Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 21
VÍSIR desember i Drápuhliöinni er enginn á ferli þegar ieigubíllinn stoppar fyrir utan hús núm- er fimm. Það er kvöld og Ijós í hverjum glugga ná- grannanna< hús númer fimm sýnist að mestu myrkvað. Kannski er þá enginn heima eftir allt saman. En svo er bjöllunni ansað og dálítill táningur býður mér að ganga inn, á stigapallinum tekur ung kona á móti mér. Hann er alveg að koma. Viltu ekki fara inní stofu? Jú takk. Stofan er fremur stór og undir einum veggnum hím- ir píanó/ gitar í svörtum umbúðum í nálægu horni. Skyldi hann vera músí- kant? Réttast að spyrja að þvi. Ég fæ mér sæti í sófay fyrir framan hann borð með blómavasa. Hinum megin i stofunni stendur borðstofuborðið og á þvi skjalabunki eða — bunkar. Á litlu borði i horninu eru líka skjöl. Unga konan sest inní stofu mér til samlætis og spjallar stundarkorn um daginn og veginn.svo opnast dyrnar og Svavar Gestsson félagsmála-/ heilbrigðis- og tryggingaráðherra og auk- inheldur nýlega kjörinn formaður Alþýðubanda- lagsins stikar röskum skrefum inn. Hann réttir mér snöfurlega höndina. Komdu sæll. Hvar eigum við að byrja? í fóstri hjá foreldrum Friöjóns — Viö skulum byrja á byrjun- inni, menn vita svo ósköp litiö um þig. Hvaðan ertu til dæmis? segja á húslestur, það var i Stóra- Galtardal. Þar bjuggu fósturfor- eldrar föður mins og ólafur sá Pétursson sem las húslesturinn var fæddur árið 1863 og var þvi ellefu ára þegar við fengum stjórnarskrána”. Svavar stekkur á fætur og dregur mynd ofan af veggnum, þar stendur hópur fólks fyrir utan burstabæ. „Þarna er Ólafur og þarna er faöir minn, hann var fimmtán ára þegar myndin var tekin. Fólkiö þarna i Dölunum það er gott fólk og svipmikiö. Ekki steypt allt i sama mót verðlagsgrundvallar landbúnaðarins”. Hann setur myndina aftur uppá vegg og fær sér sæti. Traustur áhang> andi Sjálfstæöis. flokksins — Þú fórst suður i skóla... ,,Já. Ég varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik þeg- ar ég var tvitugur, eins og lög gera ráð fyrir, en var raunar stopult i skólanum sjálfum. Ég var heldur blankur og haföi ofan af fyrir mér með þvi sem til féll, sild, bygg- ingarvinnu og þess háttar og var stundakennari á timabili, tók krakka heim i tima. Heim? Ja, ég var einn hér fyrir sunnan, i fyrstu bjó ég hjá frænku minni en siðan i diverse smáherbergjum hér og hvar um bæinn”. — Nú skulum við fara úti pólitík. Sósialisminn, aðhylltistu hann frá upphafi? ,,Nei, ekki get ég sagt þaö. For- eldrar minir voru að visu vinstri- sinnaðir og ég vissi svo sem af þvi en ég held aö það hafi ekki haft mikil áhrif á minar pólitisku skoöanir. Ég haföi hins vegar mik- inn áhuga á pólitík frá þvi ég var smákrakki, fyrstu kosningarnar sem ég man eftir voru bæjar- stjórnarkosningar i Reykjavik \ janúar ’52 en þá var ég sjö ára og fylgdist spenntur með útvarpsum- ræðunum. Steinunn á Breiöaból- stað geröi mig svo að traustum áhanganda Sjálfstæðisflokksins i nokkra mánuði en annars las ég Timann samviskusamlega meöan imÆ WÉMÉsmSÉM lega absúrd, ef maður með þennan bakgrunn hefði lent til dæmis hjá ihaldinu. Hann væri að vinna gegn sjálfum sér!” Og Svavar er grimmur á svip- inn. ,,Nú, við gengum sem sagt í Æskulýðsfylkinguna, Atli og ég. Þá var heilmikil umræða i gangi sem aðallega fór fram á loftinu á Tjarnargötu 20 þar| sem Sóslalistaflokkurinn hafði aðsetur, og smátt og smátt var ég orðinn sósialisti. Inn i það fléttaö ist svo lika andstaöan gegn hernáminu. Ég hafði reyndar fylgst með þeirri umræðu áöur, Frjáls þjóð kom vestur og ég las það blað stundum svo ég tók eftir hræringunum I þessu máli. Þetta var um sama leyti og vinstristjórnin 56-58 var við völd við færöum úti 12 milur og þaö var vissulega á dagskrá aö reka her- inn..." Svo allt i einu: ,,Þegar ég kom i MR fór ég á bólak.af i skólapólitikina. Ég til- heyrði róttækum hóp sem hélt vel saman en okkar grundvallar- sjónarmið var varðveisla is- lenskrar menningar. Menningar- arfleiöin skipti okkur út af fyrir sig meira máli en sósialisminn, stéttabaráttan, viö vorum mest að grauta i Sigurði Nordal og fornrit- unum. Þetta er dálitiö kostulegt vegna þess að mér virðist þeir krakkar sem nú koma til liðs við vinstrihreyfinguna hafa hugann meira við hina alþjóðlegu hlið, stéttabaráttuna og baráttu gegn heimsvaldastefnunni. Nú, ef ég á aö halda áfram að röfla i þessum dúr, þá sat ég stundum á Þjóö- skjalasafninu þegar ég var sextán, sautján ára ásamt mér fimm sinn- um eldri tóbakskörlum sem voru aö rannsaka kirkjubækur eða jarðabækur. Ég sökkti mér niður i ættagrúsk sem þótti mjög skrýtiö á þessum tima. Ég hef siöan reynt aö fria mig af þessu og þaö hefur gengið furðu vel! — Tilheyröir róttækum hóp, sagðirðu. „Namedropping” er svo ágætt. Hverjir voru I þessum hóp? „Auk min og Atla man ég i VÍSIR skynja sjálfan ráðherra!” — Var það ekki hálfu erfiöara vegna þess að þú varðst viðskipta- ráðherra? „Biddu við. Úr þvi að ég varð ráðherra á annað borð þá vildi ég sjálfur fara i viöskiptaráðuneytið. Þar var ég I návigi við þau þjóð- félagsöfl sem ég hafði td. barist gegn á Þjóðviljanum. Ég varð lika var við að kaupmönnum þótti þessi aðstaða ákaflega undarleg. Þau voru ansi kátleg viötölin sem ég átti við kaupmenn fyrstu mánuöina sem ég var viðskipta- ráðherra, þeir voru mjög á varð- bergi og álitu sýnilega að ég kynni ekki að leggja saman og þvi siður að draga frá! Nú, ef úti það er farið þá tel ég mig hafa sannað að ýmislegt af þvi sem ég hélt fram meðan ég var á Þjóðviljanum væri staðreynd,þá sérstaklega að innflutnings- verslunin er alltof dýr. Það liggur fyrir,óvéfengjanlega”. — Þjóðviljinn, mikið rétt. „Já. Ég byrjaði á Þjóö viljanum skömmu eftir stúdentspróf en svo af fullum kraftieftir að ég kom frá Austur- Þýskalandi. Náttúr— lega var ég lang« mest i pólitik, skrifaði þing- tfréttir, leiðara, \um verkalýðs- málogþess kháttar en , annars geröi \ég allt I sem til tféll. Ég ^held ég thafi Þjóðviljann en harðir flokks- menn”. — Var gaman á Þjóðviljanum? „Já, það var mjög gaman. Gott andrúmsloft. Einn kosturinn var sá að á Þjóðviljanum urðu menn að vinna mjög mikið sem ég álit mjög hollt. Sérstaklega ef maður lendir siðar i tveimur heldur en einu ráðuneyti... Jafnframt blaðamennskunni kenndi ég talsvert sérstaklega til að byrja með var i skólanum fyrir hádegi en fór niður á blað eftir hádegi. Hvað ég kenndi? Yfirleitt hvaðeina sem skólastjórarnir réttu mér. tslensku, eðlisfræði, meira að segja skrift, svo landa- fræði og bara dittinn og dattinn. Mér þótti gaman að kenna. Það var skemmtilegt að umgangast krakkana og Sér i lagi þá óþægu. Þegar ég byrjaði var ég litið eldri en nemendurnir og þeir voru ákveönir i að gera aldeilis ræki- lega út af við mig!” Hann brosir dálitið. „Þetta var oft harðsnúinn slag- ur. En ég kunni bara vel við krakkana”. — Nú ert þu orðinn ráðherra. Hvernig gengur að samræma hug- sjónirnar og baráttumálin við praxísinn i ráöuneytinu? „Jú, ég skil hvað þú átt við. Auö- vitað er ráðherradómur að tals- verðu levti pappirsverk. En — og hann verður ákveðinn á svipinn — „þetta er lika pólitik, þvi mega menn ekki gleyma. Ef ráðherrar hafa veriö lengi við völd eins og ráöherrar Alþýðuflokksins sem sátu i ein fimmtán ár minnir mig, er vissulega hætta á að þeir breytist i pappirstigrisdýr eða möppudýr eöa hvað þaö nú heitir og gleymi þvi að þeir eru kosnir pólitiskri kosningu og baráttumál- in skipti öllu máli. Hitt er lika laukrétt aö það gengur oft sorg- lega seint að koma hugsjónum sin- um i framkvæmd og stundum fylgja þessu dómadagsleiöindi. Maöur verður oft mjög óþolin- móöur”. ,,Þvi erum vid andvigir...” — Þitt pólitiska sælurlki,hvernig er það? löndin — bankar, framleiöslutæki, frystihús, togarar, þetta er allt að meira eða minna leyti i eigu rikis- ins eða sveitarfélaga, samvinnu- félaga og jafnvel verkalýðs- hreyfingarinnar. Hins vegar blómstrar hér milliliðastarfsemi og þjónusta og þarf ekki að nefna nema Flugleiðir, Eimskip... A móti þessum veika einkakapital- isma kemur svo að sjónarmið hans eiga voldug áróðursvopn, einkakapitalið ræður til dæmis stærsta blaði landsins, Morgun- blaðinu og þvi eru viðhorf neyslu- hyggjunnar orðin mjög rikjandi hér á landi, jafnvel hjá verka- lýðshreyfingunni, sem er mjög miður”. Ad veiöa ekki lax og spila ekki golf — Ekki geturðu verið á kafi i pólitik állan daginn. Attu þér ekki einhver sérstök áhugamál? Hann brosir breitt. „Ég er á bóla.bólakafi i pólitik allan daginn og öll kvöld! En ég les dálitið en þó minna en ég vildi. Nú er ég nýbúinn að lesaDóra lax og Steina frá Hamri. Áttu við hvort ég spili golf eða bridge eða fari i lax?” Hann brosir aftur. „Ég hef aldrei rennt fyrir lax, aldrei spilað golf og bridge kann ég ekki. Það átti einu sinni að kenna mér það, þegar ég var i brúarvinnu i gamla daga, en ég mun hafa sagt aldeilis kolvitlaust svo ég var rekinn frá borðinu. Og hef ekki snert á spilunum siðan... Nú, þegar ég á fri reyni ég aö vera heima hjá fjölskyldunni og krökkunum en eftir þvi sem ég hef meira að gera minnkar þaö gagn sem ég get gert á heimilinu. Ég er til aö mynda næstum alveg hættur að vaska upp: krakkarnir segja stundum aö ég sé að veröa jafn- erfiður og þau...” — Segðu mér eitt. Þin sósialisku viðhorf i menntaskóla/hafa þau staðist timans raun? „Sjáöu til. Þaö er oft sagt að Flokkurinn hafi færst til hægri.aö hann sé orðinn likari Framsókn, maður i Alþýðubandalaginu sagt. En viö höldum áfram að ganga meðan þörf er á, — erum ekki vit- und þreytt! ” Hliöarnar, bjart* syni, skemmti' legheit og dapurleiki — Eitt langar mig að vita. Eftir að þú varðst ráöherra ertu kominn á stóran bil.fluttur i góða ibúð i virtu hverfi og svo framvegis. Ertu farinn að samlagast þvi kerfi sem þú segist vera að berjast gegn? Hann þegir andartak. Segir siöan: „Ég vona ekki. Ég held að Hliöarnar spilli engum manni! Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir þvi að sú hætta er yfirvofandi að flokkur dragi dám af umhverfi sinu,glati sérkennum sinum og missi þar með sjónar á grund- vallaratriðum. Einu langar mig að koma að. Það er þetta svartagallsraus og svartsýniskjaftæði sem veður uppi i þjóðfélaginu. Sko, allt frá þvi ég man eftir mér hafa menn látið eins og hér sé allt á hvinandi kúpunni ogstefnandi beina leið til helvitis! Svona tal er að minu áliti stórhá- skalegt og alls ekki sannleikanum samkvæmt. Við höfum hér á Is- landi öll skilyrði til að lifa góðu lifi: við höfum óþrjótandi auðlind- ir þar sem eru fallvötnin.við höf- um tiltölulega gott félagsmála- kerfi, sérstaklega hvað varöar heilbrigðismál og við höfum nóga atvinnu. Hér býr gott og umfram allt duglegt fólk, mikið af vel menntuðu ungu fólki er að koma til starfa og þó verkefnin séu flókin þá eigum viö aö vera bjartsýn! — ekki láta hrakspárröfliö keyra okkur niður. Ég man eftir þvi aö einu sinni skrifaði Morgunblaðið mikið um þaö hvað sildin væri duttlungafull skepna, þess vegna þyrftum viö álver! En þaö er verö- mætasköpun fólksins i landinu sem allt veltur á og sú verömæta- sköpun er mikil og ltfskjörin þokkaleg. Við eigum að vera bjartsýn! En þaö er margt sem þarf aö bæta”. „Já — ég er ættaður af Vestur- landi, úr Dölum, Borgarfiröi og af Snæfellsnesi. Fæddist árið 1944 i Borgarfiröinum og bjó þar og i Dalasýslu þangað til ég varð fjögurra ára. Þá fluttist ég til Reykjavikur með foreldrum min- um og svo aftur vestur þegar ég var tiu ára. Foreldrar minir og systkin bjuggu á Fellsströndinni en sjálfur var ég tvo vetur viðloð- andi hjá henni Steinunni á Breiöa- bólsstað Þorgilsdóttur og Þóröi Kristjánssyni. Jú, alveg rétt, þau eru foreldrar Friðjóns Þóröarson- ar. Ég var i skóla hjá Steinunni en hún hafði verið einn vetur i kvennaskólanum fyrir sunnan og það dugöi henni tii að geta frætt fólk æ siðan. Steinunn er ákaflega fróðleikshús kona og mér fannst mjög gott aö vera hjá henni/fyrir nú utan hvað hún var góður kenn- ari. Þegar ég var þrettán ára fór ég suöur i skóla en ég á sterkar rætur fyrir vestan og þaö liöur ekki svo ár að ég fari ekki þangað vestur aö heilsa upp á ættingja mina og vini. Bróöir minn er bóndi I Dölum, ég á skyldmenni þar um allt og mér þykir afskaplega vænt um þann tima sem ég var þar sjálfur. Ég komst i snertingu við landiö og fólkið og ég lit á það sem mikla gæfu að hafa kynnst þar ýmsum fornum vinnuaöferðum: ég sló með orfi og ljá, dró torf úr flagi, tók mó og ég hlustaöi meira aö ég var fyrir vestan, Isafold, Vörð og þess háttar blöð. Þegar ég kom suður lenti ég svo inni i mikilli þjóðmálaumræöu sem endaði með þvi að ég gekk i Æskulýösfylking- una um 1960. Jón Baldvin sagöi I viötali við Visi um daginn að hann heföi gert. Atla Heimi að sósialista i lands- prófi. Aö visu tel ég að hlutirnir gangi ekki svona fyrir sig en engu aö siöur haföi góöur vinur minn mikil pólitisk áhrif á mig. Hann var mjög róttækur þegar vifi kynntumst, ég var þá þrettán, fjórtán ára, og viö töluðum mikið saman um stjórnmál. Um þetta leyti las ég Bréf til Láru i fyrsta. skipti”. — Hvaöa maöur var þetta? „Atli Magnússon sem nú er blaöamaöur á Timanum...” Að grúskaí ættfræöi meö tóbakskörlum Svo hnyklar Svavar brýnnar. „Annars var þaö ekki nema eöli- legt aö ég yröi sósialisti miöaö við allar aöstæður. Þaö hefði veriö órökrétt ef ég heföi lent annars staðar. Hvaða aðstæður? Jú, ég ólst upp um miöja öldina þegar sem mest var aö gera og er af al- þýöufólki kominn, kynntist kjör- um þess og umhverfi ákaflega vel. Það hefði veriö fráleitt, alger- svipinn eftir Mariu Kristjáns- dóttur, Júliusi Kristjánssyni, cand. mag., Sveinbirni Rafnssyni prófessor. Ólafi R. Einarssyni... Þaö voru fjöldamargir aörir. A þessum tima byrjaði lika kunningsskapur minn viö menn eins og Ólaf Ragnar Grimsson en honum kynntist ég vel og varö eftirmaður hans I forsetastóli mál- fundafélagsins Framtiöarinnar. Ég var reyndar utanskóla þegar kosningar fóru fram og starfaði viö aö bera út póst sem sumum þótti vist ekki sæmandi svo viröu- legu félagi sem Framtiðin var. Þvi var það aö nokkrir sómakærir latinugránar fóru af stað með undirskriftarsöfnun þar sem þeir reyndu meö afli fjöldans aö bola mér bréfberanum frá. Þaö tókst aö visu ekki. MR já, mér þótti þaö ákaflega forneskjuleg stofnun. „Mér er sagt að hún hafi litið breyst...” ,,Sennilega er ég hættulegur maöur...” Þú varst sem sagt oröinn harður sósialisti á menntaskólaárun- um...? „Sumir hefðu sjálfsagt oröað það svo”. — Hvað fólst i þessum sósialisma þinum? Nú gerist Svavar Ihugull á svipinn. Hann spennir greipar. . „Ja... Ég var búinn að grauta dálitið i marxisma, haföi lésiö það litla sem til var á islensku i þeim fræðum, las auðvitað Rétt og sat I leshringjum allan timann sem ég var i menntaskóla. Þaö sem hafði kannski mest áhrif á mig var —■ ef ég má nota svo hátiölegt oröalag — hugsjónin um frelsi verkalýðs- ins. Náttúrlega voru þessar hug- sjónir að ýmsu leyti einföldun en ég tel að enginn maöur geti lifað án hugsjóna”. Hann brosir. „Þar af leiðándi er ég sennilega hættulegur maður samkvæmt skilgreiningu Jóns Baldvins sem sagði i viðtalinu i VIsi að stjórn- málamenn sem heföu hugsjónir væru hættulegir og tók mig sér- staklega sem dæmi. Mér dettur ekki i hug aö neita þvi aö ég starfa eftir vissum grundvallarhugsjón- um og ég skil ekki hvernig stjórn- málamaður fer að þvi að vera án hugsjóna.ég skil það ekki!” Svo veröur hann aftur alvarleg- ur. „Ef ég á að halda áfram þá var baráttan gegn ameriska imperial- ismanum mjög rlkur þáttur I min- um pólitiska áhuga en á hinn bóg- inn þurfti ég aldrei neitt uppgjör við Sovétrikin og Stalin i huga mér, eins og henti nú marga á fyrri árum. Ég hafði ekki sveipaö Sovétrikin eða Stalin neins konar dýrðarljóma, leit á þessi fyrirbæri eins og hver önnur sem þyrfti að vega og meta”. — Þú vilt sem sagt ekki gera mikið úr marxismanum við mótun þins sósialisma? „Ja, marxisminn er dýrmætur grundvöllur sérhverjum sem eitt- hvaö hugsar um þjóðfélagið en ég er ekki þannig gerður aö ég frelsist endanlega við lestur ein- hverrar bókar eða verði fyrir opin- berun þegar ég hlusta á ræðuhöld. Það varsem sagt áhugi á íslenskri menningu og sögu og hugsjónin um frelsi verkalýðsins sem voru grundvöllurinn i minum sósialisma”. — Eftir stúdentspróf þá fórstu til Austur-Þýskalands? „Nei! Ég fór ekki til Austur- Þýskalands fyrr en I nóvember 1967 og var þar fram á mitt ár 68. Hugmyndin hafði veriö að stunda þar háskólanám en þegar til kom treysti ég mér ekki til þess. Mér likaði ekki andrúmsloftið i Austur- Þýskalandi og sú pólitik sem þar var rekin. Um þetta leyti gekk sem mest á I Tékkóslóvakiu og ég fylgdist meö þvi af miklum áhuga eins og reyndar allt ungt fólk i Austur-Þýskalandi og auðvitaö af mikilli samúð. Jafnframt fylgdist ég svo með baráttu stúdenta i Vestur-Berlin, en ég bjó i Austur- Berlin og fór oft yfir tjaldið. Þar i nóvember 1968 og tók ég sæti I fyrstu miðstjórn þess”. — Hvaö ætlaðirðu þér á þessum árum? Varstu þá þegar ráöinn I aö fara úti pólitik sjálfur? Svavar dregur við sig svarið/ hugsar málið en segir svo: „Ég held þvi nú fram að ég hafi aldrei sest niður einn góðan veöur- dag og sagt við sjálfan mig: Nú ætla ég að fara úti pólitik. Þaö geröist ekki þannig. Þetta gerðist smám saman og ég haföi aldrei hugsað mér neitt i þessu efni. Ég lenti út i þessu, má segja, tók aö mér ýmis verkefni fyrir hreyfinguna. — Já. Það er mjög algengt að forystumenn Alþýðubandalagsins tali svona. Þeir hafi bara lent úti þessu án þess að hafa gert nokkuð sjálfir til að stuöla að þvi aö kom- ast áfram. Er þetta ekki bara yfir- varp? „Ég held aö i öllum flokkum séu menn sem eru tilbúnir fil aö taka aö sér þau verkefni sem flokkur- inn eða hreyfingin felur þeim, en ég vona að þessir menn séu fleiri i okkarflokki en öörum. Flokksholl- ir menn eiga erfitt með að vikjast undan þeim verkefnum, burtséð frá eigin frama. Ég dreg til dæmis engá dul á að ég átti mjög erfitt með að taka aö mér ráöherraem- bætti i vinstri stjórninni 78/fyrst og fremst vegna þess aö ég átti i verulegum' erfiðleikum með að aldrei skrifaö um iþróttakappleik en að öðru leyti fór ég um allan skalann, skrifaði lögreglufréttir, þýddi myndasögur, teiknaöi siöur og setti mig rækilega inn i ciceró og punkta og tók meira aö segja myndir. Ef ég man rétt var ég vondur ljósmyndari... Nú! — 1971 þegar Magnús Kjartansson varö ráöherra og hætti ritstjórn Þjóöviljans varð ég ritstjóri. Það ár hættu einnig þeir ivar H. Jónsson og siöar Sigurður Guömundsson svo ég var einn sem starfandi ritstjóri i eitt og hálft ár. Siguröur veiktist illa og lést skömmu siöar fyrir aldur fram, hann var mjög mætur maður og góöur félagi”. — Er það ekki rétt sem sagt hef- ur veriö aö þú hafir veriö sérlegur skjólstæöingur Magnúsar Kjartanssonar? Svavar veröur hissa á svipinn en brosir um leið. „Þaö veit ég ekki. Ég get alls ekki áttað mig á þvi hvprt ég hafi veriö skjólstæöingur eins eöa ann- ars. Hitt er svo annað mál aö ég vann i félagi viö Magnús á Þjóð- viljanum I mörg ár og það hefur kannski haft sln áhrif. Það var mikið áfall fyrir Þjóðviljann þegar Magnús hætti en ég held þvi fram aö þegar Þjóðviljinn átti sem erfiðast uppdráttar hafi greinar Magnúsar, Austragreinarnar o.fl. beinlinis haldið blaðinu uppi. Þær voru ástæöa þess að fleiri lásu „Sæluriki? Paradis, þar sem menn svifa um i einhverju nirvana og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu? Það er ekki til og verður aldrei til. Aö minnsta kosti vona ég að manneskjan hafi alltaf eitt- hvaö æöra og betra til að keppa að en það sem hún hefur hverju sinni. Hitter annaðað mörgu þarf að breyta. Litum bara á um- hverfið, veröldina I kringum okkur. Vigbúnaður magnast, hungriö i heiminum eykst og það veröur sífellt flóknara fyrir litla þjóð aö vera til. Verkefnin eru i þessu landi. Grundvöllurinn er auövitaö aö tryggja lýðræöi og jafnrétti og með lýöræði á ég ekki einungis við að krossa á fjögurra ára fresti við A eða B eða D eöa G. Það þarf lika að vernda lifskjörin og til að þaö sé hægt þarf linnu- lausa baráttu gegn fjármagnsöfl- unum, alls staöar”. — Fjármagnsöflunum? Er þetta ekki bara frasi? Hvað áttu eigin- lega við með þessu oröi? „Ja, I þessari orðanotkun felst náttúrlega viss einföldun, ég viðurkenni það/en ég á við þau öfl i þjóðfélaginu sem heimta óheft frelsi fjármagnsins og gróða- sóknarinnar gegn frelsi og lýörétt- indum. Þvi erum við sósialistar andvigir. Þaö er aö visu klárt aö einkakapítalisminn á Islandi er grútmáttlaus miðaö við nágranna- Alþýöuflokknum og jafnvel thald- inu. Ég held að þetta sé ekki rétt. Eg segi aö þjóöfélagið hefur færst til vinstri! Okkar flokkúr á nú meiri möguleika á stuöningi fjöld- ans en nokkru sinni fyrr, fólk kýs kannski aðra flokka en hefur jafn- framt augun opin fyrir okkar bar- áttumálum. Þá ekki sist baráttu okkar i þjóðfrelsismálinu. Svo ég held að min viðhorf og þá Flokks- ins, hafi hreint ekki færst til hægri”. — Herinn, heldurðu að hann fari einhvern tima? „Já, það er ég viss um”. — Hvenær? „Meinarðu hvort viö verðum þá báðir dauöir?!” — Segjum aö herinn fari. Hvaö gerir Alþýðubandalagið þá? Nú glottir Svavar. „Attu við að það sé okkar eina baráttumál?” — Það skal ég ekkert segja um en þaö er margra álit aö hermálið haldihinum óliku hópum innan Al- þýðubandalagsins saman framar ööru. „Jújú, ég kannast við þaö. Það er bara ekki rétt". — Ég hef heyrt það haft eftir einum forystumanni Alþýöu- bandalagsins að auövitaö fari her- inn aldrei, sem sé barasta ágætt þvi á meöan hafi göngudeildin i Alþýöubandalaginu eitthvað að starfa. Aftur glottir Svavar. „Ég trúi þvi ekki aö þetta hafi forystu- Harður á svip, Svavar. — Eitt að lokum: er gaman aö vera i pólitik? „Þaö er gaman að vinna þau verkefni sem maöur tekur aö sér, annað ekki. Stundum finnst manni hlutirnir hreyfast og stundum finnst manni maöur gera gagn, þá er vissulega gaman. Ég get nefnt sem dæmi frumvörp um húsnæöis- mál/um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustööum og svo fæðingaror- lof. Það er mjög ánægjulegt að taka þátt i þvi að koma slikum málum fram. Svo er önnur hlið á þessu sem er samskiptin viö fólk. Maöur er stöðugt i sambandi við alls konar fólk, það hringir eða kemur hvenær sólarhringsins sem er og með aðskiljanlegustu vandamál. Mér hefur aldrei verið faliö að aö- stoða mann i gömludansaklúbb en flest annaö hef ég verið beöinn fyrir!” A hinn bóginn eru vandamálin stundum dapurleg. Það er þegar maöur kemst I kynni viö fólk sem hefur hrakist um kerfið meö erindi sin, milli tiu ráðherra, dómstóla og stofnana út og suður og hvergi fengið nokkra leiöréttingu sinna mála, fólk sem er orðið niður- brotið og biturt”. Þar með lýkur viðtalinu. Þegar kemur útá götu man ég skyndilega eftir pianóinu, ég gleymdi aö spyrja hvort hann væri músikant. —1J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.