Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 06.12.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. desember 1980 VÍSlR 5 Jólabókavinsældalistinn — Jólabókavinsældalistinn „Ánægjulegt” — segir Halldór Laxness 1. Grikklandsárið................Halldór Laxness 2. Valdatafl íValhöll............Anders Hansen og Hreinn Loftsson 3. Vitisveiran...................Alistair McLean 4. Heimsmetabók Guinness 5. Læknamafian...................Auður Haralds 6. Herréttur.....................Sven Hazel 7 — S.Pelastikk................... .Guðlaugur Arason 7 — ð.Forsetakjör..................Guðjón Friðriksson og Gunnar Elísson 9— lO.Asgeir Sigurvinsson — Knatt- spyrnuævintýri eyjapeyjans...Sigmundur ó. Steinarsson og Guðjón Róbert Agústsson 9—10. 99 ár-Æviminningar Jóhönnu Egilsdóttur.................Gylfi Gröndal Halldór Laxness Grikklandsár Laxness i ef sta sæti Bókalisti Vísis birtist nú í fyrsta skipti fyrir þessi jól, en Vísir birti í fyrra, fyrstur íslenskra fjölmiðla, bókalista í desember, og vakti hann geysi mikla athygli. Bókalisti Vísis er könn- un á sölu og vinsældum bóka, sem koma út á landinu fyrir jólin. Við minnum á að þetta er könnun frekar en vísindaleg úttekt. Grikklandsárið eftir Halldór Laxness haf naði í fyrsta sæti listans að þessú sinni og voru yfir- burðirnir töluverðir. Fékk bókin 94 stig af hundrað mögulegum, en í öðru sæti varð ,, Valdataf I i Valhöll'' eftir Anders Hansen og Hrein Lof tsson rneð 70 stig. Þessar tvær bækur voru í nokkrum sérflokki, en síðan komu ,,Vítisveira" McLeans, Heimsmetabók Guinnes og ,, Læknamaf ía" Auðar Haralds. Af vinsælum bókum, sem ekki náðu inn á list- ann að þessu sinni, má nefna „Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna" eftir Guðrúnu Helgadóttur, „Sigfús Halldórsson opnar hug sinn" eftir Jó- hannes Helga, „Sveita- prakkarar" eftir Indriða Olfsson, og „Dægurlaga- söngkona dregur sig í hlé", eftir Snjólaugu Bragadóttur. Alls voru um þrjátiu bækur til- nefndar. — ATA Bókalisti Vísis Vikan 29. nóvember til 5. desember „Það er ánægjulegt að það gengur eitthvað út af þvi sem maður er að koma á markað- inn”, sagöi Halldór Laxness, Umsjón: Axel Ammendrup rithöfundur, er Visir skýrði honum frá þvi að bók hans, Grikklandsárið, hefði hafnað i fyrsta sæti Bókalista Visis. ,,Ég er búinn að vera svo lengi á markaðnum að fólk er farið að ve njast mér, þess vegna er spurt meira eftir minum bók- um. Fólk hefur haft svo góðan tima til að velta þvi fyrir sér hvort það ætti að lesa Halldór Laxness eða ekki”, sagði Hall- dór. — ATA Þannig er list inn unninn Bókalisti Visis er unninn á þann hátt, að tiu bókaverslanir um allt land gefa okkur upplys- ingar um tiu söiuhæstu ’oæk- urnar hjá þeim vikuna á undan. Þar sem sölutölur eru ekki gefnar upp, gefum við sölu- hæstu bókinni tiu stig, þeirri næstu niu stig og svo koll af kolli. Siðan er bókunum raðað á listann eftir stigafjölda. Það er þvi alveg ljóst, að hér er um könnun að ræða en ekki hárnákvæma úttekt. Þær verslanir, sem vfcita okkur lið við gerð listans eru: Bókabúð Lárusar Blöndal, Bókabúð Braga Brynjólfssonar, Bókabúð Glæsibæjar, Bókabúð Isafoldar, allar i Reykjavik. Bókabúð Kaupfélags Árnes- inga, Selfossi, Bókabúð Grönfeldts, Borgarnesi, Bók- hlaðan, Isafirði, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Húsa- vik, Bókabúðin Hlöðum við Lagarfljótsbrú og Bókabúð Jón- asar Jóhannssonar, Akureyri. Kunnum við þeim bestu þakkir. — ATA L _l SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OL/VERS STE/MS SE\ Sigfús Halldórsson er afburða skemmtilegur sögumaður og Jóhannes Helgi fer snillings höndum um sögur hans. Þeir félagar kitla ekki aðeins hláturtaugarnar, heldur ylja þeir mönnum um hjartarætur. Hér ganga um garða í nýju og óvæntu Ijósi fjöldi nafnkunnra manna, sem ýmist hafa orðið ofaná eða utanveltu í lífinu, og er saga þeirra hrífandi lesning, hvor með sínum hætti. Og lesandinn er leiddur að tjaldabaki leikhússins, sem er kostuleg veröld og lítt tíunduð til þessa. — Það er dauður maður, sem ekki skemmtir sér við lestur þessarar bókar. Jóhannes Helgi: SIGFÚS HALLDÓRSSON OPNAR HUG SINN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.