Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Laueardairui' 6. desembpr iasn Þingmaöur og skáld. Getur það farið saman að vasast i stjórnmálum og um leið setja saman ljóð eða skáldsögu? Við fyrstu sýn virðast þessi tvö hug- tök svo órafjarri hvort öðru, og þó... A Alþingi tslendinga und- anfarin ár höfum við nokkur dæmi um slika menn og konur, sem samræmt hafa þetta tvennt, til dæmis Stefán Jónsson, Jónas Arnason, Guðriinu Helgadóttur, Svövu Jakobsdóttur og nil siðast Vilmund Gylfason. ,,Þetta samræmist vel,meira að segja mjög vel”, svaraði Vil- mundur Gylfason spurningu okkar varðandi þetta mál. „Þó maður sé stjórnmálamaður, þingmaöur og fyrrverandi ráðherra hefur maður fullan rétt á þvi aö vera tilfinninga- vera og ég skal segja þér, að ég er ekki eina tilfinningaveran sem situr á þinginu. Þar eru 59 aðrar slikar verur, eins og reyndar dæmin sanna. Stjórn- málamenn þurfa oft á tiðum að brynja sig út á við brynju sem þeir geta kastað er heim kemur, þvi eins og annað fólk eiga þeir sitt einkalif. Sem þingmaöur hef ég oft orðið andvaka um nætur,eink- um og sérilagi eftir langar og strangar setur á þingi og málþó^ þann tima nota ég oftlega til að yrkja svona til þess aö ná jafn- vægi i tilverunni. Einnig langar mig að nefna þau ár sem ég var við nám i Englandi,þá sótti oft á mig heimþrá og þá kom fyrir að ég orti mig heim, ef svo má að orði komast. Sannast sagna finnst mér kommarnir ekki hafa „Kommarnir hafa engan einkarétt á að vera tilfinningaverur og meóningaráhugafóik.” (Vísism. Ella). „Eg geri eng ar kröf ur til aö veröa stórskáld” Þrjú ljóö úr bók Vilmundar — Valin af handahófi i. Hrifinn af þér? Víst er ég 'hrifinn af þér. Samt öll þessi augu sem segja ég eigi ekki að vera hrif inn af þér allar þessar tungur sem segja ég geti ekki gert þig hamingjusama. öll þessi andlif sem líta á okkur tómum tóttum sínum og finnst við fyrirlitleg. Jafnvel þú. En hvort ég er hrifinn af þér? Hvernig spyrðu? Rætt við Vilmund Gylfason um nýútkomna ljóðabók hans Ljóð neinn einkarétt á að vera til- finningaverur og menningar- áhugafólk. Þeir hafa einokað þennan markað með skelfileg- um árangri enda er raunin sú aö mörgum moðhausnum hefur verið lyft upp á stall fyrir það eitt aðganga i Alþýðubandalag- ið og siðan gefa út bók. Það er komin full ástæða til að aðrir reyni fyrir sér á þessari braut. Annars getur þú skilað til kommanna aö þeir þurfa ekki aöhafa neinar áhyggjur af mér, þvi ég hef ekki i hyggju að ganga i Rithöfundasambandið”. — A hvaöa timabili eru þessi ljóð ort? „Þau fyrstu eru frá ’66 og þau siðustu frá þessu ári. Þegar ég var i menntaskóla var eins kon- ar menningaralda, sem reið yfir og meö mér i árgangi voru mörg okkar fremstu skálda i dag, svo sem Sigurður Pálsson, Ólafur Torfason, Hrafn Gunn- laugsson, Steinunn Sigurðar- dóttir og Pétur Gunnarsson. A þeim árum átti maður margar ógleymanlegar stundir með ljóöunum. Hins vegar fannst mér ég alltaf vera einn af minni spámönnunum i þessum hópi, enda geri ég engar kröfur til aö veröa stórskáld”. — Eru einhver áleitin yrkis- efnieðahneigð sem kemurfram i ljóðunum? „Aðspurður svara ég þessu neitandi. Þar er lesandans aö dæma. Min skoðun er sú, að þegar ljóðið hefur verið birt er hverjum og einum frjálst að skilja það eftir eigin sannfær- ingu eða hreinlega skilja það alls ekki, þvi um leið og ljóð er komið á þrykk er það ekki lengur einkaeign höfundar. Bókin skiptist i fjóra kafla sem hver og einn hefur ákveðið stef og mér finnst lesandans að dæma hvert það er hverju sinni en ég er mjög spenntur að sjá hverjar undirtektir ég fæ”. — Er þá enginn pólitiskur boðskapur i' ljóðunum? „Ja, náttúrlega þar eins og annars staðar kem ég fram sem hægri krati, þó Þjóðviljinn reyni eftir megni að rægja það af mér”. — Hvort yrkir þú formbundið eða laust? „Formið hjá mér er mjög blandað^allt frá hreinasta órimi i vandaöasta rim og allt þar á milli”. — Ert þú svartsýnn eða bjart- sýnn i ljóðunum? „Þessari spurningu svara ljóðin sjálf og eins og ég sagði áöan er lesandans aö dæma”. — Lest þú mikið ljóð annarra skálda? „Já, ég geri það. Ég hef haft það fyrir reglu að á hverjum páskum tek ég einn eða tvo höf- unda fyrir og renni yfir heildar- verk þeirra. t fyrra til dæmis las ég Matthias Jochumson og Stephan G., enda eru þeir minir menn. Mig langar að nefna sér- staklega verk Stephans G. And- vökur, ég skil nefnilega þetta nafn svo mætavel. Það segir svo margbtil dæmis það aö maður- inn er alltaf einn,sem ég er fylli- lega sammála”. — Má þá ekki segja að það sé yrkisefni þitt? „Enn og aftur: það ér lesand- ans að dæma. Nú svo ég haldi áfram að telja upp ljóðskáld, sem mér eru hugleikin, þá vil ég nefna Tómas Guðmundsson, Stein Steinarr, Hannes Péturs- son, Matthias Johannessen og Þorstein frá Hamri, annars vil ég ekki gera upp á milli sam- timaskálda, þvi mér finnst það fremur ósmekklegt”. — Ert þú undir einhverjum áhrifum frá öðrum skáldum? „Ja, ég get nú ekki bent á neinn sérstakan en ef svo er, sem eflaust er þá er það ómeövitaö”. — Ert þú afkastamikill höf- undur? „Nei, það er ég ekki. Eftir út- komu þessarar bókar á ég ekk- ert á lager eins og sagt er, þvi þeim ljóðum sem af gengu brenndi ég. Þvi má einnig bæta við aö nokkur ljóðanna i bókinni eru tekin úr fyrri bók minni Myndir og ljóðbrot, sem kom út 1970. Að visu eru öll þau ljóð bætt og breytt og meira og minna endurort. Þvi er nefni- lega þannig farið að þegar ég gaf út þá bók, þá leit ég ekki i hana árum saman, mér fannst hún hreinlega vond. Siðan tók ég hana mér i hönd nú i vor og fór að glugga i hana og mér fannst hún alls ekki eins slæm og mér þótti á sfnum tima. Ég fór þvi með hana ásamt öðrum Ijóðum sem ég hafði i handraðanum og lagði þetta undir málsmetandi menn á þessu sviði, nú og út- koman varð þessi bók Ljóð, sem nú er komin út”, sagði Vil- mundur Gylfason. —KÞ 2. Innan takmarka tímans er táriö að falla gæfan myrti gleðina og guð er að kalla. Þeim var nálæg sú nauðung og nauðung er Ijót því hamingja er héimska < og heimska er grjót. Fláræðið fæddist í feimni og ró hver hamingjan harmaði er heimurinn dó: Utan takmarka tímans er tregðan að deyja gæfan myrti gleðina og guð á að þegja. Hvað er hamingja og hatur ef heimurinn deyr? Þá koma æskan og ástin aldrei meir. 3. Engilbert sagði: Þú hefur sagt mér sögu þína og hun er skritin og hún er stór. En þú hefur gert rangt og þú hefur haft rangt f yrir þér. Samt get ég kennt þér: Fyrirlíttu. Engilbert sagði: Ég fyrirleitog ég fyrirlit. Ég kom þangað aðeins til að óska að ég væri ekki þar. Samt kom ég þangað eins og til að ýfga mína eigin ósk mína eigin hvöt. Engilbert sagði: Að f yrirlita er að vera og að elska er að vera ekki. Ást tekur en fyrirlitning gefur. Trúðu mér fyrirlitning, sé hún djúp og hrein, gefur þig sjálfan inn í sjálfan þig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.