Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 30
rF. 30 •yyy*'Y?’V/ ftji * V- VISIR Laugardagur 6. desember 1980 SAKAMAL FRA SAUTJANDU ÖLD Drcng- 'iurlnn sení hengdi foreldra sína Foreldrar Kichards Bauf voru ofbeldisfullir irskir afbrotamenn. Þegar á unga aidri tókdrcngurinn þátt iránsferðum foreldranna á hcndur hinum vcikbyggðu i ^og heiðarlegu i heimuhéraði þeirra.IIann varðsnemma vel aösér i öilu er laul/ Laðafbrolum þeirra tima og naut við það tilsagnar glæpahyskisins i úthverf-j um Dublinborgar. Faðir drengsins var heljarmenni aö burðum og ekki heiglum hent að áreita hann sér i lagi þegar hann hafði fengiðsér ^neöan í þvi. i því ástandi var hann eins likiegur til þess að veitast aði hverjum sem var og misþyrma fyrir engar sakir. Þó svo mörg ^ ^um stæði stuggur af Bauf gamla óttuðust þeir eiginkonu hans^ öllu meira. Þvl eins og oft hefur viljað til meðal irskra glæpamanna var hin skarpleita og holdgranna frú Bauf mun hættulegri en tröllaukinn maki henn-^ ar. Henni var trúandi til hvers kyns óhæfuverka jafnt drukkinni sem ódrukkinni. Baul' fjölskyldan var ekki með neina smámunasemi i sambandi við glæpina sem þau frömdu, svo lengi sem þeir gáfu eitthvað i aðra hönd. Þau lögðu fyrir sig vasaþjófnað gerðu grunlausum ferðalöngum fyrirsátog rændu þá eða brutust inn. öllum þeirra at- höfnum íylgdi vægðarlaust of- beldi og þau gerðu enga tilraun til þess að koma i veg fyrir að hægt væri að bera kennsl á þau. Þjóðvegarán gáfu fjölskyldunni oftast mest i aðra hönd en fjöl- skyldufaðirinn ákvað að leggja þau á hilluna i kjölfar eftirfarandi atviks. Eitt sinn sem oftar höfðu þau legið við þjóðveginn frá Dublin þegar þau heyrðu til ferða bónda nokkurssem vará leið heim eftir velheppnaða ferð á markaðinn i borginni. Bóndinn sem hét Malone hafði fengið sér duglega neðan i þvi til þess að halda upp á velgengni sina i viðskiptalifinu, en hann hafði hagnast vel á sölu nokkurra gripa. Hann hafði meira að segja selt reiðskjóta sinn fyrir offjár, en saknaði hans nú þegar hann hélt heimleiðis reikull i spori með ágóðann i buxnavösunum. Malone fann fljótlega á göngunni fyrir þvi vökvamagni sem hann hafði inn- byrt og brá sér þvi út að vegar- brún til þess að losa sig við óþægindin. Hann hafði rétt lokið sér af og var i þann mund að hef ja göngu sina á nýjan leik þegar frú Bauí birtist skyndilega og gekk i veg fyrirhann. Hún bað hann hjá- róma i nafni allra heilagra að gefa sér ölmusu. Malone leist ekki meir en svo á kerlu,bað hana koma sér sem skjótast aftur tii sinna heimkynna þ.e. norður og niður. En i þann mund að hann lauk ræðu sinni meö hressilegum hiksta læstust krumlur Baufs gamla um háls honum. Malone sem var vel að manni braust um á hæl og hnakka og hefði e.t.v. getaö veitt einhverja mótspyrnu ef Richard sem þá var orðinn tiu ára gamall, hefði ekki ráðist á hann-Drengurinn sparkaði kröftuglega i kvið bóndans á meðan hvatningarhróp móður hans hljómuðu i næturkyrröinni. Við þessa ofsafengnu árás fékk bóndinn ekki ráðið. Hann hné til jarðar og lá þar samankrepptur og hljóðandi af kvölum. Hjónin hjálpuðust að við að tæma vasa hins ógæfusama bónda. A meðan þau voru að því veitti konan þvi athygli að bóndinn var óvenju vel búinn. Flettu skötuhjúin veslings Malone klæðum og nutu við það aðstoðar sonarins. Fannst nú feðgunum nóg að gert og ætluðu að halda á braut en þá var konan oröin hamslaus við atganginn og réðst á Malone þar sem hann lá kvalinn og klæðalaus og mölbraut i honum tennurnar. Það var rétt með herkjum að Bauf tókst að hemja konu sina og koma i veg fyrir að hún ræki Malone á hol með kuta sem hún bar innan klæða. Allt útlit er fyrir að Bauf hafi fundist að þau hafi haft nóg á samviskunni ef þau kæmust undir manna hendur, aö þau færu ekki að bæta mannsmorði þar við. Bauf dró konu sina á braut og skipaöi syninum að skilja fórnar- lambið eftir á veginum. Bauf fjölskyldan átti nú náðuga daga um hrið en ekki tók það þau þó langa stund aö koma fjármun- um Malones fyrir kattarnef. Brátt voru þau aftur komin á kreik betlandi eða rænandi eftir þvi sem færi gáfust. Fréttaþjón- usta var ekki með greiðasta móti á þessum árum og þar sem afbrot af þessu tagi voru næsta daglegt brauð á Irlandi I þann tið var aldrei réttað i kærumáli Malones. Flestir voru einnig þeirrar skoöunar aö Malone mætti teljast lánsamur að vera i lifenda tölu og að hinir glötuðu fjármunir mættu færast á reikning eigin heimsku.- Enginn heilvita maður hefði látið sér til hugar koma að ferðast fót- gangandi meö slika fjármuni að næturlagi hvað þá undir áhrifum. Vasaþjófnaöur Þetta rán varð þó þess valdandi að augu Baufs opnuðust fyrir þvi að konu hans var til alls trúandi þegar sá gállinn var á henni og alls ekki vist að honum myndi alltaf takast að hemja hana. Þvi lagði hann nú á ráðin að þau tækju upp aðra iðju, auðvitað engu heiðarlegri en hina fyrri en öllu áhættuminni. Þau reyndu nú fyrir sér um hrið sem vasaþjófar en eftir að hurð haföi skolliö nærri hælum nokkr um sinnum og heldur rýrar tekjur urðu þau að viðurkenna fyrir sjálfum sér að þau skorti bæði lipurð og kunnáttu á þvi sviði. Það lá þvi beint við að reyna hæfi- leika sonarins. Honum var þvi komiö til mennta hjá færustu vasaþjófum Dublinborgar og drengurinn reyndist með afbrigð- um næmur. Þó svo faðir drengs- ins legði oft hendur á hann til þess að hvetja hann við námið var samkomulagið innan fjölskyld- unnar með ágætum. Námskostnaðurinn skilaöi sér fljótlega. Drengurinn kom vel fyrir og var vel máli farinn. Þaö vöknuðu þvi engar grunsemdir hjá fólki þó svo hann stöðvaöi það á förnum vegi og spyröi það til vegar eða annarra saklausra spurninga. Greind hans og mælgi gerði honum einnig kleift að fitja upp á samræðum og halda athygli fólks sem undir flestum kringum- stæðum hefði taliö þaö ósamboöið virðingu sinni að ræða við flækingspilt. Sakleysislegur svipur og fritt andlit drengsins urðu oft til þess að menn létu skilding af hendi rakna ef drengurinn fór þess á leit. Skömmu siðar urðu svo hinir gjafmildu einfeldningar þess áskynja að þaö fé sem þeir höfðu haft meðferðis var horfið. Þfegar þeir hinir sömu reyndu að rifja upp hvað hefði getaö oröið um fé þeirra þá var þaö sjaldnast sem að þeir mundu eftir þvi að þegár þeir voru aö tala við litla lagléga piltinn hafði kraftalegur karjmaöur rekist utan i þá og leitt athyglina frá drengnum eitt augnablik eða þá að gömul kona haffei misst pinkil ofan á fót mannsins. Þetta örstutta augna- blik var nógur timi til athafna fyrir lipra fingur drengsins. A þennan máta þreifst Bauf fjölskyldan þokkalega á ferðalagi sinu um Irland og aldrei að vita hve! lengi þau hefðu getað haldið upþteknum hætti ef þau hefðu látið sér þetta lif nægja. Lik Richards Bauf var hengt upp i hiekkjum á Barnsmoorfjalli. Innbrot Þvi miður fyrir Bauf fjöl- skylduna þá vill mikið meira eins og máltækið segir. Vist höfðu þau i sig og á en þó svo þau liðu ekki skort þá héldu þau engar veislur hvorki i mat né drykk, og þar sem drykkjarveislur voru nú einu sinni þfeirra lif og yndi þá ákváðu þau nú að taka einu sinni ærlega til hendinni um leið og tækifæri gæfist. Ekki leið á löngu þar til tæki- færiö gafst. Þau höföu leitað skjóls i hlöðu i Donnegal, þegar þau veittu athygli bóndabæ sem stóð þar skammt frá. Það var auðséð á öllu að bóndinn sá var ekki á flæðiskeri staddur. Þetta var greinilega óðalssetur. Bauf fjölskyldan fylgdist með manna- ferðum i fjóra sólarhringa og ákvað siðan að láta til skarar skriða. öll voru þau vel vopnum búin og báru hnifa auk barefla. Morö Þau brutu sér leið inn i húsið i gegnum búrglugga. Þegar inn var komiö hófust þau þegar handa, en við þetta verk voru þeim, eins og svo oft áður, mis- lagðar hendur. Þvi að af ibúum hússins,sem voru bóndinn,kona hans og sonur, ásamt tveimur vinnukonum, drápu þau tvo. Auð- vitaö ætluðu þau að ganga af öll- um dauðum en þegar þau myrtu vinnukonurnar urðu hjónin og sonur þeirra vör við atganginn og hlóðu húsgögnum fyrir herbergis- dyr sinar og vörnuðu Bauf hysk- inu þannig að ná til þeirra. Hesta- sveinn sem svaf á loftinu fyrir of- an hesthúsin kom nú æðandi á vettvang en var þegar veginn af Bauf feðgunum. Ræningjarnir tóku nú með sér það fémætt sem þeir gátu borið og lögðu á flótta en bóndinn og sonur hans höfðu á meðan orðið sér úti um skotvopn og héldu uppi skot- hrið á eftir flóttamönnunum. Enginn varð fyrir skoti, en skot-' hriöin vakti alla i nágrenninu og fljótlega hafði höpur manna hafið eftirför. Ekki leið á löngu áður en hafðist upp á Bauffjölskyldunni. Þau voru tekin höndum, flutt til Dublin, dregin fyrir dómara og dæmd til að hengjast fyrir ódæðisverk sin. Aftaka Þó svo að fjölskyldan hefði öll veriö dæmd til lifláts, fengu dóm- endur einhverja eítirþanka varð- andi Richard. Þeir endurskoðuðu úrskurð sinn og komust að þeirri niðurstöðu að vegna ungs aldurs sins skyldi Richard undanþeginn loftfimleikunum, en til þess að hann gerði sér fulla grein fyrir afleiðingum sliks lifernis sem for- eldrar hans höfðu ástundað og til þess að koma i veg fyrir að hann héldi áfram á sömu ógæfubraut^ skyldi hann dæmdur til þess að leggja snörurnar um háls for- eldra sinna er aftakan færi fram. Þvi var það að þeim var ekið ölium þremur til aftökustaðarins i vagni böðulsins. A leiðinni sat Richard milli foreldra sinna meðan, böðullinn ruddi vagni sin- um braut i gegnum skara áhuga- samra áhorfenda, sem létu ýms- ar miður fagrar athugasemdir falla um hin dauðadæmdu. Þegar komið var undir gálgana hagræddi böðullinn snörunum og rétti þær siðan drengnum og sagði honum hvernig hann skyldi bregða þeim um háls foreldr- anna. Faðir hans mælti ekki orð frá vörum á meðan á þessu stóð en móðir hans stóð með talna- band i höndunum og lét skamma- dæluna ganga yfir áhorfendur á milli þess sem hún mælti blessunarorð yfir drengnum. Böðullinn lét nú drenginn stiga til hliðar en sló siðan i hestana. Það heyrðist hátt i skóm hinna dæmdu er þeir drógust eftir kerrubotninum.siðan misstu þau fótfestuna og sprikluðu i lausu lofti og engdust i snörunum þar til einhverjir góðhjartáðir úr hópi áhorfenda stukku upp og gripu um axlir þeirra til þess að stytta dauðastriðið. Sagan endurtekur sig Tólf ára gamall stóð Richard Bauf aleinn uppi i heiminum með lifsreynslu sem hverjum fullorðn- um hefði þótt nóg um. Hann seldi læknum lik foreldra sinna til krufningar og hóf að leita fyrir sér um vinnu. Þar sem flestir þekktu nú feril hans var fátt um fina drætti, svo áður en langt um leið var hann farinn að leggja stund á sina fyrri iðju,vasa- þjófnaðinn. Eftir að hafa verið gripinn og nær þvi drekkt i hesta- trogi tók hann þá ákvörðun að ef ekki yrði komist hjá ofbeldi þá ætlaði hann að verða fyrri til þess að beita þvi. Hann varð sér nú úti um nokkrar pistólur og stutt sverð og lagði fyrir sig þjóðvega- rán og innbrot með góðum árangri. Svo góðum að fólk var hvorki óhult um eigur sinar hvort heldur var að nóttu eða degi. Við innbrotin notaði hann stiga með krókum á öðrum endanum og gat þannig skotist inn i hús og út aftur svo skjótt að enginn vissi hvernig á þvi stóð að fjármunir þeirra voru horfnir. Enn frægari varð hann fyrir þjóðvegarán sin i nágrenni Barnsmoorfjalls. Þar þóttist eng- inn óhultur á ferðalögum. Bresku hersveitirnar i Coleraine, Londonderry, Belfast og öðrum borgum urðu að senda 40 manna eftirlitssveitir til verndar ferða- mönnum á þjóðvegunum. Dag nokkurn hafði Richard verið með afbrigðum fengsæll. Hann hafði setið fyrir tiu ferða- mÖnnum i röð, rænt þá,bundið á höndum og fótum og komið þeim fyrir i hlöðu i nágrenninu. Að loknu dagsverki kveikti hann i hlöðunni og brenndi inni fórnar- lömb sin. tessi atburður vakti slika reiði almennings i Irlandi að Richard sá sér þann kost vænstan að flýja land. Hélt hann til Skotlands i von umi að komast þar á skip til Frakklands. Allt útlit er til þess að þessi ráðagerð hefði heppnast ef hann hefði ekki gerst einum of að- gangsharður við eiginkonu kráar- eiganda i Portpatrick þar sem hann dvaldist á meðan hann beið eftir skipi. Konan klagaði i mann sinn sem sneri sér til yfirvald- anna og bað um að Richard yrði handtekinn og kannað hver hann væri. Richard var nú fluttur til Du- blin og dreginn fyrir dómstólana. Þar reyndi hann að fá sig keyptan lausan fyrir 5000 pund sem voru gifurleg auðæfi i þá daga. En allt kom fyrir ekki. Hann var dæmdur til dauða og hengdur,aðeins 29 ára gamall. Lik hans var siðan hengt upp i gálga á Barnsmoorfjalli i Ulster föstudaginn 15. mai árið 1702.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.