Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 29 um skóla tekin nara tengd ár- p bestu kenn- kýrslu verkefn- m fækkar um 155 m eitt ár. Haustið álægt 1300 og m kenndu við ru 60 ára og eldri, 49 ára og 318 ugu voru aðeins aldsskóla landsins áttúruleg fækkun g miða ég þá við, lur sýna einnig, ar u.þ.b. fækkun áms til stúdents- nnig fækkun aga þá ályktun að ýður ekki upp á eg umræða egar tekið er tillit ð, tel ég, að vel an unnin af þeim ndi. Á grundvelli aleg og hlutlæg menntunar- irri stefnu eftir. ldur skynsamlegt síst þekking og askipti ættu einn- öðu í málinu. fylgdi tillögum menntamál varða ið. Þessu verkefni nær markmið- almenningi og fag- hrif á niðurstöðu m mennta- að markmiði „að ljúki aldrei. menntakerfi ðinn mikils- ist hamingja ein- og jöfnuður meðal a maður, ekki gt hefur verið. ð og tillögur a, að fyrirvarar uðst var við, og annreyna nema ber að líta þannig rnig hægt væri að g um afleiðing- si á sem flesta þá dentsprófs, þann- hvort fara skuli nú er að taka ám til stúdents- g þá hvernig ugsanlega stytt- mband Íslands og mhaldsskólar svo verið fróðlegt að lesa þessi skrif. Ekki síst þykja mér tillögur Kennarasam- bands Íslands og Félags framhaldsskólakennara athyglis- verðar. Í tillögunum er lögð áhersla á „að ráðist verði í faglega heildarendurskoðun á námi og námskipan efstu bekkja grunnskólans og á námi og námskipan framhaldsskólans til að leggja grunn að langtímaáætlun um skipulega og faglega framkvæmd skólastefnunnar frá 1998 sem hafi þau markmið að efla fagmennsku í starfi, sveigjanleika og nýjungar í námi og kennslu, frjálst val í námi og gæðastýringu í námi og kennslu beggja skólastiga. Samanburðarkönnun HÍ og KHÍ verði grundvöllur þessarar faglegu heildarendurskoðunar þar sem sérkenni og hefðir skólanáms á Íslandi, s.s. þörf ís- lenskra nemenda fyrir að læra fleiri erlend tungumál, áfanga- kerfi, valfrelsi nemenda í námi og styttra skólaár, verði höfð til hliðsjónar en ekki samhæfingaraðgerðir við nágrannalönd- in í einangruðum atriðum og án heildarsamhengis.“ Þessi endurskoðun felst í tillögum verkefnisstjórnar sem segir m.a., að kanna skuli, hvernig nýting kennslutíma í grunnskóla er háttað og hvort unnt er að auka hlutfall kjarna- greina á kostnað valgreina í efstu bekkjum grunnskóla en samfella í námi – allt frá leikskóla til háskóla – hlýtur að vera einn af hornsteinum í traustu menntakerfi. Endurbætur strax Tillögum Kennarasambands Íslands og Félags framhalds- skólakennara fylgir greinargerð með ábendingum um nauð- synlegar endurbætur, bæði hvað varðar grunnskóla og fram- haldsskóla, kennaramenntun, starfsmannamál og fjármál skóla, og eru atriðin um 40 talsins. Flest eru þessi atriði nauð- synleg „til að bæta menntakerfið“, en til að koma þeim öllum í framkvæmd þarf langan tíma. Í væntanlegri aðgerðaáætlun verður því að raða nauðsynlegum verkefnum í forgangsröð – annars er aðgerðaáætlunin ekki nothæf, endurbæturnar taka langan tíma, enda var Róm ekki reist á einum degi. Ekki er unnt að bíða með að taka ákvörðun um breytingar þangað til „fyrir liggur fullmótuð heildarstefna fyrir allt skólakerfið sem fylgir eldri markmiðum um fjölbreytni í námsframboði, mis- munandi námsleiðir og sérstöðu skóla“, eins og segir í álykt- un kennarafundar Menntaskólans í Reykjavík, enda er naumast unnt að tala um nýja stefnu sem fylgir eldri mark- miðum. Endurbætur þarf að hefja strax, þótt því verkefni að bæta menntakerfið ljúki aldrei. Árangur af kennslu og námi Allmargir hafa orðið til þess að mæla gegn styttingu náms til stúdentsprófs og styttingu framhaldsskólans í heild, af því að þekking og færni nemenda bíði hnekki af. Eins og áður var að vikið er hins vegar ljóst, að það eru aðrir þættir en fjöldi klukkustunda sem ræður árangri af kennslu og námi. Þar skipta ekki minna mái kennsluaðferðir, kennsluefni, áhugi nemenda og tilgangur með náminu, staða nemenda í sam- félaginu – eða öllu heldur staða og menntun foreldra – og síð- ast en ekki síst menntun kennara og viðhorf. Alla þessa þætti þarf að íhuga við endurskoðun menntakerfisins, eins og bent er á í greinargerð Kennarasambands Íslands og Félags fram- haldsskólakennara. Annars konar námsleiðir Eitt atriði í greinargerð Kennarasambands Íslands og Fé- lags framhaldsskólakennara vil ég gera að sérstöku umræðu- efni. Talað er um „að fjölga skilgreindum námsleiðum í fram- haldsskóla svo að fleiri nemendum bjóðist margbreytilegri möguleikar um skilgreind námslok sem veiti réttindi fyrir störf á vinnumarkaði og réttindi til áframhaldandi náms“. Tvennt vil ég nefna í þessu sambandi. Í fyrsta lagi tel ég, að einkum þurfi að bjóða upp á annars konar námsleiðir í fram- haldsskólum en hingað til hefur verið boðið upp á, einkum námsleiðir fyrir nemendur sem standa höllum fæti og náms- leiðir fyrir nemendur sem skara fram úr. Þessum náms- leiðum þurfa hins vegar ekki að fylgja „réttindi fyrir störf á vinnumarkaði“ heldur aðeins „réttindi til áframhaldandi náms“. Aukin stéttaskipting Vegna aukinnar stéttaskiptingar – m.a. aukinnar menning- arlegrar stéttarskiptingar í landinu – fjölgar nú nemendum, sem hafa lítinn áhuga á hefðbundnu bóknámi eða hefðbundnu verknámi, auk þess sem getulitlum nemendum og nemendum með ýmiss konar heilkenni fjölgar af einhverjum ástæðum. Koma þarf til móts við þarfir allra þessara nemenda, þarfir sem iðulega eru bundnar félagslegum og tilfinningalegum þáttum. Því þarf að bjóða upp á annars konar nám, nám sem styrkt getur þessa einstaklinga í samfélaginu og látið þeim líða betur, því að mörgu ungu fólki líður illa, þrátt fyrir efna- hagslega velmegun í landinu. Einnig má minna á að nemendum, sem skara fram úr, fjölgar einnig í skólum landsins, og tel ég eftir 30 ára starf við skóla á Íslandi, að við höfum aldrei átt betur menntað og mannvænlegra ungt fólk en nú. Þessu fólki þarf einnig að sinna með verðugum verkefnum í grunnskólum, framhalds- skólum og að sjálfsögðu í háskólum. Tvenns konar framhaldsskólar Hitt atriðið, sem ég vil nefna sérstaklega í sambandi við greinargerð Kennarasambands Íslands og Félags framhalds- skólakennara, er hugmyndin um „að fjölga skilgreindum námsleiðum í framhaldsskóla […] sem veiti réttindi fyrir störf á vinnumarkaði“. Til þess að fjölga skilgreindum náms- leiðum í framhaldsskóla, sem veiti réttindi á vinnumarkaði, þarf að auka samvinnu atvinnulífs og þeirra stjórnvalda, sem með menntamál fara í landinu. Lengi hefur sú staðreynd blasað við, að tvenns konar ger- ólíkir framhaldsskólar eru í landi hér. Annars vegar eru verk- námsskólar, sem bjóða upp á tveggja til fjögurra ára starfs- menntun. Hins vegar eru menntaskólar, sem veita engin starfsréttindi, en hafa það markmið að búa nemendur undir frekara nám í háskólum og sérskólum á háskólastigi, auk þess sem allir skólar og allt nám á að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi í stöðugri þróun. Að mínum dómi fara hagsmunir nemenda þessara tveggja gerólíku skóla ekki saman nema að litlu leyti, enda þótt reynt hafi verið að steypa þeim saman í eina stofnun sem nefnd hefur verið fjölbrauta- skóli. Að mínum dómi á að skilja á milli skólastofnana sem annars vegar eru verknáms- og starfsmenntaskólar og hins vegar undirbúningsskólar undir annað nám. Bóklegt nám til undirbúnings öðru námi lýtur í grundvallaratriðum öðrum lögmálum en starfsnám og verknám. Góður smiður smíðar vel Flestir eru sammála um að starfsmenntun og verk- menntun njóta ekki nægilegrar virðingar hér á landi og þeim skólum sé ekki gert nógu hátt undir höfði. Stöðugt er þó verið að leitast við að bæta stöðu og auka virðingu verknáms og starfsnáms. Flestar þessar tilraunir lúta hins vegar að því að gera verknám og starfsnám líkara bóklegu námi. Í þessari viðleitni hafa gleymst þau einföldu sannindi, að góður smiður er góður smiður af því að hann er góður að smíða, ekki af því að hann kann stærðfræði, dönsku, ensku, bókmenntasögu eða heimspeki. Segja má að góður smiður verði ekki verri smiður af því að kunna dönsku, ensku eða heimspeki, en hann verður ekki betri smiður af því. Af þessum sökum á að auka virðingu fyrir starfsnámi og verknámi á forsendum starfsins sem starfsmaðurinn vinnur og verka þeirra sem hann innir af hendi. Vel mættu menn í þessum sambandi vera minnugir orða Halldórs Kiljans Laxness þegar hann segir: „Aðeins eitt starf er til ógeðslegt og það er illa unnið starf. Heimurinn er einn og maðurinn er einn og þessvegna er verkið aðeins eitt. Það er til munur á vandvirkni en ekki verkum.“ En til þess að bæta hér úr, þurfa Samtök atvinnulífsins – og atvinnulífið í heild – að koma við sögu, segja til um þarf- irnar, vanda verkin og kosta kennslu og nám, eins og þekkist í öðrum löndum þar sem atvinnulífið sér jafnvel um menntun sína sjálft. Nýtt stúdentspróf Viðtökuskólar stúdenta – háskólar – þurfa á sama hátt að segja til um færnikröfur sem uppfylla þarf við inntöku í há- skóla. Fyrir þremur áratugum vann tengslanefnd Háskóla Íslands ágætt verk, þótt lítið væri með það gert. Nú þurfa há- skólar að segja til um, hvers konar stúdenta þeir vilja fá. Stytting á námi til stúdentsprófs tengist því skipulagi og kröfum háskóla, sem eðli sínu samkvæmt eru starfsmennta- skólar. Endurskoðun á námi til stúdentsprófs nær því til allra skólastiga. Í þessu sambandi vil ég víkja stuttlega að hugmynd minni um „valið stúdentspróf“ sem felst í því að nemendur velja sér sjálfir námsgreinar til stúdentsprófs í samræmi við það há- skólanám sem þeir ætla sér að stunda að loknu stúdentsprófi. Val þeirra á námsgreinum í menntaskóla miðast þá við þær leiðir, sem þeir vilja fara í sérnámi eða starfsnámi að loknu stúdentsprófi. Vel mætti hugsa sér, að fyrsta ár í mennta- skóla væri sameiginlegt öllum nemendum, en hin tvö síðari árin stunduðu nemendur „valið“ nám. Með þessu væri verið að auka ábyrgð nemenda, en brýna nauðsyn ber til þess að auka hana, eins og vikið verður að hér á eftir. En til þess að geta valið verða nemendur að hafa greiðan aðgang að náms- ráðgjöf í skólum, enda er stóraukin skólaráðgjöf liður í ný- sköpun menntakerfisins. Styttri grunnskóli Í umræðunni, sem fram hefur farið að undanförnu, hefur verið á það bent að auðveldara sé að stytta grunnskólann en framhaldsskólann. Er þá talið, að frekar en stytta nám til stúdentsprófs ætti að stytta grunnskólann um eitt ár. Hefur jafnvel verið gefið í skyn, að „ríkisvaldið“ vilji ekki stytta grunnskólann, af því að það spari sveitarfélögunum fjármuni, ekki ríkissjóði. Barátta ríkisvaldsins og sveitarfélaganna hef- ur að vísu tekið á sig ýmsar myndir á umliðnum árum. Hins vegar er engum, sem vill taka þátt í málefnalegri umræðu, sæmandi að ætla þingmönnum slíkt. Sumir hverjir eru sjálfir sveitarstjórnarmenn eða umboðsmenn sveitarstjórna og sækja allir umboð sitt til kjósenda sem hafa hagsmuna að gæta á sveitarstjórnarstigi, enda verður að líta á ríkissjóð og sjóði sveitarfélaga sem eitt og hið sama – almannafé. Það sem í mínum huga ræður úrslitum um, hvort stytta á grunnskólann eða framhaldsskólann, er einfaldlega sú stað- reynd, að í flestum byggðarlögum landsins eru fullgildir grunnskólar þar sem nemendur geta stundað nám til 16 ára aldurs. Með því að stytta grunnskólann um eitt ár þyrfti all- stór hluti barna að fara að heiman 15 ára, af því að framhalds- skólar eru ekki í hverju byggðarlagi. Af þessum sökum á að stytta framhaldsskólann, ekki grunnskólann. Stytting náms ekki umflúin Stytting náms verður að mínum dómi ekki umflúin. Ástæð- ur eru margar og hafa sumar þegar verið nefndar, s.s. krafan um aukin afköst og betri nýtingu tíma og fjármuna. Þá má einnig nefna, að fagmenntun og sérmenntun er orðin meiri á öllum sviðum og ófaglærðu verkafólki hefur fækkað og á enn eftir að fækka. Tækni hefur fleygt fram, þannig að verklegar framkvæmdir eru ekki bundnar við blásumarið og árs- tíðabundin vinna því orðin mun minni en áður. Af þessum sökum er sumarvinna skólafólks orðin minni og ótryggari en áður. Af þeim ástæðum einum er eðlilegt að stytta nám til stúdentsprófs og lengja skólaárið. Þá er meiri von til þess að skólafólk fengi vinnu um hábjargræðistímann. Endurmenntun og símenntun Þá er ónefnd sú ástæða, sem vegur afar þungt í mínum huga: að símenntun og endurmenntun er orðin nauðsynleg öllum. Á 30 ára starfsævi fara orðið tvö til fjögur ár í endur- menntun og símenntun. Því er eðlilegt að stytta grunnnám, eins og t.a.m. Bertil Haarder, fyrrum menntamálaráðherra Dana, hefur gerst formælandi fyrir. Nú „ljúka menn ekki námi“, eins og sagt var áður, enda lýkur námi aldrei: „Svo lengi lærir sem lifir.“ Endurmenntun og símenntun er mönn- um líka uppörvun, hvatning og aðhald, en lognmolla og sírugl- að svefnmók stöðnunar er ekki heillandi. Einnig má nefna þá ástæðu, að eðlilegt er að nám til stúd- entsprófs sé stytt til samræmis við það sem tíðkast meðal ná- grannaþjóða okkar á Norðurlöndum – og raunar annars stað- ar í Evrópu. Á Norðurlöndum ljúka flestir stúdentsprófi eftir þriggja ára nám – árið sem þeir verða nítján ára. Annars staðar í Evrópu ljúka nemendur stúdentsprófi 18 ára eða jafnvel 16 ára, eins og á Bretlandseyjum. Sérstaða Íslendinga á sviði almennrar menntunar og sérmenntunar er engin orð- in, nema hvað varðar tungumálið sem við tölum, en það er önnur saga. Því eigum við að sníða okkur að þeirri skipan, sem aðrar þjóðir hafa þróað – og læra af. Námsleiði Enn ein ástæða, sem nefna mætti til stuðnings styttingu náms, er námsleiði sá sem gætt hefur meðal nemenda á þriðja ári í menntaskóla. Eftir að nýjabrumið af því að byrja í menntaskóla er horfið, virðist oft koma bakslag á þriðja ári, af því að nemendum finnst langt að horfa fram á veginn til stúd- entsprófs eftir tvö ár. Með því að gera námið styttra og snarpara má búast við að námsleiði minnkaði að mun. Einnig hefur gætt námsleiða af því að nemendur vita oft ekki hvað þeir vilja og krefjast síðan skýringa og réttlætingar af hálfu skólanna á því námi sem þeir hafa sjálfir valið. Sumir þessir nemendur hugsa að vísu meira um að taka þátt í sam- kvæmislífi en að stunda nám. Þessum orðum mínum til skýr- ingar vil ég nefna þrennt. Í fyrsta lagi hefur komið í ljós að stór hluti framhaldsskólanema stundar einhverja vinnu með vetrarnámi sínu til þess að kosta skemmtanir og samkvæm- islíf. Í öðru lagi hefur komið í ljós að meiri hluti framhalds- skólanema notar lítinn tíma til heimanáms, eins og þó er ráð fyrir gert í þeirri kennsluskipan sem notast er við. Í þriðja lagi er árangur í samræmi við þessa ástundun og brottfall úr framhaldsskólum mikið, mun meira en í nágrannalöndum okkar. Brottfall Sem dæmi má nefna, að brottfall úr bóklegu námi á Íslandi er 25%, en aðeins 5% í Danmörku og 10% í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Þá má nefna, að innritun í bóknám á Íslandi er 65% af árgangi, en 35% í Danmörku og 40% í Noregi – eða með öðrum orðum: Innritun í starfsnám á Íslandi er 25% en 65% í Danmörku og 60% í Noregi, en heildarinnritun í fram- haldsskóla er hin sama á öllum Norðurlöndunum eða um 90%. Orsakir brottfalls eru að sjálfsögðu margar, t.d. ófullnægj- andi undirbúningur, aðhaldsleysi, fábreytt námsframboð, peningavandræði, lítill stuðningur foreldra og margvíslegir sálrænir og félagslegir þættir. Stytting náms til stúdents- prófs – og styttri framhaldsskóli gæti hins vegar opnað leiðir til þess að sporna við brottfalli nemenda sem kæmust fyrr áfram og út í lífið, því að þótt gott sé að vera í skóla, er hið lif- andi líf að finna annars staðar. Aukin ábyrgð nemenda Þessu tengt er krafa ungs fólks að vera ekki börn of lengi, heldur lifa lífi fullorðinna þegar á barnsaldri – jafnvel fljót- lega upp úr fermingu. Þá er eðlilegt að mínum dómi að gera ungt fólk ábyrgara fyrir orðum sínum og gjörðum, gera til þess auknar kröfur, eins og gert var í þjóðfélaginu áður en unglingadekrið í kjölfar sölumennsku heimsins hófst upp úr 1970, enda eigum við mannvænlegt og dugandi ungt fólk sem gera má kröfur til. Einn þáttur í nýsköpun skólakerfisins er því að auka ábyrgð nemenda á námi sínu. Undanfarin ár hef- ur það færst í vöxt að framhaldsskólar landsins eru að hluta til orðnir geymslustofnanir fyrir fólk sem veit ekki hvað það vill. Til þess að átta sig á hlutunum þurfa nemendur að fá auknar leiðbeiningar og aukna ráðgjöf í skólanum til þess að átta sig á því, hvað þeir vilja, en því fyrr sem ungt fólk tekur stefnu í lífinu því betra, en sá sem veit ekki, hvert hann ætlar, kemst aldrei á leiðarenda. Skólagjöld Í þessari endursköpun skólakerfisins er að mínum dómi einnig eðlilegt að taka upp skólagjöld. Ástæðan er í fyrsta lagi sú, að það sem „kostar ekkert“ er einskis virði. Með aukinni kostnaðarvitund mundu nemendur og foreldrar hins vegar hafa vakandi auga með námi nemenda og kennslu kennara og ganga eftir að vel væri unnið og veita þannig nauðsynlegt að- hald. Í öðru lagi yrðu skólagjöld til þess að styrkja skólana og gera þá sjálfstæðari en nú. Í þessu kerfi mætti einnig hugsa sér að styrkja duglega nemendur til náms eða fella niður skólagjöld hjá efnalitlum en áhugasömum nemendum. Sú mótbára, að með skólagjöldum í framhaldsskólum sé verið að mismuna fólki, er haldlítil, bæði vegna þess að efna- hagur fólks er orðinn betri og börn í fjölskyldum færri en áð- ur, en lifandi fædd börn á ævi hverrar konu hafa í 20 ár verið tvö, en voru fjögur milli 1950 og 1960 og einn fleiri þegar lengra er leitað. Hugsanlegt er að einhverjir foreldrar stæðu frammi fyrir erfiðu vali, ef skólagjöld yrði tekin upp, en það væri í undantekningartilvikum sem mætti ráða bót á. Þess má einnig geta, að í nýlegri skýrslu um íslensk efna- hagsmál bendir Efnahags- og framfarastofnunin OECD á, að lítil kostnaðarþátttaka íslenskra nemenda virðist vera ein helsta ástæða fyrir löngum námstíma íslenskra háskólanema. Lokaorð Ný skólastefna, sem kynnt var 1998, leiðir af sér nýjan skóla og nýsköpun í skólastarfi. Nýr skóli kostar vilja, bæði pólitískan vilja og vilja af hálfu kennara og skólastjórnenda, almennings og samtaka af ýmsu tagi, ekki síst Samtaka at- vinnulífsins. Nýsköpun í skólastarfi er hvorki einföld né auð- veld og getur kostað blóð, tár og svita og hugsanlega tapast eitthvað, en breytinga er þörf nú og við endursköpun vinnst miklu fleira en það sem tapast – verkefnið er aðkallandi og fyrsta skrefið er stytting náms til stúdentsprófs og lenging skólaársins. efna – nýr skóli aukin byrgð Höfundur er magister.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.