Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hefur þú kynnt þér tilboðin í Sparimagazíni fyrir desember? Stefnir í aðsóknarmet | Fræðslu- deild Árbæjarsafns hefur árum saman boðið nemendum í leik- skólum og grunnskólum Reykjavík- ur og nágrennis upp á skemmtilega og fræðandi safnaheimsókn síðustu vikurnar fyrir jól. Í ár lítur út fyrir að slegið verði nýtt aðsóknarmet en alls eru nú bókaðir um 100 hópar inn á safnið fram að jólum og því áætlað að rúmlega 2.200 börn muni heimsækja Árbæjarsafn fyrir jólin með kennurum sínum. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Farið er með börnin í gamla býlið Árbæ og torfkirkju safnsins og fá börnin að kynnast jólaundirbúningi og jólahaldi fyrrum. Fjallað er um jólabaðið, kertagerð og lýsislampa og lífið í baðstofunni á aðventunni. Einnig er fjallað um gömlu jóla- sveinana sem börðu á glugga, skelltu hurðum og stálu keti. Grýla mamma þeirra kemur einnig við sögu, vöndurinn er skoðaður og rætt um hlutverk hans. Heimsóknin endar í gömlu torfkirkjunni en þar er hlustað á jólasögu og sungið.    Styrkur til leikskólastarfs | Verkefni leikskólaskrifstofu Kópa- vogs vegna þróunarvinnu við að byggja upp heildstæða þjónustu við leikskólanemendur með einhverfu og fjölskyldur þeirra hlaut styrk- veitingu úr styrkjasjóði Evrópuárs fatlaðra að upphæð 300.000 krónur. Félagsmálaráðherra veitir styrkinn. Þróunarverkefnið er samstarfs- verkefni Fræðslusviðs Kópavogs- bæjar og Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins. Verkefnið lýtur að þróun líkans eða umgjarðar um vinnubrögð sem að mati samstarfs- aðila er það sem hafa ætti að leið- arljósi við þjónustu og íhlutun vegna leikskólanemenda sem greinst hafa með einhverfu og fjöl- skyldna þeirra. Verkefninu er þannig ætlað að verða nokkurs kon- ar fyrirmynd að því hvernig unnt er að skipuleggja og framkvæma þjónustu sem er heildstæð og mæt- ir þörfum þeirra sem hennar njóta. Í því felst skoðun á núverandi úr- ræðum sem veitt eru af þeim stofn- unum sem að málum koma auk þess sem settar verða fram tillögur um hvernig bæta megi þjónustuna og gera íhlutun markvissari í fram- tíðinni. Miðborg | Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, sagði á borgarstjórnarfundi nýverið til- efni til að spyrja borgarfulltrúana Alfreð Þorsteinsson og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur hvort ÁHÁ verktökum hafi verið gefið fyrir- heit um niðurrif Austurbæjarbíós. Vísaði hann í því samhengi til áréttingar Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur, fyrrverandi vara- borgarfulltrúa R-listans, sem birtist í Morgunblaðinu. Þar hef- ur hún eftir Alfreð Þorsteinssyni að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær Austurbæjarbíó verði rifið. Það væri búið að ákveða það. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði að hún hefði ekki gefið nein fyrirheit þegar hún hitti verktaka á einum kynningarfundi snemma á þessu ári er hún var enn borgarstjóri. Það sama sagði Árni Þór Sigurðs- son og sér hafi fundist hugmyndir verktakanna of „stórkarlalegar“. Steinunn Valdís sagði búið að svara þessum spurningum og þó fyrirspyrjanda líki ekki svörin þá breytist þau ekki þó oft sé spurt. Hún hafi ekkert við svar Ingi- bjargar Sólrúnar að bæta. Alfreð Þorsteinsson tók ekki til máls og þurfti síðar að víkja af fundi. Ólafur F. Magnússon sagðist líta svo á að Steinunn Valdís neiti að svara spurningunni. Hugmyndir verktaka stórkarla- legar Niðurrif Austurbæjarbíós Gjald lækkar | Leikskólaráð sam- þykkti á fundi sínum nýverið að lækka aðgangsgjald á gæsluleikvelli Reykjavíkurborgar. Samþykkt var að frá 1. desember yrði gjald fyrir hverja heimsókn á vellina 100 krónur. Ekki verður lengur boðið upp á af- sláttarkort, en þeir sem eiga miða eft- ir geta nýtt þá og gildir hálfur miði fyrir hverja heimsókn. Í vetur eru vellirnir opnir alla virka daga frá kl. 10.00–12.00 á morgnana og frá 13.00 til 15.30 síðdegis. Gæslu- leikvöllurinn við Frostaskjól er opinn frá kl. 9.00 til 13.30.    Mosfellsbær | Sigga Mæja í Mos- fellsbænum er hér með tíkina sína, hana Eldingu, og hvolpana hennar. Þeir eiga eftir að vera hjá móður sinni í eina viku áður en þeir fara á ný heimili, en hvolpar geta farið inn á ný heimili átta vikna gamlir. Eins og labradorum sæmir eru hvolp- arnir harðir af sér og leika sér og slást úti í hörkufrosti þrátt fyrir ungan aldur. Þeir eru allan daginn úti í stórri girðingu þar sem þeir hafa aðgang að litlu upphituðu húsi og geta lagt sig og náð hita í skrokkinn ef á þarf að halda. Á næturnar eru þeir inni í íbúðarhúsi en fara í einni halarófu út í girð- inguna sína kl. sjö á morgnana. Morgunblaðið/Ingó Bestu vinirnir í bænum Kópavogur | Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að Atl- antsolía hafi sent bæn- um almenna fyrirspurn varðandi lóð undir bensínstöð í bænum og fyrirspurnin hafi verið send bæjarskipulagi sem hugaði að málinu. „Svarið sem við gáfum þeim var ekki beint það að ekki væri til lóð en það er erfitt að taka á þessu þar sem ekki var sótt um ákveðna lóð á ákveðnum stað.“ Forsvarsmaður Atl- antsolíu gagnrýndi í Morgunblaðinu á dögunum að bæjarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu hefðu hafnað beiðni fyrirtækisins um lóð undir bensín- stöð, nema Hafnarfjörður. Sigurður segir að Atlantsolía sé með bensíndælu á Kópavogsbraut 115. Vegna þeirrar lóð- ar sendi fyrirtækið bænum bréf þar sem spurt var hvort lóðar- leigusamningur yrði endurnýjaður er hann rynni út árið 2008 og hvort áfram yrði leyft að hafa bensínstöð á lóðinni. Sigurður segir að í svari bæjarins hafi komið fram að lengi hafi verið gert ráð fyrir því að bensínstöðin myndi fara. Hann segir að í svarinu hafi verið sagt að yrði enn vilji af hálfu fyrirtækisins til að hafa bensínstöð á lóðinni eftir að samningur rynni út þyrfti að sækja um breytingu á aðalskipulagi. „Ég lít ekki á þetta svar sem neitun,“ segir Sigurður. Hann segir ekki lausa lóð í augnablikinu undir bensínstöð í Kópavogi en að hugsanlega sé lóð fyrir bensínstöð í nýja Vatnsenda- hverfinu. Það séu hins vegar yfirleitt verktakar eða fyrirtæki sem byggja upp þjónustukjarnana í nýjum hverfum sem semji við aðila um t.d. uppsetningu á bensínstöðvum. „En það hefur ekki komið neitt hingað inn á borð sem er hægt að flokka sem beina umsókn frá Atlantsolíu um lóð,“ segir Sigurður. Atlantsolía leitar að lóð fyrir bensínstöð Hugsanlega lóð í nýju hverfi Sigurður Geirdal Á Háskólasvæðinu er fjöldi fyrirlestrarsala sem nýtast vel fyrir ráð- stefnuhald þegar ekki er verið að nota þá til kennslu. RADISSON SAS Hótel Saga og Há- skóli Íslands hafa tekið upp sam- starf sem felst í því að hótelið tekur að sér alla sölu- og markaðssetningu á funda- og ráðstefnusölum Háskóla Íslands þann tíma sem húsnæðið er ekki nýtt undir kennslu, kvikmynda- sýningar eða starfsemi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Um er að ræða sex sali í Háskólabíói sem bjóða upp á sæti fyrir 100–900 manns, kennslustofur í Lögbergi og Odda auk funda- og fyrirlestrarsala í hinu nýja Náttúrufræðahúsi sem tekið verður í notkun í lok ársins. Allt kynningarefni verður endurnýj- að og sameinað í bæklingum Rad- isson SAS-hótelanna auk þess sem salirnir verða settir inn í sölukerfi þeirra. „Við teljum að samstarfið sé báð- um aðilum til góðs. Hótelið getur nú boðið upp á mun stærri funda- og ráðstefnuaðstöðu en áður. Háskólinn fær líka betri nýtingu á húsakosti sínum auk þess sem fag- aðili sér um markaðs- og sölustarf jafnt innanlands sem utan. Viðskiptavinir okkar munu njóta þess að hafa þarna alla þætti á sama stað og nýir möguleikar sem þetta býður upp á verða kynntir fljótlega,“ segir Hrönn Greipsdóttir, hótel- stjóri Radisson SAS Hótels Sögu. Háskóli Íslands og Radisson SAS í samstarf Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.