Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ U mræður um velgengni Ólafs Elíassonar, grein í Svenska dagbladet frá 1990 og önnur í Weekendavisen 24.–30. október í ár, urðu til að enn einu sinni fann ég hjá mér þörf til að víkja að íslenzkum vettvangi. Það hef ég raunar þrá- faldlega gert í áranna rás, en nú ýtti við mér að ég hef öðlast meiri yfirsýn og með fleiri tromp handa á milli. Sú hugmynd fæddist hjá mér að til að undirbyggja orðræðuna viki ég í upphafi að þróuninni ytra og reyndist það hálfu meira mál en ég hugði, gat þannig ekki komið frá mér nema hluta af mörgum góðum sem minna góð- um staðreyndum. Kannski verður innlendur vettvangur helst skilgreindur í ljósi viðvarandi andvaraleysis, jafnt hjá listamönnum, þeim er að listum koma og ráðamönnum, sem hin lágstemmda orðræða hefur helst verið til vitnis um. Smásýningar í síbylju út um allar trissur bera frekar merki um sýningargleði en að vera raunhæfur vottur um blómlegt listalíf, slag- kraftur og gagnsæi er sem fyrri daginn það sem gildir. Á stundum liggur við að menn rífi í hár sér þegar þeir verða vitni að hinum hrópandi þekkingarskorti, einkum meðal þeirra sem helst ættu að vera með galopin augu. Einnig er líkast sem margir hverjir vilji helst ekki vita annað en þeir álíta sig vita fyrir og vilja vita, telja sig þó bein- tengda helstu hræringum heimslistarinnar. Það er helst að einhverjir rjúki upp ef þeim finnst á sig hallað og koma þá iðulega upp um afar takmarkaða þekkingu á skrifum og skoð- unum greinahöfunda, og að þeir eru lítið með á nótunum. Fyrir nokkrum árum er Ólafur Elías-son var að hasla sér völl og éggreindi fyrstur manna frá því í skrif-um mínum, var þeim ekki tekið alltof vel af ákveðnum hópi íslenzkra núlistamanna líkt og verið væri að taka spón úr aski þeirra. Hann lét þó íslenzkan listavettvang full- komlega í friði, síður eðlislægt að stefna á frægð og frama á útjöðrum heimsins, hefur trú- lega ekki látið þá fjarstæðu hvarfla að sér að fara í samkeppni við landa sína, hvorki á heima- velli né utan landsteinanna. Hröð leið hans á toppinn, sem hefur reglulega verið tíunduð hér í blaðinu virðist svo hafa fullkomlega farið framhjá áhrifamönnum þjóðfélagsins, sem eins og vöknuðu við vondan draum er einn yfirmáta viðamikill gjörningur listamannsins fyllti túrb- ínusal Tate Modern í Lundúnum fyrir skömmu. Þetta eru alltof dapurlegar staðreyndir til að hægt sé að halda þeim á lofti, farsælla að gera sem minnst veður útaf, snúa sér frekar að öðru og mikilvægara sem við öllum þeim blasir sem hér eru eitthvað inni í málum. Hvað greinina í Weekendavisen snertir kem- ur hún okkur mikið við, því hún varpar ljósi á afleiðingarnar þegar lýðræðisreglur eru ekki í heiðri hafðar. Enginn þó að mæla með þess lags lýðræði sem leiðir af sér útjöfnun og með- almennsku heldur að markaðar séu reglur og farið eftir þeim, að hvorki einstaklingar, mið- stýringaröfl né lítill hópur nái undirtökunum og misnoti. Forsagan er að 1953 var menningar- málaráðuneyti komið á laggirnar í Danmörku, fyrstur þar í forystu Julius Bomholt. Fékk hann Knud W. Jensen, eiganda og forstjóra Gyldendal-bókaforlagsins, til liðs við sig í því skyni að leggja línur til framtíðar, og meðal annars var Listasjóður ríkisins stofnaður 1964, þ.e. Statens Kunstfond. Þetta reyndist viturleg hugmynd hjá nýskipuðum ráðherra líkt og hver og einn mun eiga auðvelt með að ganga úr skugga um er sækir landið heim. Bæði stærri borgir sem landsbyggðin hafa notið góðs á þeim tíma mun hliðstæða sjóðsins ekki til í heiminum. Listasjóðurinn hafði síðast sjö starfsmenn svo eitthvað hefur verið umleikis til úthlutunar, hér athyglisvert að listamenn voru heiðraðir fyrir að vera virkir og sýnilegir, en síður tekið mið af tekjum þeirra eða þjóðfélags- stöðu, aldrei litið á tilnefningar sem sósíal- aðstoð eins og það nefnist, slíkt allt annar hand- leggur. Til umræðu að Brian Mikkelsen, ný-skipaður menningarmálaráðherra ístjórn Poul Nyrup Rasmussen, tókþá stefnu að leggja niður smærri ein- ingar í listageiranum og setja undir einn hatt. Nýstofnuð er yfirstjórn lista, Kunststyrelsen, með samtals níutíu starfsmenn (!), síðasta af- rekið að krafsa endurtekið í fallega hreiður listasjóðsins að Knabrostræde, og gera úrslita- tilraun til að flytja það til höfuðstöðvanna í Harsdorfs höll við Kóngsins nýjatorg. Er þetta önnur tilraun ráðherrans, hin fyrri mistókst vegna stórsjóa mótmæla og voru þannig enn um stund tvennar dyr að peningum til lista og menningar í Danaveldi. Fyrirtektin hefur vakið mikla ókyrrð í röðum listamanna svo sem fyr- irsögn greinarinnar í Weekendavisen má vera til vitnis um; Listasjóður ríkisins vanaður, „Statens Kunstfond kastreret“. Málarinn Sis Hindsbo, sem var í stjórn listasjóðsins, líkir þessu við þá tíma er settar voru teygjur utan um eistu grísa, sem svo með tíð og tíma duttu af þeim eins og tvær litlar svartar kúlur! Segir sig sjálft að það verður lítið úr sjö manna liði lista- sjóðsins á móti þeim áttatíu og þrem sem fyrir eru í byggingunni. Í hnotskurn er þetta lokahnykkurinn á deil- um sem skara lengstum farsæla starfsemi listasjóðins og staðið hafa í mörg ár, með út- hlutanir úr honum á brennidepli. Síðustu 15–20 ár hafði hópur frá Eks-skólanum, með fólk eins og skúlptúristann Hein Heinsen, hreiðrað um sig á staðnum og legið á gulleggjunum, prófess- or við akademíuna og einn þeirra sem voru fremstir í flokki við að rífa niður eldri gildi seinni hluta sjöunda áratugarins, sem sagt 68- kynslóðin. Deilurnar munu að sjálfsögðu hafa veikt burðarstoðir sjóðsins, þýðingarmestu og virtustu listastofnunar þjóðarinnar, nagað ræt- ur þeirra þannig að það reynist núverandi ráð- herra auðveldara en skyldi að ryðja þeim um koll, gerist þó ekki án mikils titrings í fjöl- miðlum. Að sameina á þennan hátt ólíkar listgreinar undir einn hatt straumlínustefnunnar er jafn- umdeilanlegt og að ýta öllum listaskólum ís- lenzku þjóðarinnar inn í eina byggingu, ryðja um leið ótal hliðar- og grunnþáttum út af borð- inu. Einkum fráleitt þar sem til að mynda fræðsla í sjónmenntum hefur alla tíð mætt af- gangi, er ígildi þess að ungir fái stúdentspróf og inngöngu í háskóla í fermingargjöf. Það sem hér er þó mál málanna er hveóheilbrigt og skaðlegt það er að látageðþóttaákvarðanir og hlutdrægniráða för. Hvað íslenzkan vettvang snertir má hér minna á og vísa til að einn list- hópur réð lögum og lofum svipaða tímalengd. Skiptir harla litlu hve ágætir þessir menn voru, einstefna og útilokunarárátta bera alltaf í sér vafasamar og ólýðræðislegar athafnir, þannig voru meðal annars Guðmundur Erró, Louisa Matthíasdóttir og Dieter Roth fullkomlega úti í kuldanum, eins heilbrigt og það nú var. Upp- stokkun í sýningarnefnd 1968 breytti stöðunni, nýir menn stóðu fyrir sýningu ungra lista- manna í Laugardalshöll, höfðu fljótlega sam- band við Erró og seinna Louisa, en er svo var komið hafði SÚM-hópurinn hafið sýning- arstarfsemi (1969) og þeir sáu um sinn mann enda sjálfir undir verndarvæng hans. Louisu var boðin þátttaka á haustsýningunni að Kjar- valsstöðum 1974, sem varð til þess að hún tengdist landinu aftur og hófst þá nýr og frjór kafli í list hennar. Haustsýningarnar urðu æ fjölþættari og stærri allt fram til 1976–77, en þá urðu aftur snögg umskipti með vandræðagangi og fumi sem leiddi til þess að þær voru lagðar niður er fram liðu stundir. Nefndin hafði í ljósi reynslunnar sett reglur um hámarksviðveru kjörinna fulltrúa og varð auðvitað að hlíta þeim en þeir sem við tóku reyndust ekki tilbúnir til að leggja á sig jafnmikla fyrirhöfn fyrir félaga sína og Pétur og Pál endurgjaldslaust. Áður hafði litlu munað að grundvöllur skapaðist fyrir að störf nefndarmanna væru að hluta launa- tengd en því glutrað niður. Á þessum tímum komu líka fram háværar kröfur um breytta skipan mála varðandi út- hlutun listamannalauna, en þegar þær komust seint og síðar í gagnið kom strax svipað ástand upp og minnst var á í danska listasjóðnum og stóð hérumbil í áratug, lauk með eins konar hallarbyltingu á aðalfundi Sambands íslenzkra myndlistarmanna fyrir fáeinum árum. Þeir sem harðast gengu fram um breytingar reynd- ust er til kom hvorki hafa vilja né metnað til að koma þeim lýðræðislegu vinnubrögðum í gagn- ið sem þeir höfðu brennimerkt hina eldri fyrir að vanvirða. Að þessu vikið í ljósi vaxandi og aðhluta uppörvandi umræðu um stöðumyndlistar á landinu, jafnframt mik-ilvægi þess að við tengjumst alþjóð- legum straumum. En um leið þurfa menn að gera sér nokkra grein fyrir birtingarmynd list- heimsins og hvers eðlis þessir alþjóðlegu straumar eru, hvaðan þeir eru runnir og hvaða hagsmunum menn eru að þjóna, einnig í hve miklum mæli peningaflæði ræður hvað kemst í sviðsljósið. Eins og sjö manna starfslið hefur lítið að gera í það sem fyrir er og telur áttatíu og þrjá hausa, er framlag íslenzka ríkisins eins og sandkorn á móts við það sem stórþjóðirnar ráða yfir, og til að mynda bræðraþjóðirnar hygla sínu fólki, jafnvel þótt miðað sé við höfða- tölu. Á síðustu tímum breyttrar heimsmyndar og upplýsingabyltingar hafa möguleikarnir til að ná til fólks hundraðfaldast, óvíða auðveldara en á hér á landi. Samt hefur lítið breyst, og þótt við séum talin með ríkustu þjóðum heims hafa listir og menning ekki notið meintrar hagsæld- ar sem skyldi. Þvert á móti því sem gerst hefur annars staðar í Evrópu undanfarna áratugi, Ís- lendingar hér fremstir meðal amlóða. Ef hér eiga að skapast skilyrði til að menn eins og Ólafur Elíasson fái notið sín, og enginn skal segja mér að slíkir séu ekki til, verður að koma til mikil viðhorfsbreyting í átt til gagn- særra og lýðræðislegra vinnubragða. Allur stuðningur skal þjóna því hlutverki að gera styrkþegum kleift að helga sig list sinni óskipt- ir og gera framlag virkra listamanna sýnilegra. Myndlistarmenn verða að skera upp herör gegn þeirri fáfræði sem hér ríkir meðal al- mennings, jafnt fjósamokara sem ráðherra, og því miður iðulega þeirra sjálfra. Gerist helst með metnaðarfullri umræðu, þannig að fram- kallist opið og óþvingaðað andrúm sem geri að verkum að fleiri og fleiri taki til máls, segi álit sitt skýrt og skorinort og hafi hugrekki til að taka afleiðingunum. Aðstæður og gagnsæi Listastjórn Danmerkur, Kunststyrelsen, starfsliðið telur níutíu einstaklinga, mun líkast til í framtíðinni öll flytjast í hina stílhreinu Harsdorfs-höll við Kóngsins nýjatorg. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is PÍANÓKEPPNI Íslandsdeildar EPTA fór fram í Salnum, Tónlistar- húsi Kópavogs um liðna helgi. Keppt var í þremur flokkum, flokki miðnáms (ekki eldri en 15 ára), flokki framhaldsnáms (ekki eldri en 19 ára) og flokki háskólanáms. Þrír keppendur voru í flokki há- skólanáms og þurfti því dómnefnd að laga reglur keppninnar að þeim aðstæðum. Niðurstaðan varð sú að ákveðið var að keppendur þyrftu ákveðinn stigafjölda til að komast í úrslit og náði einn keppandi að upp- fylla þau skilyrði, hin 17 ára gamla Xibei Zhang. Samt var ekki sjálf- gefið að hún hlyti 1. sæti en ákveð- inn stigafjölda þurfti til þess. Því takmarki náði Xibei Zhang. Í flokki framhaldsnáms hreppti Hákon Bjarnason 1. sætið en Há- kon sigraði í flokki miðnáms í keppninni árið 2000, í 2. sæti varð Ingibjörg Jóna Halldórsdóttir og í 3. sæti Þóra Kristín Gunnarsdóttir frá Akureyri. Úrslit í flokki mið- náms urðu þau að Hrafnhildur Ágústsdóttir hlaut 1. sæti, Kjartan Jósefsson 2. sæti og Dína María Margeirsdóttir 3. sæti. Í dómnefnd sátu Anna Guðný Guðmundsdóttir, Anna Þorgríms- dóttir, Halldór Haraldsson, Þor- steinn Gauti Sigurðsson og formað- ur dómnefndar var Peter Toperczer píanóleikari og rektor listaakademí- unnar í Prag. Keppnin verður hald- in aftur að þremur árum liðnum. Xibei Zhang hlutskörpust Morgunblaðið/ÞÖK Vinningshafar í píanókeppni Íslandsdeildar EPTA; Þóra Kristín Gunnarsdóttir, Dína María Margeirsdóttir, Kjart- an Jósefsson, Ingibjörg Jóna Halldórsdóttir, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Xibei Zhang og Hákon Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.