Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 11 BORIST hefur eftirfarandi athuga- semd frá Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins: „Í tilefni af frumvarpi sem Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, varaþing- maður Frjálslynda flokksins, hefur ásamt öðrum lagt fram og kveður á um að ákveðnum aðilum, þ. á m. sjón- varpsstöðvum, sé skylt að texta allt efni sem þeir í atvinnuskyni senda út, framleiða eða dreifa vil ég koma eft- irfarandi á framfæri. Í greinargerð segir meðal annars að á tímabilinu apríl–nóvember 2003 hafi aðeins tveir þættir (hálftími hvor) verið textaðir á viku. Þessar upplýs- ingar eru villandi. Það sem af er árinu 2003 hafa verið textaðir alls 59 þættir eða 2.145 mínútur af efni, en nær allir þættirnir hafa einnig verið endur- sýndir með texta. Áætlað er að í lok ársins verði búið að texta alls 3.400 mínútur. Ef litið er til ársins 2002 hef- ur textun á þáttum Sjónvarps þre- faldast á milli ára. Áætlanir fyrir árið 2004 gera ráð fyrir að a.m.k. tvöfalda textun á milli ára þannig að árið 2004 verða a.m.k. 7.000 mínútur af efni textaðar. Ennfremur kemur fram í greinargerðinni að efni líðandi stund- ar sé ekki textað og að það sé mjög bagalegt. Margir virðast telja að unnt sé að texta nánast hvað sem er, jafn- vel beinar útsendingar. Í því sam- bandi er vert að benda á að til þess að það geti orðið að veruleika skortir Sjónvarpið bæði tækjabúnað og þjálf- að starfsfólk. Bent skal á að þetta er gert að miklu leyti hjá sjónvarps- stöðvum eins og sænsku og bresku ríkissjónvarpsstöðvunum, SVT og BBC. Hjá BBC sinna fleiri fastir starfsmenn þessu verkefni en sem nemur öllum starfsmannafjölda Sjón- varpsins. Núverandi staða textunar hjá Sjónvarpinu gerir okkur aðeins kleift að sinna þeim verkefnum sem eru tilbúin með nægum fyrirvara svo að þýðendur geti unnið textann fyr- irfram. Vegna ófullkomins útsending- arbúnaðar er ekki hægt að texta fyrir heyrnarskerta í þáttum ef þýðing úr erlendum málum er einnig í þáttun- um án þess að það komi niður á gæð- um útsendingarinnar. Í upphafi næsta árs er fyrirhugað að endurnýja tækjabúnað til textunar og kaupa nýja textunarvél sem mun leiða til áframhaldandi aukningar á textun í framtíðinni.“ Athugasemd frá framkvæmdastjóra Sjónvarpsins Textun hefur þrefald- ast frá síðasta ári ÁTTATÍU og fimm ár eru í dag liðinfrá því að skólastarfið hófst sem nú er að Bifröst í Borgarfirði en hann byrjaði sem Samvinnuskólinn og var til húsa í Reykjavík. Skólinn heitir í dag Viðskiptaháskólinn á Bifröst og er alhliða viðskiptaháskóli. Sumarið 1955 var skólinn fluttur að Bifröst og síðar var tekið upp nafnið Samvinnuháskólinn. Á föstu- dag verður afmælishátíð að Bifröst og verður þar m.a. undirritaður samningur milli skólans og Vátrygg- ingafélags Íslands um kostun fyr- irtækisins á stöðu lektors í vátrygg- ingarétti, kynnt verður uppbyggingin á staðnum og skrifað undir yfirlýsingu um stofnun hluta- félags um rekstur rannsóknar- og þekkingarhúss. Þá verða afhjúpaðar brjóstmyndir af fyrstu tveimur skólastjórunum, Jónasi Jónssyni og sr. Guðmundi Sveinssyni. Afmælis- hátíð að Bifröst SEXTÁN ára piltur var flutt- ur meðvitundarlaus á Land- spítalann eftir að hann hneig skyndilega niður á knatt- spyrnuæfingu í Breiðholti í fyrrakvöld. Svo vel vildi til að slökkvi- liðsmaður var staddur í húsinu og hóf hann þegar í stað lífg- unartilraunir. Að sögn læknis á bráðamót- töku hafði drengurinn óreglu- legan hjartslátt en eftir lífg- unartilraunir slökkviliðs- mannsins var hjartslátturinn orðinn reglulegur á ný. Telur læknirinn líklegt að með þessu hafi lífi drengsins verið bjarg- að. Drengurinn gekkst undir hjartaþræðingu á sjúkrahús- inu og var haldið sofandi. Að sögn læknis á gjörgæslu- deild Landspítalans er piltur- inn í öndunarvél og er líðan hans stöðug Piltur hneig niður á æfingu HEILDARFJÖLDI útgefinna bókartitla hérlendis á þessu ári er 539 eða rúmlega 12,5% fleiri en ár- ið 2002, þegar 479 titlar komu út. Þetta kemur fram í könnun á prentstað íslenskra bóka sem birt- ist í Bókatíðindum Félags ís- lenskra bókaútgefenda. Könnunin sýnir að hlutfall prentunar innanlands hefur dreg- ist saman milli ára um 5% þó fjöld- inn sem prentaður er sé meiri í ár. 333 bækur eru prentaðar hér á landi á þessu ári en 320 í fyrra. Af bókum sem prentaðar eru er- lendis eru flestar prentaðar í Dan- mörku, 15%, næstflestar í Kína 4,8% og 3,2% eru prentuð á Ítalíu. Alls eru íslenskar bækur prent- aðar í átján löndum sem er fjórum löndum fleira en á síðasta ári. Barnabækur, íslenskar og þýdd- ar, eru alls 142, þar af 44 eða 31% prentað á Íslandi. Skáldverk, íslensk og þýdd ljóð, eru 92, þar af 54 eða 58,7% prentuð hér heima. Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru alls 189, þar af 152 eða 80,4% prentaðar hérlend- is. Saga, ættfræði, ævisögur, hand- bækur, matur og drykkur eru alls 116, þar af 82 eða 70,7% prentaðar innanlands.                        ! " ! #  $"    % &  '#( '!( %)  * % +) ,   -.   / *   !' ( 0'  '!( "' ( 1 .    Útgáfutitl- um fjölgar um 12,5% milli ára SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn býður krökkum í 1.–7. bekk grunnskólanna á opnar æfingar í húsnæði félagsins í Skúlatúni 4 seinnipart dags alla virka daga fram að jólum. Krakkarnir voru í óða önn að reyna að máta Reginu Pokornu, hina 21 árs gömlu skákkonu frá Slóvakíu, í æf- ingarleik þegar Morgunblaðið bar að garði. Selma Ramdani, sem er átta ára, segir að það sé mjög erfitt að máta Reginu, en maður verði að reyna samt. Selma segir að það sé mjög gaman að tefla, en hún byrjaði að tefla fyrir tveimur árum og segist tefla oft í viku. „Það er svolítið erfitt að vera góður að tefla, og sérstaklega erfitt að tefla við Reginu, hún er rosalega góð. Ég tefli aðallega við mömmu mína og stelpur á skáknámskeiðum og svo tefli ég líka við fólk sem kemur í heimsókn og vinn þá oft.“ Selma segist læra mikið af því að fara á nám- skeið og finnst gaman að læra af Reginu og öðrum leiðbeinendum. Stundum setja þau upp einhverjar erfiðar að- stæður og reyni að leysa þær, en stundum tefli þau bara. „Það er svolítið erfitt að vera góður að tefla“ Morgunblaðið/Ómar LYFIÐ NovoSeven eða „krafta- verkalyfið“ eins og það hefur verið nefnt eftir að það var notað með góðum árangri til að stöðva blæð- ingu frá lungum í 14 ára pilti, sem var nærri drukknaður í Breiðholts- laug fyrir skömmu, er lítið dýrara hér á landi en á hinum Norðurlönd- unum. Samkvæmt samkomulagi við Landspítala – háskólasjúkrahús sér PharmaNor hf. um að lág- marksbirgðir séu til hverju sinni og útvegar það með nokkurra klukkustunda fyrirvara ef þörf er á. Hreggviður Jónsson, forstjóri PharmaNor, segir að lyfið Novo- Seven hafi verið tekið sem dæmi um rándýr lyf á Íslandi en tilfellið sé að það sé aðeins 6% dýrara en meðalverð þess á Norðurlöndun- um. Hér kosti skammturinn 71.621 krónu, 68.526 kr. í Svíþjóð, 67.305 kr. í Noregi og 66.777 kr. í Dan- mörku. „Við höfum gert samkomulag við Landspítala – háskólasjúkrahús þess efnis að við eigum lágmarks- öryggisbirgðir af þessu lyfi,“ segir hann og bætir við að fyrirtækið hafi þurft að útvega lyfið með hraði frá Kaupmannahöfn og gert það með nokkurra klukkutíma fyrir- vara. „Notkun þessa lyfs gerir ekki boð á undan sér, en krafan er að það sé til á réttum stað á réttum tíma og því eigum við birgðir inni á spítalanum sem geta nýst einum eða fleiri sjúklingum í 24 tíma.“ Bjargaði 14 ára pilti Eins og greint hefur verið frá var þetta lyf notað til að stöðva blæðingu frá lungum í 14 ára dreng. Í viðtali við Felix Valsson, sérfræðing í svæfinga- og gjör- gæslulækningum, kom meðal ann- ars fram að þetta lyf hefði ekki verið notað áður á meðan sjúkling- ur væri tengdur hjarta- og lungna- vél, en blæðingin hefði stöðvast strax eftir lyfjagjöfina án þess að það hefði leitt til þess að blóð storknaði í vélinni. Meðferðin hefði gengið ótrúlega vel og útlit sé fyrir að pilturinn komi algerlega heill út úr slysinu. Notagildið ótvírætt Í nýjasta tölublaði Læknablaðs- ins skrifar Páll Torfi Önundarson læknir um þetta nýja blóðstorku- myndandi lyf. Hann segir meðal annars að á Landspítalanum gildi strangar reglur um notkun þess vegna mikils kostnaðar og þeirrar staðreyndar að ábendingar séu enn óljósar. Samt hafi NovoSeven verið notað í völdum tilfellum þótt ekki hafi verið um dreyrasýki að ræða en áunnin storkumein séu alltaf leiðrétt samhliða samkvæmt mæl- ingum. „Dæmi um árangursríka viðbótarmeðferð með NovoSeven á Landspítala eru meðal annars hjá sjúklingi með blóðflagnafækkun í bráðahvítblæði og þar af leiðandi blæðingar inn á heilahimnur og í lungu, hjá sjúklingum með af- brigðilegar blæðingar við opnar hjartaaðgerðir, hjá sjúklingi með óstöðvandi blæðingu eftir umferð- arslys og hjá sjúklingi með svæsna lungnablæðingu í tengslum við blóðstorkusótt eftir nærdrukknun og kólnun.“ Hann kemst að þeirri niðurstöðu að „í dreyrasýki og í ákveðnum storkumeinum er enginn vafi um notagildi NovoSeven. Að auki ætti ætíð að íhuga notkun lyfsins ef tal- ið er að sjúklingi sé að blæða út þrátt fyrir fulla meðferð en skilyrði er að batamöguleikar séu að öðru leyti taldir vera sæmilegir“. „Kraftaverkalyfið“ á svipuðu verði hér og á Norðurlöndunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.