Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKSSAMBAND Íslands, HSÍ, hefur tekið saman markahæstu leikmenn á Íslandsmótinu, RE/MAX- deild karla og kvenna, það sem af er mótsins. Arnór Atla- son úr KA er markahæstur með 93 mörk í 9 leikjum, 10,3 að meðaltali. Í suðurriðli er það Logi Geirsson sem er at- kvæðamestur, með 10 mörk að meðaltali í 8 leikjum eða 80 alls. Fimm efstu leikmennirnir í norðurdeildinni, eru: Arn- ór Atlason, KA, 93 mörk / 9 leikir, Goran Gusic, Þór, 70/ 11, Árni Þór Sigtryggsson, Þór, 57/11, Gintaras Savuk- ynas, Gróttu/KR, 57/10 , Andrius Stelmokas, KA, 56/10. Fimm efstu leikmennirnir í suðurdeildinni eru: Logi Geirsson, FH, 80 mörk / 8 leikir, Sturla Ásgeirsson, ÍR, 74 /12, Ramunas Kalendauska, Selfossi, 70/12, Björn Óli Guð- mundsson, Breiðabliki, 66/12, Haraldur Þorvarðarson, Selfossi, 65/11. Fimm efstu konurnar eru: Ramune Pekarskyte, Hauk- um, 107/10 leikir, Anna Yakova, ÍBV, 89/12, Þórdís Brynj- ólfsdóttir, FH, 80/11, Alla Gokorian, ÍBV, 64/12, Eva Björk Hlöðversdóttir, Gróttu/KR, 60/10. Arnór Atlason skorar flest mörk HEIÐMAR Felixson, landsliðsmaður í handknattleik, slasaðist á ökkla í leik með Bidasoa gegn Altea í spænsku 1. deildinni um síðustu helgi. Heiðmar þurfti að fara af velli eftir aðeins 10 mínútna leik en hann var þá búinn að skora tvö mörk. „Ég missteig mig og þetta leit illa út en myndatökur leiddu í ljós að meiðslin eru ekki mjög alvarleg. Ég ligg reyndar ennþá með fótinn upp í loftið, en geri mér smávonir um að geta leikið gegn Cangas um aðra helgi. Ef ekki, þá ætti ég að vera tilbúinn gegn Portland hinn 17. desember,“ sagði Heið- mar við Morgunblaðið í gær. Bidasoa er í 12. sæti af 16 liðum 1. deildar, með 7 stig eftir 12 umferðir, en Heiðmar telur að liðið hafi alla burði til að komast allavega upp í miðja deild. „Við er- um með marga nýja menn og það tekur tíma að slípa liðið saman en það er stöðugt að bæta sig. Það var mik- ill styrkur að fá Patrek Jóhannesson aftur inn í síðasta leik, eftir meiðslin, því það munar miklu, bæði fyrir sóknarleik okkar og varnarleik,“ sagði Heiðmar. Heiðmar frá vegna meiðsla Jeremie Aliadiere skoraði tvömarka Arsenal og þeir Nwankwo Kanu, Sylvain Wiltord og Francesc Fabregas Soler eitt hver en Alex Rae svaraði fyrir Wolves. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Úlfana sem tefldu fram sínu sterkasta liði. Arsenal var hins vegar aðeins með þá Kanu, Wiltord og Patrick Vieira úr sínum aðalliðs- hópi. Þetta er stór áfangi fyrir Ólaf Inga, og ekki síður fyrir Fylkis- menn. Þegar Ólafur Ingi var seldur til Arsenal á sínum tíma var kaup- verðið um 10 milljónir króna en síð- an fær Fylkir greiðslur eftir því hvernig honum gengur. Einn þeirra áfanga var fyrsti leikurinn með að- alliði félagsins. Ámundi Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, stað- festi við Morgunblaðið í gærkvöld að samningurinn væri árangurs- tengdur en hann ætti eftir að yf- irfara hann til að sjá hvernig það virkaði gagnvart þessum fyrsta að- alliðsleik. „Það er rétt að samningurinn var á þessum nótum og meðal annars tengdur ákveðnum fjölda vara- liðsleikja, auk þess sem það yrði enn betra fyrir Fylki ef hann myndi í framhaldinu gera nýjan samning við Arsenal. Annars erum við fyrst og fremst ánægðir fyrir hönd Ólafs Inga sem hefur staðið sig mjög vel og aðalatriðið er að honum vegni sem best. Það er frábær árangur að ná að spila með aðalliði félags sem án efa er í hópi þeirra tíu bestu í Evrópu,“ sagði Ámundi. Fyrsti leikur Ólafs og Fylkir fær sitt ÓLAFUR Ingi Skúlason lék sinn fyrsta leik með aðalliði Arsenal í ensku knattspyrnunni í gær- kvöld. Hann kom inn á sem varamaður gegn Wolves á Hig- hbury í 16 liða úrslitum deilda- bikarkeppninnar og lék síðustu 35 mínúturnar með Arsenal sem vann stórsigur, 5:1. Reuters Jóhannes Karl Guðjónsson hjá Wolves með boltann í leiknum í gærkvöld en Nwankwo Kanu hjá Arsenal sækir að honum. HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suð- urriðill: Ásvellir: Haukar - ÍR .................................20 Bikarkeppni karla, SS-bikar, 8-liða úrslit: Hlíðarendi: Valur - ÍBV ........................19.15 Framhús: Fram HK...................................20 Í KVÖLD HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla SS-bikarinn, 8 liða úrslit: Víkingur – Afturelding ...................... 34:24 Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 9/1, Tom- as Kavolius 7, Karl Grönvold 5, Andri Har- aldsson 4/3, Benedikt Árni Jónsson 3, Brjánn Bjarnason 2, Þröstur Helgason 2/2, Þórir Júlíusson 1, Björn Guðmundsson 1. Mörk Aftureldingar: Einar Hrafnsson 10/2, Hrafn Ingvarsson 5/2, Hilmar Stef- ánsson 4, Daníel Grétarsson 2, Vladimír Trúfan 2, Jens Ingvarsson 1. Fylkir – KA........................................... 19:34 Mörk Fylkis: Hermann Þór Erlingsson 5, Erlendur Egilsson 5, Elís Þór Sigurðsson 2, Kristinn Tómasson 2, Hreinn Hauksson 2, Sigurður Þórðarson 1, Sverrir Sverris- son 1, Björgvin Vilhjálmsson 1. Mörk KA: Andri Stefánsson 9, Einar Logi Friðjónsson 7, Sævar Árnason 5, Jónatan Magnússon 3, Árni Björn Þórarinsson 3, Bjartur Máni Sigurðsson 2, Magnús Stef- ánsson 2, Jónas Guðbrandsson 1, Andrius Stelmokas 1, Arnór Atlason 1. HM kvenna í Króatíu A-RIÐILL: Serbía/Svartfjallaland – Ástralía ........ 41:18 Króatía – Brasilía ................................. 32:25 Austurríki – Angóla.............................. 29:19 B-RIÐILL: Rússland – Suður-Kórea ..................... 28:27 Tékkland – Úrúgvæ ............................. 46:16 Frakkland – Spánn............................... 28:25 C-RIÐILL: Japan – Túnis........................................ 30:24 Noregur – Úkraína............................... 29:30 Rúmenía – Argentína........................... 43:13 D-RIÐILL: Ungverjaland – Fílabeinsströndin ..... 43:25 Slóvenía – Kína ..................................... 34:26 Danmörk – Þýskaland ......................... 20:20 Þýskaland Bikarkeppnin, 4. umferð: Hamburg – Lemgo................................25:22 Kiel - Post Schwering ...........................36:28 KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrirtækjakeppni KKÍ, Hópbílabikarinn, undanúrslit kvenna: KR – Grindavík.................................... 88:58 Stig KR: Katie Wolfe 31, Hildur Sigurð- ardóttir 25, Tinna Sigmundsdóttir 11, Sig- rún Skarphéðinsdóttir 7, Guðrún Sigurð- ardóttir 6, Guðrún Sveinbjörnsdóttir 3, Halla Jóhannesdóttir 2, Hafdís Gunnars- dóttir 2, Lilja Oddsdóttir 1. Stig Grindavíkur: Sólveig Gunnlaugsdóttir 22, Petrúnella Skúladóttir 9, Ólöf Pálsdótt- ir 8, Sandra Guðlaugsdóttir 6, María Guð- mundsdóttir 6, Harpa Hallgrímsdóttir 4, Guðrún Guðmundsdóttir 2, Jovana Stef- ánsdóttir 1.  KR mætir Keflavík í úrslitaleik 20. des- ember. Bikardráttur Í gær var dregið í 16 liða úrslit Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar – í karla og kvennaflokki. KARLAR Grundarfjörður/Reynir – Tindastóll Fjölnir – HK Reynir S. – Hamar Þór Þorlákshöfn – Keflavík KR-b – Snæfell Höttur – Njarðvík KFÍ – Haukar ÍR – Grindavík  KR-b vann Breiðablik-b, 96:67, í síðasta leik 32 liða úrslitanna seint í fyrrakvöld.  Leikirnir fara fram 14. desember. KONUR ÍS – Hamar Ármann/Þróttur – Grindavík KFÍ – Njarðvík Haukar – Keflavík-b ÍR – Keflavík Breiðablik – Þór Akureyri.  Tindastóll og KR sitja hjá.  Leikirnir fara fram 17. desember. NBA-deildin Memphis – Boston.................................96:89 Detroit – New York...............................79:78  Eftir framlengdan leik. Indiana – Phoenix .................................89:82 Utah – New Jersey ...............................91:84 Chicago – Milwaukee ............................97:87 LA Clippers – San Antonio ..................91:83 KNATTSPYRNA Þýskaland Bikarkeppnin, 16 liða úrslit: Braunschweig – A. Aachen...................... 0:5 Hoffenheim – Leverkusen....................... 3:2 Regensburg – Duisburg .......................... 3:3  Duisburg sigraði í vítaspyrnukeppni. Mönchengladbach – Stuttgart ................ 4:2 England 1. deild: Rotherham – Coventry.............................2:0 Sunderland – Wigan .................................1:1 Staða efstu liða: WBA 20 12 4 4 31:17 40 Norwich 21 11 6 4 30:20 39 Sheff. Utd 20 11 4 5 31:21 37 Wigan 21 9 8 4 29:21 35 Ipswich 20 10 4 6 40:30 34 Sunderland 21 9 7 5 24:17 34 Reading 21 10 4 7 27:23 34 West Ham 20 8 9 3 28:16 33 Cardiff 20 8 7 5 34:21 31 Preston 20 8 4 8 26:23 28 Millwall 21 7 7 7 24:23 28 Crewe 20 8 3 9 21:24 27 Nottingham F. 20 7 5 8 32:29 26 Gillingham 21 7 5 9 27:35 26 Coventry 21 5 10 6 26:28 25 Burnley 21 6 7 8 29:34 25 Deildabikarinn, 16 liða úrslit: Arsenal – Wolves ..................................... 5:1 Jeremie Aliadiere 24., 71., Nwankwo Kanu 68., Sylvain Wiltord 79., Francesc Fabr- egas Soler 88. – Alex Rae 81. – 28.161 Southampton – Portsmouth................... 2:0 James Beattie 33., 90. (víti) – 29.201 Skotland Deildabikarinn, 8 liða úrslit: Aberdeen – Livingston .............................2:3  Eftir framlengdan leik. Meistaradeild Evrópu D-RIÐILL: Galatasaray – Juventus .......................... 2:0 Hakan Sukur 47., 90. – 60.000. Staðan: Juventus 5 3 1 1 8:6 10 Real Sociedad 5 2 2 1 7:7 8 Galatasaray 5 2 0 3 5:7 6 Olympiakos 5 1 1 3 6:6 4  Síðasta umferð, 10. desember: Juventus – Olympiakos Real Sociedad – Galatasaray Spánn Real Sociedad – Valencia ....................... 0:0 21.496. Staðan: Valencia 14 8 4 2 27:11 28 Real Madrid 13 8 3 2 27:15 27 Deportivo 13 8 2 3 21:10 26 Atl. Madrid 13 7 1 5 17:16 22 Barcelona 13 5 5 3 17:13 20 Osasuna 13 5 5 3 14:10 20 Bilbao 13 6 2 5 16:14 20 Villarreal 13 5 5 3 14:13 20 Valladolid 13 5 4 4 18:20 19 Santander 13 5 2 6 17:16 17 Celta Vigo 13 4 5 4 16:16 17 Málaga 13 5 2 6 13:16 17 Real Mallorca 13 5 2 6 16:22 17 Sevilla 13 3 6 4 16:16 15 Zaragoza 13 4 3 6 13:15 15 Real Sociedad 14 3 6 5 15:19 15 Real Betis 13 3 5 5 15:17 14 Albacete 13 4 0 9 13:19 12 Murcia 13 1 6 6 12:24 9 Espanyol 13 2 2 9 10:25 8 HM 20 ára liða D-RIÐILL: England – Egyptaland............................. 0:1 Japan – Kólumbía..................................... 1:4  Kólumbía 4 stig, Egyptaland 4, Japan 3, England 0. E-RIÐILL: Fílabeinsströndin – Írland ...................... 2:2 Mexíkó – Sádi-Arabía .............................. 1:1  Írland 4 stig, Fílabeinsströndin 4, Sádi- Arabía 1, Mexíkó 1. F-RIÐILL: Þýskaland – Bandaríkin .......................... 3:1 Suður-Kórea – Paragvæ.......................... 0:1  Suður-Kórea 3 stig, Bandaríkin 3, Þýska- land 3, Paragvæ 3. Nýtt knattspyrnutímabil hefst 9. janúar Knattspyrnutímabilið 2004 hefst hinn 9. janúar, samkvæmt drögum að niðurröðun á Reykjavíkurmótinu sem nú liggja fyrir. Mótið fer allt fram í Egilshöll. Í meistaraflokki karla er leikið í tveimur riðlum. Í A-riðli eru Leiknir, Þróttur, ÍR, Valur og KR en í B-riðli eru Fylkir, Fjölnir, Víkingur og Fram. Mótinu lýkur með úr- slitaleik hinn 15. febrúar. Í meistaraflokki kvenna er liðum skipt í deildir eftir styrkleika. Í efri deild leika Valur, Breiðablik, ÍBV og KR og þau spila tvöfalda umferð frá 7. febrúar til 14. mars. Í neðri deild leika Þróttur, Fylkir, HK/Vík- ingur, Fjölnir og ÍR en þar er spiluð einföld umferð frá 4. mars til 3. apríl. SKOTFIMI Landsmót Skotsambands Íslands, 22. nóv- ember í Digranesi. 60 skot liggjandi, riffill 50 metrar: Carl J. Eiríksson ......................................587 (99-98-96-98-98-98) Arnfinnur Jónsson ...................................576 Guðmundur H. Christensen....................574 Eyjólfur Óskarsson..................................573 Hafsteinn Pálsson ....................................549 Viðar Stefánsson ......................................536 Sigvaldi Jónsson.......................................512  Alþjóðlegt Ólympíulágmark er 587 stig. Digranes 29. nóvember. Stöðluð skamm- byssa 25 metrar. Guðjón Freyr Eiðsson .............................525 Sigurgeir Guðmundsson..........................522 Carl J. Eiríksson ......................................519 Steindór H. Grímarsson ..........................502 Gestirnir gerðu fyrsta markið ognáðu þar með forystu í leiknum, en það var í eina skiptið sem heima- menn voru undir. Þeir gerðu næstu fjögur mörk, síðan kom kafli þar sem gestirnir gerðu þrjú mörk gegn einu Víkinga og þá gerðu Víkingar aftur fjögur mörk í röð. Staðan orðin 9:4 en mestur varð mun- urinn sex mörk í fyrri hálfleik, 13:7 og í leikhléi höfðu Víkingar 16:13 yfir. Heimamenn léku stífa vörn í fyrri hálfleik með Bjarka Sigurðsson, fyrr- um þjálfara og leikmann Afturelding- ar, fyrir framan vörnina. Þetta gekk ágætlega framan af en síðan fóru sóknir gestanna að ganga betur, skot- in urðu markvissari og munurinn var aðeins þrjú mörk í leikhléi og munaði þar mikið um fimm mörk Einars Hrafnssonar í röð í lok hálfleiksins. Hann gerði raunar sjötta markið sitt í röð er hann gerði fyrsta mark síðari hálfleiks. Þar með má eiginlega segja að Mosfellingar hafi hætt, eða heima- menn sett í annan gír því Víkingur vann síðari hálfleikinn 18:9 og samtals því 34:24. Víkingar eru búnir að koma sér upp gríðarlega erfiðum heimavelli og það þrátt fyrir að áhorfendur séu ekki margir; Mosfellingar voru til dæmis mun virkari á pöllunum í gær- kvöldi. Lítinn mun í leikhléi má fyrst og fremst þakka elsta manni Mosfell- inga, markverðinum Stefáni Hannes- syni, en þessi 23 ára markvörður varði 12 skot í fyrri hálfleik og þar af eitt vítakast. Stefán var besti maður gestanna en einnig átti Einar fínan leik og fyrirlið- inn Hilmar Stefánsson var sterkur, bæði í sókn og vörn. Áberandi var hversu kátir gestirnir voru, fögnuðu hverju marki vel og þetta unga lið á tvímælalaust framtíðina fyrir sér. Hjá Víkingi átti Bjarki fínan leik, Tomas Kavolius einnig og Brjánn stóð vakt- ina vel í vörninni og Karl Grönvold var traustur í vinstra horninu. Vandræðalaust í Víkinni VÍKINGAR héldu uppteknum hætti á heimavelli sínum í gærkvöldi þegar þeir lögðu Aftureldingu að velli 34:24 í átta liða úrslitum bik- arkeppni Handknattleikssambandsins. Víkingar hafa ekki tapað leik í Víkinni í vetur og heitasta ósk þeirra þegar dregið verður í undanúrslit er að fá heimaleik. Í hinum leiknum lagði KA lið Fylkis 34:19 en þar var staðan 16:5 í leikhléi. Skúli Unnar Sveinsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.