Morgunblaðið - 03.12.2003, Side 23

Morgunblaðið - 03.12.2003, Side 23
fyrir litla stráka eru dökkblátt, grænt og rautt í ár. Flauelsbuxur, skyrtur og pólóbolir eru dæmi um strákajólaföt en ekki mikið um vesti að þessu sinni. Fyrir stelpur eru skokkar, velúr- kjólar og pils helstu valkostirnir og litirnir dökkblátt, rautt og hvítt. Mikið er um fínrifflað flauel og einn- ig má nefna prjónapeysur með frostrósamynstri. „Ég myndi segja að þetta væri gamaldags stíll,“ segir Sigríður. Hún bætir því við að fólk sé byrjað að spyrja um jólaföt fyrir börnin í byrjun október, jafnvel í lok sept- ember. „Barnmargar fjölskyldur þurfa að dreifa innkaupunum,“ segir hún. Kínatoppar og -kjólar Adams er ný verslun með barna- föt sem opnuð var í lok október í Smáralind. Fötin eru fyrir 0–10 ára og koma frá Bretlandi og er versl- unin líka með fylgihluti og skó. „Kínatoppar og -kjólar eru áber- andi hjá okkur. Líka bolir og skokk- ar. Þetta eru einföld föt sem hægt er að nota áfram og púsla saman,“ seg- ir Erla Hlín Helgadóttir, eigandi Adams. Strákarnir eru í „gæjabuxum“ með skyrtuna utan yfir, í peysu með og ekki of stífir, að hennar sögn. Lit- irnir fyrir stelpur eru aðallega fjólu- blátt og bleikt og svart, brúnt og ljóst fyrir stráka. Mikið er um flauelsbuxur, bæði sléttar og riffl- aðar, segir hún ennfremur. „Fólk var byrjað að kaupa jólaföt strax í byrjun nóvember, sérstaklega fyrir strákana. Það virðist erfiðara að finna föt á þá en stelpurnar. Al- mennt séð kaupir fólk spariföt á börnin í tíma og notar desember til þess að kaupa jólagjafir,“ segir Erla Hlín. Í barnafataversluninni IANA eru skyrtur, flauelsbuxur og vesti jóla- fötin fyrir stráka og kjólar og skokkar fyrir stelpur. „Fötin eru fín en þægileg og nýtast vel eftir jólin,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, eig- andi verslunarinnar. Litirnir í strákalínunni eru að- allega blátt, grænt og vínrautt og fyrir stelpur rautt, ljósblátt og út í antikbleikt. „Eldri stelpurnar eru mikið fyrir pils, bæði stutt og hálf- síð, og skyrtur við. Einnig eru peys- ur og kvartbuxur vinsælar,“ segir hún. Spurn eftir jólafötum hófst í byrj- un október og segir Lilja Rós meiri áherslu á þægindi og notagildi en glamúr um þessar mundir. „Þetta eru föt á börn og með barnasniði,“ segir hún að síðustu. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 23 M or gu nb la ði ð/ E gg er t Birna Ósk í fötum frá Engla- börnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórir, Sigurður og Helga Kristín. helga@mbl.is POLARN O PYRET Róbert, Inga Þóra og Þórir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.