Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 19 Ekki gleyma þínu fólki í útlöndum um jólin Jólapakkar með DHL á tilboðsverði – sama verð um allan heim* Lítill pakki: 3.950 kr. (33x31x17 sm – Hámarksþyngd 10 kg) Stór pakki: 9.950 kr. (42x35x26 sm – Hámarksþyngd 30 kg) Síðasti dagur til að senda jólapakka til landa utan Evrópu er 15. desember. Síðasti dagur til að senda jólapakka til landa innan Evrópu og til Bandaríkjanna er 18. desember. Pakkamóttaka opin alla virka daga frá 8.00 til 16.30. DHL á Íslandi, Skútuvogi 1e. Sími: 535 1100. Hafið samband við þjónustudeild DHL í síma 535 1122 fyrir sendingar utan höfuðborgarsvæðisins. *Verð miðast við staðgreiðslu og staðlaða stærð kassa sem DHL útvegar þér að kostnaðarlausu – Tilboðið gildir til 1. janúar 2004. D H L FÆR IR Þ ÍNUM JÓLIN UMALLAN HE IM Styrktartónleikar þriggja kóra | Þrír kórar á Akureyri sameina krafta sína og efna til tónleika í Glerárkirkju á fimmtu- dagskvöld, 4. desember. Þetta eru KvennakórAkureyrar, Karlakór Akureyrar- Geysir og Stúlknakór Akureyrarkirkju. Stjórnendur kóranna eru Þórhildur Örv- arsdóttir, Erla Þórólfsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson, sem leikur jafnframt undir sem og Björn Steinar Sólbergsson. Saga Jónsdóttir kynnir. Um er að ræða tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd en öll innkoma af tón- leikunum rennur óskipt til nefndarinnar og hefur allur kostnaður við tónleikana verið felldur niður. Verð aðgöngumiða er að lág- marki 1000 krónur fyrir fullorðna, en frítt er fyrir börn. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Ljósahátíð á degi fatlaðra | Efnt verður til Ljósahátíðar á Ráðhústorgi á Akureyri í dag, miðvikudaginn 3. desember á Alþjóða- degi fatlaðra. Einkunnar- orð dagsins eru: Samfélag fyrir alla. Sjálfsbjörg á Akureyri og Þroskahjálp á Norðurlandi eystra standa fyrir ljósahátíð- inni. Kveikt verður á kertum á torginu, ávörp flutt og veitingastaðurinn Friðrik V býður upp á heitt kakó. Með ljósahá- tíðinni vilja samtökin hvetja til umræðu um stöðu fatlaðra, stuðla að auknum réttindum þeirra og koma í veg fyrir mismunun í þjóð- félaginu. Lýðheilsustöð | Stjórn Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun heilbrigðisráðherra um staðsetningu Lýð- heilsustöðvar. Með ákvörðun ráðherra er enn ein ríkisstofnunin sett niður í Reykjavík. Með þessu er gengið þvert á stefnu stjórnvalda í byggðamálum og þvert á orð ráðherra um að hann hygðist staðsetja þessa nýju stofnun á Akureyri.       MYNDLISTARSÝNINGIN „Einn fugl og ein kisa“ verður opnuð í Galleríi Gersemi á Ak- ureyri í dag, miðvikudag, kl. 18.00, á Al- þjóðadegi fatlaðra. Sýningin er afrakstur samstarfs Dagbjartar Brynju Harðardóttur og Baldvins Steins Torfasonar og stendur hún til 15. desember. Brynja útskrifaðist úr fornámi frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2001 en hefur auk þess sótt ýmis myndlist- arnámskeið. Hún lauk BA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði með táknmálsfræði sem aukagrein frá HÍ 1996 og kennslurétt- indanámi frá HA 2002. Brynja starfar nú sem kennari í félags- og uppeldisfræði við Menntaskólann á Akureyri. Baldvin Steinn er 12 ára einhverfur strák- ur og stundar nám í sérdeild Síðuskóla. Hann hefur komið einu sinni í viku á vinnustofu Brynju í vetur, þar sem þau hafa unnið sam- an að myndlistarverkum sínum. Baldvin Steinn nýtur sín í myndlist. Hann hefur mikla ánægju af því að handleika efniviðinn og málningin er uppáhalds efniviðurinn hans. Hann þarf mikla hvatningu til að teikna en þegar hann er kominn af stað í vinnuferlinu ber meira á frumkvæði hans, t.d. í litavali og hvað á að teikna eða vinna með hverju sinni. Baldvin Steinn hefur mikla ánægju af því að vinna með hendur og endurspeglast það í verkum hans og á vissan hátt má líta á þær sem eina af leiðum hans til tjáskipta við um- hverfið. Einhverfa er sérstök fötlun. Ein- hverf börn eru félagslega hömluð og hafa til- hneigingu til að vilja leika sér ein og virðast stundum lifa í eigin heimi. Einhverfir hafa ekki tilhneigingu til að sína mikið frumkvæði og eru í mikilli þörf fyrir að allt sé í föstum skorðum. Þessi myndlistarsýning er framlag Bald- styrkt af Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA, menningarmáladeild Akureyrarbæjar og Þroskahjálp. Einnig hafa ýmis fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar lagt sýningunni lið, segir í fréttatilkynningu. vins Steins og Brynju til að minnka þá fé- lagslegu fötlun sem samfélagið skapar. Þau vona að sýningin stuðli að umburðarlyndi, víðsýni og fordómaleysi fólks. Þau vilja ýta undir skilning og þekkingu á málefnum fatl- aðra og veita listræna ánægju. Verkefnið er Myndlistarsýningin „Einn fugl og ein kisa“opnuð í Galleríi Gersemi Afrakstur samstarfs kenn- ara og einhverfs nemanda Morgunblaðið/Kristján Mikið og gott samstarf: Dagbjört Brynja Harðardóttir kennari og Baldvin Steinn Torfason vinna við myndverkið Endurspeglun á myndvarpa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.