Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 13 „MÉR virðist sem markaðurinn í Nígeríu sé í góðu jafnvægi um þessar mundir. Það hefur verið næg eftir- spurn og afurðaverðið hefur lítið breyst á síðustu misserum,“ segir Lúðvík Haraldsson, framkvæmda- stjóri Laugafisks, á heimasíðu ÚA. Hann var nýlega í Nígeríu í hópi full- trúa framleiðenda á vegum Fiskmiðl- unar Norðurlands og Íslensku um- boðssölunnar. Laugafiskur framleiðir um fimmtung þess magns þurrkaðra afurða sem eru seldar frá Íslandi til Nígeríu. Framleiðsla Laugafisks hefur auk- ist verulega á undanförnum árum. Þannig vann fyrirtækið úr röskum 11 þúsund tonnum af hráefni árið 2000, árið 2001 var hráefnismagnið um 12.500 tonn, um 14.400 tonn árið 2002 og í ár stefnir í að í gegnum verk- smiðjur Laugafisks á Laugum í Reykjadal og á Akranesi fari rösk 16 þúsund tonn af hráefni. Lúðvík Haraldsson er vongóður um að á næsta ári taki verksmiðjurn- ar á móti um 18 þúsund tonnum. Á síðasta ári voru seldir um 485.000 pakkar af þurrkuðum afurðum til Nígeríu, en í ár verður framleiðslan sem næst 530.000 pökkum. Dóttur- fyrirtæki Laugafisks í Færeyjum framleiðir um 50 þúsund pakka af þurrkuðum afurðum fyrir Nígeríu- markað í ár. Lúðvík segir afar mikils virði fyrir framleiðendur að heimsækja kaup- endur í Nígeríu, vegna persónulegra tengsla og einnig til þess að sjá með eigin augum með hvaða hætti Níger- íumenn nýti sér vörurnar. „Fyrir nokkrum árum voru vöru- flokkarnir ekki margir, en nú eru þeir hátt í þrjátíu. Þetta segir okkur að það hefur orðið mikil vöruþróun inn á þennan markað og hún mun halda áfram,“ segir Lúðvík og nefnir sem dæmi að á síðustu misserum hafi Níg- eríumenn keypt þurrkaða tinda- bikkju af Íslendingum – nokkuð sem ekki þekktist áður inn á þennan markað. Einnig hafi þurrkaður af- skurður frá landvinnslunni og af frystitogurum náð ágætri fótfestu á Nígeríumarkaði. Nú er unnið að því að stækka verk- smiðju Faroe Marine Products í Leir- vík í Færeyjum. Eins og áður segir er áætlað að um 50 þúsund pakkar af þurrkuðum afurðum verði seld frá Færeyjum til Nígeríu á þessu ári og á næsta ári er búist við töluverðri aukn- ingu. Athyglisvert er að kostnaður við hráefniskaup og flutninga í Færeyj- um er um helmingi lægri í Færeyjum en á Ísland. Þessi kostnaður hefur verið að hækka á Íslandi á síðustu misserum, ekki síst vegna aukinnar samkeppni um hráefni. Morgunblaðið/RAX Skreiðin hengd upp við Grindavík. Það eru mestmegnis þurrkaðir hausar sem fara héðan á markaðinn í Nígeríu. Markaðurinn í Nígeríu góður SAMTÖK sjávarútvegsins í Noregi, Norges Fiskarlag, vilja að leyfum til veiða á norsk-ís- lenzkri síld á næsta ári verði út- hlutað í samræmi við kröfur Noregs um aukna hlutdeild í veiðunum. Þau hafna því að staðið verði að úthlutuninni eins og á þessu ári, þegar litlir kvótar voru gefnir út til bráðabirgða í upphafi árs. Norðmenn hafa krafizt þess í viðræðum við aðrar síldveiði- þjóðir, Rússland, Ísland og Færeyjar, að hlutur þeirra verði aukinn úr 57% í 70% á kostnað hinna þjóðanna. Það myndi þýða að hlutur okkar Íslendinga minnkaði um helming. Norges Fiskarlag krefjast þess að út- hlutað verði í samræmi við ráð- leggingar ráðgjafarnefndar Al- þjóðahafrannsóknaráðsins upp á 825.000 tonna heildarveiði. Með þessu móti geti hlutur Nor- egs aukizt úr 433.300 tonnum á þessu ári í 500.000 tonn og hann skiptist þannig að 34,3% komi í hlut minni báta, 54,7% í hlut hringnótaskipa og 11% til skipa með troll. Miðað við fyrrgreindar for- sendur yrði kvóti á minni báta þá 35 tonn en það fengu þeir á þessu ári eftir að lægri bráða- birgðakvóti hafði verið gefinn út. Seinna var svo bætt um bet- ur og endanlegur hámarkskvóti á bát varð 43 tonn. Vilja meira af síldinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.