Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 328. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fín um jólin Áherslan í jólafötum barnanna notagildi og þægindi Daglegt líf Farið á kostum 400 krakkar á körfuknattleiks- móti Fjölnis Íþróttir Porsche Cayenne Reynsluakstur í jólasveina- þorpi Bílar BJÖRGUNARMENN fara með bát um götu í Marseilles í Suður-Frakklandi í gær, en þar lét- ust að minnsta kosti þrír af völdum gífurlegs úr- hellis og flóða. Var lýst yfir neyðarástandi í borginni og nágrenni, fjöldi fólks varð að yf- irgefa heimili sín, tveim kjarnorkuverum var lokað, og einnig fjölmörgum skólum. Franska veðurstofan gaf út aðvörun í gær og spáir því að veðrið standi að minnsta kosti þar til á morgun. AP Mannskæð flóð í Suður-Frakklandi ÖLDUNGADEILD ítalska þingsins samþykkti í gær umdeilt laga- frumvarp sem auðvelda mun Silvio Berlusconi for- sætisráðherra að halda umsvifum sínum á ítalska fjölmiðlamark- aðnum. Neðri deildin sam- þykkti frum- varpið í október, en markmiðið með því er að hnekkja úrskurði stjórnarskrár- dómstóls um að Berlusconi yrði að láta af hendi eina af þrem sjónvarps- stöðvum sínum fyrir áramót. Ennfremur gefur frumvarpið færi á að ítalska ríkisútvarpið, RAI, verði einkavætt að hluta til frá og með 2005 og veitir heimild til að sömu að- ilar eigi bæði ljósvakamiðla og prentmiðla frá og með 2009. Þetta ákvæði gefur Berlusconi færi á að stækka fjölmiðlaveldi sitt. 155 öld- ungadeildarþingmenn samþykktu frumvarpið, en 128 voru á móti. Alls eru 177 af 315 þingmönnum í deild- inni í flokkabandalagi Berlusconis. Eina von stjórnarandstöðunnar, sem er andvíg frumvarpinu, er nú sú, að Carlo Ciampi Ítalíuforseti, sem hefur opinberlega lýst stuðningi við dreift eignarhald og frelsi á fjöl- miðlamarkaðinum, neiti að undirrita frumvarpið. Umdeilt fjölmiðla- frumvarp samþykkt Róm. AFP. Silvio Berlusconi GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að til greina kæmi að breyta lögunum þannig að ákvarðanir um launakjör æðstu stjórnenda fyrirtækja yrðu teknar á hluthafafundum og þær yrðu ekki lengur á ábyrgð stjórna fyrirtækj- anna. Fréttastofan TT hafði eftir for- sætisráðherranum að þetta gæti verið eina leiðin til að koma í veg fyrir fleiri hneykslismál á borð við mál stjórn- enda tryggingafélagsins Skandia sem fengu kaupauka að andvirði 1,5 millj- arða sænskra króna, um 15 milljarða íslenskra, umfram það hámark sem stjórn félagsins hafði sett. Persson varaði við því að forstjór- arnir kynnu að heimta gríðarháa kaupauka um leið og efnahagur landsins batnaði. „Þess vegna þurfum við að bólusetja okkur,“ sagði hann. „Þetta snýst um siðferði og siðaregl- ur, en einnig um lögin.“ Íhuga að breyta lög- um vegna Skandia Stokkhólmi. AFP.  Skandia Liv/14 SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir að fréttirnar af loftslags- ráðstefnunni í Mílanó um afstöðu helsta aðstoðar- manns Pútíns Rússlandsforseta í umhverfismál- um til Kyoto-bók- unarinnar séu „geysileg von- brigði og mikið áfall fyrir um- hverfismál í heild sinni“. Verði þetta niðurstaðan setji það allt ferl- ið í kringum bókunina í uppnám, þar með talið íslenska ákvæðið svo- nefnda. Óvissa sé um hvort gera þurfi nýjan loftslagssamning eða hvort þær þjóðir fari eftir Kyoto- bókuninni sem hafa fullgilt hana. Siv hefur þó uppi ýmsa fyrirvara því samkvæmt upplýsingum frá Halldóri Þorgeirssyni, skrifstofu- stjóra í umhverfisráðuneytinu, sem situr ráðstefnuna í Mílanó, sé ekki um formlega afstöðu Rússa að ræða heldur fyrst og fremst persónulegar skoðanir þessa aðstoðarmanns Pút- íns, sem hann hafði áður viðrað á þessum vettvangi. Telur Siv að vegna yfirlýsinga aðstoðarmannsins verði mikill þrýstingur á Rússa að fá fram hina formlegu afstöðu þegar ráðherrafundur ráðstefnunnar hefst í næstu viku. Mun Siv sitja þann fund fyrir Íslands hönd. Kyoto-bók- unin tekur ekki gildi fyrr en iðnríki, sem standa að baki 55% alls útblást- urs gróðurhúsalofttegunda meðal iðnríkja miðað við árið 1990, hafa fullgilt hana. Fyrir liggur að Banda- ríkjamenn, sem eru með mesta út- blásturinn, eða 36%, munu ekki full- gilda bókunina og heltist Rússar úr lestinni, sem eru með rúm 17% af mengun iðnríkja, er talið að bókunin sé í algjöru uppnámi. Samkvæmt Kyoto-bókuninni skal útblástur gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi ekki aukast um meira en 10% til 2012 miðað við árið 1990. Að auki er heimilt, upp að vissu marki, að telja fram sérstaklega útblástur koltvíoxíðs frá nýrri stóriðju eða stækkun eldri stóriðju sem fellur undir sérstaka ákvörðun aðildar- ríkjaþings loftslagssamningsins, sem hér á landi hefur verið nefnd „ís- lenska ákvæðið“. Alls er um 1,6 millj- ónir tonna af gróðurhúsalofttegund- um að ræða. Íslenska ákvæðið í óvissu Varðandi áhrif þessara tíðinda á íslenska ákvæðið við bókunina segir Siv óvissu ríkja um það. Áhrifin eigi þó ekki að vera nein á fjárfestingar í stóriðju sem þegar hafi verið ákveðið að ráðast í, s.s. álver Alcoa, stækkun Norðuráls og mögulega stækkun Alcan í Straumsvík. „Ef ákvæðið er reiknað til verðs er það 5–10 milljarða króna virði á fyrsta skuldbindingartímabilinu, 2008–2012. Innifalið í bókuninni er að íslensk stjórnvöld mega ekki selja það. Tapið verður því ekkert í krón- um talið. Ef ekkert verður hins veg- ar úr Kyoto-bókuninni er það mjög alvarlegt mál að mínu mati. Þá er hætta á að þjóðir fari að gera það sem þær vilja í mengunarmálum og hvatinn til þess að standa sig minnk- ar. Einnig minnkar áhuginn á að fjárfesta í tækniþróun í endurnýjan- legri orku, eins og sólarorku, vind- orku og hugsanlega vetni,“ segir Siv, en kveðst þó sannfærð um að á end- anum muni þjóðir heims ná sam- komulagi. Bendir Siv á niðurstöður vísinda- nefndar loftslagssamningsins um að á næstu 100 árum hitni loftslag í heiminum um 1,4 til 5,8 gráður, verði ekkert að gert til að draga úr áhrif- um mengandi efna. Siv Friðleifsdóttir um afstöðu ráðgjafa Rússlandsforseta til Kyoto-bókunarinnar Geysileg vonbrigði og áfall fyrir umhverfismál TILKYNNING Andreis Illiarionovs, helsta efnahagsráðgjafa Rússlands- forseta, um að Rússar geti ekki full- gilt Kyoto-bókunina kom eins og þruma úr heiðskíru lofti á loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Míl- anó í gær. Margot Wallström, yfirmaður um- hverfismála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, var rétt búin að bregðast við tilkynningu Umhverfis- stofnunar Evrópu þess efnis að útlit væri fyrir að Evrópusambandið myndi ekki standa við gefin fyrirheit um minnkun á losun gróðurhúsa- lofttegunda, og sagði að Kyoto- bókunin væri „ekki búin að vera…við bíðum öll eftir því að Rússar fullgildi hana“. Nokkrum mínútum síðar bár- ust fregnir frá Moskvu um tilkynn- ingu Illiarionovs. Hefði hann sagt að bókunin myndi hefta hagvöxt í Rúss- landi of mikið. Á ráðstefnunni var hins vegar bent á að Rússar hefðu síðustu mánuði gefið misvísandi yf- irlýsingar og síðast í september hefði Vladimír Pútín ekki útilokað að bók- unin yrði fullgilt. Bókunin kveður á um að iðnvædd ríki dragi úr losun sex lofttegunda sem vísindamenn telja að stuðli að loftslagsbreytingum. Ríki sem full- gilda bókunina skuldbinda sig til að hafa einhvern tíma á árabilinu 2008 til 2012 minnkað losun sína um 5,2% miðað við árið1990. Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti Siv Friðleifsdóttir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.