Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hjólastólarnir vaða yfir borgina, fylla strætisvagnana og rúlla yfir fólkið sem er að hlaupa af sér spikið um allan bæ, svo niðurföllin hafa ekki undan lýsistaumunum! HVERS vegna þeytast tómir stræð- isvagnar um allan bæ, framhjá fólki sem er að fara í aðra átt eða þarf svo mikið að flýta sér að það gengur frek- ar, en að bíða eftir strætó sem kemur kanski eftir dúk og disk? Er það ef til vill ekki velkomið sem er stirt, gamalt með göngugrind eða í hjólastól? Fyrir hvern er strætó? Eru þetta bara skólabílar, fyrir ungt og hraust fólk sem ekki hefur enn náð sér í bíl- próf? Á undanförnum árum hafa Stræt- isvagnar Reykjavíkur tekið miklum breytingum. Frá því að vera háir tor- færufjallabílar í fleiri og fleiri ,,lággólf- svagna“ og nú síðast vetnisvagna. Með tilkomu vetnisvagnanna er stigið skref í átt að umhverfisvænum almenningssamgöngum. Tvennt hefur skort á nýtingu strætisvagnanna. Ann- ars vegar eru það óhagkvæmir vagnar og hins vegar slæmt leiðakerfi. Það er ekki umhverfisvænt að tómir vetn- isvagnar keyri um allan bæ með fal- legan gufustrók upp úr þakinu. Hvern- ig má nýta þessa vagna betur? Með því að skilja einkabílinn eftir og flykkj- ast í strætó ungir sem gamlir, haltir og stirðir, fólk með barnavagna og hjóla- stólanotendur. Til að þessi sýn verði að veruleika þurfa vagnarnir að vera vetnisknúnir lággólfsvagnar og biðstöðvarnar með uppbyggðum gangstéttum svo slétt sé inn í vagnana. Gott væri að hafa fest- ingar fyrir hjólastóla í vögnunum. Hvers konar rugl er þetta!? Á að leggja niður ferðaþjónustu fatlaðra? Ljóst er að ferðaþjónusta fatlaðra ann- ar ekki hlutverki sínu með núverandi bíla- og mannafla, að koma í stað strætisvagna fyrir hreyfihamlað fólk. Hver myndi líða það að þurfa að hringja fyrir fjögur á föstudegi ef hann ætlaði með strætó á mánudagskvöldi? Það þurfa hreyfihamlaðir að gera ef þeir ætla að notfæra sér almennings- samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Aðgengilegir vagnar finnast nú í höfuðborgum og flestöllum stærri bæjum á Norðurlöndunum og í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hér erum við eins og svo oft áður áratug- um á eftir þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Nú á Evrópuári fatl- aðra væri það verðugt verkefni Strætó b.s. að gera áætlun um hvernig og hve- nær þessi sýn okkar verði að veruleika og leggja hana fram eigi síðar en í árs- lok 2004. Til að byrja með væri hægt að hafa ákveðnar leiðir sem eingöngu aðgengi- legar vagnar gengju, til dæmis um miðbæ Reykjavíkur, og kæmu við í bílastæðahúsum miðborgarinnar. Ef almenningsvagnar yrðu aðgengilegri mundi það áreiðanlega létta á Ferða- þjónustu fatlaðra sem yrði til þess að hún gæti veitt betri þjónustu þeim sem nauðsynlega þurfa á henni að halda. Hreyfihamlaðir þurfa að reiða sig á einkabílinn til að komast leiðar sinnar, með öllum þeim kostnaði sem það hef- ur í för með sér, að ekki sé talað um mengunina. Það er jafnréttismál að geta nýtt sér almenningsamgöngur eins og aðrir borgar. Allir með strætó! Eru strætisvagnarnir fyrir alla? Eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur og Guðmund Magnússon Kolbrún Dögg er félagsliði, Guð- mundur er leikari. Guðmundur Magnússon Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir REYKJANESBRAUT hefur enn vakið athygli á mikil- vægi umferðaröryggis og flutninga á brautinni um Suð- urnes. Eins og fram kom í máli talsmanns áhugahóps um bætt öryggi umferðar um brautina hefur mannslíf glatast á u.þ.b. hverjum eitt hundrað dögum á síðustu árum. Þrátt fyr- ir átak í umferðarlöggæslu á brautinni, sem mál manna segir að hafi haft mjög góð áhrif á ökumenn og ökumynstur á brautinni. Fleira hefur komið til sem ítrekar enn og aftur að tvöföldun braut- arinnar verði lokið án þeirra óhentugu áfangaskipta sem ráðgerð hafa verið á vegáætlun. Á síð- ustu árum og misserum og nú á síðustu vikum hafa komið upp alvarleg álitaefni í atvinnuástandi á Suðurnesjum. Þau þarfnast úrbóta, m.a. á sviði vegabóta. Þær breytingar hafa orðið í sjávarútvegi á Suður- nesjum, mest í Reykjanesbæ fyrir allnokkrum árum og á síðustu árum með harkalegum hætti á skömmum tíma í Sandgerði, að mjög mikil áhrif hafa haft á þrótt útgerðar og fiskvinnslu á þessum tveimur stöðum. Aðrir staðir á Suðurnesjum má segja að hafi náð að halda sínum hlut, í krafti framsýni stjórnenda fyrirtækjanna. Er sérstök ástæða til að nefna fyrirtæki í Grindavík og í Garði sem hafa á sama tíma ekki aðeins staðist almennan samdrátt í sjávarútvegi heldur náð að auka umsvif sín og treysta í sessi. Við Suðurnesjamenn erum stoltir af þeim sem þann- ig hafa náð árangri. Þótt ekki liggi fyrir neinar ákvarðanir Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli um að halda áfram fækkun starfs- manna og samdrætti, er þó ljóst að innan fárra ára er að vænta niðurstöðu endurskoðunar Bandaríkjanna á stað- setningu herafla þeirra í Evrópu og víðar. Með þeim ákvörðunum má vænta að breytingar verði enn á fyr- irkomulagi varnarsamstarfsins og umsvifum Varnarliðs- ins. Síðustu tíðindi af ákvörðunum Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli og áður fyrirtækja í flugstarfsemi og ferðaþjónustu sögðu öll sömu sögu: umsvif hafa dregist saman. Hvað Varnarliðið áhrærir má fastlega álykta að það muni ekki ganga til baka. Á þessu árabili hafa atvinnuþróunarverkefni sveitarfé- laganna, einkum Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja (HS) gengið nokkurn veginn eftir, en ekki hafði verið ráð- gert að neitt þeirra mundi um þessar mundir skila sjáan- legum árangri. Sökum þess hafa bæjarfulltrúar lagt fram fleiri hugmyndir til úrbóta, m.a. að flytja höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar til Helguvíkur og Keflavík- urflugvallar. Það er hugmynd sem undirritaður hefur áð- ur lagt fram á Alþingi og styður að sjálfsögðu af heilum hug. Ég hef enda ávallt talið að frambúðarstaðsetning hennar þar syðra ætti betur við en í höfuðborginni, ekki síst með tilliti til samstarfs við Varnarliðið og flugbjörg- unarsveit þess og með tilliti til þeirra fiskimiða þar sem við stundum mest veiðar, undan Suðurnesjum og suðurströnd landsins. Ánægjulegt er að stjórnvöld hafa tekið þessa hugmynd til athugunar. Undirbúningingur að stálpípugerð við Helguvík gengur að vonum. Til viðbótar við undirbúning Reykjanesbæjar, hafnarstjórnar og HS er nauðsyn að umferðaræðar, þ.m.t. Reykjanesbraut verði lokið. Einn veigamesti þáttur í und- irbúningi iðnþróunar á hverju atvinnusvæði er gerð af- kastamikilla og öruggra umferðarmannvirkja til að tryggja flutninga aðfanga, hráefna, afurða og fólks. Því skora ég á stjórnvöld að taka til endurskoðunar þann þátt vegáætlunar sem lýtur að endanlegri tvöföldun Reykja- nesbrautar um Suðurnes til Reykjanesbæjar. Mikilvægar úrbætur á Reykjanesbraut Eftir Árna Ragnar Árnason Höfundur er alþingismaður. ÓSKASTUNDIN hennar Gerðar G. Bjarklind hefur svo sannarlega áunnið sér vinsældir meðal dyggra hlustenda Ríkisútvarpsins og haldi einhver að það sé til- tölulega þröngur hóp- ur gamalla karla og kerlinga sem leggur þar við eyru, þá er það mikill misskiln- ingur. Ég er alltaf að hitta fólk á nær öllum aldursstigum sem á hlýðir í mikilli þökk til þess sem þar er kynnt og flutt. Sannleikurinn er sá að mikill fjöldi fólks á ýmsum aldri hlýðir á Óska- stundina, kemur þar margt til og þetta aðeins nefnt: Fjölbreytni er býsna mikil miðað við að þarna er verið að sinna óskum fólks um lagaval og lítt út af því brugðið eða ekki, af nærfærinni hlýju kemur Gerður óskunum á fram- færi og menn skynja einlæga nálægð hennar við sendendur óska í framsetn- ingu allri og svo er þarna eingöngu um fallega og hugljúfa tónlist að ræða, eitthvað sem fólk endilega vill heyra og njóta. Það er nefnilega svo að afar margir vilja einmitt hlýða á þess konar tónlist, þó vissulega sé sótt að fólki úr öllum áttum með æranda hávaðans eins og oft með ljótleikann í för einnig. Og svo er kominn nýr diskur út Óskastundin II og hefur eins og segir á umslagi disksins að innihaldi „lög sem eiga það sameiginlegt að hafa sáð góðum fræjum í huga telpuhnokka, sem naut þeirra kornung og gerir enn. Þökk sé öllum þessum góðu lista- mönnum“. Þetta segir Gerður en hún valdi þessi lög af mikilli smekkvísi og um leið næmi á það hvað fólk vill heyra, enda hafa samskiptin við svo ótal- marga hlustendur áranna án efa fært henni dýrmætan sjóð sem hún svo nær að miðla til okkar fyrir tilstuðlan listafólksins sem flytur. Og þarna koma þau í fang okkar eitt af öðru, hugljúf og hjarta kær lögin frá 1950–1960, gleðja og vekja dýra endurminning og þeir sem yngri eru og eiga ekki gömul hughrif í farteski sínu gleðjast með utan alls efa, því góð list er öllu gulli dýrri. Hér er á marga strengi slegið, róm- antík og æskuást máske mest ein- kennandi og hver hefur ekki þörf fyrir slíkt í hversdagsins önn og amstri, víða örlar á söknuði en svo tökum við líka léttan gleðisprett með Bjössa á mjólkurbílnum eða förum upp í sveit í faðm dalsins í rökkurró, göngum þar tvö upp á Ljúflingshól og horfum með söknuði á eftir hvítum mávum á með- an harpan ómar. En umfram allt eru þetta hin falleg- ustu lög með frábærum flytjendum og mörgum tindrandi góðum textum, en þar hefir máske afturförin orðið mest í tónlistarflutningi dagsins í dag og ekki orð um það meir. Fjölbreytnin er ærin og ekki efa ég að víða verði tekin dansspor heima á stofugólfi í töfrandi tangó eða eitthvað funandi fjörugt dansað, því nóg er úr- valið. Það er sannarlega þakkarvert af henni Gerði og Íslenzkum tónum að færa okkur þessar perlur sjötta ára- tugarins og ekki efa ég að hún Gerður fái öðru hvoru óskir um að leika þessi ljúfu lög í Óskastundinni sinni hjá RÚV. Ég veit ég mæli fyrir munn margra er ég færi fram þakkir og kærar kveðjur fyrir að færa okkur þessa fornvini okkar hinna eldri og kynna hinum yngri þá tónlist sem töfraði okkur og fær áreiðanlega einnig hljómgrunn í hjarta þeirra. Óskastund færir yndi í bæ Eftir Helga Seljan Höfundur er fv. alþingismaður. UNDIRRITAÐUR varð þess heiðurs aðnjótandi að mega hlýða á nokkra mæta menn tjá sig um laxeldi það sem nú er byrjað er í kringum landið á fundi á Grand Hóteli hinn 5. nóv. síðastliðinn. Þar voru fulltrúar laxeld- ismanna, laxveiðimenn og veiðiréttareigendur komnir sam- an. Eins og alþjóð veit eru menn ekki á eitt sáttir um þessi mál, veiðimenn hafa lítinn áhuga á að draga eldisslytti úr ánni, veiðiréttareigendur hafa áhyggjur af erfðablöndun og tekjumissi sem von er. Laxeldismenn fullyrða að engin hætta sé á ferðum, engar áhyggjur þurfi að hafa af neinu. Nú er ég ekki sérfræðingur í þessum málum, en hef þó nokkra reynslu af laxveiði, er veiðiréttareigandi í Selá, starfaði sem veiðivörður við Hofsá og hef aðeins komið að veiðileiðsögu. Mér er því málið nokkuð skylt og hef kynnst viðhorfum veiðimanna af mismunandi þjóðernum. Vigfús Jóhannsson hjá Landssambandi fiskeldisstöðva fullyrti á fund- inum að engar rannsóknir hefðu farið fram á áhrifum laxeldis á villta stofna sem er beinlínis rangt. Guðni Guðbergsson afsannaði þessa fullyrðingu með vísun í nokkrar rannsóknir sem hafa farið fram á þessu og hníga flestar í þá átt að eldislax- inn hafi umtalsverð neikvæð áhrif á afkomu villta laxins. Þá fullyrti Vigfús blákalt að ekkert slys hefði átt sér stað við laxeldi síð- ustu tvö árin á Íslandi. Bíddu nú við segi ég: Voru ekki einmitt 3.000 laxar að sleppa út í haust í Norðfirði. Var þetta ekki eitthvað í tengslum við lax- eldi eða hvað? Ég skil ekki hvernig maðurinn getur látið þetta út úr sér. En þetta er „taktíkin“ í dag. Að halda haus hvað sem á dynur og ljúga bara blákalt framan í liðið og vera nógu brattur með sig. Spila á fjölmiðlana. Enn ein fullyrðing Vigfúsar er sú að engar áhyggjur þurfi að hafa af erfðablöndun milli þessara stofna. Þetta er einnig beinlínis rangt. Rann- sóknir hafa sýnt fram á að veiði hefur dottið niður í mörgum ám vegna erfðablöndunar í Noregi og á Bretlandseyjum. Eldislaxinn rótar upp hrognum villta laxins og hrygnir í staðinn, hann verður fyrr kynþroska og er fljótvaxnari en er samt sem áður óduglegri að bjarga sér í villtri nátt- úru. Af þessu höfum við stóráhyggjur. Fyrir nú utan það að erfðaefni úr langræktuðum eldisstofni á ekkert erindi í villtan laxastofn sem hér hefur þróast um þúsundir ára. Um það getur ekki verið hægt að deila. Annars hefði laxinn ekki komist af í gegnum aldirnar hér við land. Hafi villti laxinn í N-Atlantshafi verið í hættu, sem vitað er, þá átti hann þó öruggasta skjólið hér við land. Nú fýkur óðum í skjólið það. Hryðju- verkamenn í íslenskri náttúru bera ábyrgð á því. Af málflutningi landbúnaðarráðherra, sem hafði framsögu á fundinum, má ráða að veiðiréttareigendur mega ekki vænta stuðnings úr þeirri átt- inni, hann fer í hlutverk skemmtikraftsins þegar veiðiréttareigendur minnast á áhyggjur sínar við hann en mærir sjálfan sig sem manninn með gullhjartað í hópi laxeldismanna og eru þetta hans eigin orð. Það er eins og hann haldi að veiðiréttareigendur séu að grínast þegar þeir minnast á þessar áhyggjur sínar við hann og þá fer hann að leika trúð- inn, sem honum fer reyndar nokkuð vel. Það má vera að ráðherra hafi lært að girða land á sínum tíma í sveitinni, en reglugerðargirðingar hans halda ekki vatni hvað þá laxi þótt ótrúlegt sé. Ef íslenski hesturinn er eitthvert merkilegasta náttúruundur sem við eigum hlýtur íslenski laxinn að vera það líka, hafandi verið hér á landi í þúsundir ára. Ég er ansi hræddur um að fáir hestamenn íslenskir sættu sig við að hingað yrðu fluttir inn enskir veðhlaupahestar og blandað við ís- lenska hestinn vegna þess að þá hlypu þeir hraðar, væru stærri og mun hærra verð fengist fyrir þá í útflutningi. Eða hver er munurinn á því að flytja inn norskan lax eða framandi hestakyn? Hvaða rök mæla frekar með því að í lagi sé að flytja inn norskan eldislax en ekki t.d. sauðfé frá Ástr- alíu? Í ljósi þessa hlýtur sú spurning að vakna hvort hingað sé hægt að flytja inn hvaða skepnu sem er eða afkvæmi hennar í hvaða formi sem er, bara ef hagnaðurinn er nægur af sölu afurðanna. Ef þessi er framtíðin verður Ís- land ekki lengi Ísland. Drullumall í íslenskri náttúru Eftir Þórð Mar Þorsteinsson Höfundur er landeigandi við Selá í Vopnafirði. ANNAÐ slagið hefur athygli verið vakin á þeim vanda sem felst í einelti meðal barna og unglinga. Að hætti okkar Íslendinga hefur slík umræða verið keyrð áfram með lúðrablæstri í fjölmiðlum, ægilegum staðhæfingum og stórkarlalegum yfir- lýsingum. Af umræðu síðustu mánaða má raunar draga þá ályktun að einelti sé einhver mesta mein- semd þjóðarinnar og er þá ekki aðeins rætt um einelti meðal barna á grunn- skólaaldri. Þetta fjaðrafok kallast víst vitundarvakning. Vissulega er gott og blessað að vekja fólk til vitundar um skelfilegar afleiðingar eineltis og hvetja til að- gerða gegn slíku. Hins vegar blöskrar mér hvernig farið er með hugtakið „einelti“ í kjölfar alls þessa. Af fyr- irsögnum dagblaða má t.a.m. skilja að fleiri séu í hættu en áður var talið. Þannig mun vera töluvert um einelti á Alþingi, friðuð landsvæði eru lögð í einelti, einnig Landhelgisgæslan og gott ef ég sá ekki einhvers staðar að heilsugæslustöðvar á Reykjanesi ættu við sama vanda að stríða. Þannig mun nú eitthvað til sem nefnist „þjóðfélags- legt einelti“ og að þurfa að borga háa vexti kallast samkvæmt einni fyrir- sögninni „Löglegt einelti lánastofn- ana“. Og nú síðast kvarta einhverjir bankastjórar yfir því að sjálfur for- sætisráðherra leggi þá í einelti. Ekki nema von að samtök á borð við Regnbogabörn fái fimm milljónir á ári á fjárlögum til að vekja athygli á og berjast gegn þessum ósköpum. Má ég samt sem áður biðja um að gerður sé greinarmunur á einelti með- al barna og unglinga og þessa annars konar „tísku-eineltis“ áður en hugtakið verður merkingarlaust með öllu. Bar- áttan gegn einelti í skólum landsins verður sannarlega ekki auðveldari með því að búa til úr því einhvers kon- ar tískubólu með það að leiðarljósi að safna sem mestum peningum. Ekki er langt síðan hvort tveggja börn og full- orðnir skildu fullvel hvað átt var við með hugtakinu einelti enda orðið og merking þess gamalt og gróið í málinu. Raunar er nokkuð alþjóðleg sátt um hvernig beri að skilgreina einelti meðal barna og unglinga. Nú verður hins vegar æ algengara að heyra hlátra- sköll í vinalegum leik jafningja og setn- inguna „Hjálp, hann er að einelta mig“. Stórkostlegur árangur vitund- arvakningarinnar það. „Það er verið að einelta mig“ Eftir Arnar Þorsteinsson Höfundur starfar í grunnskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.