Vísir - 06.12.1980, Side 14

Vísir - 06.12.1980, Side 14
14 VtSIR Laugardagur 6. desember 1980 KJÖT I KRYDDLEGI Þeir veitingamenn á „Horninu’) Jakob og Guöni. Nýr matseöiíí á Horninu Þaö tiðkast nú i æ rikari mæli hér á landi aö farið er aö bjóöa upp á kryddlegið kjöt bæöi I versl- unum og á veitingastöðum. Kryddlegið kjöt eða marinerað er ekki vandasamt aö útbúa en þó þarf vissa natni ef vel á aö vera. Nauðsynlegt er að gæta fyllsta hreinlætis. Bester að geyma kjöt- ið i stál- eða glerskál. Misjafnt er hve kjötið þarf að liggja lengi i kryddleginum, allt frá nokkrum dögum niður i nokkra tima. Gott er og i sumum tilvikum nauðsyn- legt að nota vin i kryddlöginn. Það er staðreynd að vin er tiltölu- lega ódýrt krydd. Hægt er aö fá 1/2 flösku af vini fyrir 1500-1600 krónur. Hér kemur fyrst upp- skrift að kryddlegi sem upplagt er að marinera t.d. lambakjöt. Þetta magn passar fyrir 1 kg. af kjöti sem skorið hefur verið i bita. 1 löginn þarf: 2 dl. rauðvin 2-3 dl. vatn 1/2 matsk. timjan 2 hvitlauksrif 2 mulin lárviöarlauf 8-10 kornaf svörtum pipar 5 korn coriander Blandið öilu þessu saman og hellið leginum yfir kjötið. Látið kjötið liggja i þessu'm vökva i 6-10 tima. Kjötið er þvi næst steikt á pönnu. Upplagt er að hafa sveppi og hrisgrjón með þessum rétti. Hér kemur svo önnur uppskrift en i þessum kryddlegi er upplagt að marinera kjúkling. Það sem þarf er: 1 dl. Sherry 1/2 dl ólifuolia 1/2 matsk. sinnep (t.d. Slotts) 1/2 matsk. Worchestershire sósa 1 tesk. timjan 1 tesk. oregano 1/2 tesk. sojasósa 1/2 tesk. hvitlaukssalt salt 1/4 tesk. nýmalaöur pipar 1/2 laukur, fint saxaður öllu þessu er blandað saman. Stór kjúklingur er skorinn itvennt eftir endilöngu og settur i skál. Kryddleginum er hellt yfir. Lok er sett yfir skálina og hún sett i neðstu hilluna á isskápnum og látin vera þar i 4-6 klukkutima. Snúið kjúklingabitunum ööru hvoru. Þegartiminn er kominn er látið renna af kjúklingunum og þeir siöan glóðarsteiktir. Þeim er snúið 2-3var á meðan þeir eru undir grillinu og þeir penslaðir með kryddleginum. Kjúklingarn- ir mega ekki vera frosnir þegar þeir eru settir i kryddlöginn. Hér kemur svo uppskrift aö kryddlegi sem upplagt er að marinera nautakjöt i. Þessi upp- skrift er fyrir 1 kg. af nautakjöti: 1 dós tómatsafi H laukur, fint saxaöur 1 tcsk. merjam 1 rif af hvitiauk, smátt saxað 1 muiiö lárviöarlauf nýmalaöur svartur pipar Þessu er öllu blandaö saman og hellt yfir kjötið. Látið kjötið liggja i þessum legi i sólarhring. Nauðsynlegt er að snúa kjötbit- unum öðru hvoru. Kjötið þarf að geymast á frekar köldum stað, t.d. I neðstu hillunni i isskápnum. Þegar kjötið er marinerað þarf lögurinn helst að fljóta vel yfir kjötið. Hér hefur aðeins verið fjallað um marineringu á kjöti en auö- vitað má einnig marinera fisk og verður nánar fjallað um það siðar hér á Sælkerasiðunni. Þó að hér hafi verið birtar þrjár uppskriftir þá má marinera kjöt á ýmsa vegu. Það er þvi upplagt að fólk prófi sig áfram og ef þið eigið ein- hverja skemmtilega uppskrift að marineruðu kjöti þá ættuö þið aö senda Sælkerasiðunni uppskrift- ina. Verðlaun verða veitt fyrir bestu uppskriftina og eru þau boð á „SÆLKERAHATIÐ VÍSIS” sem haldin verður i byrjun næsta árs. Það er þvi um að gera að hefja tilraunirnar. Heimilisfang Sælkerasíðunnar er: Sælkcrasiöa Visis Siöumúla 14 105 Keykjavik Þá er nýr matseðill kominn i gagnið á veitingastaðnum „HORNINU”, sem eins og flestir vita er ekki aðeins veitingastaður heldur einnig listamiðstöð, þvi i kjallaranum eða i „Djúpinu” eru haldin Djasskvöld og myndlista- sýningar. Nú sýnir Thor Vil- hjálmsson i Djúpinu. Sælkera- siðan hefur enn ekki kannað mat- seðil Hornsins sem skyldi en þó er rétt að benda á nokkra rétti bæði nýja og aðra sem áður hafa verið á seðlinum. Lauksúpan vinsæla er enn á seðlinum, einnig sniglar, sem yfirleitt eru ljómandi. Sæl- kerasiðan vill benda á rétt nr. 3 á seðlinum, sem er „Zuppa Di Pesle” eða fiskisúpa með karrý og rjóma. Einnig er skemmti- legur rækjuréttur, „Rækjukokt- eill” áboðstólum. Rækjur i mint- sósu. Af aðalréttunum mætti nefna rétt nr. 10, sem er „Djúp- steiktur skötuselur með hvitvins- sósu og salati”. Réttur nr. 12 er ljómandi bragðgóður en það er „Gratin De Fruits De Mer” eða ofnbakaðir sjávarréttir með hvit- lauk og osti. Sá frægi réttur „Coq Au Vin” eða kjúklingur i rauð- vinssósu er á matseðli Hornsins. Ekki hefur þó Sælkerasiðan bragðað þann rétt. Annar réttur á matseölinum sem flestir þekkja er hin fræga „minútusteik” með kryddsmjöri og salati. Annar réttur sem velflestir þekkja er „Steak Au Poivre” eða pipar- steik. Réttur nr. 19 er hinsvegar ekki eins algengur en það er „grisakóteletta”, smurð með hunangi og steikt i smjöri. Um pizzurnar hefur áður verið fjallað hér á Sælkerasiðunni en um ábætisréttina er það að segja, að það er gleðilegt að sjá að bæði „Djúpsteiktur Camembert ostur” er á seðlinum en hann var einnig á þeim eldri og „Blandaðir ostar”. Ostar eru ljómandi eftirréttur. Sælkerasiðan vill mæla með ábætisrétti nr. 37 sem er „Melóna i Madeira” bragðgóður og friskandi eftirréttur. Mikill kostur við Hornið er að þar er hægt að fá kaffi sem hægt er að drekka, en á boöstólum er „Espresso” og „Cappuccino” kaffi ásamt „Café Latte”. Alls ekki vandasamt aö marinera kjöt Sítróna sem krydd Upplagt er að nota sitrónubörk sem krydd, t.d. i ýmisskonar pott- rétti og súpur. I berkinum er olia sem gefur matnum friskt bragö. Þó má ekki nota of mikið af sitrónuberki i mat þvi sitrónu- bragðið má ekki yfirgnæfa annað bragð. Agætt er að krydda kjúkl- ing með þvi að núa hann meö sitrónu, annaö hvort meö sltrónu sem skorin hefur verið i tvennt eöa með berkinum, sem áður hefur verið skafinn með hnif. Munið að þvo sitrónuna vel áður en hún er notuð. Nú er hægt aö fá I verslunum sitrónukrydd sem nefnist „Lemon TC Herb” og er það frá fyrirtækinu MC’Cormick. Þetta er ljómandi krydd i alls- konar kjö8og fiskrétti. Upplagt hö krydda t.d. kjúklinga .vi- ö :ntt. Reykingar og veitingar Það þarf vist ekki að taka það fram að þaö er óhollt að reykja. Þvi miður er það þó oft svo aö þeir sem ekki reykja veröa fyrir töluveröum óþæg- indum vegna þeirra sem reykja. Sælkerasiöan skorar á islenska veitingamenn að taka tillit til þeirra gesta sinna sem reykja ekki t.d. meö þvi að banna reykingar viö nokkur borö og reyna aö hafa sem besta lofræstingu i húsum sinum. Þegar sá sem ekki reykir er búinn að kaupa dýra og vonandi góða máltið, tekur til við að borða, þá hlýtur það að vera hvimleitt fyrir hann að vera að kafna úr reyk, frá þeim sem sitja i kringum hann reykjandi. Ekki má gleyma þvi að t.d. astmasjúklingar og ofnæmissjúklingar geta orðið alvarlega veikir af sigarettu- reyk.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.