Vísir - 06.12.1980, Side 27
27
Laugardagur 6. desember 1980
VlSIR
Utangarðsmenn ásamt umboðsmanni og rótara. Vísismynd: KAE
hversu kauðskir þeir eru á köfl-
um. Það kom þvi óneitanlega á
óvart að sjá auðsæjar smá-
villur á textablaði i fylgd nýju
plötunnar. „Af hverju, Bubbi?”.
„Við vorum komnir i timahrak
með þetta og það fór allt i vit-
leysu. Það vannst enginn timi til
að leiðrétta neitt. En ég er virki-
lega ánægður með að hafa fengið
þessa kritikk. Hins vegar ein-
kenndist þessi umræða mjög af
pólitik og á vissan hátt var þarna
um að ræða uppgjör milli kyn-
slóða á vinstri kantinum, sem
lengi hefur verið^i deiglunni”.
Tiu ár í kjarn-
orkustrið
„A „Geislavirkir” ertu logandi
hræddur um kjarnorkustyrjöld.
Ertu það i raun og veru?”.
„Já”, svarar hann að bragði.
„Ég segi að við eigum tiu ár eftir i
mesta lagi. Bresturinn er þegar
kominn, ég nefni Pólland, trak-
íran sem dæmi um fyrstu sprung-
urnar. Það er enn möguleiki að
kitta uppf, en sá möguleiki
hverfur óðum og minnkaði stór-
lega þegar Reagan var kjörinn
forseti Bandarikjanna. Það er
geysileg hægri sveifla i Evrópu
núna, uppivöðslusemi nýnasista
er gleggst dæmi um það, einnig
má nefna sprengingar hægri
öfgasinna á ttaliu og bjórhátiðina
i Þýskalandi.
Islenskir stjórn-
málamenn best
geymdir i Viðey
Ég er ekki sannfærður sósialisti
og harðlinumaður er ég ekki. Ef
til vill mætti kalla mig húman-
ista. En mig óar við þróuninni og
ég er þess fullviss að herinn á
Miðnesheiði er segulstöð eins og
Þórarinn Eldjárn bendir réttilega
á i kvæði sinu „Segulstöðvar-
blús”. (Gæti orðið á næstu fjög-
urra laga plötu Utangarðsmanna
’snemma næsta árs). Alþýðu-
bandalagið hefur aldrei keyrt á
fullu i hermálinu nema rétt fyrir
kosningar. Og ég afneita Alþýðu-
bandalaginu. Ég studdi það sök-
um þess að ég hélt i minni barns-
legu trú að ég væri að styðja
brottför hersins. Nú sé ég að hálf-
vitar hafa fengið atkvæði mitt.
Alþýðubandalagið er ekki eini
hálfvitaflokkurinn, þeir eru þaö
allir, — og islenskir stjórnmála-
menn allir með tölu væru best
geymdir úti Viðey”.
„Hef ekki áhuga
ad kynnast
þessu fólki”
Hér leggjum við stjórnmálin til
hliðar. Bubbi hefur gagnrýnt
nokkuð óvægilega ýmsa popptón-
listarmenn islenska og ég spyr
hann hvort það hafi ekki gert
Utangarðsmenn óvinsæla.
„Jú, maður heyrir sögur og við
skulum segja að þeir séu ekki
góðir vinir minir. En ég hef engan
áhuga að kynnast þessu fólki,
nema rétt einum og einum. Ég
hef gagnrýnt Gunnar Þórðarson,
en ég hef kynnst honum litillega
og finnst hann stórmerkilegur
tónlistarmaður, Eitt af minum
uppáhöldum er Maggi i Rin
(Magnús Eiriksson) og hann
ásamt Megasi hefur haft mest
áhrif á mig af islenskum tón-
listarmönnum.
Islenskir popparar eru mestan-
part að fást við sama hlutinn. Svo
styðja þeir við bakið á hvorir öðr-
um, einangrast og týnast i þvi
sem þeir eru að gera. Og þá er
kannski ekki að sökum að spyrja.
Ég er ekki með skitkast úti þetta
lið mér til skemmtunar heldur
vonast ég til að það snerti þau á
einhvern hátt, þó upphátt verði
sagt: „Hann er hálfviti þessi
Bubbi”. Halli og Laddi brugðust
þannig við gagnrýni minni að þeir
sömdu þátt um Subba skorsteins,
það finnst mér sýna jákvæð við-
brögð.
„Hvaðan kemur þér tónlistar-
gáfan?”
„Það er tónlistarfólk i báðum
ættum. Pabbi kenndi mér að spila
á gitar, móðuramma söng i kór og
var mikil tónlistarkona, nú og
Haukur frændi er Haukur frændi.
Ég man ekki eftir mér og minu
fólki öðruvisi en trallandi, syngj-
andieða spekúlerandi um tónlist.
Hins vegar ætlaði ég alltaf að
verða leikari og langar enn i dag.
„Er ekki rokkið á sinn hátt
leikur?”
„Jú, vissulega, ég fæ alveg
ákveðna fróun útúr þvi stundum
að rasa út á sviðinu. Og raunar er
ég alltaf að leika, ég er alltaf i
einhverju hlutverki eftir þvi
hvernig liggur á mér”.
Leiöist flest
lög Bitlanna
Talið berst að utlendri tónlist og
Bubbi kvaðst hafa veriö mikill
Stones og Kinks aðdáandi. Hins
vegar hefði hann aldrei filað Bitl-
ana. „Bitlarnir höfðuðu aldrei til
min, aldrei. Mér leiðist flest lög
þeirra. Þó hafði ég álit á Lennon,
hann var rokkarinn i hljómsveit-
inni”.
Gúanó
Bubbi hefur 'sem kunnugt er
kallað tónlist sina „gúanórokk”
og vill halda þvi heiti hvort heldur
textarnir fjalli um verbúðarlif
ellegar kjarnorku.
„Ég vil lita á gúanólist, eða
„gúanóart” sem sérislenskt
fyrirbrigði vegna upprunans. Það
má segja að ég komi út úr gúanó-
inu, auk þess sem orðið sjálft er
skemmtilegt og gæti vakið
athygli erlendis. Gúanó er lat-
neskt orð, þýðir fuglaskitur, og
frjóir angar spretta af gúanói”.
Verbúðartextar fyrirfinnast
ekki á Geislavirkirog Bubbi sagði
að það myndi bera vitni um
stöðnun héldi hann sig við einlægt
við sama yrkisefnið.
„Ég hef aldrei ætlað mér að
gera tiu verbúðarplötur og næsta
plata gæti þess vegna haft barn-
fóstruna sem meginþema.
Annars viljum við helst ekki hafa
neitt á hreinu, — annað en það að
spila rokk”.
— Gsal
FÉLAGASAMTÖKIN VERND
setja upp heimili til aðstoftar fongum sem eru að aðlagast
samfélaginu eftir afplánun refsivistar.
Til stvrktar þeim heldur Hljómpliitu- útgáfan og fleiri.
StGFÚS HALLDÓRSSON OG GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON
VIÐAR ALFREÐSSON KARLAKOR REVKJAVÍKUR
HALLI OG LADDI MANUELA WIESLER
GARÐAR CORTES OG OLÖF HARÐARDÓTTIR
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON RAGNHILDUR GiSLADÖTTIR
HORNAFLOKKUR KÓPAVOGS BRIMKLÓ
FORSALA AÐCiÖNGUMIÐA
SKÍFUNNI LAUGAVEGI 33
Háskólabíó Úrval v/ Austurvöll
I ARtl.lÖI.D M.Ut',1 L IDA Ot', ARNARI LUtlS
Tökum í umboðssölu allar gerðir af
skíðavörum fyrir börn og fullorðna.
Seljum einnig hin heimsþekktu skíði,
DYNASTAR og ATOMIC.
Ef þú vilt kaupa eða selja, komdu þá til
okkar.
UMBOÐSSALA MF.Ð
SKÍÐA VÖRUR OG HLJÓMFLUTNINGSTÆKI
ig
GRENSÁSVEGI50 108REYKJAVÍK SÍMI: 31290