Morgunblaðið - 03.12.2003, Síða 13

Morgunblaðið - 03.12.2003, Síða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 13 „MÉR virðist sem markaðurinn í Nígeríu sé í góðu jafnvægi um þessar mundir. Það hefur verið næg eftir- spurn og afurðaverðið hefur lítið breyst á síðustu misserum,“ segir Lúðvík Haraldsson, framkvæmda- stjóri Laugafisks, á heimasíðu ÚA. Hann var nýlega í Nígeríu í hópi full- trúa framleiðenda á vegum Fiskmiðl- unar Norðurlands og Íslensku um- boðssölunnar. Laugafiskur framleiðir um fimmtung þess magns þurrkaðra afurða sem eru seldar frá Íslandi til Nígeríu. Framleiðsla Laugafisks hefur auk- ist verulega á undanförnum árum. Þannig vann fyrirtækið úr röskum 11 þúsund tonnum af hráefni árið 2000, árið 2001 var hráefnismagnið um 12.500 tonn, um 14.400 tonn árið 2002 og í ár stefnir í að í gegnum verk- smiðjur Laugafisks á Laugum í Reykjadal og á Akranesi fari rösk 16 þúsund tonn af hráefni. Lúðvík Haraldsson er vongóður um að á næsta ári taki verksmiðjurn- ar á móti um 18 þúsund tonnum. Á síðasta ári voru seldir um 485.000 pakkar af þurrkuðum afurðum til Nígeríu, en í ár verður framleiðslan sem næst 530.000 pökkum. Dóttur- fyrirtæki Laugafisks í Færeyjum framleiðir um 50 þúsund pakka af þurrkuðum afurðum fyrir Nígeríu- markað í ár. Lúðvík segir afar mikils virði fyrir framleiðendur að heimsækja kaup- endur í Nígeríu, vegna persónulegra tengsla og einnig til þess að sjá með eigin augum með hvaða hætti Níger- íumenn nýti sér vörurnar. „Fyrir nokkrum árum voru vöru- flokkarnir ekki margir, en nú eru þeir hátt í þrjátíu. Þetta segir okkur að það hefur orðið mikil vöruþróun inn á þennan markað og hún mun halda áfram,“ segir Lúðvík og nefnir sem dæmi að á síðustu misserum hafi Níg- eríumenn keypt þurrkaða tinda- bikkju af Íslendingum – nokkuð sem ekki þekktist áður inn á þennan markað. Einnig hafi þurrkaður af- skurður frá landvinnslunni og af frystitogurum náð ágætri fótfestu á Nígeríumarkaði. Nú er unnið að því að stækka verk- smiðju Faroe Marine Products í Leir- vík í Færeyjum. Eins og áður segir er áætlað að um 50 þúsund pakkar af þurrkuðum afurðum verði seld frá Færeyjum til Nígeríu á þessu ári og á næsta ári er búist við töluverðri aukn- ingu. Athyglisvert er að kostnaður við hráefniskaup og flutninga í Færeyj- um er um helmingi lægri í Færeyjum en á Ísland. Þessi kostnaður hefur verið að hækka á Íslandi á síðustu misserum, ekki síst vegna aukinnar samkeppni um hráefni. Morgunblaðið/RAX Skreiðin hengd upp við Grindavík. Það eru mestmegnis þurrkaðir hausar sem fara héðan á markaðinn í Nígeríu. Markaðurinn í Nígeríu góður SAMTÖK sjávarútvegsins í Noregi, Norges Fiskarlag, vilja að leyfum til veiða á norsk-ís- lenzkri síld á næsta ári verði út- hlutað í samræmi við kröfur Noregs um aukna hlutdeild í veiðunum. Þau hafna því að staðið verði að úthlutuninni eins og á þessu ári, þegar litlir kvótar voru gefnir út til bráðabirgða í upphafi árs. Norðmenn hafa krafizt þess í viðræðum við aðrar síldveiði- þjóðir, Rússland, Ísland og Færeyjar, að hlutur þeirra verði aukinn úr 57% í 70% á kostnað hinna þjóðanna. Það myndi þýða að hlutur okkar Íslendinga minnkaði um helming. Norges Fiskarlag krefjast þess að út- hlutað verði í samræmi við ráð- leggingar ráðgjafarnefndar Al- þjóðahafrannsóknaráðsins upp á 825.000 tonna heildarveiði. Með þessu móti geti hlutur Nor- egs aukizt úr 433.300 tonnum á þessu ári í 500.000 tonn og hann skiptist þannig að 34,3% komi í hlut minni báta, 54,7% í hlut hringnótaskipa og 11% til skipa með troll. Miðað við fyrrgreindar for- sendur yrði kvóti á minni báta þá 35 tonn en það fengu þeir á þessu ári eftir að lægri bráða- birgðakvóti hafði verið gefinn út. Seinna var svo bætt um bet- ur og endanlegur hámarkskvóti á bát varð 43 tonn. Vilja meira af síldinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.