Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 23
fyrir litla stráka eru dökkblátt, grænt og rautt í ár. Flauelsbuxur, skyrtur og pólóbolir eru dæmi um strákajólaföt en ekki mikið um vesti að þessu sinni. Fyrir stelpur eru skokkar, velúr- kjólar og pils helstu valkostirnir og litirnir dökkblátt, rautt og hvítt. Mikið er um fínrifflað flauel og einn- ig má nefna prjónapeysur með frostrósamynstri. „Ég myndi segja að þetta væri gamaldags stíll,“ segir Sigríður. Hún bætir því við að fólk sé byrjað að spyrja um jólaföt fyrir börnin í byrjun október, jafnvel í lok sept- ember. „Barnmargar fjölskyldur þurfa að dreifa innkaupunum,“ segir hún. Kínatoppar og -kjólar Adams er ný verslun með barna- föt sem opnuð var í lok október í Smáralind. Fötin eru fyrir 0–10 ára og koma frá Bretlandi og er versl- unin líka með fylgihluti og skó. „Kínatoppar og -kjólar eru áber- andi hjá okkur. Líka bolir og skokk- ar. Þetta eru einföld föt sem hægt er að nota áfram og púsla saman,“ seg- ir Erla Hlín Helgadóttir, eigandi Adams. Strákarnir eru í „gæjabuxum“ með skyrtuna utan yfir, í peysu með og ekki of stífir, að hennar sögn. Lit- irnir fyrir stelpur eru aðallega fjólu- blátt og bleikt og svart, brúnt og ljóst fyrir stráka. Mikið er um flauelsbuxur, bæði sléttar og riffl- aðar, segir hún ennfremur. „Fólk var byrjað að kaupa jólaföt strax í byrjun nóvember, sérstaklega fyrir strákana. Það virðist erfiðara að finna föt á þá en stelpurnar. Al- mennt séð kaupir fólk spariföt á börnin í tíma og notar desember til þess að kaupa jólagjafir,“ segir Erla Hlín. Í barnafataversluninni IANA eru skyrtur, flauelsbuxur og vesti jóla- fötin fyrir stráka og kjólar og skokkar fyrir stelpur. „Fötin eru fín en þægileg og nýtast vel eftir jólin,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, eig- andi verslunarinnar. Litirnir í strákalínunni eru að- allega blátt, grænt og vínrautt og fyrir stelpur rautt, ljósblátt og út í antikbleikt. „Eldri stelpurnar eru mikið fyrir pils, bæði stutt og hálf- síð, og skyrtur við. Einnig eru peys- ur og kvartbuxur vinsælar,“ segir hún. Spurn eftir jólafötum hófst í byrj- un október og segir Lilja Rós meiri áherslu á þægindi og notagildi en glamúr um þessar mundir. „Þetta eru föt á börn og með barnasniði,“ segir hún að síðustu. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 23 M or gu nb la ði ð/ E gg er t Birna Ósk í fötum frá Engla- börnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórir, Sigurður og Helga Kristín. helga@mbl.is POLARN O PYRET Róbert, Inga Þóra og Þórir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.