Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 22
22 Laugardagur 6. desember 1980 VISLR Kvenfrelsisbaráttan hefur ver- iö mjög i sviðsljtísinu i þessum vestræna heimi undanfarinn ára- tug eða svo og konur hafa látið til sin taka á æ fleiri sviðum samfé- lagsins. Sums staðar mæta þær samúð og skilningi, annars staðar andúðog aðhlátri.Þaðþykirtil að mynda mörgum karlpungnum gressilega fyndið þegar konur sýna þess merki að vilja flokkast undir heitið menn: þær eru jú konur. Þykir þetta sparðatining- ur og rifrildi um keisaransskegg. Konur láta sig ekki, menn skulu þær vera og engar refjar. C. nokkur Miller og K. nokkur Swift hafa i nýlegri bök rannsakað all- náið orðfæri karlasamfélagsins og komist að þeirri niðurstöðu að allt sé það konunni heldur i óhag. t meðfylgjandi grein, sem byggð er á einum kafla bökarinnar, ráð- ast höfundarnir gegn aldagöml- um misskilningi og rangtúlkun á sjálfum guðshugmyndum Bibli- unnar og komast að þeirri niður- stöðu að sist sé Guð sá karlkynj- aði Guðfaðir sem karlar hafa viljaö vera láta um alöir, heldur tvttóia gerpi ag Adam lika. Er hætt við aö ýmis viötekin viðhorf þurfi að endurskoða i guðfræðinni fái staðhæfingar Millers og Swifts hljtímgrunn. Sitthvað hefur glatast i þýðingu í fyrstu bók Móse segir tvisvar frá sköpun mannsins. Sú fyrri er á þessa leið: ,,Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd: hann skapaði þau karl og konu”. (1:27). Sú siðari svona: ,,þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lifsanda i nasir hans” (2:7). Seinna gerði Guð konuna úr rifi mannsins. Þessi siðari sköpunarsaga er venjulega talin vera eldri, enda virðist hún i fyrstu endurspegla frumstæðari hugmyndir um upp- runa mannkynsins. En athugun á þessari sköpunarsögu á þvi máli, sem hún var upphaflega skrifuð á, hebresku, leiðir i' ljtís athyglis- verðar staðreyndir um frum- speki, sem sýnist hafa glatast i þýðingum. Hvað er maður? Sá ..maður” sem myndaður var af leiri jarðarinnar, reynist á he- bresku heita 'adham, samheiti á fornhebresku fyrir mannkyn. Þessi upphaflega vera hefur ekk- ert kyn, eða öllu heidur tvö kyn, er tvitóla. Það er handa þessum 'adham, sem Guð ákveður að skapa meðhjálp. Hann skapar fyrst dýr merkurinnar og fugia loftsins og lætur ’adham gefa þeim öllum nöfn, en með þvi er lýst yfir valdi ’adham yfir skepn- unum og undirgefni þeirra við svefn falla á manninn, og er hann var sofnaður, tók hann eitt af rif j- um hans og fyllti aftur með holdi. Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu, er hann hafði tekið úr manninum og leiddi hana til karlinn sömu sögnina sem hann viðhafði, þegar hann gaf dýrun- um nöfn og nefnir konuna Evu. Hann raskar þar með jafnrétti þeirra og’Guð rekur þau bæði úr Paradis. öld eftir öld. Guð skapaði mann- inn, segir i Mósebók, og þá er átt við ’adham, tvitóla veru. Konan át ávexti forboðna trésins ,,og hún gaf einnig mannisinum”, og þá er átt við karli sinum. A eiginleika mannsins, eigi að skýra þá á skiljanlegan hátt. Þeg- ar orðið maður i merkingunni ’adham tekur á sig merkinguna karl, verður Guð um leið karl lika. Þvi er að visu einatt haldið fram, að auðvitað sé Guð hvorki karl né kona i raun og veru. En þó er hann óneitanlega karlkyns i hugum okkar. Enda eru Ukingar áborð við faðir eða konungur not- aðar um Guð. Likingar, sem ann- ars eru eingöngu notaðar um karlmenn. Svo enn eru konur brottrækar úr unaðsgarðinum, þær eru siður fullkomnar, öðru- visi, hitt kynið. (Þtí er töluvert um kvenlikingar i Bibliunni, sem visa ótvfrætt til tvikynja Guðs, t.d. „Um bjargið, sem þig hafði getið, hirtir þú ekki og gleymdir þeim Guði, sem þig hafði alið” (V.Mós. 32:18). Og ef vestræn trúarbrögð hafa lýst andlegum eiginleikum mannkynsins og guð- legum eigindum með karlkyns táknmáli.hafa þau lýst holdi þess með tilvisun til kvenna, þær eru likamning syndarinnar. Ef bókin helga er grundvöllur allrar hug- myndafræðihins vestræna heims, þá er hún um leið grunnurinn, sem karlasamfélagið hefur byggt misnotkun sina og vanvirðingu gagnvart konum á. Er mamma maður? Konur hafa á siðustu árum gert kröfu til þess að kallast menn og einmitt það að sú krafa hafi þótt nauðsynleg, bendir til að „mað- ur” hafi verið að glata merkingu sinni sem heiti yfir bæði karla og konur. Að hve miklu leyti sú merking orðins er þegar týnd, sést best á þvi að litið barn, sem er að læra mtíðurmálið, hlær þeg- ar mamma þess segist vera maður. Og það kemur sjaldan fyrir, að orðið visi til kvenna án forskeytis, t.d. blaðamaður, þing- maður, formaður. Menneru kari- ar þangað til annað sannast. A ensku máli voru i eina tið til sérstök orð sem greindu fólk samkvæmt kyni: wif var kona (sbr. isl. orðið vif), wer (sbr. isl. verr) og carl voru karlar. Mann missti seinna n sitt i samsettum orðum á borð við waepman og carlman, sem hvoru tveggja þýddu fullvaxinn karl, og i orðinu wifrnan, fullorðin kona. Wifman varð að orðinu woman, merking orðsins wif þrengdist og varð wife, eiginkona. En wer og waep- man, carl og carlman hreinlega týndust. 1 þeirra stað kom orðið man. Það er svona með höppum ogglöppum hvenær það orð þýðir karl, eða maður, i merkingunni karl ogkona.En karl heitir alltaf man, maður. Það eru hans for- réttindi á þvi tungumáli. Sú þró- un, sem þar átti sér stað, er ekki eins langt að landi komin á is- lensku og það er enn mögulegt að spyrna við henni. Var Gud tvítóla og Adam kannski líka? hann. En dýrin eru ekki við hæfi ’adham og þvi reyndi Guð á nýjan leik að finna honum meðhjálp. „Hann lét fastan svefn falla á ’adham og fyllti eitt rifja hans með holdi, — og aðgreindi kynin. Þegar hér er komið i sögunni, hefur hebreski sagnaritarinn enn ekki notað annað orð um sköpun- arverk Guös en ’adham. Það er ekki fyrr en eftir rif-tökuna, sem kynvædd orð eru notuð, — ’ish, karl og ishshah, kona. ’Adham, sem nú hefur verið greindur i tvö kyn, talar um þau i þriðju per- sónu: ,,Hún skal kona kallast, þvi hún var gerð öðru visi en karl- inn”. ,,Var gerð öðru visi” mun ná merkingu hebreska orðsins um það sem fram fór, betur en orðasambandið „tekin af”. Var kona af karlmanni tekin? Fróðlegt er að bera þessa könn- un á upprunalega textanum sam- an við islenska þýðingu, sem er á þessa leið: ,, en meðhjálp fyrir mann fann hann enga við sitt hæfi. Þá lét Drottinn Guð fastan mannsins. Þá sagði maðurinn: Þetta er loks bein af minum bein- um og hold af minu holdi: hún skal karlynja kallast, af þvi að hún er af karlmanni tekin". Burtúr Paradis Eins og fyrr sagði, leiddi Guð öll þau dýr og fugla, sem hann hafðiskapað fyrir ’adham til þess aö sjá hvað hann nefndi þau. Frá örófi alda hefur rétturinn til að gefa öðrum nafn tengst yfirráða- rétti — maðurinn slær eign sinni á dýr eða hlut og gefur þvi nafn um leið. Þvi hefur nafngift konunnar af hálfu karlsins verið túlkuð sem vottur um yfirráðarétt hans. Þetta á sinn hlut i þeirri skoðun, að kynin hafi ekki verið sköpuð jöfn eða á sama tima — karlinn kom fyrst og skiröi konuna. En i hebresku sögunni hefur það sagn- orð, sem notað er við þetta tæki- færi, ekki merkingu skirnar eða nafngjafar. Það er ekki notað fyrr en siðar, þegar Guð hefur dæmt karlinn og konuna en hefur enn ekki rekið þau úr Eden. Þá notar Maður og maður ' Niðurstaða nákvæms lesturs hebreska textans, sem segir frá sköpun mannkynsins er sú, að ’adham sé vera af einhverju tagi, sem klofni, ef svo má segja, i karl og konu. Þau urðu til samstundis og á milli þeirra var jafnræði. Fyrsta synd konunnar kann að hafa verið sú, að óhlýðnast Guði fyrir ráð höggormsins. Fyrsta synd karlsins varhins vegarsú að gefa konunni nafn og vilja þar með gera hana sér undirgefna. Fyrir þessar tvær sakir, voru þau rekin úr Eden. Það var ekki að- eins konunni um að kenna. Sá misskilningur, sem rikt hefur um aldaraðir, að karlinn hafi orðiðtil áundan konunni og þaðhafi verið konunni að kenna að þau voru gerð brottræk úr Paradis er orð- inn til fyrir mistúlkun þýðenda, sem lesa upprunalega textann með gleraugum karlasamfélags- ins! Ritari sögunnar er að skrá frumstæðar vangaveltur um til- veruna en hann talar til okkar gegn um þykka múra, sem hlaðn- ir hafa verið af karli eftir karl , þriðju síðu Mósebókar, á þriðju siðu Bibliunnar, er karl þannig gerður að manni og upprunaleg þýðing orðsins „maður” er gleymd oggrafin. Á fjórðu siðu er 'adham orðið. að nafni fyrsta karlsins — ,,og Adam kenndi enn að nýju konu sinnar”. Þá verður ekki aftur snúið, karlinn hefur hrifsað til sin embætti fulltrúa alls mannkynsins, orðið maður, hinn eini sanni afkomandi Adam eða ’adham hvort sem fremur er kosið. Konan er brottræk úr þeirri Paradis að geta kallað sig mann. Evudætur eru syndaselir, enda ekki skapaðar eftir mynd Guðs. Guð er lika karl Þar eð vestræn trúarbrögð verða til i samfélagi föðurveldis og stuðla að réttlætingu þess, eru likingar þeirra orðnar til á sjón- arhólum karlmannsins. En trúar- bragðafrömuðir verða óneitan- lega að stóla á likingar, táknmál þegar þeir lýsa þvi sem i eðli sinu er ólýsanlegt, ef ekki er gripið til mannlegrar reynslu.Guði veröur þannig aðeins lýst sem hafandi Ogpabbi fóstra? Ef menn fara aðlesa sköpunar- söguna með þvi hugarfari sem hún var skrifuð á læra þeir að þekkja sjálfa sig sem imynd Guðs, hvort sem þeir eru konur eða karlar. Meðvitaðir um þann misskilning, sem röng túlkun hefur valdið i hugmyndum okkar og þá um leið á orðum okkar um karl og konu, verður þeim unnt að eyða fordómum. M.a. þeim for- dómi, að málfræö'lega karlkyns orð geti aðeins átt við karla. Þá hætta bömin að hlæja þegar mamma þeirra segist vera læknir en ekki læknakona. A sama hátt geta þau horfst i augu við þá stað- reynd, að rétt eins og konur veigra sér ekki við að kalla sig karlkyns orðun, þurfa karlar að koma á móts við þær og kalla sig kvenkyns orðum, ef þvi er að skipta. Þá geta karlar verið fóstr- ur, alveg eins og konur verða bólstrarar, eða smiðir. Úr bókinni ,,Words and Women” eftir C. Miller og K. Swift. Ms þýddi og staðfærði hér og þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.