunum um þessa ráðstöfun þingmanna og rikisstjórnarhafi verið réttnefni. Það var orðið bjarnargreiði. I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.