Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 33 ✝ Bára Friðberts-dóttir fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1938. Hún lést á heimili sínu 27. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðbert Frið- bertsson og Ragn- hildur Guðmunds- dóttir. Systkini Báru eru Ingibjörg, Óskar (látinn) og Lára. Bára eignaðist soninn Friðbert Ragnar f. 19. nóvem- ber 1955 með Haf- þóri Svavarssyni, f. 5. mars 1936. Friðbert er kvæntur Önnu Maríu Halldórsdóttur f. 18. maí 1963. Börn þeirra eru: María Ósk, f. 2. nóvember 1981, maki Ólafur Þór Þorláksson, f. 9. maí 1980, Óskar Bertel, f. 2. ágúst 1983, og Birta Ósk, f. 19. des- ember 1998. Sonur Friðberts af fyrra hjónabandi er Sigur- þór, f. 5. febrúar 1976, sonur hans er Nicolas Leó, f. 25. júlí 2002. Rúmlega tvítug að aldri hóf Bára störf hjá Verzlunarspari- sjóðnum, sem síðar varð Verzlunar- bankinn og nú Ís- landsbanki. Hún starfaði þar óslit- ið í 43 ár. Útför Báru verður gerð frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég kynntist Báru tengdamóður minni fyrir rúmum 22 árum og hún var alla tíð óaðskiljanlegur partur af fjölskyldunni. Næstu jól verða þau fyrstu sem hún er ekki með okkur á aðfangadagskvöld og við hjá henni á jóladag í árvissu hádegisboði. Og þar var alltaf hangikjöt, vandlega valið og framreitt af þeirri alúð sem ein- kenndi allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var dama fram í fingurgóma. Hún var umhyggjusöm móðir og yndisleg amma fjögurra barnabarna sem hún studdi með ráðum og dáð og vildi ævinlega allt fyrir þau gera. Ég minnist elskulegar tengda- móður minnar og vinkonu með sökn- uði og hlýhug. Hún var mér stoð og stytta í lífinu með samstöðu sinni og áhuga á öllu sem viðkom okkur, fjöl- skyldunni hennar. Ekki mátti hún frétta af veikindum hjá einhverjum af okkur þá var hún komin til þess að hlúa að og vera hjá okkur. Ég veit ekki hvernig ég hefði farið að í veik- indum og áföllum yngstu dóttur minnar, Birtu, ef hennar Báru hefði ekki notið við með sinni umhyggju, komandi með mér upp á bráðamót- töku barna jafnt á nóttu sem degi. Það var eitt í fari Báru sem senni- lega allir sem hana þekktu sáu fljót- lega, og það var hreinskilni af fyrstu gráðu. Maður fékk aldrei annað svar en það sem henni fannst og það ekki fært í einhvern skrautbúning. Hún var þó farin að mildast í seinni tíð. Til dæmis þegar ég fór með Birtu í Kolaportið og þar fann hún þá flott- ustu skó sem hún hafði augum litið. En þeir voru með snákamunstri svo ég vissi fyrir fram að Báru myndi alls ekki líka þeir. En þegar Birta spurði hana sakleysislega: Hvernig finnst þér, amma? svaraði Bára ró- lega en frekar óstyrk í röddinni: Jú, er þetta ekki bara fínt? En hún hvísl- aði að mér: Af hverju í ósköpunum voruð þið að kaupa þessa hörmung? Bára var alla tíð mjög samvisku- söm og vann t.d. sárþjáð í langan tíma og hefðu margir tekið sér veik- indafrí svona lasnir, en ekki hún Bára, heldur seiglaðist hún áfram þótt hún ætti í restina mjög erfitt með að standa upp og setjast niður vegna meinsins í mjöðminni. Líka þess vegna flutti hún til okkar, því að hún bjó á fjórðu hæð og gat hrein- lega ekki gengið stigana lengur. Sjúkrasaga Báru var frá því í febr- úar og þar til hún lést 27. nóvember. Allan tímann tók hún veikindum sín- um með æðruleysi og hafði mestar áhyggjur af öðrum en ekki af sjálfri sér. Kvöldið sem Bára skildi við vorum við, ég og dætur mínar, María og Birta, hjá henni inni í herberginu hennar. Karítassysturnar höfðu sagt mér að oft væri það síðasta sem færi heyrnin og ég gæti vel trúað að hún hafi heyrt í okkur þar sem systurnar höfðu komið dýnu fyrir á gólfinu hjá ömmu sinni. Sú yngri var búin að ákveða að hún og María ættu að sofa þar. Þegar leið á kvöldið og ég hélt að sú stutta væri sofnuð spurði ég Maríu hvort hún væri sofnuð og María hélt það. Ég lagði til að við flyttum hana í sitt rúm en þá reis litla stýrið upp og sagði móðguð: Ég heyrði þetta og ég er ekki sofnuð og ég ætla að sofa hérna! Hún var samt færð þegar hún var sofnuð nógu fast og við tók vaka hjá okkur Maríu. Síð- an kom Berti og upp úr hálftvö sáum við endalokin nálgast. Minnug orða Karítassystra um að heyrnin héldist lengst hvíslaði ég: Góða ferð í ferð- lagið þitt, elsku Bára mín. – Og hafðu ekki áhyggjur af okkur. Síðastliðið ár hefur verið okkur fjölskyldunni lærdómsrík reynsla. Við höfum notið ómetanlegrar hjálp- ar og stuðnings systra Báru, þeirra Ingu og Láru. Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til Karítassystra sem gerðu okkur kleift að hafa hana hjá okkur til enda. Anna María Halldórsdóttir. Elsku Bára. Það er svo margt sem leitar á hug- ann, svo margar góðar minningar. Þú varst sú samviskusamasta og heiðarlegasta manneskja sem ég hef verið svo lánsöm að vera samvistum við. Það var alltaf hægt að treysta á þig á hverju sem gekk. Þú áttir auð- velt með að hlæja að og gera grín að sérviskunni í sjálfri þér, það var aldrei nein hálfvelgja þar sem þú varst annars vegar. Þú hafðir ánægju af að lesa um andleg málefni og hafðir gaman af að ræða um þau. Ég á mikið eftir að sakna spjalls- ins og göngutúranna okkar sem voru fastir liðir í lífi okkar í 15 ár. Við gát- um spjallað um allt milli himins og jarðar og ekki síst um heiminn fyrir handan, þroskaleit okkar hér á jörð og tilganginn með þessu öllu. Þú tókst með æðruleysi veikindum þínum og áttir öruggt skjól hjá fjöl- skyldu þinni sem allt vildi fyrir þig gera. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. Mig langar til að þakka þér fyrir allan stuðningin sem þú veittir mér og bið guð að blessa þig og fjölskyld- una. Ég veit að mamma, pabbi, Ósk- ar og Gummi taka á móti þér. Ingibjörg. Með sárum söknuði kveð ég systur mína og trúnaðarvin. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið, og finn ég það svo sannarlega núna eftir lát hennar. Hún var mitt öryggi og vinur sem alltaf var til staðar og hlustaði af ein- lægni. Alltaf gat ég farið með vanda- mál mín, gleði og reiði til hennar í þeirri vissu að hún hlustaði, hefði skoðun á því sem á þyrfti að halda. Ég gat treyst því að hún segði sann- leikann, ekki undir rós, heldur um- búðalaust, þótt hann væri stundum ekki það sem maður vildi heyra þá stundina. Tvær hliðar á öllum málum eða fleiri, sagði hún. Það var ekki hægt að plata Báru. Hreinskilni, heiðarleiki og réttsýni voru hennar leiðarljós. Húmorinn var líka í lagi hjá henni Báru minni. Ekki voru þau fá skiptin sem hlegið var á mínu heimili með henni, sem við minnumst núna ásamt ótal fleiri minningum sem við geym- um í hjarta okkar. „Það er bara til ein Bára“, var setning sem oft var látin falla meðal okkar og finnum við það svo sannarlega núna í sorg okk- ar. En við hittum hana einhvers stað- ar einhvern tíma aftur. Bára sagði oft: „Maður fæðist ekki bara, lifir og deyr – það er tilgangur með þessu öllu.“ Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Lára. Kveðja frá starfsfólki útibús Íslandsbanka á Kirkjusandi Í dag verður til grafar borin Bára Friðbertsdóttir, vinnufélagi okkar, starfsmanna útibús Íslandsbanka á Kirkjusandi til margra ára. Hún átti að baki 43 farsæl ár hjá Verslunar- bankanum og síðar Íslandsbanka. Bára var um margt sérstök kona. Hún var einstaklega trú fyrirtækinu sem hún vann hjá og var tilbúin að leggja mikið á sig í þágu þess. Bára var morgunhani. Hún mætti fyrst allra í vinnuna, og var búin að skila góðu verki þegar við vinnufélagar hennar mættum til vinnu. Dæmi um hollustu hennar var að fyrir nokkr- um árum þegar hún var að fara í sumarfrí, vorum við í ákveðnum vandræðum þar sem húsvörðurinn okkar var einnig í fríi á sama tíma, í vikutíma. Bára frétti af þessu og bauðst til þess að mæta á morgnana í sumarfríinu sínu og opna bankann í stað húsvarðarins. Okkur fannst nú að hún ætti að njóta sumarfrísins og fundum aðra lausn, en þessi stutta saga lýsir vel hugarfari og persónu- leika Báru. Á löngum starfsferli hjá sama fyr- irtækinu öðlaðist Bára virðingu sam- ferðamanna sinna, bæði starfs- manna og viðskiptavina. Hún eignaðist góða vini í bankanum sem sakna hennar sárt við fráfall hennar. Bára hóf störf hjá Verslunarspari- sjóðnum í Bankastræti árið 1960. Hún vann lengi í gjaldkeradeild en fyrir 12 árum breytti hún um starf og tók að sér innheimtu yfirdráttar og innstæðulausra ávísana ásamt fleiri störfum. Slík störf kalla á skipulag, festu og ákveðni, en þó fulla kurteisi og virðingu fyrir við- skiptavinum. Þetta starf leysti Bára einstaklega vel af hendi og var fyrir vikið kjörin starfsmaður ársins hjá Íslandsbanka fyrir nokkrum árum. Á þeim 43 árum sem Bára vann hjá bankanum hefur samfélagið breyst gríðarlega á öllum sviðum. Ekki síst á sviði viðskipta og fjár- mála. Kröfur til starfsfólks eru aðrar í dag en fyrr á árum. Í dag reynir mikið á frumkvæði og sjálfstæða hugsun þar sem viðskiptavinurinn er í fyrirrúmi. Það hefur ekki reynst öllum jafnauðvelt að aðlagast breyt- ingum sem þessum en Bára var að mörgu leyti framúrskarandi hvað þessa hluti varðar. Hún var alltaf ófeimin að ganga í málin, tileinka sér ný vinnubrögð og tækni. Í vor, skömmu áður en Bára ætl- aði að fara að njóta eftirlaunaáranna greindist hún með illvígan sjúkdóm sem ekki reyndist unnt að lækna. Við, sem umgengumst Báru daglega árum saman, vitum að fjölskylda hennar átti stærstan hlut í hjarta hennar og að hún hafði hugsað sér að verja auknum tíma í faðmi hennar. Við sendum fjölskyldu Báru okkar innilegustu samúðarkveðjur á þess- um erfiðu tímum. Björn Sveinsson. Bára Friðbertsdóttir, samstarfs- kona mín í tugi ára, lést hinn 27. nóv- ember síðastliðinn. Leiðir okkar Báru lágu fyrst saman árið 1960, er við hófum störf í Verslunarspari- sjóðnum sem varð Verslunarbanki og síðar Íslandsbanki. Síðan eru liðin 43 ár. Mér er óhætt að segja að Bára hafi verið með betri starfsmönnum bank- ans. Samviskusöm var hún, heiðarleg í alla staði og sérstaklega vinnusöm. Bára var einstaklega vel liðin af viðskiptavinum bankans og áttu margir hauk í horni þar sem Bára var. Mörgum hefur hún hjálpað í gegnum flækjur fjármálanna og leyst ótal vandmál með alúð og nær- gætni. Síðustu ár störfuðum við Bára mjög náið saman og bar aldrei skugga á það samstarf. Við létum báðar af störfum 1. mars síðastlið- inn, hún tveimur mánuðum áður en til stóð vegna veikinda. Þá hófst æðrulaus barátta við illvígan sjúk- dóm sem nú er lokið. Bára var góð kona og gott að vinna með henni og þakka ég henni öll árin okkar í bankanum. Ég og fjölskylda mín biðjum henni Guðs blessunar og þökkum henni þann hlýhug og nær- gætni, er hún sýndi okkur í veikind- um mannsins míns. Berti minn, Anna María og fjöl- skyldan öll, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Minning- in um góða móður, tengdamóður, ömmu og langömmu mun lifa með ykkur um ókomna tíð. Ég kveð hana Báru mína með þessari bæn: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hrafnhildur Magnúsdóttir. Mig langar með örfáum orðum, Bára mín, að þakka þér fyrir sam- veruna. Við unnum saman í 35 ár, fyrst í Verslunarbanka Íslands, síð- an í Íslandsbanka Kirkjusandi. Þar vorum við nánast hlið við hlið ásamt Hrafnhildi vinkonu okkar. Þegar tími gafst að loknum vinnudegi var oft margt talað bæði í gamni og al- vöru. Mest var hlegið þegar Elli barst í tal. Hafðu þökk fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Berta, Önnu Maríu, fjölskyldu og systrum þínum. Gréta A. Vilhjálmsdóttir. Elsku Bára, ég hugsa til þín. Þú sem ætíð ósénn nærri dvelur og allt sem lifir fæðir og elur. Blöð vaxa á greinum og blóm skjóta rótum, og brum verða að aldinum sem við njótum. Til hvíldar er hold mitt legg ég lúið, þá lít ég svo á sem mitt verk sé búið, en vakna samt aftur mót dýrð nýrra daga: sjá, dásamlegt undur varð úti í haga! (Rabindranath Tagore.) Hlýjar kveðjur til þín, kæra Bára frænka, Esther Ósk Ármannsdóttir. Æskuvinkona okkar, Bára Frið- bertsdóttir, er látin. Okkar fyrstu skref lágu saman í barnaskóla, þá að- eins 6 ára gamlar. Við urðum strax miklar vinkonur og hélst sú vinátta til æviloka hennar. Stórt skarð er því höggvið í þennan litla vinkonuhóp. Ótal minningar hrannast upp í huga okkar á þessari stundu, sem við eig- um eftir að varðveita. Við fylgdumst með Báru í veikind- um hennar og dáðumst að hugrekki hennar þessa örfáu mánuði sem sjúkdómurinn herjaði á hana. Bára var lengi búin að hlakka til starfsloka sinna og að fá að njóta fjölskyldu sinnar, sem stóð svo nærri hjarta hennar, en varð því miður ekki að ósk sinni. Elsku Bára, við þökkum þér sam- fylgdina og vináttu öll þessi ár. Erla Ingimarsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Sonja Backman. BÁRA FRIÐBERTSDÓTTIR Elskuleg systir okkar, ANNA SIGURBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Dúfnahólum 4, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi þriðjudaginn 2. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét, Erla, Stefán og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARLOTTA MARIA FRIÐRIKSDÓTTIR frá Hól við Nesveg, Furugerði 1, Reykjavík, andaðist á öldrunardeild Landspítala Landa- koti miðvikudaginn 5. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Snævar Ögmundsson, Ingileif Guðrún Ögmundsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, EYJÓLFUR KRISTINN SNÆLAUGSSON, Kirkjubraut 16, Innri-Njarðvík, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju, Innri- Njarðvík, föstudaginn 5. desember kl. 14.00. Jón Ásgeir Eyjólfsson, Snæfríður Sverrisdóttir, Jónas Helgi Eyjólfsson, Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson, Þórlína Jóna Ólafsdóttir, Eyjólfur Ævar Eyjólfsson, Helga Þórdís Guðmundsdóttir, Þórey Eyjólfsdóttir, Auðunn Þór Almarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.